Tíminn - 21.09.1973, Side 9
Föstudagur 21. september 1973
TÍMINN
9
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur I Aðalstræti 7, simi 26500 —afgreiðslusími 12323 — aug-
lýsingasími 19523. Áskriftagjald 560 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
___________________________________.
ísland og Haagdómstóllinn
Alþýðublaðið hefur nú birt ræðu þá, sem
Benedikt Gröndal ætlaði að flytja i Grimsby,
en ekki varð úr sökum þess að Bretar neituðu
um fundarhús. í ræðu sinni vikur Benedikt
m.a. að rökum íslands fyrir þvi, að lögsaga
Haag-dómstólsins nái ekki til þess. Benedikt
vikur fyrst að samningnum frá 1961 og segir
siðan:
,,Engin ákvæði voru um uppsögn þessa sam-
komulags. Þar eð engir samningar geta gilt að
eilifu, varð að beita almennum reglum um
uppsögn. íslendingar töldu 1971, að tilgangi
samkomulagsins hefði verið náð og að allar að-
stæður i fiskveiðum Norður-Atlantshafsins
hefðu gerbreytzt. Þessi tvö atriði, tilgangi náð
og breyttar aðstæður, eru fullkomlega gildar
ástæður til þess að segja upp samningi milli
rikja. Við sögðum þvi samningnum upp með
nægum fyrirvara og við trúum þvi, að við böf-
um gert það að lögum og enga samninga
brotið.
Gömlu mennirnir i dómstólnum i Haag eru
annarrar skoðunar, en íslandi ber ekki skylda
til að viðurkenna lögsögu þeirra og gerir það
ekki. Stórar og smáar þjóðir hafa verið tregar
til að lúta lögsögu dómstólsins. Þegar hann
hugðist fjalla um kjarnorkusprengingar
Frakka fyrir nokkrum vikum, neituðu Frakkar
að fallast á lögsögu hans og mættu ekki við
réttarhöldin. Enda þó Bretland hafi formlega
gengizt undir lögsögu dómstólsins i öllum mál-
um, leyfi ég mér að fullyrða, að hvaða brezk
stjórn sem er mundi smeygja sér undan lög-
sögu hans, ef lifshagsmunir Breta væru i veði.
Þegar við íslendingar tölum um breyttar að-
stæður i fiskveiðum á Atlantshafi, og raunar
um allan heim, höfum við i huga hinnar gifur-
legu framfarir i fiskveiðitækni siðustu ára.”
I framangreindum ummælum Benedikts
Gröndals er tekin mjög ákveðið sú afstaða, að
ísland hafi sagt upp landhelgissamningunum
frá 1961 með fullkomlega löglegum hætti og þvi
viðurkenni ísland ekki lögsögu Haag-dómstóls-
ins og muni ekki gera. Vafalitið talar Benedikt
Gröndal hér ekki aðeins fyrir sjálfan sig,
heldur einnig fyrir Alþýðuflokkinn, þar sem
hann er varaformaður hans. Það er mikilsvert,
að afstaða Alþýðuflokksins til lögsögu Alþjóða-
dómstólsins skuli þannig koma ótvirætt i ljós.
En i sambandi við það, ber að harma, að af-
staða Sjálfstæðisflokksins er næsta óskýr i
þessu máli. Þó má helzt halda, að hann vilji
viðurkenna lögsögu dómstólsins, þvi að stund-
um predika leiðtogar hans, að ísland eigi að
halda uppi fullum málflutningi fyrir dóm-
stólnum. Slikt væri þó hrein móðgun við dóm-
stólinn, ef lögsaga hans væri ekki jafnframt
viðurkennd.
í sjónvarpsumræðum, sem fóru fram siðastl.
