Tíminn - 02.12.1973, Page 3
Sunnudagur 2. desember 1973.
TÍMINN
3
ÍÍÍ ÍÍI ÍllÍ
Að nota getu sína
til góðs
Ólafur Tryggvason:
H I N N H V í T I
GALDUR.
Bókaútg. Skuggsjá.
191 bls. Verð: kr.
1.234.00
Ólafur Tryggvason á Akur-
eyri er löngu þjóðkunnur maður
fyrir huglækningar sinar og ein-
lægan áhuga á andlegum mál-
um. A siðari árum hefur Ólafur
tekið að skrifa um áhugamál sín
og dulræna reynslu og hafa þeg-
ar komið nokkrar bækur frá
hans hendi um þau efni. Þvi
miður er þess ekki getið, hversu
margar bækur eru á undan
farnar (það hefði átt að telja
þær upp á siðu gegnt titilblaði),
en þó mun það rétt vera, að hér
sé sjötta bók ólafs komin fyrir
almennings sjónir.
Þessi nýja bók Ólafs
Tryggvasonar skiptist i 24 kafla,
auk formálans. Fyrsti kaflinn
segir frá sýn, harla einkenni-
legri og merkilegri i senn. Næsti
kafli, sem heitir Lausn, er harla
krassandi — myrkfælnu fólki
skal ráðlagt að lesa hann ekki
undir svefninn, þótt að vísu fari
þar allt vel að lokum og kaflinn i
heild sé afbragðs vitnisburður
um það, hverju má koma til
leiðar með góðum hug.
Það var annars ekki ætlunin
að taka hvern einasta kafla og
gera honum skil sérstaklega.
Slíkt væri bæði of timafrekt og
auk þess hæpinn greiði við þá,
sem lesa vilja bókina — og ég
trúi að þeir verði margir. Þó má
minna á kaflann um alþýðukon-
una, sem geislaði af skilningi,
trúmennsku og góðvild, þótt lif-
ið hefði siður en svo farið mild-
um höndum um hana sjálfa.
Hún var „ósigrandi sigurvegari
i kyrrlátu skuggahverfi strið-
andi mannlifs”, eins og höfund-
ur kemst svo fagurlega að orði.
— Enn fremur er ástæða til þess
að vekja athygli á kaflanum,
sem segir frá þvi, þegar Ólafur
Tryggvason hjálpaði manni,
sem þjáðist undir krossi of-
drykkjunnar. Drykkjusjúkling-
um hefur hann mörgum bjarg-
að, en þessi kafli er sérlega eft-
irtektarverður, þvi að þar segir
frá þvi, hvernig samstillt átak
allrar fjölskyldunnar, sam-
eiginleg stund við hljóðfæri
heimilisins á hverju kvöldi, allt-
af á sama tima, náði, ásamt
öðru, að breyta lifsvenjum hins
sjúka manns og losa hann úr
viðjum eiturlyfsins. Góður
félagsskapur er jafnmikil vörn
gegn drykkjuskap, eins og ein-
stæðingsskapur ýtirundir hann.
1 bók Ólafs Tryggvasonar
koma fram skoðanir, sem lik-
legt er, að sumir eigi erfitt með
að játast undir, yfirlýsingar,
sem ýmsum mun reynast erfitt
að kyngja. Við sliku er i sjálfu
sér ekki neitt að segja. Við vit-
um, að margt fólk hefur aldrei
séð fram fyrir tærnar á sér, en
sumir eru svo dauðans upptekn-
ir af eigin hæfileikum, að þeir
trúa þvi i alvöru, að allt, sem
þeir þekkja ekki eða skilja sjálf-
ir, hljóti að vera tóm vitleysa.
Látum svo vera — en „efnis-
hyggjumenn”, sem einhvern
tima hafa verið svo óheppnir að
fá magapinu i prófi, ættu að
minnsta kosti að viðurkenna, að
sálin geti haft áhrif á likamann!
Hitt er rétt, sem ólafur segir i
bók sinni, að „dulrænan er við-
kvæmt lifsundur, hvort heldur
húnbirtist sem vitsmunaleg eða
tilfinningaleg skynjun, þess
vegna er svo auðvelt að rang-
túlka hana, rugla henni saman
við sjúkar imyndanir og rangan
hugarburð.”
En hversu mjög sem okkur
kann að missýnast, hversu mjög
sem ofskynjanir, misskilningur
og vanskilningur kann að laum-
ast inn i hugarheim okkar og
trufla dómgreind okkar, þá
breytir það ekki neinu um
grundvallaratriði þeirra hluta,
sem við ýmist ekki skiljum eða
neitum að viðurkenna. Sinfónia
er engu minni staðreynd fyrir
það, þótt hún verki á marga eins
og hver annar óþægilegur
hávaði.
Bók ólafs er ekki skáldritj
höfundurinn lýsir merkilegum
hlutum, sem fyrir hann hafa
borið á langri leið, en ætlast
áreiðanlega ekki til þess, að
bókin verði talin til fagurbók-
mennta i venjulegum skilningi
þess orðs. Engu að siður er rétt
að fara nokkrum orðum um mál
og stil.
