Tíminn - 16.11.1973, Page 5
Föstudagur 16. nóvember 1973.
TÍMINN
5
Frá góöaksturskeppninni.
FYRSTA
GÓÐAKSTURSKEPPNIN
Á SNÆFELLSNESI
HINN 28. okt. s.l. fór fram i
Stykkishólmi á vegum Bindindis-
félags ökumanna og klúbbanna
ÖRUGGUR AKSTUR á Snæfells-
nesi fyrsta góöaksturskeppnin,
sem haldin liefir verið þar vestra.
Keppnisstjóri var Sveinn II.
Skúlason, framkvæmdastjóri
BFÖ, en fjöldi manna aðstoðaði
viö keppnina, ekki sizt lögreglu-
þjónar staðarins.
Þrátt fyrir hið leiðinlegasta
veður, hvassviðri og slyddu, urðu
þátttakendur fleiri en búizt hafði
verið við og raunar átti að vera —
eöa samtals 14 — 12 karlar og 2
konur, og luku allir prófi, þótt
harðsótt væri.
Að lokinni keppni siðla dags —
kl. 17.00 — var svo haldinn fjöl-
mennur aðalfundur klúbbsins
ÖRUGGUR AKSTUR i Stykkis-
hólmi. 1 byrjun þáðu allir fundar-
menn kaffiveitingar i boði Sam-
vinnutrygginga, en þær gáfu alla
verðlaunabikarana, sem keppt
var um, samtals fjóra.
Eftir að mótstjóri haföi lýst
keppni og úrslitum, afhenti Jónas
Gestsson, bankaútibússtjóri i
Grundarfirði, verðlaunin, en
hann er einnig umboðsmaður
Samvinnutrygginga þar á nesinu,
og var helzti hvatamaður að
keppninni.
Fyrstu verðlaun hlaut Skúli
Ingvarsson. Náði hann beztum
árangri og veitti viðtöku fögrum
farandbikar úr silfri, sem ætlunin
er að keppt verði um framvegis.
Einnig hlaut hann sérstakan bik-
ar til persónulegrar eignar, eins
og hinir verðlaunahafarnir, en
þeir voru Þór Sigurðsson, einnig
frá Stykkishólmi, sem hlaut 2.
verðlaun, og Gunnar Kristjáns-
son Grundarfirði, sem fékk 3.
verðlaun.
Að verðlaunaafhendingu lok-
inni urðu fjörugar umræður og
tóku m.a. þátt i þeim auk, Sveins
H. Skúlasonar, Öskar Ólason yfir-
lögregluþjónn og Baldvin Þ.
Kristjánsson félagsmálafulltrúi.
Þessi góðaksturskeppni vakti
mikla athygli i kauptúninu, og
fylgdust margir ibúanna með
henni, enda þótt veðrið væri ekki
sem bezt.
Fundi þessum stjórnaði Þor-
varður Guðmundsson, formaður
klúbbsins, en ritari var Sigurður
Ágústsson. ökuskirteinishafi nr. 2
I lögsagnarumdæminu, Sigurður
Sigurgeirsson vélsmiður, sat
fundinn.
pólska dróttarvélin
Við getum afgreitt núna nokkrar URSUS dráttar-
vélar, 40 og (»0 hestafla, ennþá á
sérstaklega hagstæðu verði:
40 hö: Verð kr. 226.000,00
60 hö: Verð kr. 309.000,00
Leitið upplýsinga og kynnist fjölþættum útbúnaði
URSUS dráttarvélanna.
vtiáBcce
Skeifunni 8 * Reykjavík * Sími 8-66-80
Auglýsið í Tímanum
1 ■■............................................
Jónas Gestsson afhendir sigurvegaranum verðlaunin.
JOHNS-MANVILLE
glerullar-
9 einangrun
er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull-
areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið
þér frian álpappir með. Hagkvæmasta
einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt
borgar sig.
Muniö Johns-Manville i alla einangrun.
Hagkvæmip greiðsluskilmálar.
Sendum hvert á land sem er.
JÓN loftsson mf7
Bankastræti 9 - Sími 11811
NYTT - NYTT
Dömuleðurjakkar
2 snið - 6 litir
Herraleðurjakkar
Jé Síð pils í
ótrúlegu úrvali
Síðir skokkar
Dömu- og herra-
peysur - Treflar
og prjónahúfur
SJON ER SOGU RÍKARI
VERIÐ VELKOMIN!
Hringbrogt 1J1 Simi 10-400