Tíminn - 05.10.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.10.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. október 1973. TÍMINN 5 Athyglisverð skýrsla um störf og þýðingu fjölþjóðafyrirtækja A vegum Sameinuðu þjóðanna var fyrir nokkru birt skýrsla um áhrif fjölþjóðlegra fyrirtækja á þróun mála i heiminum. Það var efnahags- og félagsmáladeild Sameinuðu þjóðanna, sem samdi þessa skýrslu, og alþjóðlegur sér- fræðingahópur fjallar nánar um hana i New York i fyrri hluta septembermánaðar. Verður þá ennfremur rætt um áhrif þessara fyrirtækja á alþjóðasamskipti og framfarir. Skýrslan er 195 blaðsiður, og þar er að finna upplýsingar um stærð, starfsemi og uppbyggingu fjölmargra fjölþjóðlegra fyrir- tækja, og lagt er mat á þýðingu þeirra i efnahagsheiminum. Þá er og fjallað um eðli þessara fyrirtækja, hagnað og hvernig eignarhaldi á þeim er háttað. Þá er i skýrslu þessari gerð grein fyrir áhrifum fjölþjóðlegra fyrirtækja á alþjóðleg samskipti, eins og áður var minnzt á, og sambúð þeirra við stjórnvöld i þeim löndum, þar sem þau hafa höfuðstöðvar eða reka útibú. t skýrslunni segir meðal annars á þá leið, að fjölþjóðleg fyrirtæki, ólikt þvi sem sé um rikisstjórnir, „beri ekki beina ábyrgð á verkum sinum og stefnu gagnvart stórum hópi kjósenda”, og þvi sé það eitt höfuðatriði þessa máls, „hvort hægt sé að koma á fót einhvers- konar kerfi, er hefði, ef svo mætti Hér fæst Tíminn Á Norðurleið og Austurlandi fæst Timinn: HVALFIRÐI: Oliustöðinni BORGARFIRÐI: Hvitárskálanum v/Hvitárbrú, B.S.R.B., Munaðarnesi. HRÚTAFIRÐI: Veitingaskálanum.Brú, Staðarskálanum. BLÖNDUÓSI: Essö-skálanum, Hótelinu, hjá umbm. Þórunni Pétursdóttur SKAGASTRÖND: umbm. Björk Axelsdóttur, Túnbraut 9 SKAGAFIRÐI: Kf. Skagfirðinga Varmahlið SAURARKRÓKI: hjá umbm. Guttormi Óskarssyni Kaupfélaginu SIGLUFIRÐI: umbm. Friðfinnu Simonardóttur Steinaflöt ÓLAFSFIRÐI: umbm. Mary Baldursdóttur, Aðalgötu 32 DALVIK: umbm. Stefáni Jónssyni, Bjarkarbraut 9 IIRiSEY: umbm. Björgvini Jónssyni útibússtj. Norðureyri 9 AKUREYRI: umbm. Ingólfi Gunnarssyni, Hafnarstræti 95, i öllum blaðsöluturnum S-ÞINGEYJARSÝSLA: Reynihlið við Mývatn. HúSAViK: umbm. Stefáni Hjaltasyni, deildarstj. KÓPASKER: Kf. N-Þingeyinga RAUFARHÖFN: umbm. Hólmsteini Helgasyni ÞÓRSHÖFN: Kf. Langnesinga EGILSSTÖÐUM: Kf. Héraðsbúa, umbm. Ara Sigurbjörnssyni, Bjarkahlið 3, Héraðsheimilinu Valaskjálf og Flugvellinum. REYÐARFIRÐI: umbm. Marinó Sigurbjörnssyni, og i bókabúðinni. VOPNAFIRÐI: Kf. Vopnafirðinga og i bókabúðinni ESKIFIRÐI: Óli J. Fossberg og i bókabúðinni. SEYÐISFIRÐI: umbm. Þórdisi Bergsdöttur og i bókabúðinni NORÐFIRDI: Gunnari Daviðssyni umbm., Þiljuvöllum 37 og i bókabúðinni. HORNAFIRÐI: Kf. A-Skaftfellinga, Höfn og i bókabúðinni. Á Suðurlandi fæst Timinn: SELFOSSI: Kf. Arnesinga og i bókabúð Arinbjarnar Sigurgeir- sonar og hjá umbm. Jóni-Bjarnasyni Þóristúni 7 LAUGARVATNI: KA ÞRASTASKÓGI: KA EYRARBAKKA: KÁ, umbm. Pétri Gislasyni STOKKSEYRI: KA, umbm. Sveinbirni Guðmundssyni ÞORLAKSHÖFN: KA, umbm. Franklin Benediktssyni HVOLSVELLI: KA, umbm. Grétari