Tíminn - 17.11.1973, Qupperneq 3
Laugardagur 17. nóvember 1973.
TÍMINN
3
Styrkir til
söngfólks
INNAN skamms verða veittir
styrkir úr minningarsjóöi Kjart-
ans Sigurjónssonar söngvara frá
Vik i Mýrdal. Umsóknir skulu
sendar til Báru Sigurjónsdóttur,
Austurstræti 14, Reykjavik, fyrir
1. des. n.k. 1 verzlun Báru i
Austurstræti eru enn fremur til
sölu minningarspjöld sjóösins.
Aöur hafa fengiö styrkiúrsjóön-
um þau Arni Jónsson söngvari,
Sigurveig Hjaltested söngkona,
Erlingur Vigfússon söngvari og
Sigriöur E. Magnúsdóttir söng-
kona.
Norskar fjár-
veitingar til
hjálparstarfs
NTB—Osló. — Norska rlkis-
stjórnin ákvaö I gær aö taka á
móti hundrað flóttamönnum frá
Chile, og hefur veriö stungið upp
á þvi, aö stórþingiö veiti um fjór-
tán milljónir króna i þessu skyni.
Norska hjálparstarfiö mun
bæði taka til Chileborgara og út-
lendinga, sem leitað höfðu at-
hvarfs i Chile i valdatiö Allendes.
Mun fólk, sem leitaö hefur at-
hvarfs i norska sendiráðinu i
Santiago, alls þrettán manns,
verða flutt til Noregs jafnskjótt
og heimild fæst til þess.
Rikisstjórnin hefur einnig lagt
til, að 150 milljónum króna verði
varið til endurreisnar i Norö-
ur-VIetnam og hjá báöum aöilum
I Suöur-Vietnam, og loks hefur
verið veitt fé til hjálparstarfs i
Indlandi og Bangladesh.
Jennifer Vyvyan.
Jenifer Vyvyan
hjá Tónlistar-
félaginu
BREZKA söngkonan Jennifer
Vyvyan er stödd hér á landi og
hefur hún nýlokiö viö aö syngja
meö Sinfóniuhijómsveit tslands á
sl. fimmtudag J. Vyvyan mun
einnig syngja fyrir styrktarfélaga
Tónlistarfélagsins, og mun Arni
Krist já nsson, p ia nóleik ar i,
annast undirleikinn.
A efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir: Hándel, Debussy,
Hugo Wolf og siðan þjóðlög frá
Bretlandseyjum. Tónleikarnir
verða haldnir á mánudagskvöld
kl. 7, i Austurbæjarbiói.
Tónlistarfélagið biður þess getiö,
að þaö getur bætt viö sig fleiri
styrktarfélögum.
Árni Kristjánsson.
A myndinni eru nokkrir fulltrúar þeirra, sem leitaö hafa til ráöuneytisins, ásamt lögfræöingi. Myndin er
tekin skömmu fyrir fundinn, sem ráöuneytisstjóri boðaöi til. Timamynd: G.E.
Alvarlegar sakir bornar á B.S.A.B.
ERU BRÖGÐ í TAFLI?
AAálið í athugun í félagsmálaráðuneytinu
ALLIR þeir. sem átt hafa leiö um
Breiðholtið hafa eflaust tekiö eftir
hinum miklu by ggingafram-
kvæmdum, sem þar fara fram og
sumir jafnvel séö skilti sem á
stendur: Hér byggir B.S.A.B.
Stjórn þessa byggingasamvinnu-
félags stendur nú i tugum mála-
ferla viö kaupendur Ibúöa, sem
byggðar hafa veriö á undan-
förnum árum, en kaupendurnir
hafa ekki viljaö sætta sig viö
vinnuaöferðir sljórnar félagsins,
og þvi kært þaö til félagsmála-
ráðuneytisins. Ráöuneytisstjóri
boðaöi nokkra fulltrúa ibúöa-
eigenda á sinn fund I gærmorgun
ásamt framkvæmdastjóra
B.S.A.B.
