Tíminn - 30.08.1973, Page 16

Tíminn - 30.08.1973, Page 16
..... Fimmtudagur 30. ágúst 1973. - <zm G0ÐI MERKIÐ, SEM GLEÐUR fyrir yóátm mai HHtumst i kaupfélaghtu $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Forstjóri BP ★ hvert orð dagsatt, segir blaðamaður Vísis ★ höfðum ef til vill mál á móti, segir ritstjóri Vísis ★ ótuktarskapur og kvikindisháttur blaðakonunnar, segir forstjóri BP stefnir Vísi Jarðskjálftinn í Mexikó: 575 lík fundin NTB—Mexlkóborg. — Um 50 þús- und manns eru nú heimilislausir i Mexikó eftir jaröskjálftann á þriðjudaginn, sem jafnaði tvo bæi viö jörðu og olli miklu tjóni á 300 km löngu belti i miðhluta lands- ins. Samkvæmt tölum frá mexi- kanska innanrikisráðuneytinu hafa fundizt 575 lik, en búist er við að sú tala hækki talsvert eftir þvi sem á liður leitun i rústunum. Jarðskjálftamiðstöðin i Colo- rado sendi i gær frá sér tilkynn- ingu, þar sem segir, að þessar hamfarir séu hinar mestu i Mexikó á siðari timum. Kippur- inn mældist meiri á jarðskjálfta- mælum viða um heim, en sá sem lagöi Managua i rúst um jólin. Bæirnir Orizaba og Quecholac sem eru um 200 km austan við Mexikóborg, lögöust svo til alveg i rústir. 1 Orizaba létust 100 manns, þegar 3ja hæða ibúða- blokk hrundi. Margir skólar eru ónýtir og sjúkrahúsið stór- skemmt. Stórar deildir hersins hafa verið settar til að vinna aö björgunarstörf um. í eina sæng NTB—Beirut. — Egyptaland og Lýbia urðu i gær opinberlega að einu riki, að sagt var i fréttasend- ingu Kairó-útvarpsins, sem hler- uð var i Beirut. Var þetta tilkynnt ibúum landanna frá yfirstjórn rikjanna. Rikið mun styðja mál- efni byltingarinnar og vinna að þvi að endurheimta herteknu svæðin frá Israel. Eining er nauð- syn til að lifa af, sagði i til- kynningunni. HÖFUÐFRÉTTIN á forsiðu Visis siðastliðinn laugardag hefur vakið mikla athygli. Þar voru þau ummæli höfð eftir önundi Ásgeirssyni forstjóra BP, aö hann ætti i rauninni að fá fimmtiu krónur fyrir hverja veiðibjöllu, sem dræpist af völdum oliulekans. Nú hafa þau tíðindi gerzt, að önundur hefur sent fjölmiðlum bréf, þar sem segir, að hann hafi aldrei látið sér þessi orð um munn fara og frétt Vísis sé til- búningur frá rótum. „Bréf önundar ber fyrir- sögninga „Sorpfrétt leiörétt”, en sfðan segir orðrétt: „1 forsiðufrétt Visis s.l. laugardag gerir Þórunn Sig- urðardóttir (ólasonar hrl.) blaðakona mig að miklu ill- menni, sem óski þess, að sem flestir fulgar drepist I oliubrák og vilji ég fá 50.- fyrir fuglinn. Allt er þetta óhrjálega mál tilbúningur frá rótum og sett fram af miklum ótuktarskap og kvikindishætti af hendi blaðakonunnar. Sorpfrétt þessi væri ekki svars verð, ef svo vildi ekki til, að einhverjir auötrúa áhengendur Þjóðvilj- and og rikisútvarpsins lögðu trúnað við og tóku að spinna lopann I sama dúr út af þess- ari vitleysu. Tilefni þess, að blaðakonan hringdi i mig, var forsíðufrétt Visis s.l. föstudag, þar sem forsvarsmenn fuglaverndun- arfélagsins sögðu þúsundir fugla mengaða af oliu. Ég sagði henni, að mér væri ókunnugt um, að slikt ástand hefði skapazt og taldi það mjög ósennilegt, var þetta reyndar staðfest af lögregl- unni s.l. laugardagskvöld, þegar rikisútvarpið birti þá frétt, að einn — segi og skrifa einn — fugl hefði verið skotinn þann dag, það er sama dag og grein Þórunnar var birt. Hún spurði að þvi, hvað félagið ætl- aði að gera i sambandi viö oliublauta fugla, og sagði ég henni, að engin ákvörðun hefði verið tekin um það, enda mál- ið ekki komið til umræðu. Hins vegar sagði ég henni, að það hlyti að koma i hlut lögregl- unnar i Reykjavik að skjóta þá fugla, sem menguðust af oll- unni, þar sem skv. lögreglu- samþykkt Reykjavikur er öll- um öðrum en lögreglunni óheimilt að fara með skotvopn innan lögsagnarumdæmisins. Á félaginu hvildi hins vegar sú skylda að leitast við að forða þriðja aðila frá tjóni af völdum oliu þeirrar, sem fór niður, og væru þvi starfsmenn félagsins