Tíminn - 21.09.1973, Page 11

Tíminn - 21.09.1973, Page 11
Föstudagur 21. september 1973 TÍMINN n Ungir og gamlir, óbreyttir og heilagir. Allir baöasig i Ganges, fljótinu heilaga, sem lltur út eins og skólpleiösia. En enginn veikist af þvi. rænni útgáfu, þá má kalla það málmsölt, fúkkaefni i moldinni, sem vatnið siast i gegn um, lyfja- efni úr jurtum, sem leysast upp i vatninu, geislavirkni o.s.frv. En þegar um er að ræða ónæmið, sem kann að sannast, efast ég um, að ástæðan sé bak- teriurnar i vatninu. Samkvæmt árþúsundakenningum okkar er ónæmi „framrás, sem kennir llkamanum að læra af reynslu fyrri sjúkdóma, hvernig á að berjast gegn þeim, sem siðar kunna að koma”. í þessu sam- bandi koma bakteriuæturnar ekki inn I myndina. Þær geta ekki kennt likamanum neitt. Ég held, að ónæmið verði til á annan hátt og þá i samræmi við kenningar okkar. Hinir trúuðu, sem baða sig i Ganges og drekka vatnið, ganga I gegnum ónæmis- framrásina smátt og smátt. Likami þeirra lærir að veita smiti og árásum bakteria viðnám, bæði almennt og sér i lagi hvað varðar sjúkdóma þá, sem til eru I Ganges. Við getum lika imyndað okkur, að ónæmið gangi i erfðir. Indverjar hafa baðað sig og drukkið úr Ganges um árþús- undir. Ef þessi kenning stenzt, sem mér þykir sennilegt, er þetta mesta hópónæmisaðgerð, sem nokkurn tima hefur farið fram. Mótstaður læknavisindanna Hvor þeirra hefur rétt fyrir sér, verða frekari rannsóknir að skera úr um. En greinilegt er, að Ind- verjar sýkjast ekki af skólpinu. Þá er röðin komin að Ayurveda, hinni fornu, indversku læknislist, sem nær aftur i gráa forneskju og er mörgum sinnum eldri en sú vestræna. Aðeins mjög fáir Evrópubúar gera sér grein fyrir hversu þróuð þessi ayurvediska læknisiist er — og var þegar fyrir þúsundum ára. Þar sameinast trú og visindi á þann hátt, sem er svo einkennandi fyrirhina fornu, ind- versku menningu. Þess vegna er Benares einmitt rétti staðurinn til að kynnast Ayurveda á, þvi að Benares er vagga trúarinnar fyrir milljónum Hindúa og jafn- framt miðstöð indverskrar menningar. Hér eru engar and- stæður milli trúar og visinda, eins og svo viða i hinum vestræna heimi. 1 Benares eru þrir háskólar og 15000 námsmenn i þeim. Við einn skólanna er K.N. Udupa rektor, en hann er einn af fremstu sér- fræðingum i Ayurveda. Auk þess er hann vel heima i nútima vis- indum. Hann er verðugur fulltrúi hinnar nýju indversku menningar, sem reynir að sam- eina gamalt og nýtt, austrænt og vestrænt. Udupa rektor hefur öðlazt heimsfrægð og ferðazt viða og haldið fyrirlestra. í tengslum viö háskólann er nýtizku sjúkrahús og það er hið eina I heimi, þar sem sjúklingar geta sjálfir ákveðið, hvort þeir eru læknaðir . með aðferðum vestrænna visinda eða hinni fornu ayurvedisku list. Þetta er engin tilviljun: Hindu- háskólinn i Benares er sá eini i heiminum, þar sem hægt er að taka tvenns konar próf i læknis- fræði: Vestrænt eða ayurvediskt. Þarna mætast tvær þróaðar vis- indagreinar og Udupa er maðurinn, sem getur svarað þvi hvort þessi tvenns konar læknis- visindi geti átt samleið. Udupa er ákaflega vestrænn i framkomu, þurrpumpulegur, stuttorður og röskur, en ind- verskur þegar hann brosir, og er afskaplega kurteis. Arfur forfeðranna Speki Ayurveda er árangur hugleiðinga gömlu indversku heimsþekinganna, sem lifðu i ein- rúmi úti i skógunum. Þessir visu menn