Tíminn - 16.11.1973, Qupperneq 15
Föstudagur 16. nóvember 1973.
TÍMINN
15
Umsjón og ábyrgð: Samband ungra framsóknarmanna.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn fyrir hönd stjórnar SUF: Ólafur Ragnar
Grimsson, Pétur Einarsson.
Forustuhlutverk
Framsóknarflokksins
Um þessar mundir, þegar Framsóknarflokk-
urinn hefur veitt vinstri stjórn forystu i rúm tvö
ár, rembast nokkrir menn i flokknum við að
sannfæra flokksmenn og aðra landsmenn um
það, að Framsóknarflokkurinn sé alls ekki vinstri
flokkur, heldur miðflokkur, sem vera eigi á hinu
pólitiska uppboðiy og starfa með öðrum flokkum
til hægri eða vinstri, eftir þvi sem kaupin gerast
bezt á eyrinni.
Hingar til hafa flokksmenn þó yfirleitt gert sér
grein fyrir þvi, að Framsóknarflokkurinn hefur
verið, er og á að vera vinstri flokkur. Vatnaskilin
i islenzkum stjórnmálum hafa legið og eiga að
liggja á milli Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins, en ekki i gegnum Framsóknar-
flokkinn miðjan.
Þetta gerðu Framsóknarmenn sér ljóst fyrr á
árum. Og vart var á annað lögð meiri áherzla,
a.m.k. mestan hluta stjórnarandstöðutimabils
Framsóknarflokksins á Viðreisnartimanum,
þegar það var opinber kenning forystu-
manna flokksins, sem og flestra annarra flokks-
manna, að Framsóknarflokkurinn ætti ekki
aðeins að gegnasinu gamla hlutverki, heldur
einnig að bæta við sig hlutverki Alþýðuflokksins
— verða jafnt flokkur jafnaðarmanna sem sam-
vinnumanna. Sem sagt, að vera forystuafl vinstri
manna i landinu.
Ungir framsóknarmenn hafa ávallt lagt megin-
áherzlu á þetta forystuhlutverk Framsóknar-
flokksins i málefnum vinstri hreyfingar á íslandi.
Það er alvarlegt fráhvarf frá þeirri stefnu að
geysast nú fram i ræðu og riti og boða fataskipti á
Framsóknarflokknum. Vonandi býr ekkert al-
varlegra á bak við hinn nýja boðskap en mis-
skilningur, enda mun fólkið i Framsóknarflokkn-
um vafalaust standa vörð um grundvallarhlut-
verk flokksins.
Hvatt til brottfarar
hersins á kjörtímabilinu
Það hefur oft komið fram, að ákvæði málefna-
samnings stjórnarflokkanna um brottför hersins
fyrir lok kjörtimabilsins eru i raun samhljóða
stefnu Framsóknarflokksins i málinu — þeirri
stefnu, sem flokkurinn hefur haft á stefnuskrá
sinni frá árinu 1967.
Enginn vafi er á þvi, að yfirgnæfandi meirihluti
Framsóknarmanna er eindregið fylgjandi þess-
ari stefnu og vill, að bandariski herinn fari af
landinu fyrir mitt ár 1975.
Þessi skýri vilji Framsóknarmanna hefur m.a.
komið fram á ýmsum þeim kjördæmisþingum,
sem haldin hafa verið að undanförnu. Siðasta
dæmið um þetta er kjördæmisþingið i Suður-
landskjördæmi, sem haldið var siðastliðinn
laugardag. Þar var m.a. samþykkt að skora á
þingflokk Framsóknarflokksins að hvika i engu
frá þvi atriði i málefnasamningi rikisstjórnar-
innar, sem fjallar um brottför varnarliðsins á
kjörtimabilinu.
Slikum yfirlýsingum kjördæmissambandanna
ber að fagna. Allar slikar yfirlýsingar styðja
rikisstjórnina til þess að gera fyrirheit sitt að
veruleika. —EJ
MIÐSTJÓRNARFUNDURINN
HEFST KL. 14 Á MORGUN
Aðalfundur mið-
stjórnar Sambands
ungra framsóknar-
manna hefst i Félags-
heimili Kópavogs kl. 14
á morgun, laugardag.
Formaður SUF,
Elias Snæland Jónsson,
setur fundinn með
ávarpi.
Að lokinni kosningu
starfsmanna verður
flutt skýrsla stjórnar,
en þvi næst verða al-
mennar umræður um
skýrsluna fram eftir
degi. Siðan verður
skipað i nefndir, og
munu þær starfa á
sunnudagsmorgun, en
eftir hádegi á sunnudag
hefst afgreiðsla mála.
Stefnt er að þvi að ljúka
fundinum siðdegis á
sunnudag.
