Tíminn - 16.11.1973, Síða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 16. nóvember 1973.
STJÓRNARFRUMVARP
UM ÞÖRUNGAVINNSLU
VIÐ BREIÐAFJÖRÐ
Fundir voru i báðum deild-
um Alþingis i gær og samein-
uðu Alþingi. Hluti af fundar-
tima neðri deildar fór i um-
ræður utan dagskrár um
málefni Fiskvinnsluskólans,
sem greint er frá annars
staðar i blaðinu. Að þeim lokn-
um, var aðeins eftir eitt mál,
frumvarpiö um veiðiheimildir
tslendinga i 50 milna fisk-
veiðilandhelginni og þær
friöunaraðgerðir, sem þar i
felast. Lúövik Jósefsson hafði
framsögufyrirmálinu, en Gils
Guðmundsson formaður fisk-
veiöilaganefndar, sem samdi
frumvarpið, gerði einnig grein
fyrir nokkrum atriðum þess.
Var þvi visað til nefndar, að 1.
umr. lokinni. Frá frumvarp-
inu var greint i blaðinu i gær.
1 efri deild var lokið 1. um-
ræðu um stjórnarfrumvarpið
um jarðalög og var frumv
visað til landbúnaöarnefndar
og 2. umr. Til 2. umræðu og
nefndar voru þessi mál af-
greidd: Lögheimili, Verð-
lagsráð sjávarútvegsins,
Sjálfskuldarábyrgð á lánum
til kaupa á fiskiskipum. Til 3.
umræðu voru tvö frumvörp og
voru þau afgreidd til neðri
deildar, frumvarp um almenn
hegningarlög og frumvarp til
staðfestingar á samningi nor-
rænu þjóðanna um skrifstofu
ráðherranefndar Norðurlanda
og skrifstofu stjórnarnefndar
Norðurlandaráðs.
Gefin verði út
reglugerð um
forgangsréttindi
nemenda Fisk-
vinnsluskólans
Umræður utan dagskrdr d Alþingi í gær
um réttindi nemenda Fiskvinnsluskólans
Magnús Kjartansson, iðnaðar-
ráðherra mælti í efri deild Ai-
þingis á miðvikudag fyrir
stjórnarfrumvarp um þörunga
vinnslu við Breiðafjörð. Frum-
varpinu fylgir Itarleg greinargerð
og segir þar m.a.:
Að fengnum tillögum Eann-
sóknaráðs rikisins i október 1972
um athugun á stofnun þangþurrk-
stöðvar að Reykhólum við
Breiðafjörð, lagði rikistjórnin
fram frumvarp um stofnun hluta-
félags til undirbúnings þessa
máls. Frumvarp þetta varð að
lögum (nr. 107/1972) og var hluta-
félagiö stofnað 14. febrúar 1973 að
undangengnum auglýsingum eft-
ir hlutafjárframlögum. Hlutafé
var skráð kr. 7.820.000, þar af 5
milljónir króna i eigu rikissjóðs.
Af hálfu rikisins voru skipaðir i
stjórn fyrirtækisins Vilhjálmur
Lúðviksson, efnaverkfræðingur
og Þorsteinn Vilhjálmsson, eðlis-
fræðingur, en af hálfu annarra
hlutahafa var kjörinn Ölafur E.
Ólafsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri.
Stjórn félagsins lét þegar hanna
þangþurrkunarstöð og gera
áætlanir um stofnun og rekstur
hennar og lagði fram skýrslu og
tillögur um framkvæmdir fyrir
rikisstjórn i april s.l. Jafnframt
var farið fram á lán frá Iðn-
þróunarsjóði til framkvæmd-
anna. Var með þessu reynt að
standa við timamörk um byrjun
starfrækslu vorið 1974, sem
væntanlegur viðskiptaaðili fyrir-
tækisins, skoska félagið Alginate
Industriet Ltd., setti.
Vegna hins nauma undirbún-
ingstima og litilla tækifæra til at-
huguna af hálfu Iðnþróunarsjóðs,
og vegna erfiðra aðstæða rikis-
sjóðs til að standa undir veiga-
miklum opinberum framkvæmd-
um utan fjárlaga, m.a. vegna
Vestmannaeyjagossins, var i
samráði við skoska fyrirtækið
ákveðið að fresta framkvæmdum
um eitt ár, enda myndi Alginate
Industries Ltd. halda áfram
áhuga sinum á þangkaupum árið
1975 og styðja undirbúning máls-
ins eftir föngum.