notuðu andlega krafta sina til að framleiða hugmyndir, en jafnframt reyndu þeir þessar hugmyndir sinar oftsinnis til að kanna, hvort þær stæðust. Þegar þeir svo komu út út skógunum til þorpanna, kenndu þeir út frá sér. Þó að þeir vissu það ef til vill ekki sjálfir, gerðu þeir tilraunir og lærðu af reynslunni. Þær aðferðir sem óbrigðular reyndust, voru siðar ritaðar á blöð og finnast i hinum fornu Veda-ritum okkar, segir Udupa. Þaö er ekki nóg aö baöa sig, flestir fá sér iika sopa af skolpinu. Visindin skilja hvorki upp né niður. Hann segir ennfremur, að hægt sé að sanna gildi Ayurveda-list- arinnar með vestrænum að- ferðum. — Aður fyrr var þvi haldið fram, að ekki væri hægt að bera saman við nein visindi, að minnsta kosti ætti alls ekki að reyna það, þvi slikt myndi van- helga þennan gamla visdóm. Nú er þetta á undanhaldi og komið hefur i ljós, að ekki aðeins er hægt að bera þetta saman við visindi, heldur hafa nútima rannsóknir leitt til þess, að ýmislegt hefur bætzt við hin fornu sannindi. En ég vil bæta þvi við, að það er ekki I öllum tilfellum sem vestræn mælitæki og verkfæri eru fær um að mæla og meta árangur þann, sem Ayurveda hefur framkallað. En visindi þróast og ég vona, að við fáum einhvern tima þau tæki, sem við þörfnumst. Udupa segist ætla að sameina visdóm Ayurveda nútima vis- indum. — Mér finnst það ekki vera neitt neyðarúrræði eða mengun gamla indverska hugsunarháttarins. Það er alls ekki um að raéða að sameina tvær andstæður, heldur láta þær fullkomna hvor aðra. Pandit Nehru sagði eitt sinn: — Lærið allt, sem þið getið af hinum gamla visdómi, en trúið þvi þó ekki að síðasta orðið i málinu hafi verið sagt fyrir þúsundum ára. Við getum kannski orðað þetta þannig: Við getum fært ykkur ýmsan læknisfræðilegan visdóm, en þið getið kennt okkur skurð- lækningar.... Skurðlækningar Skurðlækningar eru liklega veikasti punktur Ayurvedalækn- inganna. En þó er i ritunum gömlu talað um framfarir, sem uröu fyrir mörg þúsund árum, þegar um er að ræða til dæmis keisaraSkurði, gláku, fegrunar- aðgerðir, kirtlatöku og fleira. Ahöldin, sem við þetta voru notuð, eru svo alhliða og. góð, að þau mætti nota enn þann dag i dag. En indversk skurðlækninga- tækni staðnaði, m.a. vegna þess að trúin hindraði ýmsa hluti. Kenningar Búddha bönnuðu hvers konar likamlegar limlest- ingar og þar á meöal krufningu lika. Þar meö varð erfitt fyrir læknana að verða sér úti um næga þekkingu á mannslikamanum. Eitt sinn var ayurvedisk tækni fremst, en nú er hún langt aö baki hinni vestrænu I þeim efnum. — Þetta er bæði rétt og rangt, segir prófessor P.J.Deshpande, yfirmaður skurðlækningadeildar læknavisindastöðvarinnar i Benares. — Það er llka i sam- bandi við mikilvæga reglu I ayur- vediskri læknisfræði: Allt skal gert til að varðveita manneskjuna eins og hún er og reyna eins og hægt er að komast hjá að skera i hana. Læknirinn á fyrst og fremst að gera viðkom- andi heilbrigðan og notar ekki hnifinn fyrr en allt annað hefur brugðizt. Þetta segir Deshpande, sem sjálfur er einn af fremstu skurð- læknum Indlands. Hann skýrir þessa afstöðu til skurðlækning- anna með þvi að lýsa hvernig hún varð til: — Skurðaðgerðir byrjuðu sem hrein neyðarúrræði, oft á vigvell- inum. Þegar hermaður var alvar- lega særður, til dæmis á fæti eða handlegg, var það ef til vill ein- asta leiðin, að taka liminn