uppteknir við að hreinsa upp oliuna. Félagið væri tryggt fyrir leka og fyrir tjóni gagnvart þriðja aðila, en ekki væri um neinar bætur að ræða vegna fugla, þótt þeir færust af völdum oliunnar. Myndi það væntanlega mest verða máfur, sem væri frið- laus, og væru kr. 50,- lagðar til höfuðs hverjum fugli skv. lög- um. Er þetta aðeins efnislega rétt og staðreynd málsins, þótt bæði mér og öðrum þyki leitt að fuglar farist i oliubrák. Sem betur fer er oliubrák á fugli miklum mun minni en ástæða var til að óttast. Mesta hættan af oliumengun er liðin hjá. Olian hefur að mestu ver- ið verkuð upp, og mjög óveru- leg oliubrák verður á sjónum kringum oliustöðina á Klöpp nú um skamma hrið. Er þetta óviöráðanlegt og mun væntan- lega litlu eða engu tjóni valda, vonandi ekki heldur á fugli. Ég er þakklátur þeim starfsmönnum Oliuverzlunar Islands h.f., sem lögðu á sig mikið erfiði við að vinna mjög óhreinlegt verk við hreinsun oliunnar við hinar erfiðustu aðstæður. En kvikindishætti Þórunnar Sigurðardóttur og dagblaðsins VIsis i sambandi við þetta mál mun verða svar- að á öðrum vettvangi.” Reykjavik, 28. ágúst 1973 önundur Asgeirsson. Höfðar meiðyrðamál á hendur Visi Timinn hafði tal af önundi vegna þessa bréfs, enda er hér um alvarlegar ásakanir að ræöa. önundur kvað það ekki vanda sinn, eða BP, að elta ól- ar við missagnir i blöðum, en hins vegar hefði hann orðið fyrir svo miklu aðkasti vegna þessarar fréttar i Visi, að hann gæti ekki látið þetta kyrrt liggja, og sagðist mundu höfða mál á hendur blaðinu innan skamms og stefna þvi fyrir meiðyrði, og hefði hann þegar haft samband við lög- fræðing vegna þessa. Viðtalið rétt eftir haft, segir Þórunn Þá hafði Timinn samband viö Þórunni Sigurðardóttur, sem skrifaði umrædda grein. Þórunni fórust orð á þessa leið: — Mér þykir mjög fyrir þvi, að vera ekki jafnvel að mér um ætt önundar Ásgeirssonar og hann er um mfna og verð þvi að sleppa öllum ættartöl- um, sem sannað gætu þann kvikindisskap, sem virðist ætla landsfrægur að verða, ef dæma má eftir bréfi önundar. Sýnist mér það tala öllu skýr- ara máli en fátækleg orð frá mér, en legg drengskap minn aö veði, að viðtalið er rétt eftir haft nema hvað i stað orðanna „helber ósannindi” átti i raun- inni að standa „helvitis lygi”. Þar var rætt um ummæli Ste- fáns Bjarnasonar mengunar- sérfræðings Siglingamála- stofnunarinnar, um einn geymana á Klöpp, en Stefán sagði i viðtali viö blaðið, að forsvarsmenn BP hefðu sagt, að engin olia væri i tilteknum geymi, en siðan hefði reynzt vera oíia þar i fjögurra metra hæð. Dró ég þvl litillega úr stóryrðunum og leiðréttist það hér með. Varð mér mjög mik- ið um þetta samtal og ræddi við ritstjóra um það strax að þvi loknu og sýndi honum það, sem ég hafði handskrifað eftir önundi, sem ég geymi enn. Læt ég svo öllúm vörnum lokið um þetta, en vona, að önundur standi lengur við orð sin um mig en um blessaðan fuglinn. Vitni að samtalinu segir ritstjórinn Þá hafði Timinn tal af Jóni Birgi Péturssyni ritstjóra VIs- is, og spurði hvað honum fynd- ist um þær ásakanir i garð Visis, sem fram kæmu I bréfi önundar, sem og hvernig VIs- ir mundi bregðast við. Jón Birgir sagði: — Þetta orðalag bréfsins dæmir sig sjálft, þvi að það er ansi oijðhákslegt. Það voru vitni að þessu samtali Þórunn- ar og önundar, sem heyrðu, að hún spurði mjög undrandi, hvort hafa mætti þessi um- mæli eftir. Það er lika firra að Framhald á bls. 13 ..1,1 H Bátsbruni út af Skaftárósi: Afturhlutinn logaði er hjálpin barst Mikil eftirspurn eftir þangmjölinu — selt á 20 þús. kr. tonnið Klp—Reykjavík. I fyrrinótt kom upp eldur i vélbátnum Sólfara AK 170, sem gerður er út frá Þorláks- höfn, þar sem báturinn var út af Skaftárósi. Eldurinn kom upp aftan til i bátnum og réðu skipverjar ekkert viö hann. Þeir sendu út neyðar- kall um klukkan þrjú um nóttina og skömmu siðar kom flutninga- og farþegaskipið Esja á vettvang og tók Sólfara i tog. Atta