Með lánsaðstoð frá Iðnþróunar-
sjóði var svo ráðist i umfangs-
miklar undirbúningsrannsóknir á
þangmiðum, þangeiginleikum og
hugsanlegum umhverfisáhrifum
og jal'nframt gerðar tilraunir með
öflun þangs með þar til gerðu
tæki, sem tekið var á leigu af Al-
ginate Industries Ltd. Gerðar
voru itarlegar athuganir á
öflunartækninni og aðferðum til
flutninga á þangi frá öflunartæk-
inu til verksmiðju. Þanguppsker-
an var siðan þurrkuð i gras-
kögglaverksmiðjunni i Saurbæ i
Dölum.
Niðurstöður þessara athugana
liggja nú fyrir i megindráttum, og
hefur stofn- og rekstrar-
kostnaðaráætlun verið endur-
skoðuð i ljósi reynslunnar og með
hliðsjón af breytingum á gengis-
skráningu viðkomandi gjald-
miðla. Jafnframt hefur fengist ný
yfirlýsing frá Alginate Industries
Ltd. um vilja til kaupa á a.m.k.
5000 tonnum af þurrkuðu þang-
mjöli árið 1975 á lágmarksverði,
72 pund á tonn miðað við verðlag
1974. Tekið er þó fram, að endan-
legt verð sé umsemjanlegt á
hverjum tima.
Helstu niðurstöður af athugun-
um á vegum Undirbúningsfélags
þörungavinnslu h.f. eru eftirfar-
andi,einsogsegir i skýrslu félags-
ins frá nóvember 1973:
,, Markaðir virðast tryggðir fyr-
ir a.m.k. 5000 tonn af þangmjöli
1975 og liklegt að selja mætti allt
að 10.000 tonn 1977, ef hægt væri
aö framleiða þaö. Fyrirtækið Al-
ginate Industries Ltd. hefur
skuldbundið sig til að kaupa lág-
marksmagn 5000 tonn gegn lág-
marksverði 72 pund miðað við
1974, sem siðan breytist með
heildsöluvisitölu á breskum efna-
iðnvarningi. Þetta verð skoðast
þó einungis sem lágmarksverð og
yrði umsemjanlegt á hverjum
tima með hliðsjón af tilkostnaöi,
gengi og öðrum aðstæðum. Aðrir
markaðir i smærri stil koma
einnig til greina, aðallega til
styrktar samningsaðstöðu.
Hráefni hefur nú verið kannaö
allitarlega og komið i ljós, að ár-
legt magn mjöls, sem vinna
mætti af Breiðaf jarðarsvæðinu er
a.m.k. 15.000-27.000 tonn. Ætti þvi
grundvöllurinn fyrir vinnslu
þeirra 6685 tonna á ári, sem hér er
gerð áætlun um, að teljast örugg-
ur. Þá hafa verið kannaðir efnis-
og eðliseiginleikar alginatsins,
sem úr þanginu má vinna,og hef-
ur það reynst á við það besta, sem
annars staðar er þekkt og treystir
það mjög markaðsaðstöðu
væntanlegs fyrirtækis.
Þangtökuréttindi hafa verið
tryggð meö samkomulagi við
flesta landeigendur, sem ráða
eftirsóknarverðum þangfjörum,
og er reiknað með að þangtekju-
gjöld verði 2-5% af kostnaðar-
verði þangsins við verksmiðju-
vegg.
Starfstilhögun verksmiðjunnar
miðast við 7 mánaða starfrækslu-
tima. Yrðu 6 þangöflunarpramm-
ar ásamt aðstoðarbátum og einu
þangflutningaskipi starfrækt við
öflun á a.m.k. 24.700 tonnum af
þangi, sem þurrkað yrði við jarð-
hita i beltisþurrkara i verksmiðju
i Karlsey undan Reykhólum.
Starfslið yrði um 28 manns, þar af
16 við öflun. Orkuþörf i þurrkun
er um 860.000 kWst. á ári i raforku
og hámarksaflþörf 280 kW, en
heitavatnsþörf er um 50.1/sek. af
95 gráðu heitu vatni.
