Tíminn - 17.11.1973, Qupperneq 14

Tíminn - 17.11.1973, Qupperneq 14
14 TÍMINN Laugardagur 17. nóvember 1973. ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt 27 hennar þessa átta mánuði, og hún vildi komast hjá þvi áð selja skartgripi sina. Þar sem hún bjó, halöi hún. stundum látið tilleiðast að syngja og leika undir á gitar. Allir höfðu lofsungið söngrödd hennar. Gömul kona hafði meira að segja xsagt að he’r væri komin ný Jenný Lind. Þessi gamla kona halöi mikinn áhuga á músik og hafði heyrt Jenný Lind syngja nokkrum sinnum. Þetta hafði gefið Bellu ákveðna hugmynd, þó var ekki eins auðvelt að hrinda henni i framkvæmd og hún hal'ði haldið. Ilún hafði enga söng- menntun engan kennara, sem gæti komið henni áfram, engin sambönd, en að lokum tókst henni að komast að sem reviu- söngkona i fjórða flokks leikhúsi. Þar uppgötvaði Goldmann hana. Hún sveil' inn á upplýst sviðið i einum af fallegu kjólunum sinum. llún var eins og drottning. Hún virtist ekki taka eftir áheyrendum, söng aðeins söngvana sina og spilaði undir á gitarinn, þakkaði lófatakið og gekk út af sviðinu. Johnson, sem var forstööumaður leikhússins, gaf oft i skyn að hún gæti unnið fyrir hærra kaupi, ef hún væri svolitið alúðlegri við gesti leik- hússins. Bella setti upp undrunarsvip og sagði: — Herra Johnson, ég skil ekki hvað þér eigið við. Ég er kona, sem hef orðið fyrir þungu áfalli og verð að vinna fyrir mér og syni minum. Ég vil heldur vinna en að leitu á náðir ættingja barns mins hér i landi. Það má ef til vill kalla þetta stærilæti, en ef yður likar ekki sá háttur, sem ég hef á að sjá fyrir mér og barni minu, verð ég að leita mér að atvinnu annars staðar. Þetta hafði þau áhrif á Johnson, að hann hækkaði laun hennar litilega. Hann vildi ekki missa hana, af þvi að hún dró fólk að leikhúsinu, og það jók tekjur hans. Hann minntist auðvitað ekki á þetta við hana og hún lét ekki á þvi bera, að henni væri mæta vel kunnugt um þetta. Kvöld eitt kom hann inn i búningsherbergi hennar og Dixie, sem var dansmey i leikhúsinu, en sem hún vildi hafa sem minnst saman að sælda við. — Fröken Bella, það er herra- maður hér, sem langar... — Þökk fyrir, ég tek ekki á móti karlmönnum. — Ég veit það fröken Bella, en þessi herramaður... það er herra Goldmann. — Ég þekki engan með þvi nafni. — Fröken Bella, það er umboðsmaður. Mjög frægur umboðsmaður og hann langar til þess aö bjóða yður i kvöldverð. — Ég fer aldrei út með ókunnugum karlmönnum. — Nei, nei, fröken Bella, mis- skiljið mig nú ekki. Johnson var farinn að bera óblandna virðingu fyrir Bellu, þessari fáguðu, óham ingjusömu konu, sem neyddist til þess að vinna fyrir sér og barni sinu, tvisté þolinmóður. — Misskiljið mig nú ekki, þetta er alls ekki eins og þér haldið. Hann hefur hug á að ráða yður i vinnu. .Hann hefur...þér hljótið að skilja, að þetta er andslætt hagsmunum minum, en þér eigið betra skilið en að syngja hérna hjá mér, Ó, guð minn góður, ég ann yður þess raun- verulega, l'röken Bella, Tárin runnu niöur eftir vöngum Johnson, hann komst við af sinni eigin góðvild, — Hann vill að þér syngið á stórum og frægum stöðum, ekki rottuholu eins og þessi staöur er. Þér hafið vissu- iega hafið þennan stað skör hærra, svo að þetta er andstætt hagsmunum minum, en þér eigið þetta skilið, fröken Bella, ég viröi yður of mikiö til að standa i vegi fyrir gæfú yðar, og þegar Gold- mann sjálfur... Bella hlustaði með áhuga, en eins og hún var vön.gaf hún engin geðbrigði