Tíminn - 28.08.1973, Side 14

Tíminn - 28.08.1973, Side 14
14 TÍMINN Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar lltur á hana, litur undan og veit ekki — „Gleður mig að kynnast yður,” segir ungfrú Coutureay, sem enga spjör hefir á líkamanum. „Vonandi sannfærist þér hérna um það, að við erum á réttri leið.” En nú hefir Pinneberg i þessari ýtrustu neyð uppgötvað sima- klefa sér til bjargar. Hann stam- ar fram úr'sér afsökun og segist þurfa að sima. Heilbutt kallar á eftir honum og segir að þau verði I 37. klefa, en Pinneberg fer sér engu að siður sem allra hægast og er timunum saman inni i sima- klefanum. Það er allt of snemmt að hringja til spitalans enn þá. Klukkan er ekki nema kringum 9 ennþá. Eftir langar bollalegging- ar um Pússer, sjálfan sig og nekt- arhreyfinguna leggur hann skild- inginn i rifuna á sjálftalanum og biður um númer sjúkrahússins. Drottinn minn góður, hvað hann verður lengi að biða eftir sam- bandi! Hjartað berst og hamast i brjósti hans. Kannski fær hann aldrei að sjá hana framar------- Systirin segir að allt gangi sinn eölilega gang, en það muni þó verða þrir, fjórir klukkutimar þangað til ennþá. Hann geti reynt að hringja aftur um miðnætti. Hann leggur heyrnartækið niður og hringir af. Heilbutt biður eftir honum á 37. Hvernig i ósköpunum datt honum sú vitleysa i hug að fara að flækjast hingað með hon- um? Þegar hann ber að dyrum á baðklefanum, sitja þau bæði hvort við hliðina á öðru á litlum bekk, og það er ekki á þeim að sjá, að þau hafi gert annað en tal- azt við. Kannske er það einmitt hann sjálfur, en ekki þau, sem eitthvað er athugavert við i þessu sambandi, hann er ef til vill, eins og frú Witte, allt of spilltur i þess- um efnum. Heilbutt leggur til að þau skuli nú ganga niður að sund- lauginni, og Pinneberg fær að ganga á eftir þeim báðum og kemst við það einu sinni enn að raun um það, að þetta allt hefir voðaleg áhrif á hann. „Hvernig liðurkonunni þinni?” spyr Heilbutt og skýrir ungfrú Coutureau frá þvi, hvernig ástatt sé um frú Pinneberg. Og þegar hann heyrir, að enn séu 3-4 timar til stefnu, segir hann hinn róleg- asti: „Nú, þá held ég að þú hafir tima til að virða fyrir þér hlutina hérna.” En Pinneberg notar þó timann fyrst og fremst til að láta sér gremjast við Heilbutt. Við stökk- pallinn i sundlauginni stendur hópur karla og kvenna, alveg æf- intýralega nakin! Þau stökkva fram hvert af öðru og standa á höfði i lauginni. Heilbutt leggur til að Pinneberg biði þar sem hann er, og hann er meira en feginn, að mega vera eftir úti i horni, meðan hin tvö blanda sér i hópinn við stökkpallinn. Það litur út fyrir að Heilbutt sé aðalmaðurinn hérna, þvi aö þau rjúka Öll upp til handa og fóta til að heilsa honum, og Jóakim! Jóakim! kveður við úr öllum áttum. t hópnum eru itur- vaxnir ungir piltar og kornungar stúlkur með þrýstna, fjaður- magnaða likami, en þau eru i sorglegum minnihluta. Megin- þorrinn eru miðaldra karlmenn, bústnir og virðulegir, og holdugar frúr, sem Pinneberg gæti sem bezt hugsað sér sitja inni á kaffi- húsi og belgja i sig hvern bollann eftir annan og hlusta á hergöngu- lög. En á þessum stað og i þessu ástandi eru þau eiginlega alveg óhugsanleg. „Fyrirgefið þér — þér eruð má- ske gestur hérna lika?” spyr mjög hógvær og kurteisleg rödd á bak við hann, og þegar Pinneberg hrekkur við og litur i kringum sig, sér hann að bak við hann stendur kvenmaður næsta gildvaxinn og i fötum, —guði sé lof! — með horn- spangargleraugu á krókbognu kónganefi. „Já — jú, ég er gestur hérna,” segir