Tíminn - 12.10.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.10.1973, Blaðsíða 20
20 TIMINN Föstudagur 12. október 1973 Kvenna- lands- valið tslenzka kvennalandsliöiö i hand- knattleik, sem tekur þátt I Noröurlandamóti kvenna I Finn- landi 16.-18. nóvember, hefur nú veriö valiö. Landsliöið mun halda utan 13. nóvember og hefja keppnisferöina á því aö leika landsleik gegn Noregi 14. nóvem- ber. Þeim leik verður sjónvarpaö ilitum um Noreg. Siöan mun liöiö halda til Finnlands og lerka þar fjóra leiki I Noröurlandamótinu. Eftirtaldar stúlkur hafa verið valdar til fararinnar: Magnea Magnúsdóttir, Armanni. Sigrún Guðjónsdóttir, Armanni. Hjördls Sigurjónsd. KR. Hanslna Melsted KR. Sigrún Guðmundsdóttir, Val. Björg Guðmundsdóttir, Val. Sigurjóna Sigurðard. Val. Arnþrúður Karlsdóttir, Fram. Halldóra Guðmundsdóttir, Fram. Erla Sverrisdóttir, Armanni. Guörún Sigurþórsdóttir, Ar- manni. Agnes Bragadóttir, Víkingi. Guðrún Helgadóttir, Vikingi. Alda Helgadóttir, UBK. Fararstjórar veröa: Sveinn H. Ragnarsson, varaform. HSl. Gunnar Kjartansson, formaður landsliðsnefndar kvenna. Stefán Sandholt, þjálfari. Litlar breytingar á landsliðinu 14 leikmenn valdir til að leika gegn ítölum d sunnudaginn Landsliösnefndin f handknattleik hefur valiö 14 leikmenn til aö leika gegn ttölum á sunnudaginn I Laugardalshöllinni. Leikurinn er liöur I undankeppni HM I hand- knattleik. Landsliösnefndin hefur litlar breytingar gert á landsliös- hópnum. Þrir leikmenn, sem fóru meö Islenzka liöinu til Noregs, hafa verið settir út, það eru þeir Gunnar Einarsson, FH, Bergur Guðnason, Val, og Jón Sigurös- son, Vikingi. Auöunn Óskarsson, FH, kemur inn. Leikmennirnir fjórtán, sem leika gegn itölum, eru þessir: Markverðir: Sigurgeir Sigurðsson, Vlkingi Gunnar Einarsson, Haukum Guðjón Erlendsson, Fram Aðrir leikmenn: Gunnsteinn Skúlason, fyrirliði, Val Jón Karlsson, Val Viðar Simonarson, FH Einar Magnússon, Vikingi Björgvin Björgvinsson, Fram Ólafur Jónsson, Val Jón H. Magnússon, Vikingi Auðunn Óskarsson, FH Hörður Sigmarsson, Haukum Axel Axelsson, Fram Viggó Sigurðsson, Víkingi Af þessum leikmönnum mega aðeins 12 leika, og verða því tveir leikmenn i hvild. Það verður einn markvörður, að öllum likindum Guðjón Erlendsson, og einn úti- spilari. Ef Björgvin Björgvinsson verður ekki búinn að ná sér eftir meiðslin, verður hann örugglega settur út. Annars verða þeir Jón Karlsson eða Einar Magnússon að öllum likindum settir út. Þá getur verið, að Viggó Sigurðsson verði settur út, en ef við litum á liöiö, þá er það hæpið, þvi að þá veröur aðeins einn vinstrihandar- maður (Hörður Sigmarsson) eftir i liðinu. Það er nauðsynlegt að hafa tvo vinstrihandarmenn i landsliði. SOS. SIGURGEIR SIGURÐS- SON...IandsIiösmarkvöröur. Knattspyrnuþjdlfari Iþróttafélagið Völsungur óskar eftir að ráða knattspyrnuþjálfara fyrir næsta keppnistimabil. Umsóknarfrestur til 1. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Halldór Bjarnason i sima 96-41468. iþróttafélagið Völsungur. Geir ekki með í vetur Geir Hallsteinsson, hinn kunni handknattleiksmaöur úr FH, sem leikur meö v-þýzka liöinu Göppingen, mun ekki leika meö Islenzka iandsliöinu i vet- ur. Geir getur ekki fengiö fri til aö leika meö islenzka iiöinu i undankeppni HM I hand- knattleik, þar sem keppnis- timabiliö i V-Þýzkalandi er nú i fullum gangi. En allt bendir til þess, að Geir geti leikið með islenzka liðinu i lokakeppninni i HM, sem fram fer i A-Þýzkalandi um mánaðamót febrúar og marz. Það er að segja, ef ts- land kemst i lokakeppnina. hiá IR Það er greinilegt, að dr. Ingimar Jónsson, þjálfari IR-liðsins, er nú búinn að skapa mjög mikla breidd hjá IR. Þegar IR-liðið mætti Vikingi léku ekki með sex fastaleikmenn. Það voru þeir Vil- hjálmur Sigurgeirsson, Steinn öfjörð (áður FH), Gunnlaugur Hjálmarsson, Ólafur Tómasson, Geir Torsteinsson og Jóhannes Gunnarsson, sem er meiddur. Þá er Gunnar Haraldsson, sem lék með liðinu sl. keppnistimabil, einnig meiddur. Aldrei hefur verið eins mikil breidd hjá 1R og sést það bezt á þvi, að fyrir stuttu léku sömu sjö leikmennirnir nær allan leikinn inná en nú taka allir leikmenn liðsins þátt i leiknum. Einn nýliði lék með 1R gegn Vikingi. Það er Pétur Böðvarsson, fyrrum leik- maöur með Fram og margfaldur Islandsmeistari með félaginu. Knattspyrnu- þjólfarar fjölmennið! Aðalfundur Knattspyrnuþjálfara- félags tslands veröur haldinn miðvikudaginn 17. október n.k. kl. 20.00 aö Siðumúla 11. Knatt- spyrnuþjálfarar fjöimenniö! Stjórnin ÆTLA AÐ SAFNA MILLJON HANDA ÍSL. LANDSLIÐINU Sérstök fjáröflunarnefnd HSI hefur ýmislegt á prjónunum í þeim tilgangi að styðja við bakið á ísl. landsliðsmönnum A blaðamannfundi, sem stjórn HSl efndi til i gærdag, gerði Sigurð- ur Jónsson, formaður fjáröflunarnefndar HSÍ, grein fyrir áætlun, sem miðar að þvi að safna a.m.k. 1 millj. króna til að aðstoða leikmenn islenzka landsliðsins i hand- knattleik, sem verða fyrir vinnutapi vegna þátttöku i landsleikj- um. Auk Sigurðar eiga sæti i nefndinni Birgir Lúðviksson, Karl Benediktsson og ólafur Thordersen. Sigurði sagðist m.a. svo frá: Skömmu eftir að þátttöku okkar á siðustu Olympiuleikum lauk, var fariöað huga að undir- búningi fyrir næstu heims- meistarakeppni i handknattleik, en eins og kunnugt er hefir að- eins liðið rúmt eitt ár á milli þess, aö forkeppnin hefst og Olympiuleikunum siðustu lauk. Stjórn H.S.I. skipaði I upphafi nefnd til að gera tillögur um á hvern hátt undirbúningi yrði bezt hagað. Nefndin var sam- mála um, að ef við ætluðum enn um sinn að reyna að hasla okkur völl meðal hinna beztu og sterk- ustu þjóða, yrðum við að skipu- leggja enn betur þjálfun lands- liðs okkar, og reyndar krefjast enn meira af leikmönnum okkar en áður, og hefir þó mörgum þótt nóg komið. Staðreyndin er sú, að þær þjóðir, sem fremst standa i handknattleiknum, hafa auk hins mikla liðsmunar, búið mun betur að allri þjálfun, og allri aöstöðu fyrir sina menn, en hér hefir verið gert. I niður- stöðum nefndarinnar var lögð megin áherzla á það, að liðiö yrði að fá verulega reynslu á er- lendum vettvangi, ef einhver von ætti að vera til einhvers árangurs. I ljósi