Þangöflunhefur verið reynd við
aðstæður á Breiðafirði og hafa
engir meiriháttar tæknilegir
erfiðleikar gert vart við sig. Sam-
kvæmt reynslu sumarsins og at-
hugunum á veðurskýrslum virð-
ast veðurtafir vera að meðaltali
innan við 10% af dögum áætlaðs
starfstimabils. Samkvæmt til-
raunaniðurstöðum virðist var-
lega áætlaö,að i rekstri megi afla
23ja tonna á hvert fall,og er það
notað i áætlanagerðinni. Liklegt
má telja að með ákvæðisskipulagi
mega afla meira magns á hverju
falli. Launamöguleikar öflunar-
manna ættu að gera starfsemina
samkeppnisfæra við aðra at-
vinnuvegi um vinnuafl. Reiknað
er með að dreifa öfluninni i byrj-
un á Reykjanes, Skarðsströnd og i
Breiðafjarðareyjar, en sérstakt
þangflutningaskip sæki þangið til
hinna tveggja siðarnefndu svæða.
Opinberar framkvæmdir verða
nauðsynlegar i allstórum stil til
að gera rekstur mögulegan.
Ljúka þarf vegi, sem þegar er
byrjað á, leggja raflinu, setja á
stofn hitaveitu og gera höfn.
Aætlaður kostnaður við fram-
kvæmdir er 142.2 milljónir króna,
en þá eru tillögur um hafnargerð
enn ekki að fullu unnar. I
rekstraráætlun fyrirtækisins er
gert ráð fyrir.að það greiði venju-
leg þjónustugjöld, er standi undir
stofn- og rekstrarkostnaði vegna
þessara framkvæmda að veru-
legu leyti og i samræmi við venj-
ur um slikar framkvæmdir.
Hugsanleg umhvcrfisáhrif hafa
verið könnuð að höfðu samráöi
við Náttúruverndarráð. Helst
virðist geta komið til truflun af
völdum þangtöku við varpstöðvar
viðkvæmra fuglategunda eins og
arnar og dilaskarfs. Er lagt til að
vörp þessara tegunda verði frið-
uð. Þá gæti þangskurður haft
truflandi áhrif á hlunnindadýr
eins og æðarfugl og sel á við-
kvæmum timum, t.d. með þvi að
fæla sel með kópa frá hefðbundn-
um veiðisvæðum Nauðsyn er á
góðu skipulagi þangskurðar og
nánu samráði við heimamenn.
Gert er ráð fyrir, að fylgst verði
með áhrifum þangtöku m.a. á
fæðukeðju dýra, þegar vinnsla
hefst. Um mengun frá verksmiðj-
unni er ekki að ræða svo máli
skipti og hefur heilbrigðismála-
ráðuneytið gefið leyfi sitt til aö
fyrirtækið hefji starfrækslu.
Stofnkostnaður verksmiðjunn-
ar er nú áætlaður um 211.2
milljónir króna, og er þá starfsfé
ekki reinað með. Gert er ráð fyrir
niðurfellingu tolla af innfluttum
vélum og tækjum, en þeir myndu
nema um 15 milljónum króna við
núverandi form tollskrár.
Rekstrarafkoma við full afköst
mótast af sölutekjum, sem
áætlaðar eru nálægt 98 milljónum
króna, en rekstrarkostnaður er
áætlaður 82 milljónir króna.
Rekstrarafgangur fyrir skatta
yrði um 16 milljónir króna, en af-
skriftir yrðu um 17 milljónir
króna.
Arðsemi fyrirtækisins veröur
tæplega mæld á einfaldan hátt.
Atján ára rekstraráætlun gefur til
kynna, að endurheimta á upp-
runalega fjárfestingu verði 9.5%,
endurheimtutimi stofnkostnaðar
um 7.4 ár og innri afkastavextir
fjárfestingarinnar 12%. Með
niðurfellingu söluskatts á inn-
flutning, sem áætlaður er 10.5
milljónir króna, myndi arðsemi
batna nokkuð. Vegna óvenjulágr-
ar stöðu sterlingspundsins gagn-
vart isl. krónu og öðrum gjald-
miðli i augnablikinu, gæti þessi
mynd hugsanlega orðið hagstæð-
ari, þegar litið er yfir lengri tima.