Björnssyni HELLU: KA, umbm. Steinþóri Runólfssyni HVERAGERÐI: Verzluninni Reykjafossi Á vesturleið fæst Timinn: BORGARNESI: Söluturninum, hjá unibm. Sveini M. Eiðssyni, Þórólfsgötu 10 AKRANESI: Söluturninum, hjá umbm. Guðmundi Björnssyni, Jaðarsbraut 9 HELLISSANDI: umbm. Þóri Þorvarðarsyni ÓLAFSVÍK: umbm. Hrefnu Bjarnardóttur GRUNDARFIRÐI: umbm. Jóhönnu Magnúsdóttur, Borgar- braut 2 STYKKISIIÓLMI: umbm. Hrafnkeli Alexanderssyni PATREKSFIRÐI: umbm. Magnúsi B. Ólsen, Aðalstræti BÍLDUDAL: umbm. Hávarði Hávarðarsyni SúG ANDAFIRÐI: umbm. Hermanni Guðmundssyni, Aðalgötu 2 BOLUNGAViK: umbm. Jóninu Sveinbjörnsdóttur ÍSAFIRÐI: umbm. Guðmundi Sveinssyni og Bókaverzlun Jónasar Tómassonar segja, umsjón með störfum íjöl- þjóðlegra fyrirtækja, þannig að þau veröi, i verkum sinum og stefnu, á einhvern hátt gerð ábyrg gagnvart samfélagi þjóð- anna”. Þá kemur það og fram, að það sem valdið hafi flestum áhyggj- um, sé hvernig fjölþjóðlegu fyrir- tækin beiti ofurvaldi sinu á ýms- um sviðum, svo sem með þvi að hafa áhrif á lif einstaklinga, stefnu rikisstjórna og alþjóðleg verkaskiptingu. „Fjölþjóðleg fyrirtæki”, segir i skýrslunni, „geta með ýmsum þeim ráðum, sem þeim eru tiltæk, vegið að sjálfstæði einstakra rikja, með þvi að koma i veg fyrir að þau geti framfylgt þeirri stefnu, er þau telja ákjósan- legasta”. Meginhluti (tveir þriðju hlutar) starfsemi hinna fjölþjóðlegu fyrirtækja á sér stað i löndum, þar sem markaðskerfið er orðið háþróað, nema hvað slikra fyrir- tækja, sem höfuöstöðvar hafa i öðrum löndum, gætir einna minnst i Japan, þar sem stjórn- völd hafa fylgt þeirri stefnu að takmarka mjög umsvif erlendra fyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra i landinu. Þessu er öfugt farið með Kanada, þar sem um 60 prósent iðnfyrirtækja og um 65 prósent námu- og málmbræðslu- fyrirtækja eru dótturfyrirtæki er- lendra fyrirtækja. Skýrslan greinir og frá þvi, að þótt svo ekki nema einn þriðji hluti starfsemi hinna fjölþjóðlegu fyrirtækja fari fram i þróunar- löndunum, þá séu áhrif þeirra hlutfallslega meiri þar, en i þróuðu löndunum: Um 18 prósent allrar erlendrar fjárfestingar er talið vera á vesturhveli jarðar, 6 prósent i Afriku, 5 prósent i Asiu, og 3 prósent i Suðurlöndum nær. Atta af niu stærstu fjölþjóðlegu fyrirtækjunum eru með höfuð- stöðvar sinar i Bandarikjunum, og á þeirra snærum er meira en helmingur allrar erlendrar fjár- festingar, sem er á vegum slikra fyrirtækja. Séu Bretland, Vestur- Þýzkaland og Frakkland talin með, kemur i ljós, að fyrirtæki i þessum fjórum löndum eru með um 80 prósent allrar erlendrar fjárfestingar i veröldinni, sem áætluð er um 165 billjónir Banda- rikjadala. Sá litiö á laridfræðilega skipt- ingu útibúa hinna fjölþjóðlegu fyrirtækja, kemur i ljós, að fyrir- tæki með höfuðstöðvar i Evrópu eru einkum með útibú i löndum, sem áður voru evrópskar nýlend- ur. 70 prósent útibúa bandariskra fjölþjóðlegra fyrirtækja eru i Suður Ameriku, en afgangurinn skiptist nokkurn veginn jafnt milli Afriku, Asiu og Miðaustur- landa. Þá kemur fram, að fjölmörg þessara fyrirtækja eru umsvifa- meiri á fjármálasviðinu en mörg einstök riki. Þannig var til dæmis framleiðsla hvers hinna tiu stærstu fyrirtækja á þessu sviði meira virði árið 1971, heldur en þjóðartekjur rúmlega áttatiu rikja (3 billjónir Bandarikja- dala). 