Tíminn - 21.09.1973, Page 10
10
TÍMINN
Föstudagur 21. september 1973
FLJOTIÐ HEILAGA
ER FULLT AF SKÍT
1
::
H
n
::
g
::
g
p
==•■■■■■ ■•■•■■••■■••■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••■■■■■■»■■■■■ ■•■■■■■■■•■•■■■■■■■■■■■■■■■••■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■••■■■■■■■■■■■■■•■■■■■••■■■■■••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i
ÞAD er árla morguns, en enn ekki
oröið bjart. Gangesfijót liöur
kyrrt áfram í myrkrinu. Aöeins
þegar máninn glitrar I öldum
þess er hægt aö sjá, aö vatnið er á
hreyfingu. En jafnvel þó að
dimmt sé, er hægt aösjá þaö, sem
flýtur ofan á: úrgang, rusl, dýra-
leifar, eitt eöa tvö barnalík (börn,
sem deyja, eru falin Ganges á
vald) og sitthvaö fleira, sem viö
teljum til óþrifnaöar.
Fyrstu sólargeislarnir ná vatns
sólrisinu meö kór djúpra radda.
Tugþúsundir manna hafa safnazt
saman á vesturbakka fljótsins,
þar sem þeir sjá sólina stiga upp
úr vatninu. Þarna er hin heilaga
borg Benares, og hér safnast
trúaðir saman til að þakka
Brahma fyrir sólrisið og til að
baða sig i hinu heilaga vatni
fljótsins — það hreinsar likamann
á sama háttog bæninsálina.
Vatnið i Ganges gefur ekki
aðeins likamanum hreinleika,
heldur einnig sálinni, samkvæmt
kenningum Hindúa. Sá, sem
baðar sig i þessu vatni, styttir
með þvi vist sina i eftirfarandi
endurfæðingum og nálgast hið
fullkomna. Shiva heitir guðinn,
sem verndar allt fljótið, en
Benares,og sá hluti fljótsins sem
tilheyrir borginni, er sérstaklega
heilagt.
Vantrúaðir eiga bágt með að
hrífast ekki af slikri trú. En jafn-
framt finnst þeim Ganges ósköp
litið heilagt að sjá. t óvigðum
augum er fljótið ósköp venjulegt
fljót, ekki sérlega stórt eða mikið,
en alveg sérlega óhreint og ljótt á
litinn, lika i sólskini. Vatnið er
grágult og fullt af óhreinindum
frá öllum þeim tugþúsundum
manna, sem þar baða sig. Auk
þess flýtur þarna rusl og drasl i
tonnum. Meðfram bakkanum
liggja raðir af likum „i bleyti”
áður en þau eru brennd á báii
samkvæmt siðum Hindúa. Ekki
gerir þessi likþvottur vatnið beint
lystilegra og ekki virðist annað en
fólk hljóti að smitast af sjúk-
dómum við að koma nálægt þessu
öllu saman. Allt fljótið minnir
helzt á skólpræsi.
Þetta er lika það vatn, sem
hinir trúuðu drekka, þegar þeim
fara i hreinsunarbað sitt. Þeir
taka það lika heim með sér i
litlum krukkum. Ferðamaður frá
Vesturlöndum á bágt með að
skilja, að nokkur geti yfirleitt
lifað slikt af. Vatnið i Ganges
hljóti að vera meðal þess eitrað-
asta i heimi. En undarlegt nokk:
Læknavísindin hafa ekki- getaö
sannað nein tengsl milli farsótta,
sem upp koma, og sýklainnihalds
vatnsins úr Ganges.
Fljót Shiva
Hvað er þaö, sem gerir vatnið i
Ganges heilagt? Hvernig getur
staðið á þvi, að trúaðir, sem
drekka þetta skólp, verða ekki
veikir? Er samband milli þessara
tveggja spurninga? Getur trúin
haft þau áhrif að vernda
likamann gegn sýklum?
Við fljótið úir og grúir af fólki,
það eru almennir borgarar,
prestar og heilagir menn, öld-
ungar, sem finna, að dauðinn nál-
gast, og eru þvi komnir til
Benares, og betlarar og vasa-
þjófar. Innan um þetta allt vappa
svo heilagar kýr og gera stykki
sin hvar sem er.
Dr J.C. Tiwari viö háskólann i
Benares hefur gert vatnið i
Ganges að sérgrein sinni. Hefur
hann fundið nokkra visindalega
skýringu á þvi að það er ekki
hættulegt?
Fyrst skýrir hann að nokkru
hvers vegna Indverjar telja
vatnið heilagt: Frá fornu fari eru
fljótin talin lifæðar landsins. Þau
færðu fólkinu og landinu vatn og
::
::
■■
::
::
[ Ganges, hið heilaga fljót
Indverja, er ótrúlega óhreint,
en þó stafar ekki af því
sýkingarhætta.Nútíma vísindi
reyna nú að finna skýringu á
þessum einstæða fyrirbrigði.
