Tíminn - 17.11.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.11.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 17. nóvember 1973. FLUGVÉLABÓKIN Mesta ritið, sem Fjölvi hefur gefið út STÓRA flugvélabókin er ný bók. sem komin er út hjá Fjölvaútgáf- unni. Þar er lýst í máli og mynd- um sögu flugsins i heiminum, og sérstakur kafli i henni um sögu flugs á tslandi. Flugvélabókin er i stóru broti 288 bls. 1 henni eru myndir og ná- kvæmar tæknilegar upplýsingar um meira en 1000 flugvélar allra landa, gamlar og nýjar, hervélar og atvinnuvélar. Bókin er miðuð við að vera fullkomið upplýsinga- rit varðandi allt, sem lýtur að flugtækni. En vegna hins mikla fjölda mynda, ásamt söguiegum atriðum um flugkappa og ein- stakar flugvélategundir, er nún mikilvæg fyrir unglinga, sem leggja stund á módelgerð. Meginhluti Flugvélabókarinnar skiptist i 12 kafla. Sá fyrsti fjallar um brautryðjendur fluglistar- innar, allt frá Leonardo da Vinci, um loftbelgi og loftskip og um þrotlausa baráttu ótal. hugs- jónamananna. Annar kaflinn segir svo frá flugafreki Wright- bræðra 17. des. 1903 og um bernsku flugsins. Þá kemur stór kafli um tækni- framfarir flugsins i fyrri heims styrjöldinni, t.d. Fokker og Albatros, Sopwith og Nieuport- flugvélarnar. Sagt frá miklu flug- köppunum von Richthofen, Fonck og Gyunemer. Þá koma hin fjörugu millistriðsár 1918-1938, ár flugkappanna Lindberghs og Balbós. Og þar er ýtarlega skýrt frá stofnun flug félaga og upphafi atvinnuflugs. bar segir frá frægum flugkeppn- um og gullöld flugbátanna. Einn stærsti kafli Flugvéla- bókarinnar fjallar um öra tækni- þróun flugsins i seinni heims- styrjöldinni. Nefna má nokkrar tegundir: Spitfire, Murricane, Messerschmitt, Junkers, Heinkel Focke-Wulf, Flugvirki, Catalina, Limberator, Lithtning, Thunder- bolt, Zero. Siðan koma margir kaflar um þróun og stöðu flugsins i nútiman- um. Um miklar tæknikröf ur nútima hernaðarflugs, Phanton, Mirage og MIG. Og miklir kaflar um þróun og vanda- mál nútima farþegaflugs, um Boeing 707, og 727 og Douglas DC 4, 6 7 og 8, um Caravelle og Concorde. Loks eru kaflar um þyrlur, tilraunavélar og greim- ferjur framtiðarinnar. Hér er bókin þó ekki nærri búin , þvi nú hefst siðari hluti hennar ,,blái hlutinn” eins og hann er kallaður með tölulegum tækniupplýsingum um hreyfla- gerðir og afl þeirra, stærðir, þyngd, burðarþol, hraða, flugþol, flughæð, tölu áhafna og farþega, og vopnabúnað hervéla. Þar er kafli um sögu flugs á tslandi, Annáll siðari heimsstyrjaldar, bókaskrár og miklir nafnalistar. Þar eru flugeinkennisstafir allra landa og einkennismerki flug- herja og flugfélaga allt i fullum litum. Stóra flugvélabókin er samin af Enzo Angelucci, en Þorsteinn Thorarensen hefur þýtt hana úr itölsku. Fjöldi listamamna hef ur unnið að gerð hins mikla fjölda mynda og teikninga. Textinn er settur i Prentstofu G. Benedikts- sonar ljósmyndun á texta hjá Grafik h.f., en bókin prentuð hjá Arnoldo Mondadori á ítaliu. Hestamenn - bændur hestamenn 10. júlis.l. tapaðist úr Laxnesgirðingunni i Mosfellssveit stór, nösóttur, rauður hestur, 6 vetra, markaður: Stýfthægra, gagnbitað vinstra. Þeir sem kynnu að vita hvar hesturinn er, eru vinsamlega beðnir að láta undir- ritaðan vita. Birgir Þorvaldsson, Simar 35455 og 35555. Frá fundinum i Stykkishólmi. Fundahöld Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR í október og nóvember FRA ÞVt um miðjan okt. og fram til siðustu mánaðamóta hafa átta klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR víðsvegar um landið haldið aðal- fundi sina. Fyrsti fundurinn var á AKRA- NESI 13. okt., þar sem Jóhannes Jónsson bakarameistari var endurkjörinn formaður klúbbs- ins. Annar fundurinn var svo haldinn á