Tíminn - 16.11.1973, Síða 6
6
TÍMINN
Föstudagur 16. nóvember 1973.
NtJ í VIKUNNI var lagt fram á alþingi svokallað
fóstureyðingarfrumvarp, sem allt virðist benda til,
að verði hið mesta deilumál, og almenningur, jafnt
sem sérfræðingar, muni láta sig mjög miklu skipta.
Lesendum Timans til glöggvunar er hér birt
greinargerð sú, sem fylgdi frumvarpinu, ásamt
skýringum á þvi, i hverju breytingarnar eru
fólgnar.
Hinn 5. marz 1970 skipaði þá-
verandi heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra, Eggert borsteins-
son,nefnd til endurskoðunar laga
um fóstureyðingar, afkynjanir og
vananir, þ.e. annars vegar lög nr.
38, 28.janúar 1935, um leiðbeining-
ar fyrir konur um varnir gegn þvi
að verða barnshafandi og um
fóstureyðingar og hins vegar lög
nr. 16, 13. janúar 1938, um að
heimila i viðeigandi tilfellum að-
gerðir á fólki, er koma i veg fyrir,
að það auki kyn sitt. Formaður
var skipaöur Pétur H. J. Jakobs-
son, prófessor. Aðrir i nefndinni
voru Tómas Helgason, prófessor
og prófessor Sigurður Samúels-
son. 1 janúar 1971 óskaði prófess-
or Sigurður eftir þvi að veröa
leystur undan starfi i nefndinni og
tók þá sæti i nefndinni i hans stað
Guðrún Erlendsdóttir, hæsta-
réttarlögmaður. Höfðu ýmis
samtök kvenna áður farið þess á
leit við landlækni og Heilbrigðis-
og tryggingaráðuneytið, að
meirihluti nefndarinnar yrði
skipaður konum. Frá 1. janúar
1971 var ráðin sem ritari nefndar-
innarSvava Stefánsdóttir, félags-
ráðgjafi. — 1 nóvember 1971 lagði
Bjarni Guðnason fram á alþingi
tillögu til þingsályktunar um
fóstureyðingar, sem fjallaði með-
al annars um réttindi konunnar til
sjálfsákvörðunar og um nauðsyn
þess, að löggjöf um fóstureyðing-
ar i dag hnigi mér i frjálsræðisátt
en nú er. Nefndin fékk tillöguna
til umsagnar, og skýrði hún frá
starfi sinu og jákvæðri afstöðu. —
Hinn 12. nóvember 1971 tók
Vilborg Harðardóttir, blaðamað-
uij sæti i nefndinni.
Nefndin hélt fyrsta fund sinn 30.
nóvember 1970. Alls voru 24 iund-
ir haldnir i nefndinni.
Nefndin taldi mikilvægt að
kanna, hvernig núgildandi löggjöf
hefði reynzt i framkvæmd. begar
nefndin hóf störf, var þvi ákveðiö
að framkvæma eftirrannsókn á
Fæðingardeild Landspitaians,
með þvi að hafa viötöl við konur,
sem framkallað hafði veriö
fósturlát hjá á vissu árabili. Var
sú rannsókn framkvæmd á árun-
um 1971—1972.
1 sama tilgangi heíur nefndin
safnað gögnum hjá landlækni um
veitingu leyfa samkvæmt lögun-
um frá 1938 um að heimila i við-
eigandi tilfellum aðgerðir á fólki,
er koma i veg íyrir, að það auki
kyn sitt. Einnig hel'ur nefndin
gert athugun á framkvæmd lag-
anna frá 1935 um leiðbeiningar
fyrir konur gegn þvi að verða
barnshafandi og um fóstureyð-
ingar úti á landi.
Prófessor Pétur H. J. Jakobs-
son hefur á undanförnum árum
safnað nákvæmum upplýsingum
um allar fóstureyðingar fram-
kvæmdar á Fæðingardeild Land-
spitalans á árunum 1950—1965.
Nefndin hei'ur kynnt sér itar-
lega erlenda löggjöf á þessu sviði
og reynslu annarra þjóða, bæöi
frá læknisfræðilegu og félagslegu
sjónarmiði, en miklr breytingar
hafaátt— og eiga sér enn stað á
löggjöf og framkvæmd laga um
fóstureyðingar og ófrjósemisað-
gerðir erlendis á siðustu árum
Pétur Jakobsson, formaður
nefndarinnar, hefur heimsóthiýj-
ar stofnanir erlendis, sem ein-
göngu veita viðtöku sjúklingum,
sem framkvæma á fóstureyðingu
hjá.
Efni frumvarpsins, nýmæli og
breytingar.