hann. „Það er ég nefnilega lika. Ég heiti Nothnagel.” „Pinneberg.” „Hérna er fróðlegt að vera, þykir yður það ekki? Eitthvað óvanalegt.” „Þegar hann hefir játað að sér þyki hér lika fjarska fróðlegt — og óvanalegt, vill konan vita, hvort hann hafi ákveöið að ganga i nektarhreyfinguna. Hún sjálf er hérna i kvöld I þriðja sinn, en á ennþá erfitt með að taka ákvörð- un. „Þaðer ekki svo að þvi hlaup- ið, þegar maöur er kominn á minn aldur,” segir hún og virðir svip hans fyrir sér með varúð, og þegar Pinneberg lætur i ljós þá skoðun, að yfirleitt sé ekki svo auðvelt að átta sig á neinu máli, segir hún glöð i bragði, að það sé einmitt þetta, sem hún segi alltaf við Max vin sinn — og honum er sýndur Max dökkur og sterklega byggður maður á fimmtugsaldri, fullkomin imynd kaupmannsins, sem vill áfram og veit hvað hann vill. — „Ég segi einmitt alltaf við Max, að það sé alls ekki svo auð- velt, að taka ákvörðun i þessu máli, sizt fyrir kvenfólk, en Max litur nú alltaf á ábatavoniria, sjá- ið þér, og brýnir fyrir mér sýknt og heilagt, að það myndi verða hagnaður að þvi fyrir mig, að ganga i félagið. Og þetta er rétt af honum, þvi að hann hefir haft mikið upp úr þvi að gerast fé- lagi.” „Erþað mögulegt?” Pinneberg spyr af einlægri og uppgerðar- lausri forvitni. „Nei, þetta er ekki neitt ólög- legt, og ég get vel sagt yður hvernig i öliu liggur. Max hefir ábreiður og gluggatjöld i umboðs- sölu, en verzluninni hrakaði dag frá degi þangað til hann gekk i hreyfinguna. Hvenær sem hann heyrir getið um einhvern mann- margan félagsskap, gengur hann I hann og selur siðan hinu félags- fólkinu. Hann gefur þeim auðvit- að riflegan afslátt, en hann segist lika standa sig vel við það. Nei, þetta er -auðvitað enginn vandi fyrir mann með útlitinu hans Max, sem kann eins marga brandara og hann og er annar eins samkvæmismaður. Það er allt annað og erfiðara fyrir mig,” segir hún og stynur þungan. „Þér rekið ef til vill verzlun lika?” spyr Pinneberg og virðir þessa vesalings, gegnumgráu, bjálfalegu kvenmannsrolu fyrir sér. „Já,” segir hún og bætir við i trúnaðarrómi: „En þetta hefir ekki viljað heppnast fyrir mér. Fyrst hafði ég ágæta sælgætisbúð á góðum stað, en mig hefir auð- sjáanlega vantað hæfileikana, þvi að allt varð að engu hjá mér.” Hún hristir höfuðið döpur i bragöi. „Attuð þér þá engan að, sem gat gefið yður góð ráð og hjálpað yöur eitthvað?” „Nei, alls ekki neinn. Ég kynnt- ist Max ekki fyrr en seinna, og þá var ég búin aö sleppa búðinni. Max útvegaði mér siðan umboð til að selja magabindi, mjaðma- belti og brjóstahöld, og það kvað meira að segja vera ágætt um- boð, en ég sel samt sem áður ekk- ert eða sama sem ekkert.” „Nei, en það eru lika erfiðir timar núna,” segir Pinneberg. „Já finnst yður það ekki? Það eru blátt áfram voðalegir timar. Ég hleyp hús úr húsi allan guðs- langan daginn frá kjallara og upp á hanabjálka, og oft kemur fyrir að ég sel ekki fyrir nema fjögur, fimm mörk, segi og skrifa fjögur, fimm mörk. Jæja, það er nú samt ekki það versta af öllu,” segir hún og reynir að brosa. „Fólk er alveg peningalaust. Bara að margir væru ekki eins ruddalegir og ókurteisir við mann og þeir eru. Ég er nefnilega af Gyðingaætt- um, skal ég segja yður — hafið þértekið eftirþvi?” Og hún litur á hann eftirvæntingaraugum. „Nei — ekkert sérstaklega,” segir Pinneberg vandræðalega. „Já, þarna kemur það: þér haf- iö samt tekið eftir þvi. Þetta segi ég lika alltaf við Max. Bara að Gyðingahatararnir vildu setja sérstök merkisspjöld á dyrnar hjá sér svo að maður gæti forðast að æsa þá upp. Siðast i gær sagði einn við mig: „Snautið i burtu með þetta böívað óþrifnaðar- skran yðar, gamla Gyðinga- meri!” „En það kvikindi!” segir mm 1485 Lárétt 1) Innheimtumaöur.