til kynna og svaraði áhugalitifjað þvi er virtist^um leið og hún strauk púðurkvastanum um andlit sér: — Ef herra Goldmann óskar eftir að tala við mig, getur hann hitt mig á skrifstofu yðar. En sjáið til að þar liti nokkurn veginn sómasamlega út, látið fjarlægja vinflöskur og þess háttar. — Vissulega, fröken Bella, vissulega... Johnson henigði sig alveg niður i gólf og gekk út úr herberginu. Dixie sagði t hrifningu: — Guð minn góður, Bella, Goldmann, hinn frægi Goldmann, að þú skulir þora að tala svona um hann. llann hefur komið helztu listamönnum Evrópu á framfæri, veiztu það ekki manneskja. Hjarta Bellu barðist ótt óg titt undir þröngu 'lifstykkinu, en hún ákvað að láta á engu bera og sagði kæruleysislega: — Ég hef aldrei heyrt hans getið og hef engan áhuga á honum, en ...auðvitað, ef hann gæti útvegað mér betri ráðningu ,en þetta, þá yrði ég bara fegin. Þú mátt ekki gleyma þvi Dixie, að ég þekki mjög litið til Evrópu, og hef þar að auki ekki komið fram opinberlega, fyrr en ég byrjaði hér. — Flýttu þér nú, Bella. — Af hverju skyldi ég gera það? Það er hann sem óskar eftir að tala við mig, hann biður, þangað til að ég er tilbúin. Tiu minútum siðar fór Bella án nokkurs asa til skrifstofu Johnsons. Þetta var litið her- bergi er lá á bak við leiksviðið Orðið skrifstofa var alltof virðu- legt fyrir þessa kompu. Veggirnir voru þakktir auglýsingum eftir fimmta flokks listamenn. Gamalt og slitið borð átti að heita skrif- borð, og stólarnir virtust geta dottið i sundur hvenær sem var. Framtið Bellu var ráðin i þessu litla herbergi. Bella hitti barna eilitið þung- lamalegan mann með falleg brún augu. Þessi maður kom fram við hana af ýtrustu kurteisi, þótt undarlegt megi virðast. Bellu var auðvitað ekki ljóst, þegar þau hittust þarna i fyrsta skipti, að velgengni þessa manns byggðist að miklu leyti á mikilli og skarpri mannþekkingu hans. Þegar hann hitti mann eða konu i fyrsta skipti, var hann aldrei i nokkrum vafa, hvernig hann skyldi koma fram við við- komandi. Kunningi hans hafði bent honum á þessa brasiliönsku söng- konu, sem söng i leikhúsi Johnsons. Hann kom og hlustaði á hana syngja þrjú undanfarin kvöld. Það var enginn vafi á, að hún hafði góða rödd og var mjög næm fyrir músik. Ilann sá einnig á svipstundu, að blökkumanna- blóð rann i æðum hennar. Hann sá það ekki i útliti hennar.en einungis blökkumenn sungu á þennan hátt. tlún hafði ekkert lært, og átti heldur ekki aö gera það að neinu marki. Ekkert mátti eyðileggja eðlilega söng- hæfni hennar. Eitt og annað varð hún þó að læra. Ef hann gæti fengið hana til að samþykkja ráðagerðir hans, biðu þeirra gullin tækifæri. Hún og list hennar, eöa kannski var bctra að kalla það eðlisgáfu hennar, var nýlunda i hljómlistarlifi Evrópu. Goldmann haföi reiknað þetta allt nákvæmlega út og komizt að þeirri niðurstöðu, að hún myndi færa honum mjög svo álitlega peningafúlgu, og sjálfa þyrfti hana ekki að skorta neitt. Honum var það lika fullkomlega ljóst.að það myndi ekki þýða neitt að segja við hana eitthvað á þessa leið: — Heyrðu mig, söngkrian þin, heldur þú ekki, að frændi gæti hjálpað þér dálitið. Þú hefur ágætis söngrödd og þar að auki ertu þó nokkuö snotur. Við gætum þénað dálaglegan skilding ef við ynnum saman. Nei, á þennan hátt yröi honum ekkert ágengt. Bella var hefðar- mær, eða það mátti kannski segja að henni tækist vel upp i hlut- verki einnar slikrar. Hann ávarpaði hana þvi sem hefðar- mey. — Frú min góð, mér er það óskiljanlegt, hvernig hefðarkona eins og þér, og með þvilika söng- rödd sem þér, hafið getað sungið á stað sem þessum. Þér eruð i lullum rétti aö segja, að þetta komi mér ekkert við, ég játa, að það gerir það raunverulega ekki. En þar sem það er nú einu sinni mitt hlutverk i þessum heimi að hjálpa ungum listamönnum á þyrnistráðum vegi listarinnar, vona ég innilega.að þér takið það ekki á verri veg, þó svo að ég spyrji yrðui; hvort við gætum ekki unnið saman. 