Tíminn - 21.09.1973, Side 19
Föstudagur 21. september 1973
TÍMINN
19
0 Timbur
Flotbryggjur
í Klakksvík
iö till it til þess viðarmagns, sem
við bætist á hverju ári, en meðal-
ársvöxtur lerkis er 5-6 tenings-
metrar, þegar trén hafa náð átján
ára aldri og fer vaxandi eftir þvi
sem trén eldast. Svipuðu máli
gegnir um fullþroska greni, en
það er talið fullþroska hálfrar
aldar gamalt.
Geysileg
framtiðarverðmæti
Eins og sjá má af þessum út-
reikningum, þótt ófullkomnir séu
og segi ekki alla sögu, leynast nú
þegar mikil verðmæti i islenzku
skóglendi og þessi verðmæti auk-
ast með ári hverju.
Þá má ekki heldur gleyma þvi,
aö hver spýta sem við fáum úr
innlendum trjám, sparar okkur
dýrmætan erlendan gjaldeyri,
sem ella verður að mestu að
sækja i greipar hafsins.
Skógur vex hins vegar hægt og
það tré,sem gróðursett er i dag
kemur ekki að gagni fyrr en að
áratugum liðnum og þess vegna
liggur mikið við, að forsjálni sé
höfð i þesum efnum og islenzk
skógrækt verði efld til muna.
HHJ
Myndin er frá Klakksvik. Bryggjurnar eru komnar á sinn stað, en eftir
er að leggja vatn og ljós og lagfæra aðstöðuna T Iandi.
Trillurnar komast f örugga höfn
Tilkynning til
bifreiðaeigenda
Frestur til að sækja um endurgreiðslu
gjalda af bifreiðum, sem teknar hafa
verið af skrá hluta úr árinu 1972, rennur út
30. þ.m. Fyrir þann tima þarf þvi að sanna
rétt til endurgreiðslu gjaldanna fyrir inn-
heimtumanni' rikissjóðs með greiðslu-
kvittun og vottorði bifreiðaeftirlits, ella
fellur hann niður skv. 1. mgr. 91.gr. laga
nr. 80/1973.
Fjármálaráðuneytið, 20. september 1973.
SVIPAÐ ástand hefur til skamms
tima ríkt i Klakksvik i Færeyjum
og ríkir enn i mörgum höfnum
okkar, þ.e. viðunandi aðstaða
hefur ekki verið fyrir hendi handa
smábátaflotanum. Þetta vanda-
mál hafa Klakksvikingar leyst
með þvi að kaupa flotbryggjur frá
Sviþjóð.
Bryggjurnar, sem þeir i
Klakksvik hafa verið að setja
niður, eru þrjár að tölu, en hver
bryggja er samsett úr fjórum
12mx3m einingum. Hæðin er 1.50
metrar og standa 75 cm upp úr.
Bryggjurnar eru keyptar frá A/B
Pontona i Sviþjóð og samanlagð-
ur kostnaður er um 1 milljón
krónur færeyskar, eða um 15
milljónir isl. kr. Einingarnar eru
festar saman með keðjum og á
milli þeirra eru göngubrýí, og
hver eining vegur um 19 tonn.
Lengd hverrar bryggju er nálægt
60 metrum.
Ljós- og vatnslagnir munu
verða á bryggjunum. Bátarnir
koma til með að liggja með
stefnið að bryggju, en festir að
aftan við baujur, þannig að r.eikn-
að er með, að hver bátur taki ekki
nema um 3 metra pláss. Við
hverja bryggju komast þvi um 40
smábátar, eða 120 samanlagt við
allar þrjár bryggjurnar.
— hs —
Árekstur á Jökuldal
Þriðjudaginn 18. september varð
harður árekstur milli vörubfls og
fólksbils af gerðinni Moskwitch
skainmt frá Hofteigi á Jökuldal.
Áreksturinn varð i blindbeygju,
og rann fólksbillinn siðan niður
allháa brekku. Hann mun vera
gjörónýtur.
Tveir farþegar voru i fólks-
bilnum, en engin meiðsli urðu á
mönnum. Eigendur bilanna eru
báðir búsettir á Jökuldal.
Styrktarfélag van-
gefinna ó Austurlandi
heldur fræðslu- og kynningarmót fyrir for-
eldra vangefinna og seinþroska barna, svo
og aðra þá, er áhuga kynnu að hafa, að
Staðarborg i Breiðdal, dagana 28. til 30.
september.
Þeir, sem hug hafa á að sækja þetta mót, hafi samband við
trúnaðarmann félagsins i sinum hreppi, eða snúi sér til
Ardisar Gisladóttur, Djúpavogi, eða Kristjáns Gissurar-
sonar, Eiðum, sem veita allar nánari upplýsingar.
Stjórnin.
Óskum að rdða
stúlku í bókband
Prentsmiðjan Edda h.f.
Sími 2-60-20
&
w
BLÓMASALUR
n
LOFTLBÐIR
BORÐAPANTANIR I SIMUM
22321 22322
BORÐUM HALDIÐ TIL KL 9.
VÍKINGASALIJR