manns voru um borð i bátnum, þeir fóru allir i gúmmbát og var bjargað um borð I Esjuna. Aður höfðu þeir bundið taug i bát- inn, og tók Ejsa hann i tog. Þegar við höfðum samband við loftskeytamanninn um borð i Esju seinni partinn i gær, sagði hann, að enn væri reykur um borð I Sólfara, en þá skömmu áður hefði aftur blossað upp eldur, lik- lega vegna oliu, sem hann hefði læst sig i. Þeir væru nú að koma inn til Vestmannaeyja, þar sem þeir hugðust slökkva betur I bátnum og laga sig til áður en haldið yrði fyrir Reykjanes. Hann bjóst við, að annað hvort yrði farið til Keflavikur eða Reykjavikur, og taldi hann líklegt, að þangað yrðu skipin komin undir hádegi i dag. Það færi þó allt eftir þvi, hvor staðurinn yrði fyrir valinu. Bíllinn féll ofan á manninn Klp-Reykjavik. Réttfyrirkl. 19,00 i gær, miðvikudag, varð maður undir bfl, sem hann var að vinna við á Veghúsastig. Var maðurinn að skipta um höggdeyfi að aftan á Land Rover jeppa og hafði hann tjakkað bilinn upp og tekið vinstra afturhjólið undan honum. Maðurinn sat þarna undir biln- um, þegar hann rann allt i einu af tjakkanum og lagöist önnur hjól skálin yfir nára mannsins. Ekki er vitað, hvað hann sat svona lengi, en það hefur verið góð stund, þvi að nokkuð var af hon- um dregið, þegar hjálp barst. Maðurinn var þegar fluttur á Slysavarðstofuna og var hann i rannsókn þar, þegar siðast frétt- ist. SB-Reykjavík — 1 Fóðuriðjunni i Saurbæ hafa nú verið framleidd 200 tonn af heykögglum og 35 tonn af þangmjöli i sumar. Búið er að panta alls 400 tonn af heyköggl- um, og standa vonir til, að ekki veröi vandræði með að vinna það, sem upp á vantar. Eftir er að slá um 100 hektara lands, en þó að rigni, er hægt að vinna, það geng- ur bara litið eitt hægar. Forstöðumaður verksmiðjunn- ar sagði i viðtali við Timann i gær, að mjög vel hefði gengið að vinna þangið, sem skorið var um daginn i Breiðafirðinum I til- raunaskyni. Fengust úr þvi um 35 tonn af mjöli og mun megnið af þvi verða selt til Englands, en bændur hér hafa spurzt mikið fyr- ir um það, svo og fóðrurmjöls- framleiðendur. Verð á tonninu mun vera um 20 þúsund krónur. Ekki er neitt á móti þvi, að verksmiðjan vinni meira þang, ef hægt verður að fá það i haust, þegar heykögglaframleiðslunni lýkur, sennilega I byrjun október. Markaður fyrir heyköggla fer sifellt vaxandi hér á landi og eru nú þrjár verksmiðjur við fram- leiðslu. I Fóðuriðjunni er unnið allan sólarhringinn á tviskiptum vöktum. Þar vantar þó tækjabún- að, sem vonir standa til, að kom- inn verði næsta sumar. Þá fær verksmiðjan einnig meira land, og framleiðslan eykst þá að lik- indum. Enginn vandi er að losna við heykögglana, eins og áður segir, þó að talsvert meira verði framleitt af þeim. Tveir menn fastir í kafbát NTB—Dublin. — Tveir menn eru fastir i kafbát niðri á botni Atlantshafsins um 120 milur sv. af Cork á Irlandi. Allt er i lagi með þá ennþá, en i gær var talið að sólarhringur gæti liöið, þar til báturinn næðist upp. Ekki er vitað hvers vegna mennirnir gátu ekki komið honum upp á yfirborðið. Mennirnir voru að leggja sæstreng, sem liggja á frá Cornwall i Englandi til Hali- fax i Kanada, þegar báturinn festist. Hann er sex metra langur og vegur 11 lestir,- Um borð er nægilegt loft i 72 klukkustundir. Ræninginn sér eftir að hafa gefist upp NTB-Stokkhólmi —■ Jan Erik Ols- son, bankaræninginn, sem lög- reglan yfirbugaði i fyrrakvöld, hefur sagt, að hann sjái eftir að hafa gefist upp. Hann og félagi hans verða yfirheyrðir i dag. Yfirmenn lögreglunnar ræddu i gær við gislana fjóra, en ekki hef- ur verið látið uppi, hvað þeir sogöu. Læknar vilja ekki leyfa að þeir verði yfirheyrðir fyrr en þeir hafa náö sér fyllilega. Sá elzti gislanna, Birgitta Lundblad, 31 árs, virðist hafa far- ið einna verst út úr þessu. Hún og karlmaðurinn, sem er 25 ára, hafa sofið siðan þau komust út úr bankanum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.