Tíminn - 21.09.1973, Side 20

Tíminn - 21.09.1973, Side 20
-------5, -------- GHÐI fyrir góóun nmt ^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - Verða Flug- leiðir að fá nýtt nafn? — samnefnt flugfélag hefur verið til í Vestmannaeyjum í þrjú ár Klp-Reykja vík. — Eins og flestum er kunnugt bcr nýja flug- félagiö sameiningarfélag Flug- félags tsiands og Loftleiöa, nafniö Flugleiöir. Nafniö var félaginu gefiö á einum af fyrstu saineiningafundunum og er þaö dregiö af nöfnum bcggja félag- anna, þ.e.a.s. Flug af nafninu Flugfélag og leiöir af nafninu Loftleiðir. Fáum er aftur á móti kunnugt um, aö til er félag hér á landi, sem ber þetta sama nafn og hefur gert undanfarin þrjú ár. Þetta firmanafn er skráð i Vestmanna- eyjum, en þaðan hafa Flugleiðir haldið uppi starfsemi sinni þar til nú fyrir skömmu. Samkvæmt upplýsingum, sem viö fengum hjá einum af stjórnar- mönnum þessa félags, var það stofnað i Vestmannaeyjum i júli 1970 af nokkrum útgerðar- mönnum og atvinnurekendum i Eyjum, til að reyna að bæta úr samgöngum milli Eyja og lands. Félagiö keypti sex sæta flugvél, sem hélt uppi feröum þar til eftir gosið i Heimaey i vetur, aö starf- semin var lögð niöur. A undan Flugleiðum i Vest- mannaeyjum var til annað félag meö sama nafni, sem stofnað var á Keflavfkurflugvelli árið 1959 en það hvarf af firmaskrá skömmu siðar. Flugleiðir i Vestmannaeyjum seldu flugvél sina nú i sumar og er enn óráðið, hvort starfsemin heldur áfram. En félagið sjálft er áfram til undir sama nafni og skráð i firmaskrá Vestmanna- eyja, og enn ekki komið til tals að það yrði lagt niður. Meðal stjórnarmanna þess hefur ekki verið rætt neitt sér- staklega um, hvað gera á i sam- bandi við nýja flugfélagið, sem tekið hefur upp sama nafn, enda stjórnarmenn öðrum hnöppum að hneppa þessa dagana. Þeir sögðu, að það yrði þó kannað betur siðar meir, enda væri það af og frá, að tvö félög með sama nafni héldu uppi ferðum á milli Vestmanna- eyja og lands, ef starfsemi Flug- leiða i Vestmannaeyjum yrði haldið áfram. Kristján Guðlaugsson stjórnar- formaöur Loftleiða tjáði blaðinu, að ekki hafi verið vitað um þetta félag i Vestmannaeyjum eða það, sem var stofnað á Keflavikur- flugvelli, fyrr en eftir að búið var að gefa nýja félaginu nafn. Annars væri ekkert i lögunum, sem bannaði að félagið tæki þetta nafn upp, þvi aö það væri skráð i öðru lögsagnarumdæmi en hin tvö. Þaö væri heldur ekki neitt til fyrirstöðu að breyta um nafn, ef þess væri óskað af öðrum aðila. Eitthvað að í Eystrasalti: Milljónir fiska fljóta upp dauðir NTB-Kiel — Milljónir fiska flutu i gær dauðir eöa deyjandi á sjávar- borðinu i Eystrasalti, rétt fyrir utan Kiel. Er þarna um að ræða alls kyns fisk, allt frá smáfiski upp i meterslangan þorsk. Sérfræðingar við háskólann i Kiel telja, að fiskadauði þessi stafi af súrefnisskorti og af þessu megi sjá, hve mengunin i Eystra- salti sé oröin mikil. Ástæöan fyrir þessum súrefnis- skorti einmitt nú, sé að óvenju kyrrt hefur verið I veðri á þessum slóðum I sumar og haust og hefur þvi vatnið i Eystrasalti ekki náð að blandast eins og skyldi. Útilokaö er talið aö þarna geti verið eingöngu um mengun að ræða, heldur hafi eitthvað annað komið nýtt til greina. Flytur Sagan til íslands? SB-Reykjavik — Franska skáld- konan Francoise Sagan hefur nú lýst þvi yfir, að hún ætli að flytjast til tslands ásamt syni sinum. Þetta er haft eftir henni i erlendu vikublaði nýlega. Astæðan segir skáldkonan að sé sú, að franskir blaðamenn láti hana aldrei i friði og ljúgi upp sögum um að henni þyki heldur góður sopinn. — Þegar ég er komin til Islands, segir hún, ætla ég að sækja blaðamennina