Nefndin taldi ekki unnt að
semja nýja löggjöf um fóstureyð-
ingar og ófrjósemisaðgerðir
nema að gera ýmsum öðrum
málum, sem varða kynlif og
barneignir, skil samtimis.
Nefndin leggur þvi til, að lög-
gjöfin nái til aðgerða, sem stuðla
að þvi að gera fólki kleift að
stjórna viðkomu sinni eftir eigin
óskum, og þegar slikt tekst ekki,
að heimila i viðeigandi tilfellum
aðgerðir, sem binda endi á ótima-
bæra þungun og, ef nauðsyn kref-
ur, að heimila ófrjósemisaðgerð-
ir, sem varanlega koma i veg fyr-
ir, að viðkomandi auki kyn sitt.
Tillögur nefndarinnar hafa
mótazt af þvi grundvallarsjónar-
miði, að brýn nauðsyn sé:
1) Að gefa öllum kost á ráðgjöf og
fræðslu um kynlif og barneignir
og ábyrgð foreldrahlutverks.
2) Að veita öllum fræðslu og ráð-
gjöf um notkun getnaðarvarna
og útvegun þeirra.
3) Að veita aðstoð þeim, sem
ihuga fóstureyðingu eða
ófrjósemisaðgerð.
4) Að auka félagslega aðstoð i
sambandi við þungum og
barnsburð.
Tillögur nefndarinnar miðast
við ástæður eins og þær eru i dag.
Viða erlendis er unnið að
rannsóknum á sviði þungunar-
varna. Notkun lyfja, sem stöðva
fósturþróun strax eftir getnaðinn
(hormónalyf, „daginn-eftir-
pilla”) verður óháð löggjöf um
i'óstureyðingar og einungis háð
löggjöf um notkun læknislyfja.
Varnaðarstarf.
Nefndin leggur höfðuöáherzlu á
nauösyn þess að fyrirbyggja
ótimabæra þungun, sem leiðir til
þess, að farið er fram á fóstur-
eyöingu. Nefndin litur svo á, að
fóstureyöing sé alltaf neyðarúr-
ræði, vegna þess að um er að
ræöa læknisaðgerð, sem getur
haft áhættu i för meö sér, og
krefst sérhæfðs starfsfólks og
fullkomins útbúnaðar til sér-
hæfðrar læknismeðferðar, ef eitt-
hvað ber út af. Aðgerðin verður
þess vegna að fara fram á
sjúkrahúsum og verður þvi all
kostnaðarsöm getnaðarvörn fyrir
þjóðfélagiö.
bað er reynsla annarra þjóða
nú, til dæmis frændþjóða okkar,
að einmitt varnaðarstarfið hafi
verið stórlega vanrækt. bess er
getið, að auðveldara sé orðið að fá
framkvæmda fóstureyðingu, þar
sem löggjöf hefur verið rýmkuð,
en að fá leiðbeiningar um
getnaðarvarnir.
Við endurskoðun laganna er það
þvi áHt- nefndarinnar, að ráðgjöf
og leiðbeiningar um kynlif, barn-
eignir og takmörkun barneigna
skuli fá aukið rúm i löggjöfinni.
Afnema skuli ákvæði þaö i lögun-
um frá 1935, sem bannar öörum
en læknum að láta i té leiöbein-
ingar um takmörkun barneigna.
Ef aðrir starfshópar, svo sem
ljósmæður, h júkruna rfólk,
félagsráðgjafar og kennarar i
samræmi við kunnáttu,taka þátt i
leiöbeiningarstarfinu, er unnt að
ná með fræðslu og ráðgjöf til
fleira fólks.
Til þessa hefur varnaðarstarfi
verið of litill gaumur gefinn hér á
landi, bæði hvað snertir kynlifs-
fræðslu i skólum og ráðgjöf fyrir
fullorðna. t þvi skyni að efla
framangreint varnaðarstarf
leggur nefndin til að skipulagðri
ráðgjafaþjónustu verði komið á
fót við sjúkrahús og heilsu-
verndarstöðvar á öllu landinu og
að unnið verði að aukinni fræðslu
á þessu sviði i skólum i samráði
við fræðsluyfirvöld.
Fóstureyöingar.
Til þess að tryggja hag konunn-
ar, er þörf löggjafar, sem segir til
um, hvaða aðstæður veiti konu
réttindi til að fá framkvæmda
fóstureyðingu. beir læknar. sem
taka á sig þá ábyrgð að fram-
kvæma aðgerðir þessar, verða
einnig að hafa lög og reglur að
styðjast við.