Miðstjórnarmenn
eru enn hvattir til þess
að hafa samband við
skrifstofu SUF að
Hringbraut 30, simi
24480.
r
Olafur Ragnar Grímsson:
Hin nýju lífsviðhorf
Stjórnmálaskoðanir fólks eru
sprottnar af margs konar rót-
um. Hagsmunir og hugmynda-
fræði, vani og áhrif vina og
vandamanna hafa yfirleitt verið
meðal helztu orsaka fyrir vali á
einum stjórnmálaflokki frekar
en öðrum. Asamt þessum or-
sakaþáttum hefur viðhorf til
þeirra lifsgæða, sem kappkost-
að er að eignast og njóta, verið
þungt á metunum í mótun á af-
stöðu til hinna ýmsu stjórn-
málastefna. Slikt viðhorf til lifs-
gæða er myndað af samansafni
afstaðna til þess, hvað einkum
er talið hafa gildi i lifinu. Gildis-
mat af ýmsu tagi er sá megin-
þráður, sem lffsviðhorfið er
spunnið úr.
Þótt stjórnmálaskoðun ein-
staklingsins sé mótuð af margs
konar orsökum, þá gætir i henni
ætið verulegra áhrifa frá þvi al-
menna lifsviðhorfi, sem við-
komandi einstaklingur hefur til-
einkað sér. bað lifsviðhorf ber i
flestum tilfellum eitthvert svip-
mót af þvi lifsgæðamati, sem
rikjandi er á hverjum tima. A
siðustu árum hefur i æ rikari
mæli borið á þvi, að þau lifsvið-
horf, sem lengi hafa verið rikj-
andi i hinum þróaða hluta
heims, eru að hverfa i skuggann
af nýjum viðhorfum. Þau gæði,
sem áður var kappkostað að
öðlast, virðast nú sifellt verða
meiri gallagripir. Þessi breyt-
ing á lifsviðhorfum er tviþætt.
Annars vegar er afneitun á
þeim meginsjónarmiðum, sem
mótað hafa lif manna i þessum
heimshluta siðustu áratugina.
Hinsvegar er samansafn nýrra
viðhorfa, sem með hverju ári
hafa orðið meira rlkjandi. Til að
skýra nánar, hvers eðlis þessi
þróun er, verður hér fjallað um
tvo þætti I þeirri afneitun fyrri
viðhorfa, sem einkum hefur ein-
kennt stjórnmálaumræður á
siðustu árum, og fimm þætti i
þeim nýju viðhorfum, sem hafa
hlotið viðtækan hljómgrunn.
Afneitun fyrri
viðhorfa
í kapphlaupi þjóðanna á
undanförnum áratugum um
auð, framfarir og áhrif hefur
hagvöxturinn einkum þjónaö
hlutverki verðlaunabikarsins.
Þvi meiri hagvöxt, sem þjóð gat
státað af, þvi meiri varð vegur
hennar i samfélagi heimsins.
Alþjóðastofnanir komu sér upp
töflum um úrslit i hinum marg-
vislega hagvaxtarmetingi.
Þeim þjóðum, sem að þessu
leyti sköruðu fram úr, var veitt-
ur sérstakur gæðastimpill. Þær
voru taldar til fyrirmyndar og
rlkisstjórnir þeirra státuðu af
afrekunum. Hins vegar gerði
stórnarandstaða með þeim þjóð
um, sem minni hagvexti höfðu
náð, þá staðreynd að hinni
helztu ávirðingu. Sigur-
vegararnir i hagvax-tarkeppn
inni hafa á siðari árum komizt
að þvi, að verðlaunin, sem i
fyrstu voru glóandi, eru ekki
eintómt gull. Hinn mikli hag-
vöxtur krefst til lengdar veru-
legrar fórnar. Auðlindir náttúr-
unnar ganga til þurrðar. Marg-
háttuð mengun eitrar andrúms-
loft og umhverfi. Hið vinnandi
fólk verður þjakað af ýmiss
konar áreynslu, andlegri og
likamlegri, sem til lengdar
skerðir lifsnautn þess. Sam-
felldur hagvöxtur hefur i för
með sér fjölmarga ókosti, sem á
siöariárum hafa orðið æ ljósari.
Þess vegna hefur þvi viðhorfi
vaxið fylgi, að krefjist hag-
vöxturinn verulegrar skerðing-
ar á auðlindum náttúrunnar og
frelsi hins vinnandi manns, beri
frekar að afneita hagvextinum
en fórna þessum gæðum á altari
hans.