til saka, njóta frelsisins og skrifa mina fyrstu „fallegu” bók. Francoise Sagan Hallormsstaðarskógur séður úr lofti. Slfeildar veröhækkanir á timbri auka stórlega verðmæti þess viðar, sem þar vex. —Ljósmynd: Landmæiingar íslands. Timbureign okkar í Hallormsstaðaskógi: Verðmæti viðar á ha. jókst um hálfa milljón TIMINN skýrði nýlega frá hinum gifuriegu vcröhækkunum, sem orðið hafa á timbri á heimsmark- aönum. Timbur hefur hækkað i verði um eöa yfir 140% á einu ári, þ.e. frá vorinu 1973 til vors 1974. Af þessum verðhækkunum leiðir að sjálfsögðu að verðmæti is- lenzkra nytjaskóga hefur aukizt sem þeim svarar og mun hækka enn meira, þvi að ósennilegt er annað en að timbur haldi enn áfram að hækka. 3000 hektarar af barrviði á islandi Um 1958 stórjókst gróðursetn- ing á fslandi og siðan hafa verið gróðursettar að jafnaði hartnær ein milljón hrislna ár hvert og lauslega áætlað hefur barrviður verið gróðursettur i um það bil 3000 hektara lands samanlagt og stórauka mætti gróöursetningu, ef auknar væru fjárveitingar til skógræktar. Ekki eru tiltækar nákvæmar mælingar á heildarviðarmagni islenzkra nytjaskóga og megnið er raunar svo ungt, að ekki væri ráð að miða við það i útreikningn- um á þeirri verðmætisaukningu á islenzku skóglendi, sem hlýzt af hækkandi timburverði erlendis, þótt handbærar væru tölur þar að lútandi. Einn hektari hækkar um hálfa milljón Þó má tina til tölur sem sýna að nokkru, hvilikir fjársjóðir leynast I hinum islenzku nytjaskógum og þá um leið hver framtiðarhagur okkur er að skógrækt og hvilika nauðsyn ber til að efla hana og auka á alla lund. A Hallormsstað er til lerkiteig- ur, sem gróðursettur var á árun- urn 1937-38, og fylgzt hefur verið nákvæmlega með. Heildarviðar- magn i þessum lerkiteig er 113-14 ’ teningsmetrar ef miðað er við einn hektara. Samkvæmt skýrsl- um frá FAO, Matvæla- og land- búnaöarstofnun Sameinuðu þjóð- anna fæst einn teningsmetri af borðvið úr 1,82 teningsmetra af ó- flettum bolvið i Skandinaviu, Finnlandi, Rússlandi og balt- nesku löndunum, en við flytjum inn mikið af timbri frá þessum löndum. Nýting viðarins er að sjálfsögðu þeim mun betri eftir þvi sem trén eru beinvaxnari. Ef gert er ráð fyrir heldur lakari nýtingu hérlendis og miðað við aö einn teningsmetri af flettum borðvið fáist úr hverjum tveim af bolvið, má sjá að af þessum eina hektara á Hallormsstað má fá um það bil 56 teningsmetra af borð- viði. Samkvæmt upplýsingum frá einni af timburverslunum i Reykjavik kostar einn tenings- metri af byggingatimbri nú frá 14.000-18.000 krónur. Þessir 56 teningsmetrar af flettum borðvið, sem fengjust af einum hektara á Hallormsstað mundu samkvæmt þvi kosta nærfellt 900.000 krónur eins og nú er komið verðlagi, en hefðu, að þvi er okkur reiknast til kostað tæplega 400.000 fyrir einu ári, ef miðað er við 140% verð- hækkun. Verðmæti viðar á þessum eina hektara hefur með öðrum orðum aukizt um rösklega hálfa milljón króna á einu ári og þá er ekki tek- Framhald á bls. 19 Enn koma handrit Enn fjöigar þeim handritum sem heim koma. 1 fyrradag komu átta pappirshandrit, sem geyma laga- greinar og ritgerðir og bréfa- og dómauppskriftir. Elzt þessara handrita er hand- rit Jóns lögmanns Jónssonar frá lokum 16. aldar, en i þvi eru dómauppskriftir og fleira. Einna mestur fengur er að aðalhandritinu að ritgerð Gisla Magnússonar eða Visa-Gisla, þar sem greinir frá umbótatillögum hans um ýmis málefni, svo sem eflingu pólitisks sjálfstæðis okkar og atvinnu- og fjárhagsmál. HHJ Blaðburðarfólk óskast á Akranesi Upplýsingar hjá Guðmundi Björnssyni, Jaðarsbraut 9.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.