Aðdragandi þessa máls er
langur, eöa frá árinu 1965, en þá
fór félagiö aö auglýsa ibúðir á
mjög hagstæöu veröi. Margir
freistuðust til aö taka boðum
félagsins og óskuðu eftir þvi aö
gerast byggjendur ibúöa, sem
félagið sæi um að reisa. Nú viröist
svo komið, aö áætlanir félagsins
hafi á engan hátt staðizt og hafa
orðið allt aö 60-70% hækkanir frá
upphaflegum áætlunum og eru
hækkanir enn að berast, sem
ýmsum mun finnast nokkuð seint
eftir öll þessi ár. Hafa menn ekki
viljað una þessum siðbúnu reikn
ingsuppgjörum og óeðlilegu
hækkunum og þvi kvartað til
ráðuneytisins, og farið þes á leit
að það rannsakaði bókhaldið og
allar starfsaðferöir félagsins.
Virðist mönnum, sem áætlana-
gerðir félagsins hafi fyrst og
fremst miðað að þvi, að fá sem
flesta til að gera byggingasamn-
inga, en ekki endilega að
áætlanirnar stæðust.
Aðspurður fyrir fundinn i gær-
morgun, sagðist Öskar Jónsson
hafa verið boðaður á hann i fyrra-
kvöld, án þess að vita hvað væri á
seyði, fyrr en hann sá þennan
friða flokk manna, eins og hann
orðaði það, fyrir fundinn. Ekki
sagðist hann álita að á ferðinni
væri neitt fréttnæmt mál.
Að sögn Hallgrlms Dalberg
ráðuneytisstjóra að fundi
loknum, bar mikiðá milli og hann
gat ekki sagt neitt um málið að
svo stöddu. Hann sagði, aö sam-
kvæmt lögum um samvinnufélög
ættu kærur um visvitandi rangar
skýrslur og reikninga að fara að
hætti opinberra mála, þannig að
mál þetta yröi lagt fyrir saka-
dóm. Hann sagði, aö ásakanir i
þessa átt hafi komið fram á fund-
inum og aö þeir hjá ráðuneytinu
myndu rannsaka það, hvort sam-
þykktir félagsins hafi verið
brotnar.
Fulltrúi 3. byggingaflokks,
Armann Magnússon sagði
blaðamanni fyrir fundinn, að á
aðalfundi i félaginu hafi verið
samþykkt reglugerð, sem bryti i
bága við samþykktir þess, en
slikar breytingar má ekki gera
nema með samþykki ráðuneytis.
Hann sagðist hafa miklu meira
um þetta mál allt að segja og
myndi reyna að koma þvi á
framfæri sfðar.
Eftir fundinn i ráðuneytinu i
gær haföi blaðiö samband við
Grétar Andrésson, en hann mun
hafa lagt fram alvarlegar
ásakanir á hendur framkvæmda-
stjóra og stjórn félagsins á fund-
inum. Báðum við hann þvi að
segja örlitið frá þvi máli. Hann
segir svo frá:
----Ég baö um leyfi til að selja
mina ibúö i ágúst 1972, en slikt er
nauðsynlegt samkv. lögum
félagsins, ef selja á ibúöir á
frjálsum markaði, og var leyfiö
veitt af framkvæmdastjóra
félagsins á venjulegan hátt. Eftir
að hafa sett ibúðina i sölu fara
þeir af stað með innheimtu.sem
er byggö á ljósriti úr veömála-
bókum. Lögmenn hafa öðlazt
hefðbundið traust hjá fógetaem-
bættinu, sem lögmaður félagsins
notaði sér til að fá birt nauð-
ungaruppboð á Ibúð minni, út á
ljósrit eitt saman. Frumritiö aö
skuldabréfinu hef ég aldrei afhent
og var þaö þvi ekki i vörzlu lög-
mannsins þegar hann baö um
áðurnefnt uppboö.
Astæður fyrir þessu skuldabréfi
eru þær, að ég bað félagiö um aö
fá rikistryggð skuldabréf og af
henti þvi félaginu eintak merkt
ráðuneytinu, sem þeir tóku siöan
út á rikistryggöu sérskuldabréfin
að upphæö 300 þúsund krónur hjá
ráðuneytinu, sem þeim bar að
skila mér. Þegar ég ætla aö taka
þessi bréf á skrifstofu félagsins
kvaöst framkvæmdastjóri vera
búinn að ganga frá þeim i banka
og bauð mér 60% af andvirði
þeirra i peningum. Þar sem ég
haföi áður tryggt mér sölu á
nafnverði bréfanna, neitaði ég
þessu og krafðist þess að fá
bréfin afhent. Hann kvaðst ekki
geta það og vildi ekki greiöa
meira fyrir þau og afhenti ég þvi
ekki innheimtubréfið og tók ekki
við greiðslu.
