Tíminn - 12.10.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.10.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. október 1973 TÍMINN 9 Kosningar á Alþingi: r Asgeir Bjarnason efri deildar Eysteinn Jónsson endurkjörinn forseti sameinaðs þings KOSNINGAR forseta og skrifara fóru fram í sameinuðu þingi og báðum deildum i gær. Eysteinn Jónsson (F) var endurkjörinn forseti sameinaðs þings með 43 atkvæöum, en 14 seðlar voru auð- ir. Asgeir Bjarnason (F) var kjörinn forseti efri deildar, en Björn Jónsson ráðherra, var for- Asgeir Bjarnason seti deildarinnar í fyrra. Helgi Seljan (AB) var kjörinn 2. vara- forseti efri deildar, en Asgeir Bjarnason var i þvi sæti i fyrra. 1. varaforseti sameinaðs þings var kjörinn Friðjón Þórðarson, i stað Gunnars Thoroddsen, en að öðru leyti urðu ekki breytingar frá þvi i fyrra. Fundur i sameinuðu þingi hófst kl. 14 i gær, en var frestað til kl. 14.30. Þá var gengið til kosninga, og urðu úrslit sem hér segir: Sameinað Alþingi: Forseti Ey- steinn Jónsson (43 atkv., 14 auð- ir), 1. varaforseti Friðjón Þórðar- son (54 atkv., 3 auðir), 2. varafor- seti Eðvarð Sigurðsson (44 atkv:, Hannibal Valdimarsson 1 atkv., Bjarni Guðnason 1 atkv., auðir 11), skrifarar Bjarni Guðbjörns- son og Lárus Jónsson. Efri deild: Forseti Asgeir Bjarna- son (16 atkv., 4 auðir), 1. varaior- seti Eggert G. Þorsteinsson (19 atkv., 1 auður), 2. varaforseti Helgi Seljan (17 atkv., 3 auðir) skrifarar Páll Þorsteinsson og Steinþór Gestsson. Neðri deild: Forseti Gils Guðmundsson (26 atkv., 10 auð- ir), 1. varaforseti Gunnar Gisla- son (36 atkv., 1 auður), 2. vara- forseti Bjarni Guðnason (21 atkv., Hannibal Valdimarsson 1 atkv., 12 auðir), skrifarar Ingvar Gisla- son og Ellert B. Schram. Að þvi loknu voru þingmönnum úthlutuð sæti, og lauk fundum i báöum deildum laust eftir kl. 15.30. Þingfundir hefjast aftur i báðum deildum á mánudag. Auk fjárlagafrumvarpsins voru tvö önnur frumvörp lögð fyrir Alþingi i gær. Frumvarp til stað- festingar á bráðabirgðalögum, sem sett voru 4. mai i sumar um húsbyggingar á vegum Viðlaga- sjóðs eða Vestmannaeyja- kaupstaðar og frumvarp til laga um Hagrannsóknastofnun og breytingu á lögum nr. 93/1971 um Framkvæmdastofnun rikisins. Hiöfyrrnefnda er um heimild fyr- ir Félagsmálaráðuneytið til að setja reglugerð um nauðsynleg Gils Guðmundsson. frávik frá ákvæðum laga, reglu- gerða og samþykkta, er snerta byggingarmálefni, enda taki sú reglugerð aðeins til verksmiðju- framleiddra timburhúsa, er reist verða á vegum Viðlagasjóðs eða Vestmannaeyjakaupstaðar, sbr. lög nr. 4/1973 og reglugerð nr. 62/1973. t 1. grein siðarnefnda frum- varpsins segir svo: „Fela skal sérstakri stofnun að fylgjast með árferði og afkomu þjóðarbúsins, vinna að hagrannsóknum og veröa rikisstjórninni til ráðuneyt- is i efnahagsmálum. Stofnunin nefnist Hagrannsóknastofnun og Helgafellsbók: SJÁLFSÆVISAGA SÉRA JÓNS STEINGRÍMSSONAR OG ÖNNUR RIT Út er komin hjá Helgafelli i út- gáfu Kristjáns Albertssonar ævi- saga séra Jóns Steingrimssonar og önnur rit. Formála að bókinni ritar Kristján Albertsson. Auk ævisög- unnar, sem er rúmar 300 blaðsið- ur, er I bókinni birt „Eldritið” og tvær ritgerðir, „Kötlugjá” og „Um að ýta og lenda i brimsjó fyrir ströndum”. Þá fylgir og nafnaskrá, en samtals er bókin 438 bls. i vönduðu bandi, prentuð i Vikingsprenti. A kápusiðu segir svo um bók- ina: Sjálfsævisaga séra Jóns Stein- grimssonar er islenzkt höfuðrit og skipar sess meðal hinna merki- legustu og einkennilegustu bóka um lif okkar, siðu og hugsunar- hátt gegnum aldirnar. Frá þvi að Islendingasögur voru skrifaðar og fram á siðustu öld að minnsta kosti stendur þessi ævisaga ein sér i bókmenntum okkar: yfir- gripsmikil, raunsæ, en um leið ákaflega persónuleg frásögn úr daglegu lifi. „Ekki verður til neitt annað rit um fimm alda skeið þar sem vér komumst i viðlika nánd við fólkið i landinu, svipi þess og alla ásýnd, hugsun og liðan, i dagsins önn, hamingju og þraut- um.” (Kristján Albertsson, for- máli). Séra Jón Steingrimsson (1728- 1791) var Skagfirðingur að upp- runa og gekk i Hólaskóla (þaðan eru sumar af allra skemmtileg- ustu sögum hans), gerðist djákni á Reynistað, fór siðar búferlum suður I Skaftafellssýslu og eignaðist þar mikla sögu. Hann gerðist mikill guðsmaður, en lika hugvitssamur búandi og sjósókn- ari, læknir, skáld, þýðari og rit- höfundur, en endaði ævi sína harmkvælamaður, snauður og þrotinn að heilsu. Þvi verður saga hans margbreytileg og snertir þjóðlifið allt. Með þessari nýju útgáfu ævisög- unnar hefur Kristján Albertsson tekið til viðbótar þrjár ritgerðir séra Jóns: Eldritið (hina mikil- fenglegu frásögn um Skaftár- elda), Um að ýta og lenda i brim- sjó fyrir söndum, Um Kötlugjá. Eru þá meginrit séra Jóns komin saman á einn stað. Enginn islenzkur rithöfundur á undan séra Jóni hefur lýst tilfinn- ingalifi sinu jafn-bersögult (og raunar ékki margir siðan). 