þessara stað- reynda lagði nefndin fram ramma eða hugmyndir um áætlun um þjálfun liðsins fram að næstu heimsmeistarakeppni, og má segja, að núverandi landsliðsnefnd vinni að miklu leyti samkvæmt áðurnefndri áætlun, enda var meirihluti landsiiðsnefndar I umræddri undirbúningsnefnd. Eftir að prógramm landsliös- nefndar var lagt fram, og einnig að þvi er reynsla frá undirbún- ingi undir siðustu ólypiuleika hefir sýnt, liggur ljóst fyrir, að útilokað er að leggja slikar fórn- ir á liðsmenn, og alveg ljóst, að nauðsynlegt er að koma eitt- hvað á móti leikmönnum, með greiðslu a.m.k. hluta vinnutaps. 22 vinnuvikur! Mönnum til glöggvunar skal hér tekið dæmi um það, hve löngum tima einn handknatt- leiksmaöur, sé hann i landsliði, ver til æfinga og leikja þetta timabil, sem nú stendur yfir: Reiknað er með, að samtals fari 3 timar i æfingar eða leik hverju sinni. Landsliðsmaður æfir væntan- lega tvisvar f viku hjá félagi sinu, (sleppir einni æfingu) og leikur að jafnaði einn kappleik i viku. Keppnis- og æfingatimabiliö nær frá 15. ágúst — 1. april eða 34 vikur -i- 8 vikur vegna dvalar erlendis o.fl., eða samtals 26 vikur x 9 timar, alls 234 stundir. Samkvæmt æfingaprógrammi landsliðs verða æfingar samtals 73svar sinnum, eða samtals 219 stundir. Væntanlega um 20 fundir i 2 stundir hver fundur, eða 40 stundir. Landsleikir hérlendis verða væntanlega 8 og aukaleikir sennilega 4, eða samtals 12 leik- ir x 3 eða 36 stundir. Samtals verður dvalið er- lendis I 45 daga. Heildartlmi yrði þvi sem hér segir: stundir 1. Æfingar og keppni hjá félagi 234 2. Æfingar hjá landsliði 219 3. Fundirhjá landsliði 40 4. Leikir hérlendis 36 529 529 stundir (40 stunda vinnu- vika) = 13 vinnuvikur. Dvalið erlendis I 45 daga eöa 9 vinnuvikur. Samtals leggur þvi einn landsliðsmaöur fram sem svar- ar 22 fjörutiu stunda vinnuvik- um fyrir næstu leiktimabil. Bágborinn fjárhagur Fjárhagur H.S.l. á undan- förnum árum hefir, eins og ann- arra sérsambanda og reyndar allra Iþróttafélaga, verið mjög bágborinn, þannig að erfitt hef- ur verið að ná endum saman, og reyndar ekki tekizt betur en svo, að jafnan hefir verið velt nokk- urri skyldabyrði milli ára. Stór aukinn undirbúningur og utan- veröir, eins og ráðizt hefir verið I nú, kallar að sjálfsögðu á mjög aukiö fjármagn, og má þvi ljóst vera, að erfitt mun vera að bæta einnig við greiðslu á vinnutapi leikmanna. Stjórn H.S.I. tók þvi það ráð að stofna til nýrrar nefndar, sem hefir það verksvið að afla tekna til greiðslu á vinnutapi leikmanna, svo og að sjá um leyfi fyrir leikmenn, og reyndar I sumum tilfellum fararstjóra. Nefnd þessa skipa þeir Birgir Lúðviksson, Karl Benediktsson, Ólafur Thordersen og Sigurður Jónsson. Það varð að sam- komulagi milli nefndarinnar og stjórnar H.S.I., að nefndin starfaði algerlega sjálfstætt, hún færi sinar eigin leiðir við fjáröflun, án afskipta stjórnar- innar, en nefndarmenn aftur á móti ábyrgðust greiðslur á vinnutapi vegna allra utanferða fram yfir heimsmeistara- Framhald á bls. 19 m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.