Nauðungaruppboð var auglýst,
enégmótmælti þvi á þeirri for-
sendu, að ég hafði frumritið
undir höndum. Meöan beðið var
eftir dómi hjá fógeta hafði lög-
maður félagsins fengið vitneskju
um að kaupandi að ibúð minni, en
ég hafði áður gengið frá sölu á
henni, ætti að greiða kr. 300. þús.
til fasteignasalans sem annaðist
söluna. Lögmaður félagsins fór á
fund fasteignasalans og vildi ekki
kannast við að hafa gefið sölu-
leyfið né heldur framkvæmda-
stjórinn, en þetta haföi fasteigna-
salinn fengið staðfest simleiöis.
Bauö hann nú söluleyfiö gegn þvi
að fasteignasalinn greiddi upp-
boðskröfuna og héldi jafnframt
eftir öllum greiðslum, sem eftir
ættu aö koma fyrir ibúðina. I dag
er þvi haldiö fyrir mér peningum,
sem ég raunverulega á aö upp-
hæö kr. 900 þúsund u.þ.b.
Lögmaður félagsins segir fyrir
dómi er hann afturkallar upp-
boöskröfuna að sá, sem hafi keypt
af mér hafi greitt veöskuldina,
sem lögmaöurinn gerði sjálfur, til
þess eins að fá ekki felldan efnis-
legan dóm i málinu. Þetta eru
hins vegar helber ósannindi, eins
og fram hefur komið. Þegar
dómur féll seinna var félagið
dæmt til að greiöa allan máls-
kostnaö, en ef efnislegur dómur
heföi falliö hefði ég einnig unnið
málið.
Ég hef orðið fyrir miklum _
skaöa vegna þess, aö þessari
miklu upphæð hefur ranglega
veriö haldið fyrir mér, og lýsi
fullri ábyrgö á hendur félaginu og
lögmanni þess. Astæðan fyrir þvi,
að peningunum er haldiö fyrir
mér er sú, að veriö er aö reyna að
neyða mig til að ganga aö reikn-
ingsuppgjöri eins og þeim
þóknast.
Nú standa málin þannig, að
félagiö neitar að gefa út afsal til
þess, er keypti ibúðina af mér, svo
og að leggja fram lokareikning
vegna ibúöarinnar, en bygging
hennar hófst fyrir tæpum átta
árum, nema ég leggi fram
skuldabréfiö og gangi að þeim
okurkjörum, sem ég hef áöur lýst.
en þaö myndi valda mér tjóni,
eftir að þeir tóku féð hjá fast-
eignasalanum upp i bréfið, sem
þeir hafa aldrei greitt mér að
upphæð kr. 414,761. — auk vaxta i
fjögur ár.
Þetta er m.a. þaö, sem ég hef
kært til ráöuneytisins og hef
óskað eftir þvi að það hlutist til
um að rétta minn hlut. Vegna
þessarar kæru var ég boðaður á
fund ráðuneytisstjórans ásamt
nokkrum öðrum, sem hafa orðið
fyrir svipaöri reynslu.
Að lokum gat Grétar þess, að
hann muni fara fram á fullar
skaðabætur vegna þess tjóns,
sem hann telur sig hafa orðið
fyrir.
Timinn mun reyna að fylgjast
með þessu máli og framvindu
þess, en ljóst er, að um alvar-
legar ásakanir er aö ræða I garð
stjórnar félagsins. —hs—
Barnabókakynning á Akranesi
BÆJAR- OG HÉRAÐSBÓKA-
SAFNIÐ £ Akranesi efnir tii
kynningar á barnabókahöfundum
og verkum þeirra.
Eftir að safnið flutti i ný húsa
. kynni og aðstæður leyfðu, var
tekinn upp sá háttur að efna til
kynninga á íslenzkum bók-
menntum. Hófst sú starfsemi
með sýningunni „Prentverk i
Borgarfirði”. Siðast liðinn vetur
voru kynntir borgfirzkir rit-
höfundar og lásu þeir úr rit-
verkum sinum.
Starfsemi þessi hefur fengið
mjög góðar undirtektir bæjarbúa
og verður þvi fram haldið og nú
efnt til kynningar á eftirtöldum
barnabókahöfundum, sem lesa úr
verkum sinum: Armann Kr.
Einarsson, Jenna og Hreiöar
Stefánsson og Stefán Júliusson.
