Tíminn - 05.10.1973, Qupperneq 10

Tíminn - 05.10.1973, Qupperneq 10
10 TÍMINN HANN KOM EKKI ÚT FYRIR HÚSDYR í 58 ÁR „Hansi” eins og vinir hans kalla hann, hefur lært aö vélrita og notar sér þaö mikift. Johannes Paarup Niel- sen i Nyköbing í Dan- mörku hefur verið öryrki frá bamæsku. Þar til ný- lega þekkti hann aðeins lifið innan fjögurra veggja heimilisins. Það var honum þvi áfall að koma út og kynnast götu- lifinu. ÞAÐ ER betra aö kveikja á litlu kerti en formæla myrkrinu Þetta gamla orötak hefur Ingemann Christensen, 67 ára eftirlauna- maöur og fyrrum setjari i Nyköbing, gert að sinu. A hverjum föstudegi i fimm ár hefur hann farið til öryrkja- heimilisins „Strandbæjarins” til aö „skreppa i bæinn” með einn af öryrkjunum, sem er fastur við hjólastól. Sá heitir Johannes Paarup Nielsen og er 64 ára. Hann hefur veriö fatlaður frá barnæsku, er hann fékk lömunarveiki og setiö i hjólastól öll þessi ár. Þar til móöir hans lézt fyrir sex árum, lifði hann öllu sinu lifi innilokaöur i litUli Ibúð. Sam barn gat hann aldrei leikiö sér og hann hlaut heldur enga menntun. Lifið fyrir utan þekkti hann aöeins af afspurn. En þegar hann var fluttur á öryrkjahæliö, kynntist hann Ingeman Christen- sen, sem er meölimur I félags- skap, sem hefur það aö markmiöi aö hafa ofan af fyrir veiku fólki og öldruðu. —- Ég er honum mjög þakklátur fyrir aö fara með mig út, segir Johannes. — Ég gleymi aldrei fyrsta skiptinu, er hann ók mér i bæinn og heim aftur. Þetta var hreinasta upplifun. Ég hafði aldrei áður reynt að aka á götunni og var óvanur að sjá ókunnugt fólk. Ég var alveg utan við mig af þessu öllu. — Hann veitti engu sérstaka athygli í fyrstu ferðunum segir Ingemann Christensen og brosir. — Hann bara sat og staröi niður á hellurnar. En þetta var nú líka yfirþyrmandi fyrir hann. En það lagaðist fljótlega og Johannesi fór að liða vel i öku- feröunum. Hann brosti góðlátlega til barnanna, sem kölluðu hann „Ironside”. — Þó að ég geti ekki bjargaö mér sjálfur og fara þurfi með mig eins og barn, finnst mér ég samt vera of friskur til að vera á hælinu, þar sem svo margir eru alvarlega veikir. Hér er næstum enginn, sem ég get talað við og heimsóknir fæ ég afar sjaldan. I staðinn fyrir félagsskap sjúkl- inganna, hefur Johannes gert tómstundastarf sitt að heils dags vinnu. Það eru úrklippubækur. 1 herberginu hans er ekki þverfótað fyrir blaöabunkum og þess háttar. Hann klippir efni blaðanna út og limir inn atburði handa hinum mörgu ,,- áskrifendum” sínum. —. Ég á bráðum 50 ára starfs- afmæli i þessu segir hann — en þaö er einkum eftir að ég kom á hæliö, að ég hef haft mikið að gera og það er mér gleðiefni. Mér liður illa innan um veikt fólk. Sem barn lá ég sex sinnum lengi á sjúkrahúsum i Kaupmannahöfn, svo þar fékk ég nóg af sjúkdómum. Johannes Paarup Nielsen er ritstjórasonur og minnist ætið foreldra sinna og æsku með gleði. Þó aö hann væri ætiö bundinn við sama stólinn á sama staö, fann hann ætið andblæ frá „hinum stóra heimi” þegar húsiö var fullt af blaöamönnum og stjórnmála- mönnum, sem voru heimilisvinir. — Ég er fæddur 1 Skive, en flutti snemma til Nyköbing, segir hann. — Ég man lltiö eftir mér, áður en