Tíminn - 21.09.1973, Síða 8

Tíminn - 21.09.1973, Síða 8
8 Föstudagur 21. september 1973 Aldrei eins mikil aðsókn að Vélskólanum og nú sagði Andrés Guðjónsson skólastjóri er hann setti skólann í 58. VÍ5LSKÓLI islands var settur 15. september sl. i 58. sinn. i ræöu sinni sagði skólastjóri, Andrés Guöjónsson, m.a.: „Aldrei hefur eins mikil aösókn veriö aö Vélskólanum og nú. Það eru ekki svo ýkjamörg ár slðan, aö vélstjóranemar voru álika margir og kennararnir eru nú, sem viö skólann starfa. Viö upp- haf þessa skólaárs eru innritaöir um 322 nemendur hér i Reykja- vfk, 22 á Akureyri og 20 á Isafirði eöa samtals 364 nemendur I Vélskóla Islands. Siöastliðinn vetur var samþykkt á Alþingi, að vélskólinn skyldi einnig reka skóladeildir á Höfn i Hornafirði og i Ólafsvlk. Auglýst var eftir nemendum, og sótti einn um skólavist i Ólafsvik, en enginn i Höfn i Hornafiröi. Veröur þvl ekki af skólahaldi á þessum stööum i vetur. Vestmannaeyjar risa nú úr ösku. Vélskóladeildin verður þó ekki rekin þar i vetur, heldur veröa nemendur þaðan viö nám hér i Reykjavik. Ef reka á vélskóladeild áfram i Vest- mannaeyjum, þarf senn að fara aö undirbúa það, þvi að vélasalur skólans fór undir hraun. Otvega sinn þarf aöstöðu fyrir kennslu i verk- legri vélfræði og verklegri raf- magnsfræöi og smiöum. Bóklega kennslan hefur farið fram I húsi iðnskólans á staðnum. A Akureyri veröur sú breyting, aö bóklega kennslan flyzt I hús Iðnskóla Akureyrar. Er sú breyt- ing til mikilla bóta. Ekki hefur enn tekizt aö finna hentugt hús- næöi fyrir verklega kennslu i vél- fræði, og er enn þá notazt við gamlan skúr, er Fiskifélag ts- lands notaöi til vélanámskeiös- halds á sinum tima. A tsafirði er gott kennslu- húsnæði og kennaralið, og er aösókn að deildinni þar heldur vaxandi. Nýir kennarar hér i Reykjavik verða tæknifræðingarnir Guö- mundur Ingólfsson og Leó Jóns- son, og kennari i bókfærslu, Haukur Hauksson. Einnig munu kenna við skólann i Reykjavik i vetur, tveir kennarar frá Vest- mannaeyjadeildinni, þeir Björn Sv. Björnsson tungumálakennari og Magnús Karlsson vélstjóri. Hér hefur verið mikið kapp- hlaup að auka kennsluhúsnæðið. Á siðasta skólaári voru bekkjar- deiidirnar 13 i skólanum, en nú verða þær 15. Hægt var að taka við þessari aukningu, með þvi að við fáum tvær kennslustofur i vesturenda skólahússins, þar sem gamli rafmagnssalurinn var. Gert er ráð fyrir þvi, að nota verði fyrirlestrasal I nýbyggingu sem kennslustofu, svo að við höf- um þá 13 kennslustofur fyrir 15 bekkjardeildir. Ætlunin er aö kenna ekki i anddyri skólans, svo sem gert hefur verið undanfarin ár. 11. stigi verða 4 bekkjardeildir. Um 105 nemendur sóttu um 1. stigiö, svo að búast má við að þar veröi allþétt setinn bekkurinn. t 2. stigi verða 4 deildir, þar af einn sveinabekkur, en 20 vélvirkja- sveinar hafa sótt um skólavist. 1 3. stigi verða 4 deildir, þar af hálf- ur sveinabekkur. I 4. stigi veröa 3 bekkjardeildir, þar af einn sveinabekkur. Samtals eru þetta 15 bekkjardeildir með 322 nemendum. 1 nýbyggingunni verða nú tekn- ir i notkun nýir raftækjasalir og er það til mikilla bóta, þegar er ljóst, að við þyrftum að fá fleiri raftækjasali. Skólinn hefur fengið aukna fjárveitingu til raftækja- kaupa, en auk þess hefur farið fram lagfæring á eldri kennslu- tækjum og þau flutt i nýju salina. Hafa kennarar skólans unnið að þessu, svo og smiðað vinnuborð og kennslutækjasamstæður. Þar sem gamli raftækjasalur- inn var verður m .a. innréttað litið Kennarar og nemendur Vélskólans. fundarherbergi fyrir Skólafélag Vélskólans. Þar getur félagið haft sina bækistöð, og skjala- og áhaldageymslu. Hlúa ber að Steinar Steinsson afhendir skólanum bókagjöf frá vélstjórum.sem útskrifuöust fyrir 25 árum. Andrés Guðjónsson, skólastjóri. félagslifi nemenda eins og kostur er, og er þetta einn liðurinn i þvi. Ennþá vantar nútima vélar I vélasal skólans og er ekki enn séð fyrir lausn þess vanda. 