Nýting framleiðslútækja gæti
einnig orðið betri og gæfi 15%
framleiðsluaukning endur-
heimtu, sem nemur 13.1% Þrátt
fyrir þetta verður að telja reikn-
aða arðsemi fjárfestingarinnar
við lægri mörk þess, sem æskilegt
væri miðað við núverandi vaxta-
kröfurj og mun stjórn undirbún-
ingsfélagsins á næstunni leita eft-
ir samningum við AIL um lág-
marksverð, sem tryggir a.m.k.
10% lágmarksendurheimtu á
upprunalega fjárfestingu.
Þjóðhagsleg þýðing.Af skýrslu
Undirbúningsfélags þörunga-
vinnslu h.f. má ráða,að þangverk-
smiðjan á Reykhólum hefur góða
möguleika á að verða arðbært
fyrirtæki, og verður það að teljast
grundvallarforsenda fyrir þvi, að
út i stofnun fyrirtækisins verði
farið. Þar sem verksmiðjan verð-
ur staðsett á svæði, þar sem alla
aðstöðu til atvinnurekstrar skort-
ir enn sem komið er, verður i upp-
hafi nauðsyn á allverulegum
opinberum framkvæmdum til að
skapa þá aðstöðu. Sá kostnaður,
sem af þessu leiðir fyrir opinbera
aðila, kann að virðast mikill, sé
litið á fyrirtækið eingöngu frá við-
skiptalegu sjónarmiði til skamms
tima. Hins vegar er hér um
þýðingarmikið byggðamál að
ræða, sem haft getur úrslitaáhrif
á atvinnu- og efnahagsþróun
þessa svæðis i íramtiðinni og rétt-
lætir það m.a. áhuga stjórnvalda
á stofnun fyrirtækisins. önnur
ástæða, sem einnig er þung á
metunum, er sú, að hér er um að
ræöa nýtingu á þeirri auðlind
okkar Islendinga, sem enn hefur
litt verið notuð til iðnrekstrar, en
það er jarðhitinn. Vegna þeirrar
þróunar, sem hefur átt sér stað að
undanförnu i verðlagi á oliu,
skapar jarðvarminn fyrirtækinu
mjög sterka aðstöðu gagnvart
þeim samkeppnisaðilum i Noregi,
á Bretlandseyjum og i Kanada, er
nota oliu sem orkugjafa, og ætti
að auka arðsemi fyrirtækisins
þegar frá liður. 1 þriðja lagi er
hér stigið brautryðjendaspor til
nýtingar á áður ónotaðri náttúru-
auðlind, þangi, og e.t.v. siðar öör-
um sjávargróðri. 1 fjórða lagi má
benda á, að hér er um framleiðslu
útflutningsvöru að ræða og yrði
viðskiptajöfnuður fyrirtækisins i
útflutningi og innflutningi mjög
hagstæður. Fyrirtækið mundi þvi
gefa þjóðinni verulegar hreinar
gjaldeyristekjur.Framh á bls. 23
Gylfi Þ. Gislason kvaddi sér
hljóðs utan dagskrár i neðri deild
i gær og sagði að alvarlegt ástand
hefði skapazt, er nemendur Fisk-
vinnsluskólans hefðu hætt námi
vegna námskeiðs á vegum Fisk-
mats rikisins, er veitti sömu rétt-
indi og 3ja ára nám i Fiskvinnslu-
skólanum og væri ‘eðlilegt að
nemendur fiskvinnsluskólans
vildu ekki sætta sig við þaö.
Taldi Gylfi, að sjávarútvegs-
ráðuneytið hefði breytt um stefnu
frá þvi, sem samið hefði verið um
á árinu 1971 varöandi þessi nám-
skeið. Sagði Gylfi, að þetta nám-
skeið ætti að halda á vegum Fisk-
vinnsluskólans.
Magnús Torfi ólafssonsagði að
skólastjóri og skólanefnd Fisk-
vinnsluskólans hefðu komið til sin
i haust og tjáð sér að sjávarút-
vegsráðuneytið eða Fiskmat rik-
isins hefði auglýst 3ja vikna nám-
skeið er veitti sömu réttindi og 3ja
ára nám i Fiskvinnsluskólanum
og hefðu nemendur Fiskvinnslu-
skólans af þessu þungar áhyggj-
ur. Hvorki sjávarútvegs-
ráðuneytið né Fiskmat rikisins
höfðu samráð viö menntamála-
ráðuneytið um þetta mál. Sagði
Magnús Torfi að þeir, sem þetta
námskeið myndu sækja myndu
eiga greiða leið til fiskmats- og
verkstjórnarstarfa og myndu þvi
hafa sezt i ýmsar stöður áður en
fyrstu nemendur Fiskvinnslu-
skólans útskrifuðust.
