Tíminn - 17.11.1973, Qupperneq 4

Tíminn - 17.11.1973, Qupperneq 4
4 TÍMINN Laugardagur 17. nóvember 1973. Ókeypis strætis- vagnaferðir Nú er svo komið, að menn geta ferðazt ókeypis i strætisvögn- um. Þetta er reyndar ekki hægt hérálandienn sem komið er, en hver veit nema SVR taki upp þessa nýbreytni áður en langt liður. 1 borginni Colomiers i Frakklandi hafa menn getað ferðazt ókeypis i strætisvögnum borgarinnar undanfarin tvö ár. Kostar þetta borgaryíirvöld um 90 þúsund dollara á ári, en þrátt fyrir það telja yfirvöldin þetta borga sig, þvi um leið dregur mjög úr notkun einkabila i borg- inni. Sagt er, að margar aðrar borgir i Frakklandi, sem hafa áhuga á að draga úr bilanotkun borgaranna, fylgist nú af áhuga með framvindu mála i Colomi- ers, með það fyrir augum að notfæra sér þær upplýsingar og reynslu, sem þar fæst. Lífshættuleg bók innkölluð i Svíþjóð Nýlega kom út i Sviþjóð bók, sem heitir. Svampar och svampratter. Þessi bók er með Itarlegum upplýsingum um sveppi og uppskrift af sveppa- réttum er einnig að finna i henni. Stóralvarlegt slys hefur þó orðið við útkomu bókarinnar, svo alvarlegt, að ákveðið hefur verið að kalla allt upplagið inn aftur og banna sölu á henni. Tveimur sveppategundum hef- ur verið ruglað saman þannig, að banvænn sveppur er gerður að hinu mesta góðgæti, og öf- ugt. Þessi bók er þýdd úr finnsku, og er eftir Reijo Linko- aho og Maija Rantala, en útgef- andinn i Sviþjóð er fyrirtækið Wahlström & Widstrand. Eru allir þeir Sviar og auðvitað aðrir, ef einhverjir kynnu að hafa keypt bókin i Sviþjóð, þótt af öðru þjóðerni séu, varaðir við þessari villu og beðnir að skila gallaða eintakinu og fá siðan annað villulaust eintak i stað- ínn. * 100 leikhúsgestir gengu hneykslaðir út! Tony Curtis varð fyrir erfiðri reynslu I Detroit um daginn. Hann hefur komið upp nýju og mjög djörfu (að þvi er segir i bandariskum blöðum) leikriti, en var hikandi við að byrja með það á Broadway, eins og til stóð. Leikritið nefnist „Turtlenecks”, en höfundur er Bruce Jay Freidman. Efni leikritsins er um þrihyrninginn eilifa, sem kallað er, en nú var farið svolit- iðóvenjulega meðefnið. 1 fyrstu verður aðalleikarinn ástfanginn i öðrum karlmanni (fyrsta hneykslið), þvi næst fellur hann fyrir fyrrverandi kærustu vinar sins (annað áfallið fyrir leikhús- gestina), en svo endar 1. þáttur- inn á óskaplegri svallveizlu, sem þau taka öll þátt i (þriðja „sjokkið”) Þetta varð of mikið af þvi góða fyrir áhorfendur, og gengu yfir 100 leikhúsgestir út úr salnum, meðan trióið lék list- ir sinar! — eins og segir i um- sögn um leikinn I blaði —. Framkvæmdastjóri fyrir þess- ari leiksýningu, David Merrick tautaði eitthvað um það, er hann var spurður af blaða- mönnum, að Detroit-borg væri bara svo gamaldags, og fólk i New York væri áreiðanlega ekki eins einstrengingslegt i hugsunarhætti, en kannski yrði nú eitthvað umskrifað i leikrit- inu áður en þeir færu með það á Broadway. Það þætti engum mikið! sögðu blaðamenn i De- troit. Tony Curtis leikur aðal- hlutverkið og stjórnar þessu öllu saman, og sagðist hann vera leiður yfir þessum móttökum, — en við sjáum nú til hvernig fer i New York, sagði hann og brosti. Fréttir fró Noregi — órið 1930! Nýjasta bók eftir islenzka skáldið Kristmann Guðmunds- son, „Livets Morgen” hefur fengið sérlega góðar viðtökur i Noregi. Að þvi er bóksalarnir segja, selst hún svo vel, að aðeins tvær skáldsögur, sem út komu I haust á norsku, hafa selzt betur. Eru það bækur þeirra Johans Bojer og Peters Egge. Má Kristmann vel við una, að skipa þriðja sætið, þegar jafn þjóðkunnir menn og þessir tveir sitja i tveimur þeim efstu. Hinn 21. desember voru liðin 50 ár siðan „Et Dukkehjem” eftir Ibsen var leikið i fyrsta sinni (Frumsýnt 21. des. árið 1880) Var það i konunglega leikhúsinu i Kaupmannahöfn. Þá lé frú Betty Hennings aðal- hlutverkið Noru. Frú Hennings lifir enn (árið 1930) og kemur fram á leiksviði við og við. A 50 ára afmæli Noru var frú Hennings sæmd riddarakrossi Olafsorðunnar norsku. I ■! Kathleen Kennedy og kærastinn Það er allt talið til frétta, ef nafnið Kennedy er annars veg- ar. Tii dæmis birtist nýlega mynd i amerísku blaði af þess- um ungu kærustupörum og fylgdi myndinni sú frétt, að lik- lega myndu þau gifta sig i haust. Þetta er dóttir Ethels og Roberts Kennedy og heitir Kathleen, og er hún elzt eða næstelzt af systkinahópnum, 22 ára. Kærastinn hennar heitir David Lee Townsend, hann er stúdent við Harvardháskóla og er hann 25 ára gamall. Húrtízka karlmanna Sænskir rakarar segja, að þann- ig eigi að klippa herrana i vetur. Hárgreiðslan heitir á sænsku „inform”, og hefur vakið mikla ánægju. Haldin var sýning i Gautaborg nýlega, og þá mættu 162 hárskerar til þess að kynna sér allt hið nýjasta og bezta i klippingu, og þar vakti þessi nýja klipping mesta athygli. Kannski islenzkir herrar láti klippa sig svona lika, já, og vel má vera, að þeir séu þegar byrj- aðir á þvi, þótt við höfum ekki tekið eftir þvi. — Ætlið þér enn að halda þvi fram, að þér tyggið matinn 32 sinnum? — Afsakið aðéger of sein, en það var strákur að elta mig, og hann gekk svo hægt. o o 6] -S r1 c \e Pp H0II — Þetta er hræðilegt, Emma Ég held, að ég Osé að verða gráhærður. am DENNi DÆMALAUSI En huggaðu þig við það, að ef þú hefðir ekki stigið ofan á hann og dottið, þá hefðirðu ekki náð honum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.