1555 Lárétt 1) Smábarn - 6) Ber af sakir,- 10) Drykkur,- 11) Ónefndur,- 12) Hárinu,- 15) Kærleikurinn.- Lóðrétt 2) Bleyta.-3) Nam,- 4) Fæða.- 5) Yljir,— 7) Hyl,- 8) Keyri.- 9) Elska,- 13) Tini - 14) Afsvar.- Itáðning á gátu nr. 1554. Lárétt 1) Miami.-6) Sólbráð.- 10) 01,- 11) La.- 12) Naktrar,- 15) Stela.- Lóðrétt 2) 111.: 3) Mær,- 4) Ósönn,- 5) Óðara,- 7) Ola,- 8) Bát,- 9) Ála,- 13) Ket,- 14) Ról.- t Berðu þá i grafhýsið á 5 meðan þeir sofa. i Þeir munu deila minni | eilifu dýrð. rKaltu áfram, höfðingi.Vverði Gerðu það sem þarf tilf þinn aö einangra okkur ab/ vilji, ^eilifu fráheiminum^/ Tukmeka : fyrir utan.y'V' wv prins. isfll II Laugardagur 17. nóvember 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 iþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 15.00 islenzkt rnál Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 15.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga: „Siskó og Pedró”, saga cftir Estrid Ott i leikgerð Péturs Sumarliðasonar. Fjórði þáttur. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.15 Framburðarkennsla i þýzku 17.25 Tónleikar. Til- kynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55. Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Framhaldsleikritiö: „Snæbjörn galtí” eftir Gunnar Benediktsson Þriðji þáttur. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Pérsónur og leik- endur: Jórunn., Guðbjörg Þorbjarnardöttir. Hall- gerður., Kristbjörg Kjeld. Hallbjörn., Gunnar Eyjólfs- son ' Oddur., Jón Aðils Teitur., Vaiur Gislason. Tungu-Oddur., Jón Sigur- björnsson. Þorfinnur., Guðmundur Magnússon. Svarthöfði., Sigurður Karlsson. Maður Tungu- Odds., Hákon Waage Sögu- maður. Gisli Halldórsson. 19.55 Vinarhljómar Strauss- hljómsveitin i Vinarborg leikur lög eftir Johann Strauss (Frá austurriska útvarpinu). 20.15 Úr nýjum bókum. 21.15 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 17.00 iþróttir. Meðal efnis i þættinum er mynd frá 1,- deildarkeppninni i körfu- bolta og enska knattspyrnan (WBA Notts County), sem hefst um kl. 18.00. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þor- steinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Söngelska fjölskyldan. Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýðandi Guðrún Jörunds- dóttir. 20.50 Vaka. Dagskrá um bókmenntir og listir. Umsjónarmaður Ólafur Haukur Simonarson. 21.40 Billy Bud. Bandarisk biómynd frá árinu 1962, byggð á samnefndri sögu eftir Herman Melville. Aðal hlutverk Terence Stamp, Robe;t Ryan og Peter Ustinov, sem jafnframt er leikstjóri. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. Myndin ger- ist laust fyrir aldamótin 1800. Ungur sjómaður, Billy Bud að nafni, skiptir um skipsrúm og tekur til starfa á einu af herskipum brezka flotans, sem nú á i höggi við Frakka. Billy kemur sér strax vel meðal félaga sinna, en einn af yfirmönn- um skipsins litur hann horn- auga og biður færis að koma honum fyrir kattarnef. 23.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.