þriðjudagskvöld, beindi Einar Ágústsson utan-
rikisráðherra eindregið þeirri fyrirspurn til
Matthiasar Matthiesen, hvort hann vildi leggja
tillögu sina um 200 milna fiskveiðilandhelgi
undir úrskurð Alþjóðadómstólsins. Matthias
vék sér alveg undan að svara þessari spurn-
ingu. En það verður gengið eftir þvi að forustu-
menn Sjálfstæðisflokksins svari þessari spurn-
ingu og jafnframt hvort þeir vilja hlita lögsögu
Alþjóðadómstólsins um islenzka fiskveiðiland-
helgi. Þjóðin biður eftir þessu svari Sjálf-
stæðisflokksins. Þ.Þ.
V. Vasin, APN:
Mao er við sama
heygarðshornið
Hvers vegna þarf nýjar menningarbyltingar?
RÚSSNESKIR fjölmiölar
liafa gert sér tiðrætt um 10.
þing kinverska flokksins.
Þeir eru litt hrifnir af þvi,
sem þar gerðist, eins og
sést I eftirfarandi grein,
sem er frá rússnesku
fréttastofunni. og er þýdd á
vegum hennar á isienzku.
Mörgum, sem lcs hana,
mun þykja ýms sú gagn-
rýni geta átt við um fleiri
kommúnistalönd og þyrfti
viða ekki annað en að
breyta um nöfn:
UM ÞESSAR mundir hvetja
kinverskir fjölmiðlar menn
ákaft til að kynna sér og fara
eftir leiðbeiningum tiunda
þings kinverska kommúnista-
flokksins, sem nýlega var
haldið. Bent er á, að þingið
muni hafa ,,djúp og viðtæk
áhrif” á sögu Kinaveldis.
Svo sem sjá má af þing-
skjölum, sem birt hafa verið i
kinverskum blöðum, voru að-
eins örfá mál er varða
stjórnarstefnuna i innan- og
utanrikismálum rædd á þing-
inu. Nær einn þriðji hluti þing-
skjalanna er helgaður ,,menn-
ingarbyltingunni”. Kenning
Maós um að „menningar-
byltingin” sé „bráðnauðsyn-
leg og mjög tímabær til að
styrkja alræði öreiganna,
koma i veg fyrir endurreisn
kapitalismans og koma á
sósialisma” var staðfest enn
einu sinni.
Kinversku leiðtogarnir lita á
Peking sem miðdepil
byltingarinnar i heiminum i
dag, og hafa þvi reynt að gera
aðgerðir og markmið „menn-
ingarbyltingarinnar” að „lög-
málum” fyrir uppbyggingu
sósialismans, sem aðrar þjóð-
ir þurfi að taka til eftirbreytni.
Aö öðrum kosti fá þær stimpil-
inn „endurskoðunarsinnar”.
A þinginu var þess getið, að
reynsla Kinverja hefði stað-
fest visst „náttúrulögmál”
sem Mao tse tung hefði upp-
götvað. Hér er um að ræða
það, sem Maó sagði i upphafi
menningarbyltingarinnar
1966: „Algjör ringulreið i Kina
leiðir til almennrar reglu.
Þetta endurtekur sig á sjö eða
átta ára fresti”.
Hversvegna þurftu kin-
versku leiðtogarnir að leggja
svo mikla áherzlu á „nauð-
syn” og „timabærni” menn-
ingarbyltingarinnar?
ASTÆÐAN er fyrst og
fremst sú, að innan
kommúnistaflokksins eru all-
margir verkamenn, bændur,
menntamenn og embættis-
menn sem átta sig æ betur á
þeim skaðlegu áhrifum er
pólitiska breytingin sem nefnd
hefur verið menningarbylting
hefur á Kina og framgang
sósialismans.