Þess er þá fyrst að geta, að
málfar Ölafs er eðlilegt og
kjarngott, en still og fram-
setning langt frá þvi að vera
alveg hnökralaus. Það, sem ég
set helzt út á stilinn,er, að mér
finnst bera of mikið á
hástemmdum hrósyröum. Það
nást nefnilega oft sterkari áhrif
með þvi að draga nokkuð úr
áherzluorðunum. Þetta hefur
speki islenzka alþýöumálsins
alltaf vitað: hún talar um
„góðan guð”, en segir aldrei að
hann sé „ágætur”. (Það gerir
ólafur auðvitað ekki heldur, en
ég vona,að hann skilji, hvað ég á
við). Versta dæmiðaf þessu tagi
hjá Ólafi held ég,að sé að finna á
bls. 178. Þar segir: „Ég hef
komið á mjög ólik svið...og
ógurlega fögur lönd...”
Það er ófært að tala á prenti
um „ógurlega” fagra hluti,
fagrir hlutir eru ekki „ógur-
Iegir”. Ekki er það heldur
fallegur still að endurtaka
nákvæmlega sömu orðin með
stuttu millibili. A bls. 172 segir:
„Og ég held, að það sé þvi miður
allt of áberandi hér á Vestur-
löndum, að fólk er allt of
úthverft..” o.s.frv. Hér kemur
orðasambandið „allt of” fyrir
tvisvar meö fárra orða millibili.
Svona misfellur er hverjum
manni auðgert að laga, það er
bara spurning um vandvirkni.
Fyrst farið er að tala um mál
og stil, er ef til vill ekki úr vegi
að geta þess, að mér finnst
siðasti kafli bókarinnar, þar
sem þeir ræðast við, Ólafur
Tryggvason og Sverrir Pálsson,
BAZAR
Ljósmæðrafélags íslands verður haldinn
i Heilsuverndarstöð Reykjavikur 2.
desember kl. 14,00.
Margt góðra muna og kökur.
læsilegasti og bezt unni hluti
hennar. Ef til vill er það vegna
þess, að Sverrir spyr svo ljóm-
andi vel. Hann er að sönnu
stundum dálitið nærgöngull og
spyr spurninga, sem erfitt er að
svara, en hann vikur sér ekki
heldur undan þeim vanda að
brjóta heilann um og bera fram
þær spurningar, sem mann-
kindin hefur glimt við, frá þvi
hún fór að hugsa: Hvaðan
komum við? Hvert förum við?
Hvað hafa menn hingað að
sækja? Er jarðlifið kjarni
eilifðarinnar? Og þegar Ólafur
hefur leitazt við að svara
þessum spurningum og
mörgum öðrum, spyr Sverrir:
„Hvernig hefurðu öðlazt þessa
vitneskju, þessi vissu?” — Það
hlýtur að vera algerlega áhuga
laus maður um þessi mál, sem
ekki les samtal þeirra Ólafs og
Sverris með vakandi athygli.
Eins og getið var i upphafi, þá
skiptist bók Ólafs i marga
kafla. Viða er þar sagt frá
furðulegum hlutum, sem þó er
erfitt að rengja, þvi enn er á lifi
fólk, sem getur borið um, að rétt
Ólafur Tryggvason
er með farið. Mun og enginn,
sem þekkir Ólaf persónulega,
dirfast að bera honum á brýn
tilhneigingu til þess að halla
réttu máli. Þar er einnig að
finna yfirlýsingu manns, sem
læknaðist fyrir tilverknað Ólafs,
og er vottorðið aðeins rúmlega
ársgamalt. Það er dagsett á
Akureyri 2. okt. 1972.
Það er freistandi að ljúka
þessum linum með þvi aö
minnast á nafnið, sem Ólafur
Tryggvason hefur valið bók
sinni. Hún heitir Hinn hviti
galdur, en svo hefur sá galdur
jafnan veriö kallaður, sem
notaður er til góðs. Heppilegra
nafn og betur viðeigandi gat
höfundurinn naumast fundið.
Menn geta þráttað um það
endalaust, hversu inikill
„galdramaður” ólafur er — það
er engum ofgott að hafa sina
skoðun á þvi — en hitt liggur
ljóst fyrir, að hann hefur jafnan
reynt að „hafa til góðs sina
mennt”, svo notað sé fornt
orðalag. Fyrir þvi á hann þakkir
skildar bæði fyrir áratuga
langa starfsemi sina og eins
fyrir bókina, sem hann nú hefur
sent frá sér.
—VS
Allt er
rennt
UTVARP
Bylgi usvið:
LW, AM, FM,
SVl, SW2
MAGNARI
2x30 Sin. Wött Tónsvið 15-30.000 Hz
KASSETTUSEGULBAND
Come og Normal
VERÐ
KR. 54.295,00
SCHAUB-LORENZ
RS GARÐASTRÆTI 11
F SÍMI 200 80