- 6) Dreif,- 7) 1001.- 9) Utan,- 10) Himnaverurnar.- 11) Eins.- 12) Útt,- 13) Bókstafi,- 15) Ilátinú.- Lóðrétt 1) Land,- 2) Mynt.- 3) Hrópaði.- 4) Keyr.- 5) Samanvið.- 8) Fljót,- 9) Kindina.- 13) Keyri.- 14). Greinir,- Ráðning á gátu No. 1484. Lárétt 1) Vending,- 6) Ýrð.- 7) Es.- 9) Mu,-10) Tjónkar.-11) Ná,- 12) LI.- 13) Aum.- 15) Maniinn.- Lóörétt 1) Vietnam,- 2) Ný,- 3) Drangur,- 4) Ið.- 5) Gaurinn,- 8) Sjá,- 9) Mal,- 13) AU.- 14) MI,- « i. y R f?- E5 % !<• Handan fjallanna eru nokkrir T; stórir bæir. Þegar þangað er § komið, geta milljón dollarar j borgað nýtt andlit á Lester r| 5L gamla og nýtt l;f -• ijjT^STM Einhver • er að ^koma. rj Nema gamli hirðirinn og hann erdauður. , f Engin ástæða til að drepa sjálfan sig. Þaö 1 sá enginn að ég . j >yfirgaf þorpiðjjB H li ■■ ■■ :: ■ ■ :: |i s ■ S| .. £ s: ■i |::| B*. 5« tU ep Þriðjudagur 28. ágúst 1973. i 11:1! I 1 ■ Þriðjudagur 28. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl). 9,00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Þorlákur Jónsson heldur áfram að lesa um „Börnin i Hólma- götu” eftir Ásu Löckling (8). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Við sjó- inn kl. 10.25: Sturlaugur Böðvarsson verkfræðingur talar um eftirlit með hreinlæti og búnaði á fisk- veiðiskipum. Morgunpopp kl. 10.40: The Doobie Broth- ers leika og syngja. Fréttir kl. 11.00. Hljómplöturabb (endurt. þáttur G.J.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Sfðdegissagan: „Óþekkt nafn” eftir Finn Söeborg. Þýðandinri, Halldór Stefánsson les (11). 15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Beethoven. Filharmóniuhljómsveitin i Berlin leikur 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Yeðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Umhverfismál. Dr. Jónas Bjarnason efnaverk- fræðingur talar um fóður- öflun og umhverfi. 19.50 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 tþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Kórsöngur. Krosskórinn I Dresden syngur þýzk þjóð- lög, Rudolf Mauersberger stjórnar. 21.30 Skúmaskot. Hrafn Gunnlaugsson stjórnar þættinum. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.35 Harmonikulög. Hans Wahlgren og hljómsveit leika. 22.50 A hljóðbergi. Danski leikarinn Adam Poulsen les tvö söguljóð eftir Oehlen- schlæger, „Gullhornin” og „Hákon jarl”. A undan verður flutt stutt erindi um söguleg tildrög kvæðanna. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 28. ágúst 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Riddarinn ráösnjalli. Franskur ævintýramynda- flokkur. 7. og 8. þáttur. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. Efni 5. og 6. þáttar: Riddar- inn og þjónn hans falla i hendur stigamanna. Þar eru einnig i haldi Gospelle greifi af Savoja og dóttir hans, en riddaranum tekst að flýja og frelsa þau. Spán- verjar koma með herlið til Savoja til að vinna á stiga- mannaflokknum, og herða einnig leitina að riddaran- um. 21.20 Fimmtiu milur i eitt ár. Umræðuþáttur i tilefni af þvi, að 1. september er ár liðið frá útfærslu landhelg- innar i 50milur. Meðal þátt- takenda verður ólafur Jó- hannesson. forsætisráð- herra. Umræðunum stýrir dr. Kjartan Jóhannsson. 22.05 iþróttir. Umsjónarmað- ur Ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveðin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.