Tíminn - 21.09.1973, Qupperneq 2

Tíminn - 21.09.1973, Qupperneq 2
2 TÍMINN Föstudagur 21. september 1973 Kaupfélag Eyfiröinga Kaupféla • *3 Kaupfélag Héraðsbúa % Verzlunin Þór Kaupfélag • Borgfiröinga • —:—' Gunnar Asgeirsson h.f • Verzlujm Raf|úx sJ. ‘tURA 11PEÍ há-glans pappír án þurrkara! Menntamálaráðuneytið 18. september 1973. Evrópuráðsstyrkir til iðnskólakennara Evrópuráðið býður frain styrki til framhaldsnáms starfandi og verðandi iðnskólakennara á árinu 1974. Styrkirnir eru fólgnir i greiðslu fargjalda milli landa og dvalarkostnaðar (húsnæði og fæði) á styrktiman- um, sem getur orðið allt að sex mánuðir. Umsækjendur skulu helzt vera á aldrinum 26-50 ára og hafa stundað kennslu við iðnskóla eða leiðbeiningar- störf hjá iðnfyrirtæki i a.m.k. þrjú ár. Sérstök umsóknareyðublöð fást i menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Umsóknir skulu hafa borizt ráðuneytinu fyrir 18. október 1973. Viðskiptaráðuneytið, 19. sept. 1973. Sendisveinn óskast Viðskiptaráðuneytið vill ráða sendisvein eftir hádegi. Þarf að hafa reiðhjól. Upplýsingar veittar i viðskiptaráðuneyt- inu, Arnarhvoli, simi 25000. Höfðaskóli Nú þegar nýtt skólaár er að hefj- ast, verður mér hugsað til hús- næðismála Höfðaskóla. Höfðaskóli starfar i leiguhús- næði, sem er vægast sagt illa til þess fallið að stunda i þvi barna- kennslu — og þar að auki er alltof iitið. Húsnæði það, sem leikfimi er kennd i, likist fremur illa hirt- um fjárhúskofa en leikfimisal barna. Reyndar verður oft að fella niður leikfimikennslu vegna kulda og lélegs aðbúnaðar. Ég býst við þvi, að Vestmanna- eyjagosið sé talið valda þvi, að ekki var hægt að hefja fram- kvæmdir við byggingu skólahús- næðis i ár, en Höfðaskóla hefði átt að vera búið að byggja fyrir þann tima. Bygging Höfðaskóla er svo brýn, að það er ekkert, sem rétt- lætir þann seinagang, sem er á byggingarframkvæmdum fyrir skólann. Það er fjöldi barna, sem verður að vera i venjulegum skóla, þó að þau hafi engan möguleika á þvi að fylgja eftir þeim námshraða, sem þar er notaður. Þessi börn verða fljótlega utanveltu við það námsefni, sem verið er að kenna og eftir að svo er komið, verður þeim skólavistin andleg mis- þyrming, en ekki andleg upp- bygging eins og námið á að vera. Fyrir þessi börn er ekkert pláss i skóla við þeirra hæfi, en þau verða að mæta i skóla, til að hægt sé að útfylla skýrslur skólakerfis- ins. Svo þegar skyldunámi lýkur, koma þessi börn út með námsár- angur, sem er þeim einskis virði, þegar þau þurfa að nota námsár- angur við atvinnuumsókn, og endirinn á námsferlinum verður sá, að i staöinn fyrir það leiðar- ljós, sem námið átti að verða þeim á lifsleiðinni, hafa þau hlotið rikulega minnimáttarkennd og taugaveiklun, sem veganesti. Þeir, sem skólamálum ráða, ættu að vera þess minnugir, að bók- vits- og langskólamenn eru ekki þeir einu, sem halda uppi þjóðfé- laginu. Þess vegna er ekki siður áriðandi að búa vel að þeim, sem mest munu leggja til af vinnu- krafti til þeirra starfsgreina, sem lagskólamenn lita ekki við, — en eru þó stofninn í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Guðvarður Jónsson. Framköllun 1 min! Fixer 2 min! Skolun 2 min! Á aðeins 5 min. hefur þú há-glansmynd! Einnig til i hálf-möttu og silki-áferð .i'tr- íl' Staða forstöðukonu við Heilsuverndarstöðina i Reykjavik er laus til umsóknar frá nk. áramótum. Umsækjendur þurfa að hafa hjúkrunar- menntun með heilsuvernd sem sér- grein. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf umsækjenda sendist heilbrigðismálaráði fyrir 20. október 1973. I \V’ u tf’ n Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. & 4 v r* Starf við heyrnarmælingar Heyrnardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur óskar að ráða stúlku með fóstrumenntun til starfa við heyrnar- mælingar. Umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist heyrnar- deild Heilsuverndarstöðvar Reykja- vikur fyrir 1. október 1973. Heilsuverndarstöð Reykjavikur. % k-Y j'S :Yá r •• V ! k* <Y' kV. YATNS- HITA- lagnir og síminn er 1-30-94 AAælingamcður Bæjarsjóður Keflavikur óskar eftir að ráða nú þegar mælingamann á Tæknideild bæjarins. Nánari upplýsingar um starfið veitir undirritaður eða bæjartæknifræðingur. Umsóknum sé skilað til undirritaðs i siðasta lagi, mánudaginn 24. þ.m. Bæjarstjórinn i Keflavik. Bændur - Stáltunnur Höfum til sölu nokkuð magn af stáltunnum með smelltu loki. Tunnurnar eru um 175 litrar. Hreinar og þvi heppilegar undir fóðurblöndu og fleira. Borgarplast h/f Borgarnesi, simi 93-7370. BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 '[Jer'zluntn JÆu sturstrœít 6 & "ii 21955

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.