40prósent af starfsemi fjölþjóð- legu fyrirtækjanna, sem fjailað er um i skýrslunni, er iðnaðarfram- leiðsla, en 29 prósent oliunám og oliuiðnaður. 1 þróunarlöndunum er um það bil helmingur fjár- festingarinnar i námugreftri eða oliuvinnslu, og um það bil fjórðungur i iðnaðarframleiðslu. Þessu er ekki alveg á sama hátt farið i þróuðu löndunum, þvi þar er um helmingur fjárfestingar- innar i iðnframleiðslu, og um 30 prósent i námugreftri og oliu- vinnslu. Við þetta bætist svo, að fjöl- þjóðlegu fyrirtækin hafa með hverju árinu fært starfsemi sina inn á ný svið, og hefur starfsemin undanfarið sérstaklega farið vax- andi á sviði bankamála, ferða- mála og allskyns ráðgjafastarf- semi. Frá árinu 1965 fram til árs- ins 1972 þrefaldaðist tala útibúa bandariskra banka erlendis, og eru þau nú rúmlega eitt þúsund talsins. Meðal þess, sem lagt er til i skýrslunni að gert verði til að fylgjast með og hafa hæfilegan hemil á starfsemi þessara fjöl- þjóðlegu fyrirtækja, er eftirfar- andi: Sameinuðu þjóðirnar taki að sér að dreifa itarlegum upplýsingum um starfsemi þessara fyrirtækja. Þar sem verðlagningarmál og skattamál þessara fyrirtækja eru afar flókin, þá verði komið á fót einskonar „heimsskattanefnd” er meðal annars hafi það hlutverk, að vara þróunarlöndin við þeim hættum, sem kunna að leynast i samskiptum við þessi fyrirtæki. Settar verði einhverskonar al- þjóðlegar reglur um starfsemi þessara fyrirtækja og samskipti þeirra við stjórnvöld. I skýrslunni er að finna 43 töflur með allskyns upplýsingum um fjölþjóðleg fyrirtæki. Þar er til dæmis skrá yfir 211 stærstu fyrir- tæki i veröldinni, er öllum er það sameiginlegt, að árlega selja þau framleiðsluvörur sinar fyrir meira en billjón Bandarikjadali. Þá er skrá um, að hve miklu levti iðnfyrirtæki i þróunarlöndunum eru eign erlendra aðila, og ótal fleiri upplýsingar er að finna i skýrslunni. Samkvæmt skýrsiunni eru tiu stærstu fyrirtæki i veröldinni sem hér segir: Arleg sala i milljónum General Motors (USA) 28.264 Standard Oil (N.J.) (USA) 18.710 Ford Motors (USA) 16.433 Royal Dutch Shell (Holland- Bretl.) 12.734 General Electric (USA) 9.429 IBM(USA) 8.274 MobilOil (USA) 8.243 Chrysler (USA) 7.999 Texaco(USA) 7.529 Unilever (Holland-Bretland) 7.483 ^VILJIRÐU HAFA ÞAÐ GOTT er í Reykjavik... a frjáls, slappa af í næöi, eða þá hitta kunningja — í setustofu, veitingasal eða á barnum — þá er að leita til Hótel Esju. Þangað er auðvelt að komast án þess að aka erfiðar umferðargötur, og biðstöð strætisvagna er rétt við hótelið. undlaugarnar og íþróttahöllin í Laugardal, ir og skemmtistaðir af ýmsu tagi næsta nágrenni. Næsta heimsókn staðinn verður skemmtileg tilbreyting og góð hvíld. VELKOMIN Á HÓTEL ESJU &HOTEI SUÐURLANDSBRAUT 2 -SIMI 82200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.