Skólanefnd og skólastjóri Fisk-
vinnsluskólans höfðu lýst sig and-
vigan þessu námskeiði og talið að
slik námskeið ættu að vera á veg-
um Fiskvinnsluskólans.
Fiskvinnsluskólinn gæti hins
vegar ekki með nokkurra daga
fyrirvara gripið inn i námskeið á
vegum Fiskmats rikisins. Þyrfti
einnig að setja reglur um starfs-
réttindi námskeiðsmanna með
tilliti til þeirra réttinda, sem 3ja
ára nám i Fiskvinnsluskóla er
ætlaö aö veita.
Nú hafa nemendur fiskvinnslu-
skólans hætt ' námi vegna
þessa máls og er eðlilegt að þeir
vilji ekki sætta sig við, að fólk,
sem sækir 3ja vikna námskeið,
loki til langframa þeim stöðum,
sem þeir 25 nemendur, sem ljúka
námi i Fiskvinnsluskólanum að
vori, hafa augastað á og eðlilegt
er að þeir fái.
Ingólfur Jónsson taldi, að unnt
væri að leysa þessi mál með út-
gáfu á reglugerðum mennta-
málaráðuneytis og sjávarútvegs-
ráðuneytis um starfsréttindi
þessa fólks og námskeiðsmenn
yrðu ráðnir i stöður til bráða-
birgða, en nemendur Fisk-
vinnsluskólans ættu forgangsrétt
til fastrar ráðningar I stöðurnar.
Lúðvik Jósefsson sagði, að
samkomulag hefði náðst milli
fiskmatstjóra og skólastjóra og
formanns skólanefndar Fisk-
vinnsluskólans, að skólinn stæði
ekki að þessu sinni að þessu
fiskmatsnámskeiði. Þvi hafi hann
ekki viljað gripa fram fyrir
hendur þessara aðila. Nú hafi
hann gert ráðstafanir til að kalla
þessa aðila fyrir sig og spyrja þá
ákveðið að þvi, hvort þeir vildu i
sameiningu standa að þessu nám-
skeiði. Það er minn vilji en við
þeirri ósk hefur ekki komið
jákvætt svar. Sjávarútvegs-
ráðuneytið gæti gefið út reglu-
gerð, hvaða skilyrði þyrftu fyrir
réttindum i þessum greinum, en
forráðamenn Fiskvinnsluskólans
hafa ekki farið fram á neitt er
varðar réttindi nemenda Fisk-
v'innsluskólans. Þá sagði Lúðvik,
að ekki hefði verið staðið við
fyrirheit um að koma fiskvinnslu-
skólum upp úti um landið og væri
brýn nauðsyn að vinda að þvi
bráðan bug.
Fiskmat rikisisins taldi nauð-
synlegt að halda þetta námskeið,
þar sem útilokað væri að fá menn
til nauðsynlegustu starfa i undir-
stöðuframleiðslu þjóðarinnar. Ef
hætt er við námskeið verður að
ráða fólk til þessara starfa, sem
ekki hafa einu sinni fengið lág-
marksfræöslu á námskeiði, fyrstu
nemendur Fiskvinnsluskólans út-
skrifast ekki fyrr en á næsta ári.
Ekki er það leið út úr vandanum
að loka fyrir öll námskeið.
Sagðist ráðherrann mundu beita
sér fyrir, að sett yrði reglugerð
um réttindi þessa fólks um að
námskeiðin veittu minni réttindi,
og fólk frá Fiskvinnsluskólanum
hefði forgangsréttindi.
Lúðvik Jósefsson kvaðst svo
vilja stuðla að þvi, að slik
námskeið yröu algerlega á
vegum Fiskvinnsluskólans. Skól-
inn yrði að svara þvl afdráttar-
laust, hvort hann vildi standa að
þvi námskeiði, sem nú er að hefj-
ast.
BJjffl
II