ég lamaöist, ég man bara eftir bindunum, sem þrengdu að fótunum á mér. Sex sinnum var ég skorinn upp, en það versnaöi bara. Kennslukona kom tvisvar i viku til að leiöbeina mér, en ég hef aldrei haft gaman af aö lesa. Hins vegar var ég galinn i kross- gátur. Johannes heldur áfram: — Stundum var ég bitur i garð forlaga minna, en mér fannst það leiðiidegt mömmu vegna, aö vera I fýlu. Hún fórnaði sér alveg fyrir mig. Mér fannst ekkert gera til, þó að ég sæi aldrei neinn nema hana. Þegar mamrna veiktist 1965 höföum við búið I sama húsinu i 37 ár og ég held, að ég hafi aldréi grátið eins mikið og daginn, sem við urðum að flytja til að fara saman á elliheimilið. Ég hélt aö ég kæmist aldrei yfir það. 1 þvi sainbandi fleygði ég miklum hluta úrklippanna og mynda- safninu, sem ég byrjaöi að færa I spjaldskrá 1951. En ég byrjaði upp á nýtt. Það byrjaði með þvi að fólk tók að panta hjá mér úrklippubækur og seinna komu til min nokkrir menn úr bæjarstjórninni, sem vildu gjarnan safna fundar- gerðum bæjarstjórnarinnar. Ég safna einnig efni fyrir barna- heimili og sitt hvaö fleira. Ferða- málin veita mér þó mesta atvinnu og hún er aldrei of mikil, þvi að það er dásamlegt aö hafa nóg að gera og finna, að maður sé til gagns. Auk þess hef ég svojitiö upp úr þessu. Sumir borga mér hundrað krónur (Isl) á mánuði og aðrir tvö. En það eru fleiri járn i eldinum hjá Jóhannesi Paarup Nielsen. Hann vélritar dálitiö og einnig safnar hann frimerkjum handa kúnningjum sinum. Þetta er maður, sem telur aðeins ljósu stundirnar i lifinu og gleðst yfir litlu. Fyrir þann sem ekki skilur, getur tilvera hans á annarra náð og miskunn veriö aumkunarverð, en það finnst honum ekki sjálfum. — Ég fer ekki fram á annað en þægilega tilveru, þar sem ekki er of mikið i kringum mig. Ef fólk er of hátiðlegt, verð ég feiminn. Annars hef ég ekkert út á lifið að setja, það hefur verið mér gott. Dökku hlutarnir hverfa, þegar maður hugsar aftur i timann. (Þýtt SB) Sima fékk Johannes nýlega og þar meft betra samband við um- heiminn. Föstudagsferftirnar meö Inge- mann eru upplifun fyrir Jo- hannes, sem kom ekki út fyrir dyr i 58 ár. ,r 5. október 1973. Föstudagur 5. október 1973. TÍMINN 11 Ásgeir Long: íslenzkt skart í 20 mínútur HLUTF ALLSLEGA fleiri gull- smiðir munu vera hér á landi en i nokkru öðru landi Evrópu eða svo segja fróöir menn. Islenzkar gull- og silfursmiðar hafa ef til vill ekki verið kynntar ýkja mikið til þessa, enda þótt verðugt væri. Þær eiga sér athyglisverða og fallega sögu, sem teygir sig óra- langt aftur I aldir. Hvað kynningu þessarar list- greinar islenzkrar snertir, þá hefur nú oröið bót á, þar sem nú hefur veriö gerð litkvikmynd um hana, 20 minútur að lengd. Fjallar kvikmyndin um skart fornmanna, allt frá vikingum, gull-og silfursmiðar fyrr og nú og Islenzka kvenbúninginn og silfur- smiö i sambandi viö hann. Kvikmynd þessi ber nafnið „tslenzkt skarf’og var frumsýnd blaðamönnum og öðrum gestum i gær. Hana gerði Asgeir Long, en ráðunautur um efnisval var Björn Th. Björnsson listfræðingur. Björn samdi einnig texta myndarinnar og flytur. Tónlist við myndina samdi Karl Vænir dilkar á Dalvík SB-Reykjavfk — Slátrun