Búðardal 14. okt. Nýr formaður var kosinn þar, Öskar Sumarliðason vélgæzlumaður. A þessum fundum var Stefán Jasonarson i Vorsabæ, formaður Landssamtaka klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR, frummæl- andi. Þriðji fundurinn var haldinn á Þórshöfn 16. okt. Eins og jafnan áður frá upphafi, var Aðalbjörn Arngrimsson fulgvallarstjóri endurkosinn formaður. Fundur- inn var bæði fjölmennur og fjörugur, og m.a. sóttur af væntanlegum nemendum á meiraprófsnámskeiði, með lög- regluþjón staðarins i broddi fylkingar. Samþykkt var tillaga — þó ekki einróma — til stuðnings Sverri Runólfssyni vegagerðar- manni i viðureign hans við máttarvöld vegagerðarinnar i landinu. Fjórði fundurinn taldist svo á Vopnafirði 17. okt. Stjórnin situr áfram, og er formaður hennar Sigurður Ólafsson, bóndi, Vatns- dalsgerði. Baldvin Þ. Kristjánsson var gestur og frummælandi á þessum fundum. Fimmti fundurinn var haldinn i Stykkishólmi sunnud. 28. okt. að aflokinni vel heppnaðri góð- aksturskeppni Bindindisfélags ökumanna og klúbbanna á Nesinu, sem sagt er frá á öðrum stað. Þorvarður Guðmundsson skipasmiðameistari var endur- kjörinn form. Aðalfrummælandi á þessum fundi var Óskar Ólason yfirlögregluþjónn umferðarmála i Reykjavik og sýndi hann einnig litskuggamyndir úr umferðinni. Gestir fundarins voru einnig Sveinn H. Skúlason, framkvæmdastj. BFÖ, og Bald- vin Þ. Kristjánsson, sem báðir voru meðal ræðumanna á hinum fjölmenna fundi. Sjötti fundurinn var samdæg- urs i Valaskjálf á Egilsstöðum. Þar tók nýr formaður Haraldur Gunnlaugsson bifreiðarstjóriyvið af Marinó Sigurbjörnssyni, verzlunarstjóra á Reyðafirði, sem verið hefir formaður klúbbs- ins, en baðst nú eindregið undan endurkjöri. Umræður voru fjörugar að vanda. Sjöundi fundurinn var enn að kvöldi sama dags, i Neskaupstað, rneðal fárra en góðra manna. Stjórnin situr áfram undir for- mennsku Gunnars Daviðssonar bifreiðarstjóra, sem verið hefur formaður undanfarin ár. Áttundi og siðasti fundurinn i okt. var svo haldinn á Fáskrúðs- firði mánud. 19. Stjórnin var endurkosin, og er formaður henn- ar Jóhann Antoniusson útgerðar- maður. Fundurinn var bæði fjöl- mennur og fjörugur, ogm.a. sóttu hann margar konur. Einnig fjöl- menntu unglingar. Frummælandi á öllum Aust- fjarðafundunum var Arnþór Ingólfsson, lögregluvarðstjóri i Reykjavik. A öllum þessum fundum munu um 150 viðurkenningar- og verð- launamerki Samvinnutrygginga fyrir 5, 10 og 20 ára öruggan akst- ur u"fa ''“rið afhent. S.L. FÖSTUDAGSKVÖLD hélt klúbburinn ÖRUGGUR AKSTUR i Vestur-Skaftafellssýslu aðal- fund sinn að Leikskálum i Vik. Öskar Ólason, yfirlögregluþjónn umferðarmála i Reykjavik, flutti erindi um umferðaröryggismál og sýndi jafnframt litskugga- myndir frá umferðinni í Reykja- vík. Sýnd var einnig umferðar- kvikmyndin VETRARAKSTUR. Þennan fund sóttu um 50 manns, flest ungir ökumenn á meiraprófsnámskeiði i bifreiða- akstri, sem nú stendur yfir i Vik. Ahugi rikti á fundinum, og um- ræður voru fjörugar og stóðu fram til miðnættis. Þátttakendur i fundinum auk heimamanna voru Baldvin Þ. Kristjánsson og Þorsteinn Bjarnason frá Sam- vinnutryggingum. Stjórn klúbbsins var endurkos- in, að úndanteknum formannin- um, Reyni Ragnarssyni, sem nú baðst undan endurkjöri, en hann hefir verið formaður klúbbsins frá upphafi árið 1966. Hinn ný- kjörni formaður er Sigurður Hall- grimsson bifreiðarstjóri. TIMINN ER TROMP SANDVIK snjónaglar SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggi snjó og hólku. Látið okkur athuga gömli hjólbarðana yðar og negla þá upp Skerum sniómunstur í slitna hjólbarða Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. Z! H F. ARMULA7*3050I&84844

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.