Þess er sérstaklega vænst, að
foreldrar bendi börnum sinum á
aö notfæra sér þessa kynningu.
Taka þarf upp
skipulega fræðslu
um ófengismdl
í skólum
1 10. tbl. Frjáisrar verziunar
er athyglisvert vifttal við Jón
Kjartansson, forstjóra Afeng-
is- og tóbaksverziunar rfkis-
ins, um áfengissölu, áfengis-
löggjöf og nauftsyn aukinnar
fræöslustarfsemi til að sporna
gegn misnotkun og ofneyzlu
áfcngis. Er hér á eftir birtur
stuttur kafli úr þessu vifttali,
cn millifyrirsagnir eru Tim-
ans:
„— Er áfengisneyzlan mjög
áberandi vaxandi meftal ls-
lendinga?
— llún er vaxandi, en þó
nokkuft hægfara. i fyrra nam
neyzlan 2,8 iitrum af hreinu
alkóhóli á mann, 2,7 Iitrum
197 1 og 2,5 litrum 1970.
Aukningin er ekki meiri bér en
annars staftar og við erum enn
lægstir i neyzlu af öllum
Evrópuþjóftum.
— Sér A.T.V.R. góðtemplur-
um á islandi fyrir einhverjum
peningastyrkjum ?
— Nci. Þaft er mikill mis-
skilningur, aft bindindishreyf-
ingin hafi beinar tekjur frá
okkur. Hins vegar leggjum vift
til ákvcftna upphæft I gæzlu-
vistarsjóft , sem ætiaftur er tii
byggingar iokaðs visthælis
fyrir áfengissjúklinga, og sú
upphæft var 20 millj. i fyrra.
Misnotkun áfengis er okkur
hér hjá þessari stofnun
áhyggjuefni sem öftrum, og að
minu mati þurfum við aft
lcggja mikiu meira upp úr
fræftslustarfi en gert er. Þaft
þarf á skynsamiegan hátt aft
hefja fyrirbyggjandi aftgerftir
þegar i barnaskóla.meft þvi að
leifta nemendum fyrir sjónir,
hverja hættu áfengisneyzlan
getur haft I för meft sér. Um
þessi mál þarf aft fjalla af fullu
hispursleysi, en þvi miftur
hafa áfengismál hér alltaf
verift hálfgert feimnismál,
sem menn vilja helzt ekki
minnast á. t bandariskum
skólum veit ég, að haldið er
uppi öflugri fræftslu. sem þyk-
ir gefa gófta raun, og gagnvart
unglingum og öftrum almenn-
ingi i Sviþjóð veit ég aft einka-
sölurnar halda beinlinis uppi
áróftri fyrir þvi, aft neytendur
kaupi létt vin, en ekki þau
sterku. Til slikra aðgerfta
skortir okkur heimildir.
Skaðsemi
vindlinga
— Er þaft ekki svolitift mót-
sagnakennt að sitja hér i for-
stjórastól og afla rikissjóftnum
þúsunda milljóna I tekur meft
þvi að selja landsmönnum tó-
bak og brennivin, en vinna svo
jafnlramt aft þvi I nefnd, meft
fjármagni frá X.T.V.R., aft
hvetja fólk til aft neyta ekki
söluvöru ykkar, þar scm
tóbakift er?
— Þaft er fullkomiega rétt
athugaft, að þetta er alveg
einstök aftstaöa.sem ég er i aö
þessu leyti. Eftli málsins er
þaft, aft stór hluti þjóðarinnar
vill innflutning á tóbaki til
landsins. Löggjafarsamkund-
an er honum fylgjandi
sömuleiöis. Aftur á móti hafa
rannsóknir siftustu ára leitt i
Ijós, aft vindlingareykingar
eru stórskaftlegar og þvf talift
rétt, aft rikift vari vift þeirri
hættu. A þessu ári verftur
varift rúmum 2 millj. króna til
áróöurs gegn sigarettureyk-
ingum, en verfti ekki sjáanleg-
ur samdráttur á sölu siga-
retta, mun það aö sjálfsögðu
verfta endurmetift, hvort
þeirri starfsemi skuli fram
haldift efta ekki.
— Afengislöggjöf okkar hef-
ur af ýmsum ástæftum þótt úr
sér gengin, og margir hafa
hvatt til þess, aö hún yrði
endurskoftuft. Hverja teljift þér
helstu vankantaá löggjöfinni?
Framhald á bls. 15.