Tíminn - 21.09.1973, Page 4

Tíminn - 21.09.1973, Page 4
4 TÍMINN Föstudagur 21. september 1973 * Eru Sachs og Mirja að skilja? Er nú fjögurra ára hjónaband þeirra Gunther Sachs og Mirju Larsson hinnar sænsku að taka enda? Hann hefur fram til þessa neitað þvi, en hann er þekktur fyrir að segja og gera yfirleitt það, sem honum dettur i hug, þó sér I lagi i ástamálum. Aö visu hafa þau hjónakorn nýlega ver- ið i nokkrar vikur á Azúrströnd- inni og slappað af, en allan tim- ann var hann umkringdur ung- um stúlkum. Siöan fóru þau i siglingu og það var sama sagan. Varla sækja stúlkurnar svona að Mirju? Bezta vín aldarinnar I fréttum frá Frakklandi segir, að árgangur 1973 af rauðvininu Beaujolais verði sá bezti á þessari öld. Vinsérfræðingar fullyrtu þetta i siöustu viku, eftir að þeir höfðu smakkað á sýnishornum. Astæöan er ein- muna hagstætt vinveður i ág- ústmánuði. Ekki er nóg, aö vin- berin séu einstaklega stór og safarik, heldur eru þau lika mjög mörg og framleiðslan verður liklega i meti að magni. til, eitthvað um 1,3 milljónir hektólitra af þessu indælis rauðvini. C3 Georg og fíkjublaðið Georg heitir herramaður einn og i hæsta máta óvenjulegur. Hann stendur á kvennasalern- inu i hinu góða vertshúsi Grey- hound i Yorkshire og segir ekki orö. En það kostar einn umgang á barnum, ef komið er við hann. Georg er tæplega meters há stytta, klædd fikjublaði einu fata. Fikjublaðiö er á hjörum og þar sem George er sérlega myndarlegur maður, geta stúlkurnar margar hverjar ó- mögulega stillt sig um að lyfta þvi upp. En þá gerist það. Undir blaðinu stendur: Nú hafið þér hringt bjöllu á barnum og það þýðir, að þér gefið öllum gest- unum eitt glas. Eigandi verts- hússins er grinisti mikill. Hann segir: — Þið ættuð bara að sjá svipinn á kvenfólkinu, þegar það kemur fram aftur. Sumar hlægja, en aðrar roðna og fara allar hjá sér. Einstaka lætur, sem ekkert hafi gerzt, en allir á barnum vita, að þær hafa kikt. bað eru miðaldra konur, sem hlæja mest, en ungu stúlkurnar roðna. Hér sést svo George og ein, sem getur ekki stillt sig. Viský í sjóinn Eitthvað um 25 þúsund flöskur af viský voru brotnar i sjóinn við strönd Kuwait á dögunum. Afengissala er bönnuð i Kuwait og flöskur þessar voru smygl- varningur. Verðmætið, sem þarna var látið fara i sjóinn, mun nema um 50 milljónum (tsl.) króna á svörtum markaði. Svipað atvik átti sér stað fyrr á árinu og þá sögðu sjónarvottar, að þeir sem brutu flöskurnar, hefðu sumir hverjir oröið ölvað- ir bara af lyktinni. Þingmaður einn sagði að það væri skömm, að selja ekki flugfélagi landsins viskýið, en það hefur leyfi til að selja viský um borð i vélunum á lofti. Hvernig skyldi annars fiskunum i sjónum hafa liðið eftir þennan niöurhelling? Vissara að.... Karen Groves er tvitug brezk yngismær, sem karlmennirnir renna hýrum augum á við flest tækifæri. En þaö er vissara fyrir þá að passa á sér hendurnar, þvi að ef Karen skyldi vera þeim mótfallin er hún ekki i neinum vandræðum með að losa sig við þá. Hún starfar nefnilega sem lifvörður og kvað vera útfarin i allra handa brögöum til að halda fólki i hæfilegri fjarlægð. DENNI DÆMALAUSI Veiztu af hverju gulræturnar brunnu við hjá þér? Það var af þvi, aö ég fann fjögurra laufa smára i gær. Q'yil PufiUSMÉfS-UAU. SyJVCATg. T

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.