Arin liða, en þó gleymast
ekki árásirnar á flokksdeildir,
upplausn þjóðkjörinna valda-
stofnana, verkalýðsfélaga,
ungkommúnistahreyfingar-
innar og samtaka mennta-
manna, né heldur auðmýking
og likamlegar misþyrmingar
á þúsundum kommúnista,
fyrst og fremst verkamönn-
um, bændum og menntamönn-
um. Aðgerðir maóista hafa
ekki styrkt alræði öreiganna
og málstað sósialismans, eins
og Pekingmenn vilja vera
láta. Miklu fremur hafa þær
verið alvarlegt áfall fyrir kin-
versku þjóðina, fyrir alþýð-
lega lýðræðisvaldið sem þjóð-
in hafði fengið með langri og
strangri baráttu. Hernaðar-
legu skriffinnskueinræði maó-
istahópsins hefur verið komið
á meö aðstoð hersins.
MENNINGARBYLTINGIN
hefur haft mjög áþreifanleg
áhrif á lif fólksins. Skömmtun
á mat og iðnaðarvörum hefur
nú verið við lýði i rúm fimm-
tán ár i Kina. Yfirvöldin krefj-
ast þess að þeir, sem ekki
vinna, éti minna, og að þjóðin
birgi sig upp af korni. Sér-
fræðingar álita að lifskjör kin-
versku þjóðarinnar séu nú
verri en þau voru 1957, rétt
áður en „stóra stökkið” var
tekið. tbúðabyggingar hafa að
mestu staðið i stað s.l. 10 ár.
Fólk, sem yfirgefur skólana,
er sent úti sveitirnar svo tug-
um milljóna skiptir. Yfirvöld-
in geta ekki séð þessu unga
fólki fyrir menntun eða at-
vinnu i borgunum. Þar að auki
eru þau að reyna með þessum
fjöldaflutningi á ungu fólki að
sjá borgunum fyrir vistum, og
hleypa nýjum krafti i land-
búnaðinn. En þessar aðgerðir
maóistanna vekja sivaxandi
gremju margra landsmanna.
Maóistunum hefur heldur ekki
gengið vel að sannfæra þjóð-
ina um réttmæti utanrikis-
stefnu sinnar, sem hefur i för
með sér betri samskipti við
kapitalisk lönd og fjandskap
við Sovétrikin og önnur sósia-
lisk riki.
Upp á siðkastið hafa raun-
verulegar þróunarþarfir
þjóðarinnar neytt yfirvöldin
til að taka upp aftur stjórnar-
aöferðir eins og efnahagslega
ábyrgðarskyldu, áætlunarbú-
skap og laun samkvæmt af-
köstum, en allt slikt var for-
dæmt á timum menningar-
byltingarinnar sem „endur-
skoðunarstefna”. Ennfremur
hafa verið gerðar ráðstafanir
til að veita hinu hernaðarlega
skriffinnskuveldi lýðræðislegt
yfirbragð. Einkum hefur þetta
komið fram i auknu valdi
flokksdeilda og minnkandi
áhrifum hersins, i viðreisn
verkalýðshreyfingarinnar og
ungkommúnistasambandsins
og i þeirri staðreynd, að sum-
um þeirra forystumanna, sem
urðu fyrir barðinu á menn-
ingarbyltingunni, hefur verið
veitt uppreisn æru. Þessar
ráðstafanir hafa komiö af stað
þeirri skoðun að „vegir Maós
séu órannsakanlegir”, jafnvel
I hópi maóista.
ÞAÐ voru þvi margar
ástæður, sem neyddu kin-
versku leiðtogana til að ræða
enn á ný um nauðsyn menn-
ingarbyltingarinnar. Hvað
viðvikur nokkrum fráhvörfum
frá rétttrúnaðarlinu Maós,
nota yfirvöldin þau til að að-
laga sig betur núverandi
ástandi i landinu og halda
áfram að framkvæma and-
sósialiska stefnu sina. Maó
hefur aðeins slakað á boga-
streng sinum, en hann hefur
alls ekki lagt niður vopnin.
Maóistaleiðtogarnir gera
allt sem i þeirra valdi stendur
til að tryggja að kommúnista-
flokkurinn sé ekki annað en
verkfæri i höndum þeirra.