Samfara hinni vaxandi gagn-
rýni á hagvaxtarstefnuna hefur
komið I ljós nýtt mat á hinu
stórbrotna kapphlaupi um lifs-
þægindin, sem hefur verið óað-
skiljanlegur fylgifiskur hag-
vaxtarþjóðfélagsins. 1 raun og
veru hefur hin sifellda sókn i ný
og fleiri lifsþægindi verið ein af
meginforsendum aukins hag-
vaxtar. An þess, að einstakling-
ar væru I kapphlaupi hver við
annan um meiri lifsþægindi,
væri þjóð erfitt að ná árangri i
hagvaxtarkeppninni. Metingur
á ööru sviðinu kemur til góða á
hinu. Lifsþægindakapphlaupið
hefur lika til lengdar krafizt
mikillar fórnar af einstak-
lingunum. Þeir hafa orðið að
leggja hart að sér. Jafnvel það
eitt að standa i stað á hinum
hlutfallslega lifsþægindamæli-
kvarða hefur haft i för með sér
verulega áreynslu. Þessi
áreynsla i lifsþægindakapp-
hlaupinu hefur orðið mörgum
einstaklingum og fjölskyldum
að andlegu eða likamlegu fjör-
tjóni. Hin veraldlegu gæði, sem
eru sigurlaun lifsþægindakapp-
hlaups, hafa unnizt á kostnað
heimilishamingjunnar og hinn-
ar fjölþættu lifsnautnar, sem
fólgin er i þvi að gefa sér tima til
aö gaumgæfa hið einfalda og
smáa i lifi hversdagsins og hinu
náttúrulega umhverfi. Æ fleiri
hafa á síðari árum komizt að
raun um, að slikt gjald væri of
hátt og þvi hafnað þátttöku i
þessu kapphlaupi. Akvöröun
þeirra hefur verið mótuð af nýj-
um lifsviðhorfum. Þeir hafa i
afstöðu sinni til lífsins lagt til
grundvallar nýtt gæðamat.
Hin nýju viðhorf
1 stað þeirra lifsviðhorfa, sem
æ fleiri hafa á siðustu árum af-
neitað, hafa önnur komið til sög-
unnar. Þessi nýju viðhorf hafa
birzt á margvfslegan hátt. Þau
hafa þegar mótað afstöðu
manna á margvislegan hátt.
Sum hafa jafnvel legið til
grundvallar nýjum stjórnmála-
hreyfingum. bótt hin nýju við-
horfséu ærið margþætt, þá má i
stórum dráttum greina meðal
þeirra fimm megintegundir við-
horfa, sem hér verða sérstak-
lega tekin til meðferðar.
Þjakandi álag stórborgarlifs-
ins og sú mikla mengun, sem
fylgt hefur i kjölfar iðn-
væðingarinnar, hafa á allra sið-
ustu árum opnað augu milljóna
manna fyrir þvi, hve rikur þátt-
ur aðgangur að óspilltri
náttúru er i andlegri og likam-
legri heilbrigði einstaklingsins.
Fjalllendi, viðáttur, sandar og
sjávarstrendur, sem áður fyrr
voru varla talin til gæða, er nú i
margra augum meðal dýrmæt-
ustu eiginleika umhverfisins.
Hið endurnærandi samband
mannsins við náttúruna er talið
eitt hinna helztu lifsgæða. Að
vera sviptur möguleikum til
þess að njóta reglulega siiks
sambands, er jafngildi fjötra á
mannlegan þroska eða hindrun
á vegi lifsfyllingar. Fögur, stór-
brotin og óspillt náttúra er ein-
hver dýrmætasta eign sérhverr-
ar þjóðar.
A seinni hluta nitjándu aldar
og fyrstu áratugum þessarar
beindust kröfur um aukið lýð-
ræði nær eingöngu að kosninga-
rétti og kjörgengi. Ef fólkið
fengi jafna aðstöðu til að velja
fulltrúa á þing, þá væri flestum
lýðræðisskilyrðum fullnægt.
Þessi þröngi skilningur á lýð-
ræðishugtakinu hefur á undan-
förnum árum orðið að vikja fyr-
ir öðrum viðtækari. Ef raun-
verulegt lýðræði á að rikja, þarf
ákvörðunarréttur fólksins að
vera viðurkenndur á mun fleiri
sviðum. Fólk á að geta tekið
þátt I að ákveða stefnu og að-
gerðir á flestum þeirra sviða,
sem hafa áhrif á lif þess og hag.
Kosning þingmannaog sveitar
stjórnarfulltrúa á fjögurra ára
fresti veitir fólki hverfandi
möguleika á raunverulegum
áhrifum. Innan stjórnmála-
flokkanna, á vinnustað, i bæjar-
hverfum, I skólum og á fjöl-
mörgum öörum sviðum, verður
að tryggja fólki beina aðild að
töku ákvarðana, eigi lýðræðið
aö vera meira en formið eitt.
Lifandi og regluleg þátttaka
fólksins i mótun eigin lifs er hið
sanna lýðræði.
Hin þrönga heimssýn, sem
fyrst og fremst var mótuð af
hinum evrópsku nýlenduveldum
og Bandarikjunum, hefur á
siðasta áratug orðið algerlega
úrelt. Hinar nýfrjálsu þjóðir i
öllum heimsálfum hafa með ári
hverju orðið sterkara afl. Innan
hins kommúniska hluta verald-
ar eru nú tvö stórveldi og nokk-
ur fjöldi smærri rikja, sem öll
leitast við að varðveita sérstöðu
sina á mörgum sviðum. Valda-
hlutföllin I heiminum eru orðin
mun fjölþættari en áður. Svig-
rúm smáþjóða til að leita sér
bandamanna hefur aukizt til
Framhald á bls. 23