Tíminn - 28.08.1973, Side 16
16
TÍMINN
Þri&judagur 28. ágúst 1973.
Dómarar
nir eru
byrjaðir
ENSKU dómararnir eru nú
byrjaðir að bóka aftur. Á
laugardaginn voru 39 leik-
menn bókaðir. Tveir leik-
menn voru reknir af leik-
velli, það voru þeir Hugh
Curran, Oxford, sem lék
aftur með úlfunum og lan
Lawther, Stockport.
ROBERT SVARC, Colchester
varö fyrstur til að skora mark i
ensku deildarkeppninni. Hann
skoraði mark á fyrstu minútu,
þegar Colchester heimsótti
Barnsley. Markið dugði Colchest-
er til sigurs.
MUNRO hjá Leicester varð
fyrstur til aö skora sjálfsmark.
Hann skoraöi sjálfsmark eftir
aöeins 7 min. gegn Ipswich.
JACKSON hjá Nottingham
Forest varð fyrstur til að skora
mark úr vitaspyrnu. Hann
skoraöi mark úr vitaspyrnu gegn
Luton á 37. min.
ÞRÍR markverðir vörðu
vitaspyrnur á laugardaginn. Það
voru þeir Mike Kearns, Walsall,
John Kennedy, Lincoln og Fred
Potter, Hereford.
HEREFORD liöiö, sem leikur
nú i fyrsta skiptiö i 3. deild i sögu
félagsins náöi góöum sigri, þegar
liöið heimsótti Grimsbæ.
Hereford vann Grimsby 3:1.
c
Brosti í
hólftíma
3
Enginn leikmaður
Leeds bókaður
Það cr ckki á hverjum dcgi,
sem fyrir kcmur að cnginn leik-
maður l.eeds sé bókaður i leik.
Það þótti þvi saga til næsta bæjar,
þcgar það fréttist, að enginn leik-
maður I.eeds hefði verið bókaður
i lcik I.eeds gegn Everlon.
Eins og menn vita, þá eru leik-
menn Leeds þeir hörðustu i enskri
knattspyrnu, og það er ekki
ósjaldan að einhver leikmaöur
félagsins er i leikbanni. Það
furöulegasta af öllu var þó, að
hinn eitilharöi fyrirliði Leeds,
Billy Bremner, var gæfur eins og
lamb i leiknum og lék meira að
segja brosandi fyrsta hálftimann.
Það gerist ekki oft. Astæðuna
fyrir brosinu vitum við ekki, en
okkur dettur i hug, að Bremner
hafi verið svo ánægður með að
vera kominn i slaginn aftur, að
hann hafi ekki getað stillt sig um
aö brosa fyrsta hálftímann.
Fyrir leik Leeds og Everton,
var framkvæmdastjóri Leeds,
Don Revie, búinn að lofa þvi, að
enginn leikmaður Leeds yrði
bókaður. Hann stóö svo sannar-
lega við það.
AHORFENDUR KOLLUÐU
LAW...LAW...LAW...
DENIS LAW sannaði það á
laugardaginn, að hann er ekki bú-
inn aö vera sem knattspyrnu-
maður. Hann var maöur dagsins,
þegar Manchester City lék gegn
Birmingham á MaineRoad. Hann
sveik ekki þá 30 þús. áhorfendur,
sem komu til að sjá hann ieika
sinn fyrsta deildarleik með slnu
gamla félagi. Eftir aöeins 18 min.
sýndi hann, hvernig á að fara að
þvi að skora regiulega æsandi
mörk, þegar hann sendi knöttinn
meö ,,skæraklippingu”I netið hjá
Birmingham. Hann stökk upp i
loftið og saxaði knöttinn viðstöðu-
laust I netið.
Ahorfendur kunna svo
sannarlega aö meta þannig mörk
— þeir risu upp úr sætum sinum
og kölluöu :
LAW...LAW....LAW...! Denis
Law þakkaði áhorfendum
traustið, sem þeir sýndu honum,
með þvi að skora annaö glæsilegt
mark siðari i leiknum. Það er
ekki til nema einn LAW, það
sýndi hann, þegar hann sendi
knöttinn i netið með sinum frægu
kollspyrnum. Hann kastaöi sér
fram og negldi knöttinn með
skallanum i netiö og innsiglaöi
þar meö 3:1 sigur yfir Birming-
ham. Colin Bell skoraði einnig
fyrir City og mark Birmingham
skoraöi Hatton.
Þaö er greinilegt, að Law fellur
vel inn i hið skemmtilega leikandi
City-lið. Enda er hann ekki vanur
ööru en aö leika góöa knatt-
spyrnu. Hann byrjaði sinn feril
sem knattspyrnumaður hjá
Huddersfield, en var seldur til
Manchester City 1960 fyrir 53 þús.
pund. City seldi hann siöan til
italska liðsins Turin árið 1961
fyrir 100 þús. pund. Manchester
United keypti hann svo aftur til
Englands fyrir 116 þús. pund 1962
Með United lék hann þar til i vor,
en þá gaf United honum frjálsa
sölu. Manchester United á örugg-
lega eftir að sjá eftir þvi. Law
fékk tilboð frá City, sem hann tók
og hann á áreiðanlega eftir að
verða félaginu dýrmætur i vetur.
Densi Law, sem er skozkur lands-
liösmaður, hefur verið einn
frægasti leikmaður i Evrópu og
hann hefur verið kosinn knatt-
spyrnumaöur Evrópu. Þá hefur
hann oft verið valinn I heimsliöið i
kpattspyrnu.
