Tíminn - 17.11.1973, Page 7

Tíminn - 17.11.1973, Page 7
Laugardagur 17. nóvember 1973. TÍMINN 7 Basar sauma- klúbbs góð- templara SAUMAKLÚBBUR I.O.G.T. heldur sinn árlega basar i TemplarahöIIinni við Eiriksgötu (2. hæð) laugardaginn 17. növem- ber næst komandi. Húsið verður opnað kl. 2 siðdegis. Saumaklúbb- ur I.O.G.T. hefur starfað um ára- tugi, hélt sinn fyrsta basar árið 1930. Konurnar hafa alltaf vandað mjög til þeirra vara, sem þær hafa haft á boðstólum. Þær vinna þær að meginhluta sjálfar, sauma og prjóna nauðsynlegan fatnað, einkum á börn og unglinga, auk margháttaðra muna til heimilis- prýði. Konurnar hafa sýnt mikinn dugnað og fórnfýsi með þessum störfum sinum innan Góð- templarareglunnar um áratugi. Það fé, sem konurnar hafa safnað á þennan hátt, hafa þær varið til styrktar margháttaðri menningarstarfsemi, bæði utan Góðtemplarareglunnar og innan hennar. Tekið verður á móti munum á basarinn næstu daga i skrifstofu Templarahallarinnar frá kl. 2-5 siðdegis. Alþjóðlegur stúdentadagur: Fundur um Chile FYRIIÍ 32 árum komu saman fulltrúar stúdenta frá þeim lönd- um, sem börðust gegn fasisma, og ákváðu,að 17. nóvember yrði alþjóðlegur stúdentadagur. Það var þann dag árið 1939, sem þýzku nasistarnir myrtu stúdentaleiðtoga og lokuðu háskólum og æðri skólum i Tékkóslóvakiu. En einmitt þessir atburðir voru upphaf kúgunar nasista á tékknesku þjóðinni. Siðan hafa stúdentar haft dag þennan sem tákn baráttu sinnar gegn heimsvaldastefnunni. Nú á timum, er hin fasiska her- foringjastjórn i Chile heldur áfram hryðjuverkum sinum, er meiri nauðsyn á stuðningi við alþýðu Chile en nokurn tima áð- ur. Þess vegna mun alþjóðlegi stúdentadagurinn verða helgaður þvi málefni að þessu sinni. Stúdentaráð Háskóla íslands mun gangast fyrir fundi um mál- efni Chile i Stúdentaheimilinu v/Hringbraut laugardaginn 17. nóvember og hefst hann klukkan hálf þrjú. Á þeim fundi munu hafa framsögu þeir Sigurður Hjartarson og Ólafur Einarsson. Fundurinn er öllum opinn. Staða norsku flokkanna NTB—Osló — Töflur hagstof- unnar norsku sýna, að við stór- þingskosningarnar i haust hafi Verkmannaflokkurinn hlutfalls- lega mest fylgi á iðnaðarsvæðum, sem eru miðsvæðið, 40,8% en minnst þar scm fólk stundar fisk- veiðar og iðnað jöfnum höndum, 25,5%. Hægrimenn nutu mests fylgis, þar sem saman búa opinberir starfsmenn og fólk, sem vinnur að iðnaði, 23.9% en minnst i sveitum, 6%. Töflurnar bera einnig með sér, að hægrimenn fengu siðasta þingsætið i sex kjördæmum, Mið- flokkurinn i þrem Sósialista- bandalagið i tveim og Verka- mannaflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn i einu. Munaði viða fáum atkvæðum. ÞM Þú veróur ekki úti meðan við búum bílinn þinn undir hríðarveðrin! — j í ! L 1 ’ ? * |awt 1 r' •T.7^5. ÍJsfl iPj Y ! ‘4 ! 1.1 ! |§t|ÍS 0 /C| 1 jjpVL • Viö bjóöum þér aö koma inn úr kuldanum meö bílinn þinn til aö fá snjóbaröana setta undir - líklega eina verkstæöiö í borginni sem býöur slík þægindi. Hröö og góö þjónusta. Viö höfum Yokohama snjóbaröa í flestum stæröum, sem gera þér alla vegi færa í snjó og slyddu, hríö og hálku. HJÓLBARÐAR Höfðatúni 8 * Sími 1-67-40 * Opið um helgina

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.