Ekkert áþreifanlegt vanda-
mál félagslegrar og efnahags-
legrar stefnu flokksins var
rætt á þinginu. Þetta er engin
tilviljun. Lausn raunhæfra
vandamála, sem snerta
grundvallarhagsmuni allrar
kinversku þjóðarinnar, er orð-
in að forréttindum Maós og
hóps manna, er hann hefur í
kringum sig. Allt löggjafar- og
framkvæmdavald er i höndum
þeirra. Vitað er hvernig Maó
kemur fram við miðstjórn og
stjórnmálanefnd flokksins. A
þeim rúmum fjórum árum
sem liðin eru siðan niunda
flokksþingið var haldið, hefur
miðstjórnin aðeins einu sinni
komið saman til fundar. Það
var árið 1970. Ekki hefur verið
skýrt frá neinum fundum i
stjórnmálanefndinni.
1 ÞINGSKJÖLUNUM er
lögð áherzla á að vikja ekki
frá hinni hugmyndafræðilegu
og pólitisku linu. Hvaða linu? I
skýrslu sinni um breytingar á
lögum kommúnistaflokksins
segir einn af leiðtogunum,
Wang Hun-Wen, að starfa beri
að sameiningu skoðana og
sameiningu athafna á grund-
velli „byltingarstefnu Maós
formanns”. Þarna er kominn
kjarninn i valdakerfi maóism-
ans. Hugsun Maós er eini
mælikvarðinn á sannleikann,
eina leiðbeiningin til athafna.
Það sem samræmist þessari
hugsun er rétt, allt annað er
fjandsamlegt.
Skjöl tiunda flokksþingsins
sýna að leiðtogarnir i Peking
vilja ekki aðeins réttlæta for-
tiðina, heldur einnig tryggja
að stefnu þeirra verði fylgt i
framtiðinni. Þeir halda enn
fast við ákvarðanir niunda
flokksþingsins, sem haldið var
eftir menningarbyltinguna.
Þarmeð hverfa þeir frá stefnu
sósialiskrar uppbyggingar,
neita kinversku þjóðinni um
betri lifskjör, hafna vináttu
Sovétrikjanna og annarra
sósialiskra rikja, taka ekki
þátt i hinni sameiginlegu bar-
áttu gegn heimsvaldastefn-
unni til stuðnings við þjóð-
frelsishreyfingar heimsins og
til styrktar heimsfriðnum.
Leiðtogar maóismans halda
fast fram „réttmæti pólitiskr-
ar og skipulagslegrar stefnu
niunda flokksþingsins”, þar
sem ákveðin var „stefna
flokksins fyrir sögulegt tima-
bil sósialismans”. Svo sem sjá
má ætlar „stýrimaðurinn” i
Peking ekki að breyta um
stefnu. Það er engin tilviljun
að Chou En-Lai lagði i skýrslu
sinni áherzlu á nauðsyn þess
„að halda áfram i fullri
alvöru” framkvæmd leiðbein-
inga Maós á sviði hugmynda-
fræði og stjórnmála.
Maó og menn hans vita að
þeim verður stöðugt erfiðara
að halda sinum ótakmörkuðu
völdum. Þess vegna tala þeir
um langa baráttu og hvetja
kommúnista til að „fara á
móti straumi” og vera reiðu-
búna til að risa upp hvenær
sem vera skal i þvi skyni að
verja hugsun Maós og fram-
kvæma nýja menningarbylt-
ingu samkvæmt skipunum
hans. 1 nýrri klausu, sem bætt
var i flokkslögin, segir að i
framtiðinni verði menningar-
bylting framkvæmd oft. Maó
og hópur hans erusemsé reiðu
búnir að steypa þjóðinni aftur
úti algjöra ringulreið i þvi
skyni að koma á „hinni full-
komnu reglu” maóista. Varla
eru þetta bjartar horfur, þótt
þeim hafi verið lýst svo á
flokksþinginu. Þær spá ekki
góðu fyrir kinversku þjóðina,
og reyndar ekki aðrar þjóðir
heldur.
APN