hófst á Dalvik 25. september og lýkur væntanlega um miðjan mánuðinn, ef að likum lætur. Dilkar eru með allra vænsta móti I haust og var meðalvigtin um siðustu helgi 15 kfló, sem er mun meira en mörg undanfarin ár. Mun þetta vera að þakka einstakri tið i sumar. Búizt er við að tala sláturfjár á Dalvik sé svipuð i ár og verið hefur undanfarin haust. SPRAUTAÐI SIG MEÐ EFNI SEM HANN FANN í STOLINNI LÆKNA- TÖSKU — Fór síðan af staö og stal m.a. gjaldeyri að verð- mæti nokkur þúsund króna Klp—Reykjavik. I gær handtók rannsóknarlögreglan mann grunaðan um innbrotið i Ibúð hér i bæ fyrir nokkrum dögum. Maöurinn harðneitaði að hafa brotizt þarna inn, en viðurkenndi afturá móti önnur innbrot, þ.a.m. innbrot i ibúð á Seltjarnarnesi, þar sem hann stal um 100 vestur- þýzkum mörkum, 40 sterlings- pundum og 400 dollurum auk islenzkra peninga og ávisuna- heftis. Hann viðurkenndi einnig að hafa brotizt inn hjá lækni einum hér I bæ, og stolið þaðan tveim læknatöskum og einni skjalatösku og kastað þeim síðan I sjóinn þegar hann var búinn að tina allar pillur og annað úr þeim. 1 annarri töskunni segist maðurinn hafa fundið eitthvað efni I sprautu, sem hann hafi siðan sprautað sig með. Hann segist hafa komizt undir einhver annarleg áhrif áf völdum þessa efnis og þá brotizt inn I ibúðina á Seltjarnarnesi. Maðurinn hefu nú verið úr- skurðaður i gæzluvarðhald, en þetta.mun ekki vera I fyrsta sinn, sem hann situr inni fyrir þjófnaði og önnur brot. verzlið á 5 hæðum TJljjúsinu Skoðið hina nýju DEILD d annarri hæð Næg bílastæði Sighvatsson, og fiytur hann tónlistina (leikur á kirkjuorgel) ásamt Gunnari Þórðarsyni, Rúnari Júliussyni og Ólafi Garðarssyni. Hljóöritun, hljóð- blöndun og litgreining fór fram I Englandi. Af öðrum, sem við sögu komu við gerð myndarinnar, ber sérstaklega að nefna þá Þór Magnússon þjóðminjavörð og Val Fannar. Kvikmyndun fór að miklu leyti fram i Þjóðminjasafninu undir leiðsögn Þórs, en einnig á gull- smíöastofu Kristófers Péturs- sonar að Kúludalsa á Skipaskaga, á verkstæði Leifs Kaldal og viöar. Margt gripanna var fengið aö láni hjá einkaaðilum. Nokkrar stúlkur koma fram i myndinni og sýna hina ýmsu skartgripi sem og kvenbúninginn. Það var fyrst árið 1965, sem Asgeir Long hóf gerð þessarar myndar og hefur hann unnið aö henni við og við æ siðan. „Þetta hefur verið eins konar hobby hjá mér. Ég fékk þessa hugmynd áriö 1965og hún lét mig ekki i friði. Við ýmsa erfiöleika var aö etja og ég hélt lengi vel, að þetta myndi ekki takast. En með góðra manna aðstoð hefur það sem sé loks tekizt”. Asgeir kostaði myndina sjálfur að öllu leyti. Hefur Asgeir i huga að kynna myndina erlendis sem innanlands og er I ráði að gera enska útgáfu af henni. Vinnur Bjarni Guðmundsson fyrrv. blaðafulltrúi að gerð enskrar þýðingar á texta Björns. —Stp ATON-HUSGOGN eru sérstæð qlæsileg og AL-ÍSLENSK Skoðið rennd vegghúsgögn skápa og skatthol Engir víxlar — heldur mdnaðargreiðslur með póstgíróseðlum — sem greiða mó í næsta banka, pósthúsi eða sparisjóði. Opið til 10 kvöld i og til kl. 12 á hádegi laugardag Jll JÓN LOFTSSON HF. Hringbraut 121 . Sími 10-600

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.