_ Ef til vill leita vísindamenn
í aðstoðar í fornri, indverskri
| læknislist, sem nú er í
s hóvegum höfð d ný
--
■■ ■■
■■ ■■
■■!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!■•■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■ ••■■■■■■■■•ifS
—l■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■BaaBBBBBBaBaaBBBBBBBaaaaBaaaBaaaaaBBaaBaaaBaauBaaBaaaaBBaBaaaBBaauaaaaaiBi■a■■BaaaaBaaaaaai■B■iBB■■■iií■■■■•■•a■■a5■•
::
I
■■
■■
::
H
■' i .
ifeB* m ; i» *l PTl ^l!: i’HijÍm '
Slfellt er mannfjöldinn svona á bökkum Ganges i Benares. Indverjar trúa þvl, aö fljótiö hafi lækninga-
mátt< en vantrúaöir vestrænir halda helzt, aö áhrifin séu þveröfug af baöinu.
frjósemi. Þau voru einnig sam-
gönguleiðir, áður en hjólið og
vagninn komst i notkun. Þess
vegna var eðlilegt, að fólk settist
að við fljótin. Það var svo háð
þeim, að þau urðu þvi næstum
sem guðir. Vegna þess að Ganges
var mikilvægasta fljót landsins,
var þaö talið sérlega heilagt.
Dr. Tiwari staðfestir, að vatnið
i Ganges er ekki sýkt.
— Við höfum tekið nákvæm sýni
af vatninu á ýmsum stöðum og á
ýmsum árstimum, segir hann. —
Þessi sýni sýna, að vatnið hefur
sérstakan eiginleika: Það rotnar
ekki eins og annað vatn, sem
staönar. I vatni úr öðrum fljótum
getum við merkt rotnunarein-
kenni á nokkrum dögum eða
mesta lagi nokkrum vikum. En
þó að vatn úr Ganges sé geymt
mánuðum saman, kemst ekki
rotnun i það.
Visindaleg skýring á þessu er
enn ekki til. Rannsóknum okkar
er ekki lokið, en við höfum
myndað okkur skoðanir, heldur
dr. Tiwari áfram: — í vatni er
mikið af svonefndum bakteriu-
ætum. Það eru verur, sem likjast
veirum og hafa þann eiginleika að
leysa upp og drepa bakteriur.
Þær eru svo smáar, að við sjáum
þær aðeins i rafeindasmásjám.
Rannsóknir okkar hafa sýnt, að
þessar bakteriuætur eru miklum
mun fleiri i Ganges en öðrum
fljótum.
Þessar verur eru hættulausar
mönnum og dýrum, en ekki
bakterfum. Þær eru sem mótefni
og afleiðingin er sú, að vatnið i
Ganges helzt hreint. Hið heilaga
fljót okkar er ekki hættulegt
heilsunni.
Áhrif árþúsunda
Annar sérfræðingur i Nýju
Dehli hefur myndað sér sinar
eigin skoðanir á hættuleysi vatns-
ins I Ganges. Hann er ekki sér-
fræðingur i vatnaliffræði og hefur
ekki kynnt sér ýmsar sagnir i
sambandi við Ganges. En hins
vegar er hann sérfræðingur i
ónæmi. Hann skýrir það fyrir-
birgði, að þúsundir manna
drekka skolpið úr fljótinu án þess
að veikjast.
— Ég þekki kenningar dr.
Tiwari um bakterfuæturnar,
segir hann. En þar sem rann-
sóknum hans er ekki lokið, vil ég
vara við of skjótum ályktunum.
Ég viðurkenni fúslega, að vatnið i
Ganges virðist hafa mótefni gegn
rotnun, en ég held ekki að
bakterluæturnar séu skýringin,
að minnsta kosti ekki eingöngu.
Þó að óeðlilega mikið sé af þeim i
ánni, ræður það ekki úrslitum.
— Við verðum að gera okkur
grein fyrir þvi, heldur visinda-
maðurinn áfram — að þær bak-
terluætur sem við þekkjum skipta
með sér verkum. Ein tegundin
leggst á saurgerla, önnur á gerla,
sem valda bólgu i vefjum, sú
þriðja á hitasóttargerla o.s.frv.
En við þekkjum engar slikar
verur, sem ráðast á allar teg-
undir bakteria. Heldur engar sem
ráðast gegn smitandi sjúk-
dómum, til dæmis kóleru eða
mænusótt.
Eins og allir hljóta að sjá,
verður aö leita annarra skýringa,
ef gengið er út frá þvi, að vatnið i
Ganges sé hættulaust. En það er
þó almennt viðurkennt, að vatn
getur haft læknandi áhrif, þar
nægir að benda á ýmsa vatns-
kúra, sem vestræn læknavísindi
þekkja einnig og nota. I Indlandi
er það trú, að hinn læknandi
kraftur vatnsins stafi af þvi að
vatnið er auðugt af „prana” þ.e.
þeirri alheimsorku, sem hleður
bæði lifandi verur og sálir þeirra.
Ef einhver vill þetta heldur i vest-