1 fyrra fékk skólinn að gjöf Woodward- gangráð frá verksmiðjunni, sem framleiðir þá. Einnig fékk skólinn tvo slika gangráða frá rafstöðinni á Keflavikurflugvelíi, en við báð- um Varnarmálanefnd að útvega okkur þá, og brást hún fljótt og vel við. Fengum við þvi þarna þrjá gangráða samtals,okkur að kostnaðarlausu. Að visu eru þetta notaðir hlutir, en vél brúklegir til kennslu og kunnum við þessum aðilum beztu þakkir. Skólinn hef- ur keypt sænskan Kálle-gangráð til æfinga, en þessi tegund gang- ráða er nú mjög að ryðja sér til rúms. t athugun er að kaupa frystivélasamstæðu, sem ætluð er til kennslu, og er mikið notuð i dönskum vélskólum, en slik sam- stæða kostar um hálfa milljón króna. Sfðastliðinn vetur gaf Caterpill- ar-umboðið skólanum notaðavél, nýlega en með brotinn sveifarás. Ætlunin er að byggja þessa vél upp I vetur og hefur umboðið heit- iö okkur að útvega með góðum kjörum varahluti i nútima stillibúnað á þessa vél og kann skólinn forráðamönnum Heklu hf. beztu þakkir fyrir þessa rausnar- legu gjöf. Menntamálráðherra hefur ákveðið, að mötuneyti skuli verða rekið við skólann i vetur, og hefur nú farið fram gagngerð breyting á eldhúsi og matsal skólans. Mötuneytið verður rekið af Hótel- og veitingaskólanum undir stjórn hins nýja skólastjóra Friðriks Gislasonar. Er að þvi augljóst hagræði fyrir allan þorra nem- enda og þá ekki sizt heimavistar- menn, að geta fengið keyptan góöan mat við sanngjörnu verði. Farmanna- og fiskimannasam band tslands kom þvi til leiðar, að námskeið fyrir yfirmenn á skip- um voru haldin við Sjómanna- skólann. Þörf fyrir slik námskeið er nú orðin mjög brýn vegna komu hinna nýju skuttogara. Ef nokkrum er það ljóst, þá er það vélskólamönnunum, að nú er ekki lengur um það að ræða, að menn verði fullnuma eða útlærð- ir, án þess þó að menn séu á nokk- urn hátt að vanmeta sina fyrri menntun. Þetta gildir liklega um flestar stéttir, sem þurfa á tækni- menntuðu fólki að halda, tækninni fleytir svo óðfluga fram. Gera skyldi tilraun með þetta siðastliðið vor og var búizt við lit- illi þátttöku, tómlæti eldri vélstjóra og skilningsleysi at- vinnurekenda. Var ákveðið, að ekki yrði af námskeiðinu, ef færri en 10 vélstjórar sæktu um þátt- töku. En .þetta fór á annan veg. Um 60 vélstjórar sóttu um þátt- töku i námskeiðinu, en ekki var hægt að taka við nema um 30 mönnum i einu. Aö sögn þeirra, er sóttu þetta fyrsta námskeið, tókst það hið bezta i hvivetna, og var kennurum og skólanum til sóma. Það er von okkar allra, að hér sé skólinn á réttri leið. Vegna þess hve mörgum varð aö neita um þátttöku i vor, var haldiö annað námskeið nú i haust með um 30 þátttakendum og lauk þvi i fyrradag. Þar með hefur veriö lagður grundvöllur að simenntun vélstjóra. Námskeið þessi voru ætluð fyrir rafmagns- deildarvélstjóra eða 4. stigs vél- stjóra, en að sjálfsögðu þarf einn- ig aö halda námskeið fyrir eldri vélstjóra með 1. og 2. stigs menntun”. Að lokinni ræðu skólastjóra tók til máls Steinar Steinsson tækni- fræðingur, en hann hafði orð fyrir þeim vélstjórum, sem útskrifazt höföu fyrir 25 árum. Færðu þeir skólanum veglega bókagjöf að verömæti 100.000 krónur, m.a. hið vandaða safn Encyclopaedia Brittannica. Ræddi Steinar um hina miklu og vaxandi þýðingu tæknimenntunar fyrir Islendinga sem undirstöðu aukinnar fram- leiðni, en aukin framleiðni væri einmitt eitt okkar bezta ráð gegn verðbólgu. Siðan tók til máls skólastjóri Hótel- og veitingaskóla Islands, Friðrik R. Gislason, en skólinn er einnig til húsa i Sjómannaskólan- um. Skýrði hann frá þvi að mötu- neyti mundi verða rekið i vetur fyrir nemendur Vélskólans og Stýrimannaskólans i matsal Sjómannaskólans, er hann mun veita forstöðu. jSprungu- \ viðgeroir Nú fæst varanleg þétting á steinsprungum með Silicon Rubber þéttiefnum. Við not- um eingöngu þéttiefni, sem vcita útöndum, sem tryggir, að steinninn nær að þorna án þess að mynda nýja sprungu. Kynnið yður kosti Silicon (Impregnation) þéttingar fyrir steinsteypu. Við tökum ábyrgð á efni og vinnu. Það borgar sig að fá viðgert i eitt skipti fyrir öll hjá þaul- reyndum fagmönnum ^ Sendum efni gegn póstkröfu. ÞÉTTITÆKNI H.F. \ -ý......... iLsimi 2-5.1-66 ('ósthólf 503 TrvRgvaRötu tif llúsuþéttini'ar Verktakar Kfnissala SKlPAUTGtRÖ AA/s Baldur fer frá Reykjavik miðviku- daginn 26. þ.m. til Snæfells- ness- og Breiðafjarðarhafna. Vörumóttaka mánudag og þriðjudag.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.