Nefndin hefur mótað tillögur
sinar urn,i hvaða tilvikum fóstur-
eyðingar skuli heimilará grund-
velli þeirra niðurstaða, sem feng-
ist hafa i eftirrannsókn á högum
kvenna, sem framkvæmd hefur
verið fóstureyðing hjá, og með
hliðsjón af þeirri læknisfræðilegu
reynslu, sem fengist hefur varð-
andi áhættu, sem getur verið
samfara aðgerð i hverju einstöku
tilfelli. Einnig hefur nefndin tekið
tillit til félagslegra aðstæðna
einstæðra mæðra. bá hefur og
verið tekið tilliti til þróunar lög-
gjafar i nágrannalöndum svo og
til sjálfsákvöröunarréttar
einstaklinganna.
Nefndin leggur til, að breytt
verði ákvæðum um tilefni fóstur-
eyðinga á þá lund, að þær skuli
heimilar af félagslegum ástæðum
einum saman, ef þær eru erfiðar
og ekki verður úr bætt með
félagslegri aðstoð. Er þetta i
samræmi við, að skýrgreining á
hugtakinu heilsa hefur áseinni ár
um færzt i þá átt að ná til félags-
legrar heilsu. Tekið skal i aukn-
um mæli tillit til mats viðkom-
andi sjálfra á aðstæðunum.
Nefndin leggur til, að endanleg-
ur ákvörðunarréttur skuli vera
hjá konunni, ef engar læknis-
fræðilegar ástæður mæli móti að-
gerð, og ef aðgerð verður fram-
kvæmd fyrir lok 12. viku með-
göngu. Konan-skal þá hafa verið
frædd um áhættu samfara aðgerð
og þá félagslegu aðstoð, sem
stendur til boða, ef hún kýs að
fæða. — bessi tillaga hefur mót-
ast af þvi sjónarmiði, að
óréttmætt sé og óæskilegt að
neyða konu til að taka á sig þá
ábyrgð að fæða barn, þegar hún
vill sjálf og álitur rétt að binda
endi á þungun. Er þar ekki sizt
höfð i huga ótimabær þungun
ungra stúlkna, sem ef til vill hef-
ur orsakast af fávisi og barna-
skap. — Stúlka, sem er 16 ára
gömul og,eignast óskilgetið barn,
hefur skyndilega mikinn hluta
lifsleiðarinnar ákveðinn fyrir-
fram. t flestum tilvikum hættir
hún frekari skólagöngu, jafnvel
þótt einhver i fjölskyldunni hjálpi
henni að annast barnið. Sennilega
á hún erfitt með að fá fasta vinnu,
sem borguð er það vel, að hún geti
séð fyrir sér og barninu. Ef til vill
finnst henni hún vera tilneydd aö
giftast einhverjum, sem hún ann-
ars hefði ekki gifzt. Hefði hún
getað frestað fæðingu fyrsta
barnsins, hefðu framtiðarhorfur
hennar verið allt aðrar.
Ekki er siður nauðsyn að hafa i
huga erfiðleika og horfur óvel-
komins barns. Sú áhætta er fyrir
hendi, að þegar barnið er fætt,
haldi það áfram að vera óvelkom-
ið og andúðin á þvi fremur vaxi en
minnki, þegar barnið á sinn eðli-
lega hátt krefst allrar umhyggju
og ástúðar móður, sem á erfitt
með að láta slikt i té. 1 slikum
tilvikum er veruleg hætta á and-
legri misþyrmingu barna og jafn-
vel likamlegri.
Orð Vilmundar Jónssonar,
landlæknis i greinargerð hans
með lögunum frá 1935, ,,að varla
megi minna krefjast til handa
hverju barni, sem fæðist, en að
það sé að minnsta kosti aufúsu-
gestur móður sinnar” eru enn i
dag i fullu gildi og vafasamt
hversu miklu eftirsóknarverðari
vistarvera heimurinn er i dag, en
hann var þá.
Föðurhlutverkinu hefur til
þessa verið alltof litill gaumur
gefinn i sambandi við óskilgetin
börn. Fjöldi barna i nútima þjóð-
félagi liða fyrir það, að þau skort-
ir tilfinnanleg tengsl við föður
sinn og alltof mikil brögð hafa
verið að þvi til þessa að feður
kæmust upp með að yfirgefa börn
sin umhugsunarlaust undir þvi
yfirskini. að það
væri hlutverk móðurinnar einnar
að annaðst og ala upp börnin.
Hlutverk föðurins i umönnun og
uppeldi barna er engu þýðingar-
minna en móöurinnar. Eflaust
mætti með aukinni kynlifs- og
samfélagsfræðslu i skólum draga
úr ábyrgðarleysi ungra pilta i
þessum málum og vekja
ábyrgðartilfinningu þeirra gagn-
vart föðurhlutverkinu.
