Tíminn - 17.11.1973, Page 20

Tíminn - 17.11.1973, Page 20
Laugardagur 17. nóvember 1973. f V. Auglýsingasími Tímans er GBÐI fyrir gódan mat ^ kjötiðnaðarstöo sambandsins - Verkfallsveröir og eigendur Óöals inni f veitingahúsinu Hasar við veitingahúsín í gærkveídi Klp-Reykjavík. — í gær- kveldi tóku verkfallsverðir úr röðum þjóna sér stöðu við tvö veitingahús í borg- inni til að koma í veg fyrir að þar yrðu framin verk- fallsbrot, eins og þeir orðuðu það. Um 30 þjónar tóku sér stöðu við Veitingahúsið Óðal, þar sem eigendurnir, bræðurnir Haukur og Jón Hjaltasynir ásamt eigin- konum sinum ætluðu að hafa opið. Þjónarnir tóku sér stöðu fyrir utan húsið og einnig i göngunum og bentu fólki, sem ætluðu inn á að það stæði yfir verkfall, og báðu þaö um að hverfa fra. Kallað var á lögregluna, en hún sagði að hún hefði ekki leyfi til að skipta sér af verkfalls- vörðum og hvarf á brott. Þá báðu þeir bræður verkfallsverðina að fara út úr húsinu og gerðu þeir það, en tóku sér stöðu við útidyrnar. Gestir, sem ætluðu inn i húsið snéru flestir, ef ekki allir við, eftir að þjónarnir höfðu rætt við það. Þeir bræður skrifuðu bréf, sem Haukur fór með i fylgd lögreglu á skrifstofu Félags framreiðslu- manna. Þar lýsa þeir ábyrgð á hendur félaginu fyrir þessar að- gerðir, og krefjast skaðabóta fyrir meint tjón. Þá fóru i gærkveldi um 10 þjónar að veitingahúsinu Glæsi- bæ, en þar höfðu þeir frétt að eigandinn ætlaði að hafa opið hús fyrir einhvern hóp, og afgreiða sjálfur vinið. Ekki tókst þeim að stöðva þessar aðgerðir i tima, en seint i gærkveldi var verið að smala saman fleiri þjónum og var hugmyndin að fjölmenna að Glæsibæ og koma i veg fyrir að hann gæti haft opið. A einum stað var veitt undan- þága til að hafa opið i gær. Var það i Tjarnarbúð,þar sem Sjálf- stæðismenn héidu sinn flokks- ráðsfund. Fékkst undanþága fyrir vatn og brauð handa þeim að sögn verkfallsvarða, sem við náðum tali af i gærkveldi. Vaxtahækkun ekki AAagnús kjörinn vara formaður Karlmannleg sveit vaskra þjóna tók sér stööu viö dyr óöals viö Austurvöll og beindu gestum frá. gild fyrr en 16. maí MAGNOS Jónsson, bankastjóri var kjörinn varaformaöur Sjálf- stæöisflokksins á flokksráösfundi i gær, meö yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæöa. Þegar Jóhann Hafstein sagði af sér formennsku i flokknum varð þáverandi varaformaður, Geir Hallgrimsson, formaður, og flokkurinn varð varaformanns- laus. Er nú bætt úr þvi. Kristján Benediktsson borgarráösmaöur setur sveitarstjórnarráöstefnu Framsóknarmanna. Timamynd: Róbert. Lögreglumenn og þjónar viö óöal. Verkfallsveröir báöu um lögregiuaöstoö og eigendur óöals báöu um lögregluvernd, og fóru þá lögregiumenn á brott, og sögöust ekkert skipta sér af málinu. Tfmamyndir Róbert. AÐ gefnu tilefni vill stjórn Hús- eigendafélags Reykjavikur benda félagsmönnum sinum á eftir- farandi: 1. Með auglýsingu dagsettri 1. mai 1973 auglýsti Seðlabanki Islands hækkun vaxta. 2. Auglýsing þessi birtist i 35. tölublaði Lögbirtingablaðsins þann 16. mai s.l. 3. Nýlega hefur hæstiréttur kveðið á um það, að vaxta- prósenta skuli breytast frá 16. mai 1973. 4. Er þvi löglaust að innheimta hækkaða vexti fyrir timabilið 1. mai — 16. mai 1973. 5. Þar sem mikil brögð eru að þvi, að skuldareigendur hafa reynt að innheimta nýju vextina frá 1.-16. mai 1973, þá vill stjórn félagsins eindregið vara félags- menn sina við tilraunum i þessa átt og ráðleggur þeim að krefjast endurgreiðslu oftekinna vaxta. Sveitarstjórnar- rdðstefna Fram- sóknarmanna SVEITARSTJÓRNARRAÐ- STEFNA Framsóknarmanna var sett aö Hótel Esju I gær klukkan fjögur. Þaö geröi Kristján Benediktsson borgarráösmaöur, sem bauð fuiitrúa velkomna til starfa. Voru þeir alls um fimmtiu, er komnir voru á ráöstefnuna I gær. Er Kristján hafði sett ráðstefnuna,flutti Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra ávarp, en siðan flutti Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri, stórfróðlegt erindi um lögin um tekjustofna sveit- arfélagaogreynsluna af þeim. Siðan ' voru almennar umræður til kvölds og fyrirspurnir bornar upp. Tóku margir til máls.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.