Tíminn - 16.11.1973, Page 19

Tíminn - 16.11.1973, Page 19
Fiistudagur 16. nóvember 1973. TÍMINN 19 Leika hér tvo landsleiki í handknattleik GUNNAR EINARSSON.sést hér brjótast framhjá Vikingsvörninni og senda knöttinn f netifi. (Tfma- mynd Róbert) FH fór létt með Víking FH-liðið átti ekki i erfiðleikum Fins og fyrri daginn þá voru FH-liðið átti ekki i erfiðleikum með hið óþekkjanlega lið Vikings á miðvikudagskvöldið. Vikings- liöið, sem er óþekkjanlegt frá sl. keppnistimabili, mátti þola sex marka ósigur 18:24. Það er furðu- legt hvað Vikingsliðið er komið i mikinn öldudal. Liðið sem lék svo skemmtilegan handknatt- leik, leikur nú eins og byrjandi i iþróttinni. Varnarleikurinn, sem hefur alltaf verið höfuðverkur Vikings, er nú orðin martröð. Þá er sóknarieikur liðsins ekki svipur hjá sjón. Langskytturnar eru hættar að skora og linusend- ingar sjást nú örsjaldan. Einar Magnússon, sem skoraði 100 mörk sl. keppnistimabil í 1. deild- inni, skorar nú ekki nema um fimm mörk i leik og þar að auki er hann hættur að gefa inn á linu. FH-liðið, sem hefur oft verið sterkara, átti ekki i erfiðleikum með að brjóta Vikingsliðið niður. iíins Viðar Simonarson og Gunnar Einarsson aðal menn FH-liðsins, þeir skoruðu samtals tólf mörk og áttu þátt i mörgum öðrum. FH- ingar voru búnir að ná fjögra marka forskoti i fyrri hálfleik, en staðan i hálfleik var 12:8. t byrjun siðari hálfleiks, komust FH-ingar I 17:10 og siðan var sigur þeirra aldrei i hættu. — Lokastaðan varð 24:18. Viðar skoraði flest mörk FH- liðsins, eða sjö. Aðrir sem skoruðu, voru: Gunnar 5, Auðunn 3, Jón Gestur, Þórarinn, Ólafur og Orn, tvö hver og Sæmundur, eitt. Mörk Vikingsliðsins, skoruðu þessir leikmenn: Guðjón 5, Einar - (2 viti), Ólafur 4, Jón 3 og Páll , eitt. Dómarar leiksins, þeir Karl Jóhannsson og Hannes b. Sigurðsson, dæmdu leikinn SÆNSKA landsliðið I handknatt- leik er nú að fara i keppnisferða- lag til islands, Kandarlkjanna og Kanada. Sænska liðið mun hefja keppnisfcrðalagið með þvl að leika landsleik gcgn tslendingum n.k. þriðjudag i Laugardalshöll- inni. Siðan hcldur liðið til Banda- rikjanna og leikur þar tvo leiki 22. og 24. nóvcmber. Þaðan mun það halda til Kanada og leika einnig tvo leiki gegn Kanadamönnum, dagana 25. og 27. nóvember. Sænska liðið lýkur svo keppnis- fcrðlaginu hér, með þvi að leika aftur gcgn islen/.ka liðinu i Laugardalshöllinni 29. nóvember. Sænska liðið, sem fer þessa keppnisferð, verður skipað eftir- töldum leikmönnum: Ulf Gustafsson, Hellas, Hans Jonsson, SAAB, Lars Karlsson, Vástra Frölunda, markverðir. Aðrir leikmenn: Björn Anderson, SAAB, Bo Andersson, IFK Malmö, Lars Enström, SAAB, Dan Eriksson, Ludvika, John Fischerström, Hellas, Bengt Hansson, Drott, Jan Jonsson, SAAB, Tommy Jansson, IFK Milmö, Roman Marciniak, Redbergslid, Thomas Persson, Kristianstarf , Göran Haard, IFK Molmö og Bertil Sönderberg, Lidingö. Skíðaganga I Hveradölum ÞAK sem nægur skiðasnjór er nú kominn við Skiðaskálann í Hvera- dölum mun stjórn Skiðafélags Iteykjavikur sjá um lagningu gönguhrauta á sunnudaginn kem- ur. Fyrir hádegi verða hrautirnar opnaðar kl. II og eflir hádegi kl. 2. Göngusljórar verða Jónas As- geirsson og Haraldur Pálsson. Göngumcnn fjölmennið við Skiðaskálann á sunnudaginn. Umræðufundur um dómgæzlu handknattleik I Nú um helgina heldur Tækni- nefnd KSl og Dómaranefnd KSl umræðufund um dómgæzlu, þar sem tveir þekktir danskir dómarar kynna nýjustu breytingar á leikreglum og túlkun þeirra. Dómaranefnd KSt ætti að skylda alla þá dómara, er dæma muna i 1. deildinni i vetur, til að mæta á þessa fundi og kynna sér reglurnar. Þeir dómarar, sem mæta ekki a fundinn, eiga skilyrðislaust að vera settir frá dómgæzlu i 1. deildinni i vetur. Það er kominn timi til að fara að taka fast á dómaramálum okkar og er nú ekki gullið tækifæri til aö fara að gera eitthvað róttækt i málunum? sos „Verðum með barátfunni — segir Birgir Björnsson, fyrirliði FH-liðsins ,,Við verðum með i baráttunni um íslands- meistaratitilinn, eins og undanfarin ár”... sagði Birgir Björnsson, hinn kunni fyrirliði og þjálfari FH-liðsins, eftir leik FH gegn Vikingi á miðvikudagskvöldið. Birgir er einn kunn- asti handknattleiksmaður íslands, hann hefur leikið 478 leiki með FH-liðinu og það er ekki að sjá á Birgi, að hann sé að hætta að leika hand- knattleik, þvi að hann er enn i fullu fjöri. Birgir sagöi, aö það væri mikill missir fyrir liðið, aö hafa misst Geir Hallsteinsson. Hann sagði að FH-liðið heföi undir- búið sig vel fyrir Islandsmótið — og notað timann vel siðan Geir fór til V-Þýzkalands, stokkaö upp i FH-liöinu og hagað æfingum eftir aðstæðum. Þaö hefur vakið nokkra athygli, að risinn Ólafur Einarsson, er orðinn linumaður hjá liðinu, en hann hefur verið taíinn efnileg lang'skytta. Þegar við spurðum Birgi, hvort FH-liðið heföi efni á þvi, að láta langskyttur leika inn á linu, sagði hann: „Eru ekki allir leikmenn Vikingsliðsins taldir langskyttur?”. SOS ! m Svíar koma Árni fram- kvæmdastjóri Keflvíkinga? IÞRÓTTASIDAN hefur frétt það, að tþróttabandalag Keflavikur hafi mikinn hug á að ráða framkvæmdastjóra fyrir næsta keppnistimabil I knattspyrnu. Framkvæmda- stjórinn á að sjá um daglegan rekstur félagsins t.d. tilkynna þátttöku hinna ýmsu flokka i tilheyrandi mót og keppnir, sjá um að leikskýrslum sé skilað á réttum tima.sjá um ýmis viðskipt-og annað, sem þarf að gera yfir knattspyrnu- keppnistimabilið. kemur knattspyrnu og einnig sem unglingaleiðtogi. Arni Agústsson, fyrrum framkvæmdastjóri KSl, hefur verið orðaður við fram- kvæmdastjórastöðuna hjá Kefl vikingum. Eins og kunnugt er þá er Arni mjög vanur öllum störfum, sem við ARNI AGOSTSSON.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.