af, áöur en alvarleg igerð hljóp i sárið. En þegar nægur timi var til, var ævinlega byrjað á lyfjum. Ut frá þessu kom i ljós, að hægt var að lækna flesta sjúkdóma án þess að beita hnifnum. Þegar i fornöld höfðu ayur- vediskir læknar fundið upp ótal lækningaaöferðir og notuðu m.a. kemisk sölt, jurtir, málma og margt fleira. Skurðaðgerðir voru alltaf taldar siöasta leiðin, en var þó beitt, þegar ekkert annað var hægt að gera. Þess vegna þróaðist snemma hjá okkur mikil skurðtækni, en á ákaflega tak- mörkuðu sviði. Hún hefur svo gengið i arf til vorra daga. Þessi tækni lifði af dimma timabilið, þegar trúin bannaði að- gerðir. Samkvæmt kenningum Búddha er bannað að úthella blóði, en skurðlæknir sem er að taka af til dæmis fót, getur tæp- lega forðazt það. Þetta varð til þess að skurðlækningar féllu i áliti. Plastiskar aðgerðir Prófessor Deshpande heldur áfram: Plastiskar aðgerðir, sér- staklega nefaðgerðir, eru jafnan taldar vestræn uppgötvun og eignuð brezkum lækni, sem starf- aði á öldinni sem leið. Sannleikur- inn er hins vegar allt annar. Arið 1794 voru tveir Bretar viðstaddir nefaðgerð hér i Indlandi. Það var brezkur hermaður, sem missti nefið i bardaga. Það var snyrti- lega höggviðaf, en læknirinn setti það á sinn stað og bætti um betur með húð, sem hann tók af læri hermannsins. Bretarnir tveir, sem voru við- staddir, voru læknir og teiknari. Þeir birtu siðan grein um að- gerðina með listilegum myndum, og þessa grein hefur áðurnefndur brezkur læknir að likindum lesið, þvi að hann tók að gera tilraunir og ávann sér frægð sem maðurinn, sem „fann upp” nef- aðgerðina. Það má bæla þvi við, að aðgerð þessi á hermanninum var framkvæmd eftir 2000 ára gamalli uppskrift. ÞIÐ GETIÐ LÆRT AF OKKUR Vestræn skurðtækni hefur ýmislegt til sins ágætis, en einnig slnar takmarkanir, heldur prófessor Deshpanda áfram: — Tökum til dæmis steina- myndanir. Vestrænn skurðlæknir fjarlægir steina með skurðað- gerð, en hann leitar ekki orsak- anna fyrir myndun þeirra, þess vegna getur verið kominn nýr á morgun. En ayurvediskur læknir reynir ekki aðeins að forðast að- gerð, heldur rannsakar orsök sjúkdómsins og beitir lyfjum. Samtimis nýtir hann sér reynsluna til að fyrirbyggja i svipuðum tilfellum. Við skulum segja, að niðurstaðan sé þessi, segir prófessorinn: — I fyrsta lagi viljum viö gjarnan tileinka okkur vestræna tækni, þar sem hún gefur góðan árangur og á sumum sviðum get- um við alls ekki keppt við hana. Hins vegar keppum við við ykkur á þeim sviöum, þar sem vestræn visindi leysa aðeins vandann um stundarsakir, en leita ekki að rótum meinsins. t öðru lagi er ayurvedisk tækni langtum fremri á nokkrum sviðum og þá er ekki vandi fyrir okkur að velja hið betra. t þriöja lagi er ayurvedisk tækni fremri hinni vestrænu i heild sinni, vegna þess að hún er tengdari heildarmynd læknavis- indanna en sú vestræna. Við reynum aö gera skurðaðgerðir óþarfar með þvi að fyrirbyggja. Það er oft freistandi að gripa til hnifsins, þegar sjúkdómar eru að kenna röngu mataræði eða meltingarvandræðum. Markmið Ayurveda er að losna við skurð- hnifinn og skurðarborðið fyrir fullt og allt, ef það er mögulegt.... Ef til vill geta vestrænir vis- indamenn i læknisfræði lært sitt af hverju hér i Benares, bæöi hvað varðar vatn og læknislist... (ÞýttSB)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.