Fóstureyðingar að læknisráði
og að undangenginni félagsráð-
gjöf, þar sem henni verður við
komið, eru heimilar af læknis-
fræðilegum ástæðum, erfða- og
fósturskaðaástæðum, félagslækn-
isfræðilegum ástæðum, félags-
legum ástæðum og siðferðis-
ástæðum.
Nefndin telur nauðsynlegt að
setja ákveðin timatakmörk i lög-
gjöf og leggur áherslu á, að fólki
skuli veitt fræðsla um það, að
fóstureyðingar skuli fram-
kvæmdar eins fljótt og auðið er.
Með tilliti til heilsu móður, and-
legrar og likamlegrar, er æski-
legt, að fóstureyðing sé fram-
kvæmd áður en fyrstu 12 vikur
meðgöngutima eru liðnar.
Astæður geta þó veriö á þann veg,
að þungun, er binda ætli endi'á,
uppgötvaðist ekki fyrr en eftir 12.
viku meðgöngu, og telur nefndin
þvi nauðsynlegt að heimila
fóstureyðingar að læknisráði
fram til 16. viku meðgöngu. Eftir
þann tima verði fóstureyðingar
einungis heimilar af ótviræðum
mannúðar- og heii 1 brigðis-
ástæðum. — 1 þvi skyni að stuðla
að þvi, að fóstureyðingar séu
framkvæmdar eins fljótt og auðið
er á meðgöngutimanum, mælir
nefndin með þvi, að aðgerðir
þessar verði leyföar viðar en
hingað til hefur verið, á fleiri
sjúkrahúsum, sem heilbrigöis-
yfirvöld viðurkenna i þvi skyni.
Nefndin leggur einnig áherslu á,
að meðferð umsókna verði
hraðað eftir föngum.
Þeim, sem ihuga fóstur-
eyðingu, skal veitt aðstoðjeftir þvi
sem við á, svo sem hér segir:
Læknishjálp, þungunarprófanir,
ráðgjafar- og stuðningsviðtöl,
félagsleg aðstoð og aðstoð við
umsókn og tilvisun til sjúkrahúss.
— Megináhersla skal lögð á óhlut-
dræg ráðgjafar- og stuðnings-
viðtöl við lækni og félagsráðgjafa.
Mikilvægt er að hjálpa konunni
(og karlinum) að gera sér grein
fyrir þvi, hvort fóstureyðing sé
rétt lausn mála og hvort umsókn
sé orðin til af frjálsum vilja, án
þvingunaraðgerða frá öðrum.—
Nefndin leggur eindregið til, að
efld verði félagsleg aðstoð fyrir
konur, sem þrátt fyrir erfiðar
ástæður vilja ganga með og fæða
sitt barn. Eftirrannsókn á högum
kvenna, sem gengist hafa undir
fóstureyðingu, gefur til kynna, að
konurnar hafi átt og eigi oft við
alvarlega félagslega örðugleika
að striða. Niðurstöður eftirrann-
sóknarinnar benda til þess, að
uppeldi og aðbúnaði barna, sem
fyrir eru, sé ábótavant og hlut-
skiptis þeirra sé ekki gætt sem
skyldi. — Nefndin hefur kynnt
sér, hvaða félagsleg aðstoð stend-
ur til boða i þjóðfélaginu fyrir
þungaða konu og við barnsburð,
og telur, að henni sé i ýmsu
ábótavant. Einnig mun þörf auk-
innar fræðslu um þá aðstoð, sem
nú er fyrir hendi.
Þær félagslegu aðstæður, sem
nefndin telur brýnt að bætt verði
úr, er húsnæöis- og dagvistunar-
skortur, skortur á atvinnuöryggi
kvenna i sambandi við þungun og
barnsburð. lenging barnsburðar-
frisog að tryggð verði afkoma
kvenna, sem missa tekjur, með
greiðslum almannatrygginga-
bóta. 011 heilbrigðisþjónusta i
sambandi við þungum og barns-
burð verði ókeypis, sjúkrasamlög
taki þátt i greiðslu getnaðar-
varna.
ófrjósemisaðgerðir.
Nefndin leggur til. að ákvæðin
um ófrjósemisaðgerðir (i gild-
andi lögum nefndar vananir)
verði rýmkuð. Ofrjósemisaðgerð
verði heimiluð, þegar viðkom-
andi óskar eftir þvi að vel ihuguðu
máli. Þegar um hjón er að ræða,
er eðlilegt að taka til athugunar,
hvorn makanna sé æskilegra að
gera ófrjóan. — Nefndin vill setja
ákvæði um bann við ófrjósemis-
aðgerðum hjá yngra fólki en 18
ára, nema um mikinn greindar-
skort sé að ræða samkvæmt
áreiðanlegum greindarmæling-
um.
