Tíminn - 17.11.1973, Page 5
Laugardagur 17. nóvember 1973.
TÍMINN
5
TRILLA
ÚR
PLASTI
— sett saman
í bílskúr
ÉG HELD að það sé mikil framtið
i þessum bátum hér á landi. Þeir
fúna ekki og engir eru saumarnir
til að tærast, sagði Sigurður
Jensson, „plastrari", eins og
hann nefndi sig sjálfur, en hann
er ásamt bróður sinum Gunn-
ari Jenssyni og Þorgeiri Jóns-
syni, að smiða 3 tonna plastbát
fyrir þann siðastnefnda i bilskúr
hér i Reykjavik.
Þorgeir, sem verður útgerðar-
maður skipsins, sagðist ætla að
nota hann til grásleppuveiða og
færi báturinn á flot snemma
næsta vor. Báturinn er eins og
áður sagði um 3 tonn, lengdin er
21 fet, en skelin var keypt tilbúin
frá Engiandi snemma si. sumar,
að sögn þeirra félaga. Kostaði
hún i kringum 150 þúsund krónur
en llutningskostnaður var um 40
þús. kr. Þeir eru nú búnir að
vinna i bátnum i rúman mánuð
og er samsetningin langt komin.
— Þeir kalla mig „plastrara”
vegna þess að i bátnum er ekki
einn einasti nagli, aðeins nokkrar
skrúfur, en að öðru leyti eru öll
skilrúm og allar undirstöður
festar með trefjaplasti, og ég er
sérfræðingur skipasmiðastöðvar-
innar i meðferð þess, segir
Sigurður Jensson og hlær við.
— Ég held að svona bátar hafi
margt fram yfir venjulega súð-
byrðinga af svipaðri stærð, sagði
Sigurður ennfremur, — þvi þeir
hafa meira burðarmagn, i
þessum eru til dæmis mörg
vatnsþétt skilrúm, þannig að
hann getur jafnvel flotið þó botn-
inn fari úr honum, enginn fúi eða
tæring og þessi bátur er mun
ódýrari. Hann kemur ekki til með
að kosta nema 6-700 þúsund
krónur með 20 hestafla Listervél
og vökvaspili.
Þessi bátur kemur til með að
ganga 8-9 milur með 20 hestafla
vélinni, en þeir félagar eiga
annan skrokk, sem þeir ætla að
láta 50 hestafla mótor i og mun sá
bátur væntanlega ganga 13-14
milur, og er það nokkuð góður
gangur fyrir fiskibát.
Bræðurnir Sigurður og Gunnar
Jenssynir hafa fullan hug á að
halda þessari starfsemi áfram og
smiða þá lika minni báta og
stærri, jafnvel 10 lesta, en til þess
þurfa þeir mun betri aðstöðu. t
þvi skyni sóttu þeir um lóð fyrir
aðstöðu og hafa nú fengið út-
hlutað lóð inn i Ártúnshöfða, og
munu þar, ef að likum lætur,
verða framleiddir hentugir smá-
bátar, ódýrari en nú þekkist, i
nánustu framtíð. —hs—
en farið er
í vinnuna:
Tíminn
oq morgun
kaffið
-
Gunnar Jensson vinnur hér að smiði brúarinnar. Timamynd
Róbert.
Ctgerðarmaðurinn, Þorgeir Jónsson, og „plastrarinn”, Sigurður Jcnsson, virða fyrir sér
nýsmiðina, sem brátt verður tilbúin. — Tímamynd: Róbert.
Auglýsið í Tímanum
Electrolux
Frd Kanada
Atlas snjóhjólbarðar
Stærð L 78-15 (915-15) með hvítum hringjum
m.a. fyrir Bronco.
Verð með nöglum kr. 4895 með söluskatti.
Stærð H 78-15 (855-15) með hvítum hringjum
m.a. fyrir Scout, Wagoneer, Willys og
frambyggða rússajeppa.
Verð með nöglum kr. 4427 með söluskatti.
OPIÐ I DAG OG Á AAORGUN
HJOLBARÐAR
Höfðatúni 8 — Sími 1-67-40