Lið Manchester City og
Birmingham, voru þannig skipuð
á laugardaginn:
MANCHESTER CITY: Corrigan,
Book, Donachie, Doyle, Booth,
Bell, Marsh, Oakes, Summerbee,
Law Lee. Carrodus kom inná,
sem varamaður.
BIRMINGHAM: D. Latchford,
Martin, Hynd, Burns, Pendrey,
Page, Campbell, Taylor, Francis,
Latchford og Hatton.
...þegar hann stökk upp í loftið og saxaði
knöttinn viðstöðulaust í netið
MARKIÐ HRUNDI
Stöðva þurfti leik Úlfanna gegn Norwich á 16. mín., eftir að
Dougan hafði skorað annað mark sitt
STÖÐVA þurfti leik Clfanna og
Norwich á 16. min., eftir að Derek
„gamii” Dougan hafði skorað
annað mark sitt i leiknum. Það
var ekki vegna fagnaðarláta, að
það þurfti að stöðva leikinn,
heldur var það út af þvi, að
verkamenn þurftu að gera við
mark Norwich, sem hrundi! Ind-
verjinn Kevin Keelan I marki
Norwich reyndi aö verja skotið
frá Dougan, sem hafnaði út við
„SUPER MAC"
SKORAÐI TVÖ
AAÖRK GEGN
WEST HAM.
— þau dugðu Newcastle til sigurs gegn
West Ham á Upton Park 2:1
„SUPER MAC” frá Newcastlc
var svo sannarlega á skotskónum
á laugardaginn, þegar Newcastle
heimsótti Est Ham á Upton Park.
Hann skoraði tvö mörk i leiknum
og tryggöi þar meö Newcastle
sigur 2:1. Leikurinn var opinn og
skemmtilegur. Markhæsti leik-
maður 1. deildar á siöasta
keppnistimabili, Brian „Pop”
Robson náði forustunni fyrir
heimamenn i fyrri hálfleik, við
mikinn fögnuð áhorfcnda.
West Ham sótti mikið i leikn-
um, en leikmönnum liðsins gekk
erfiðlega að reka endahnútinn á
sóknarlotur liðsins. Miðjumenn
Newcastle náöu mjög góöum leik
og þeir sköpuðu oft marktækifæri
og tvisvar sinnum i siðari hálfleik
notfærði „Super Mac” MacDon-
ald sér þau. Hann jafnaði á 55.
min. og skoraði siðan sigur-
markið sjö min. fyrir leikslok.
Liðin voru skipuð þessum
mönnum:
WEST HAM: Ferguson, Lam-
bard, Taylor, Moore, Charles,
Bonds. Lutton, Brocking, Best
MacDougall, Robson og Holland,
sem kom inná sem varamaður
fyrir Best.
NEWCASTLE: McFauI, Craig,
Nattress, Moncur, Clark, Gibb,
Smith, Hibbitt, Barrowcough,
MacDonald og Tudor.
stöng. Keelan kastaði sér til aö
verja — en hann lenti svo harka-
lega á stönginni, að markiö
hrundi niður og tók það verka-
menn 16 minútur að gera við það,
— eins og fyrr segir.
Derek Dougan var svo sannar-
lega I essinu slnu gegn Norwich.
Hann skoraði fyrsta mark leiks-
ins á 8. min. En aðeins fjórum
min. siðar jafnaði Suggett fyrir
Norwich og var staðan i hálfleik
1:1.
Dougan skoraði siðan annað
mark úlfanna á 62. min. meö
fyrrgreindum afleiöingum. Jim
McCalliog innsiglaði svo góöan
sigur Olfanna sex min. fyrir
leikslok.
Liöin voru þannig skipuð 1
leiknum:
WOLVES: Parkes, Taylor,
Jcfferson, McAIle, Parkin,
Sunderland, Hegan, McCalliog,
Dougan, Richards, Wagstaffe.
Hibbitt kom inná sem varamaður
fyrir Sunderland.
NORWICH: Keelan, Prophett,
Stringer, Govier, Biack, Briggs,
Anderson, Paddon, Suggett,
Cross og Mellor.
Norwich keypti bakvörðinn
Colin Prophett frá Sheffield
Wednesday á 45 þús. pund i
sumar.
Jenninqs bjargaði
Tottennam frá
stórtapi
Oþekkjanlegt Lundúnarlið
PAT JENNINGS, hinn snjalli
markvörður Tottenham, sem var
kosinn knattspyrnumaður órsins i
Englandi 1972 sýndi stórkostlegan
leik gegn Coventry. Hann
bjargaði daufu Tottenham-liði frá
stórtapi. Tottenham — meö allar
stórstjörnur sinar — náði aldrei
að sýna samleik eða þá knatt-
spyrnu, sem liðiö er frægt fyrir.
Þaö var aðeins fyrstu minúturnar
á Highfield Road, sem menn
könnuðust við I.undúnaliðið.
I byrjun átti Martin Peters
góöan skalla að Coventry mark-
inu — Knötturinn var á leiðinni i
netið, þegar nýliðanum hjá
Coventry, John Craven, tókst að
bjarga á linu á siöustu stundu.
Craven er strax byrjaður aö
borga upphæðina, sem hann var
keyptur á. Hann var keyptur frá
Crystal Palace á 45 þús. pund i
sumar.
Hinn nýji fyrirliði Coventry,
Mick Coop, sýndi það, að hann er
þess verðugur að stjórna liðinu.
Hann sýndi snilldarleik gegn
Tottenham og eins og góðum
fyrirliða sæmir, skoraði hann
eina mark leiksins á 24, min meö
góðum skalla.