Tíminn - 05.10.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.10.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 5. október 1973. jUmsjón: Alfreð Þorsteinsson! Þráinn hefur sett átta íslandsmet á árinu og sigraði á Fjölþrautam Hann er mjög f jölhæfur íþróttamaður óti Skarphéðins EINN efnilegasti frjálsiþróttamaður landsins i dag er Þráinn Hafsteinsson HSK. Til marks um það er að hann hefur sett alls 8 sveinamet á þessu ári. S.l. vetur kastaði hann drengjakúlu 13,20 m innanhúss, og bætti sveinamet Grétars Guðmundssonar KR frá 1969 um 35 cm. I sumar hefur Þráinn svo sett 6 sveinamet i kringlukasti, og bætt metin meðöllum þyngdunum. Sveinakringlu hefur hann kastað 61,76 m og bætt met Óskars Jakobssonar 1R um 4,58 m. Með drengjakringlu hefur Þráinn bætt sveinametið þrivegis, lengst 47,81 m. Gamla metið átti óskar Jakobsson tR, 45,78 m. Karlakringlu hefur Þráinn kastað 39,29 m og bætt 19 ára gamalt sveinamet Úlfars Björnssonar ÚtA um 14 cm. En Þráinn er fjölhæfur iþróttamaður, og á Fjölþrautarmóti Skarp- héðins 16. sept. s.l. sigraöi hann i fimmtarþraut. Hann hlaut 2552 stig og bætti sveinamet Elisar Sveinssonar 1R um 129 stig. Árangur hans var þessi: langstökk, 5,40 m — spjótkast, 43,64 m —200 m hl., 26,5 sek. — kringlukast, 39,04 m — 1500 m hl., 4:54,9 min. önnur úrslit i fimmtarþrautinni urðu þessi: 2. Guðmundur Jónsson, 2446 stig. (5,98 m — 37,69 m —24,0 sek. — 35,61 m — 5:37,9 min.) 3. As- grimur Kristófersson 2325 stig. (5,65 m — 33,63 m — 25,3 sek. — 35,51 m — 5:25,1 min.) Einnig var keppt i þriþraut kvenna og urðu úrslit þessi: 1. Sveinbjörg Stefánsdóttir 1476 st. (100 m hl., 14,2 sek. — langst., 4.50 m(kúluv., 8,63 m) 2. Þuriður Jónsdóttir 1355 st. (14,2sek. — 4,19 m — 8,08 m) 3. Aðal- björg Hafsteinsdóttir 1239 st. (14,2 sek.—4,48 m — 5,75 m) ísfirðingar endurheimtu 2. deildar sætið sitt EINS ÖG viö sögðum frá hér á siðunni 1 vikunni, unnu ls- firðingar 3. deildar keppnina I knattspyrnu. Þar meö endur- heimtu þeir 2. deildar sætið, sem þeir misstu sl. ár. tþróttasiöan óskar tsfiröing- um til hamingju með árangur- inn, scm er lyftistöng fyrir knattspyrnuna á tsafirði. Hér birtum viö mynd af leikmönn- um tsafjarðarliðsins, sem unnu úrslitaleikinu gegn Reyni frá Sandgerði 1:0. Aftari röð frá vinstri: Kristján Jóhannsson liðs- stjóri, Tryggvi Sigtrygsson, Albert Guðmundsson, Jón Jó- hannesson, Rúnar Guðmunds- son, Halldór Antonsson, Helgi Kjartansson, Bjarni Alberts- son, Páll Ólafsson og Gisli Magnússon þjálfari. Fremri röð: Guðmundur Ólafsson, örnólfur Oddsson, Hreiðar Sigtryggsson, Björn Helgason, Jón B. Sigtryggs- son, Pétur Guömundsson og Gunnar Pétursson ( Tima- mynd Gunnar) AGÚST ÖGMUNDSSON...........sést hér skora gegn v-þýzka liöinu Göppingen, sem Geir Hallsteinsson leikur nú með. Hvað gera Agúst og félagar hans I Val I kvöld? Valsmenn mæta Gummersbach í Vestur-Þýzka- landi í kvöld Tveggja marka sigur nægir þeim til óframhaldandi þótttöku í --—-—--Evrópukeppninni í handknattleik >H0fu. tSLANDSMEISTARAR Vals I handknattleik leika slöari ieikinn gegn Gummersbach i kvöld i V-Þýzkalandi. Valsmenn, sem töpuðu fyrri ieiknum hér heima 11:10, þurfa að vinna leik- inn i kvöld með tveggja marka mun til að komast áfram i Evrópukeppninni I handknattleik. Þaö verður erfiður róður hjá Valsmönnum, því aö hið geysi- sterka Gummersbach-lið er mjög sterkt á heimavelli, og þar leika leikmenn liðsins miklu haröari handknattleik en þeir léku hér I La ug a r d a lsh öll in n i: Ef Valsmönnum tekst vel upp, er þó ekki útilokað, að þeim takist að vinna leikinn i kvöld. Leiknum verður lýst i útvarpinu, og mun Jón Ásgeirsson annast lýsinguna. Vonandi verða það góðar fréttir, sem berast. frá Þýzkalandi i kvöld. Afmælisleikur til heiðurs Alberti t TILEFNI af 50 ára afmæli Alberts Guðmundssonar, verður efnt til afmælisleiks honum til heiðurs á laugar- daginn á Melavellinum kl. 14.00. Þá leikur unglinga- landslið KSl gegn Faxaflóaúr- valinu frá 1971. Agóðinn af þessum leik rennur i „Hauks- sjóðinn”. Nánar verður sagt frá þessum leik hér i blaðinu á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.