1 þeim skilningi má hann með réttu kall- ast okkar fyrsti nútimahöfundur. forseti Eysteinn Jónsson heyrir undir forsætisráðherra, sem skipar forstjóra hennar”. Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. janúar 1974, sbr. 8. gr. frumvarpsins. 1 athugasemdum við frumvarp- iö segir: „Með lögum nr. 93/1971 um Framkvæmdastofnun rikisins var hagrannsóknade i 1 d stofnunarinnar ákveðin sérstaða, að þvi leyti sem segir i 6. gr. lag- anna, að hún „heyrir beint undir rikisstjórnina”. Astæðurnar til þess að marka deildinni þessa sérstöðu eru einkum tvær. Ann- ars vegar er talið æskilegt, að al- menn hagrannsóknastarfsemi hafi svo óháða stöðu sem kostur er. Hins vegar er nú staðreynd að verkefni deildarinnar, einkum þaö að fylgjast með árferði og af- komu þjóðarbúsins, ráðuneyti við rikisstjórnina i efnahagsmálum og almenn upplýsingaþjónusta á sviði efnahagsmála, eru afar um- fangsmikil og falla að miklu leyti isjálfstæðan farveg, sem er óháð- ur annarri starfsemi Fram- kvæmdastofnunarinnar. Reynsl- an, sem fengizt hefur á þeim tima, sem Framkvæmdastofnun- in hefur starfað, hefur staðfest nauðsyn sjálfstæðrar stöðu starfs hagrannsóknadeildar. Þvi virðist nú eðlilegt að halda lengra i þá átt, sem mörkuð var fyrir stöðu deildarinnar i lögum um Fram- kvæmdastofnun. 1 þeim tilgangi er þetta frumvarp um sérstaka Hagrannsóknastofnun flutt”. Meðal verkefna Hag- rannsóknastofnunar er: að færa þjóðhagsreikninga, semja þjóð- hagsspár og áætlanir, semja og birta opinberlega tvisvar á ári yfirlitsskýrslur um þróun þjóðar- búskaparins og horfur i þeim efn- um, að annast hagfræðilegar athuganir og skýrslugerð fyrir rikisstjórnina og alþj.stofnanir á sviði efnahagsmála, og að veita aðilum vinnumarkaðarins upplýsingar um efnahagsmál og annast fyrir þá hagfræðilegar at- huganir eftir þvi sem um semst. 1 5. grein frumvarpsins er gert ráð fyrir að kostnaður af rekstri stofnunarinnar verði borinn sam- eiginlega af Rikissjóði og Seðla- banka Islands. Til samræmingar er lagt til i frumvarpinu, að II. kafli 1. nr. 93/1971 um Framkvæmdastofnun rikisins falli. niður svo og önnur ákvæði er varða hagrannsóknadeild og starfsemi hennar. — hs — Fjármálaráðuneytið 10. október 1973. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi að gjalddagi söluskatts fyrir septem- ber mánuð er 15. október. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna rikissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu i þririti. Brunahanar Vatnsveita Reykjavikur vill, að gefnu til- efni benda á að öllum öðrum en Slökkviliði Reykjavikur við skyldustörf og starfs- mönnum vatnsveitunnar er stranglega bannað að taka vatn úr brunahönum. Vegna frosthættu hafa brunahanar verið vatnstæmdir fyrir veturinn. Vatnsveitan vill benda á að hver sá sem notar bruna- hana án leyfis getur orðið valdur að eignatjóni og skapað margvislegar hættur. Vatnsveita Reykjavikur. kx i'S ,r> Birgðavarzla Borgarspitalinn óskar eftir að ráða mann til aðstoðar við birgðavörzlu. Nánari upplýsingar veittar n.k. mánu- dag og þriðjudag i Borgarspitalanum hjá Kristjáni Reykdal, birgðaverði, sem jafnframt tekur á móti umsóknum ý um starfið. \X Reykjavik, 11. okt. 1973. ; Borgarspitalinn ^ & '7./ V ‘f ■t. TUDOR 7t>P EIN ÞEKKTUSTU AAERKI NORÐURLANDA \SVJNNaK\ O BATTERBI RAF- GEYMAR 6 og 12 volta Sönnak og Tudor Rafgeymar jafnan fyrirliggjandi 77 ARMULA 7 - SIMI 84450 Tíminn er peningar [h@g(§irii b@né allra þeirra er þurfa að lesa fyrir bréf, eða koma skilaboðum eða hugmyndum áleiðis. Kassettan í tækið, þrýst á hnapp, og þér getið talað inn bréf eða skilaboð I allt að 11/2 klst. Jafn auðvelt er fyrir einkaritara eða vélritunarstúlku að taka á móti boðunum. Tækinu er hægt að stjórna með fótstigi, og hægt er að hafa það með sér hvert sem er, þar sem það gengur einnig fyrir rafhlöðum. Verð aðeins um kr. 18.000.00. Klapparstig 26, sími 19800, Rvk. og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.