Tíminn - 17.11.1973, Síða 16

Tíminn - 17.11.1973, Síða 16
16 TÍMINN Laugardagur 17. nóvember 1973. Verður Jóhannes eini íslenzki 1. deildar- þjólfarinn í knatt- spyrnu næsta sumar? Hann mun þjdlfa bikarmeistara Fram. Hin d höttunum eftir erlendum þjdlfurum JÓHANNES ATLA- SON....verður að öllum likindum eini íslenzki knattspyrnuþjálfar- inn, sem þjálfar ís- lenzkt 1. deildar lið næsta keppnistímabil. Jóhannes mun þjálfa ««« JÓIIANNKS ATLASON... þjálfari Kra m. bikarmeistara Fram, en hann hefur leikið með Framliðinu und- anfarin ár. Jóhannes þjálfaði Akureyrarlið- ið með góðum árangri sl. keppnistimabi I. Félögin eru Fram, Valur og Vestmanna- eyjar. Rússinn Dr. louri llitchev verður áfram með Valsliðið, 1. deildarliðin eru og Skotinn Duncan Mc- Dowell verður áfram með Eyjaliðið. Hin 1. deildar liðin, Kefla- vik, KR, Vikingur, Akureyri og Akranes, eru öll á höttun- um eftir erlendum þjálfur- um. Keflavikurliðið hefur leitað til Englands, og mun enskur þjálfari, George Smith, væntanlegur til landsins fljótlega til að spjalla við Keflvikinga. Þá hefur iþróttasiðan frétt, að Joe Hooley, fyrrum þjálfari Keflvikinga, sé væntanlegur til landsins til að spjalla við KR-inga en þeir hafa mikinn hug á að fá hann til að þjálfa KR-liðið næsta keppnistima- bil. Akureyringar hafa leitað til danska þjálfarans Henn- ing Enoksen, en hann þjálf- aði islenzka landsliðiö sl. keppnistimabil. Vikingsliðið er að leita fyrir sér i Englandi, og sömuleiðis Skagamenn. Á þessu sést, að 1. deildar lið- unum, leikur mikill hugur á að fá erlenda þjálfara til að þjálfa knattspyrnumenn sina. — SOS. ,,Ég vona að ég geti gert eitthvað 900111601'*...... sagði Reynir Olafsson, sem tekur sæti í nýju landsliðs nefndinni í handknattleik ,,(CG VONA að ég geti gcrt eitt- hvað gagnlegt i málum lands- liðsins”... sagði Reynir Ólafs- son, sem tekur nú sæti að nýju i landsliðsnefndinni i liandknatt- leik, en hann var i nefndinni fyrir tveimur árum. Sú brcyting hcfur vcrið gerð á landsliös- nefndinni, að nú skipa aðeins tveir inenn nefndina i staöinn fyrir þrjá áður. Landsliðs- nefndin er skipuö þeim Reyni Ólafssyni og Páli Jónssyni, Karl Bcncdiktsson. sem var i nefnd- inni áöur, veröur áfram lands- liðsþjálfari. —SOS ELLEFU ÞJOÐIR ÖRUGGAR í HAA í V-ÞÝZKALANDI DO DO REYNIR ÖLAFSSON... tekur sæti i landsliðsnefndinni i hand- knattleik. NiU lönd hafa nú tryggt sér rétt til að leika i heimsmeist- arakeppninni i knattspyrnu i Vestur-Þýzkalandi 1974, og eru þvi ellefu lönd örugg i úr- slitakeppnina. Gestgjafarnir vestur-þýzku og heimsmeist- ararnir frá Brasiliu hafa ekki þurft að taka þátt i undan- keppninni. Þau niu lönd, sem hafa tryggt sér rétt, með þvi að vinna riðla sina i undan- keppninni, eru: Pólland, A- Þý z k a I a n d , S k o 11 a n d , Búlgaria, italia, Argentina, Urugua.y, Chile og Astralia. Sex af þessum löndum kepptu ekki i lokakeppni HM i Mexikó 1970. Það eru Argen- tina, Chile, Pólland, Austur- Þýzkaland, Skotland og Astralia. Fimm sæti eru nú laus i lokakeppninni, þrjú Evrópusæti, eitt sæti fyrir Mið-Ameriku og eitt fyrir Af- riku. Allt bendir til að þessi lönd komist i lokakeppnina frá Evrópu: Júgóslavia, Holland eða Belgia, Austurriki eða Sviþjóð. Frá Mið-Ameriku kemur að öllum likindum Mexikó og Ghana frá Afriku. Söfnunarfé íþróttafrétta- manna afhent í FYRRADAG af- henti Jón Ásgeirs- son, formaður Sam- taka iþróttafrétta- manna, Brynju Guð- mundsdóttur, ekkju Hauks heitins Haukssonar, söfnun- arfé það, sem safnaðist i fjársöfn- un iþróttafrétta- manna. Alls nam u p p h æ ð i n k r . 1.577.029.10. IIFR á myndinni sjást Jón Asgeirsson, formaður sam- taka iþróttafréttamanna, Lúðvik Vilhjálmsson, for- maður Knattspy rnudeildar Armanns, Haukur Bjarna- son, formaður fulltrúaráös Armanns, Gunnar Eggerts- son, formaður Armanns, Brynja Guðmundsdóttir, ekkja Hauks heitins og dótt- irin Steinunn Hauksdóttir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.