Um ráðgjöf og fræðslu i sam-
bandi við umsókn um ófrjósemis-
aðgerð gildir sama og um fóstur-
eyðingar.
Eftirlit með framkvæmd lag-
anna.
Heilbrigðisyfirvöldum ber að
hafa eftirlit með framkvæmd lag-
anna og stuðla að samræmi i
framkvæmd þeirra i öllum lands-
hlutum. Mikilvægt er, að réttur
fólks i dreifbýlinu, verði ekki
fyrir borð borinn.
Allar framkvæmdar aðgerðir
og synjanir um framkvæmd að-
gerða skulu tilkynntar heil-
brigðisyfirvöldum. Ráðherra skal
skipa nefnd sérfróðra manna,
sem annast úrvinnslu gagna og
skal hafa eftirlit með framkvæmd
laganna. Til þeirrar nefndar geta
umsækjendur beint áfrýjun
vegna synjunar um framkvæmd
aðgerðar og leggur nefndin úr-
skurð á málið.
Þar eð starfið að framkvæmd
laganna er einkar vandasamt,
leggur nefndin áherslu á nauðsyn
þess, að heilbrigðisyfirvöld veiti
fræðslu og leiðbeiningar öllum
þeim, sem á þessu sviði starfa.
Refsiákvæði.
Nefndin leggur til, að ákvæði i
almennum hegningarlögum um
refsirigu fyrir konu vegna fóstur-
eyðingar veröi felld niöur.
Akvæðin samræmast ekki nútima
hugsunarhætti. Þau virðast ekki
hafa nein almenn varnaðaráhrif.
og eru ekki notuð i reynd. Auk
þess koma þau ákaflega hart
niður á konunni. — Heilbrigðis-
ástæður konu, sem leggur það á
sig að gangast undir ólöglega
fóstureyðingu, með þeirri áhættu
og þeim erfiðleikum, sem þvi er
samfara, uppfylla þær kröfur
sem gerðar eru um læknisfræði
legar ástæður fyrir löglegir.
fóstureyðingu.
Afkynjanir.
Akvæði um afkynjun á ekki
heima i þessari löggjöf, að dómi
nefndarinnar. Höfuðtilgangur af
kynjana er samkvæmt greinar
gerð Vilmundar Jónssonar, land
læknis, að hindra glæpsamlegt at
ferli, sem orsakast af sjúkdómi
Hlýtur afkynjun þvi að skoðasl
sem læknisaðgerð að þeim sjúk
dómi og falla undir læknalögin nr
80/1969. — Visindaniðurstöður
innkirtlafræðum benda til þess
að takmörkuðum árangri verði
náð með þessum aðgerðum og ei
þeim mjög sjaldan beitt.
Athugasemdir við einstakar
greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
1 1. gr. kemur fram nokkurs
konar stefnuyfirlýsing, þar sem
nefndin álitur, að ráðgjöf og leið-
beiningar um kynlif, barneignir
og takmörkun barneigna eigi að
fá aukið rúm i löggjöfinni. 1
greininni er þvi lýst yfir, að fólk
skuli eiga kost á ráögjöf og
fræðslu varðandi kynlif og barn-
eignir. Ætlast er til, að reynt
verði að ná með fræðslu og ráð-
gjöf jafnt til karla og kvenna,
jafnt til ungs fólks sem eldra.
Um 2. gr.
Þessi grein er nýmæli og er
nánari útfærsla á þvi i hverju ráð-
gjafarþjónustan er fólgin. Þar er
tekið fram, að hjá ráðgjafarþjón-
ustunni geti fólk fengið fræðslu og
ráðgjöf um notkun getnaðar-
varna og útvegun þeirra. Auk
þess verður þar ráðgjöf fyrir fólk,
sem fer fram á fóstureyðingu eða
ófrjósemisaðgerð, sbr. nánar um
6. gr. Einnig er ætlast til, að ráð-
gjafarþjónustan veiti fræðslu og
ráðgjöf um kynlif og um ábyrgð
foreldrahlutverks.
Nefndin leggur áherzlu á, að
miklu máli skipti um árangur
ráðgjafarþjónustunnar, að sem
hæfast starfsfólk ráðist þar til
starfa. Sérstaklega er mikilvægt,
að öll fræðsla og ráðgjöf sé veitt á
óhlutdrægan hátt.