Tíminn - 02.12.1973, Qupperneq 8
' 'ÍÍSÍÍNN
Sunnudagur 2. desember 1973.
sérfræðingar hennar, sem siðar
eiga eftir að fjalla um beiðnina
(hafi maður sent hana) til sam-
þykkis eða synjunar. Og vitan-
lega krefjast þeir aðilar þess, að
fyllstu röksemdir séu fyrir hendi,
sem réttlæti aðgerðina.
— Er um nokkuð að ræða annaö
en synjun, ef ekki eru augljósar
heilsufræðilegar ástæður fyrir
hendi?
— Hingað til hefur það ekki ver-
ið talið nægileg ástæða til fóstur-
eyðingar, þótt félagslegar ástæð-
ur konunnar hafi verið erfiðar, til
dæmis fátækt og ýmsir aðrir ytri
erfiðleikar. Hins vegar er andlegt
og likamlegt heilsufar barnshaf-
andi kvenna með ýmsu móti, —
eins og reyndar hjá okkur manna
börnum yfirleitt — og þaö er eng-
an veginn óalgengt, að hjá kon-
unni finnist veila, andleg eða
likamleg, sem er svo alvarlegs
eðlis, að hún réttlæti aðgerðina,
jafnvel þótt sá heilsubrestur hafi
ekki verið neitt ákaflega áber-
andi, áður en konan varð barns-
hafandi.
— Sækja konur það fast að fá
fóstureyðingu, þótt þær finni
mikla tregðu hjá lækninum?
— Já, já, það gera þær. Þær
konur eru meira að segja tiT, sem
ekki myndu hika við að skrökva
þvi á sjálfar sig, að þær séu
haldnar geðveiki, ef þær gætu
með þvi móti fengið lækni til þess
að fallast á að mæla með fóstur-
eyðingu.
— Vill þá ekki oft verða æriö
misræmi i óskum og kröfum kon-
unnar annars vegar og þeim kröf-
um, sem þið þurfið að uppfylla
hins vegar?
— Jú, að minnsta kosti frá
hreinu sjúkdómafræðilegu
sjónarmiði. Hins vegar hefur
féiagslegt mannúðarsjónarmiö
sifelít orðið þyngra á metunum,
þótt fram að þessu hafi það eitt út
af fyrir sig ekki verið talið nægi-
leg röksemd fyrir aðgerð.
— Nú gerir þetta nýja frumvarp
ráð fyrir þvi, aö konan eigi að
hafa siöasta orðið um það, hvort
aðgerð skuli framkvæmd eöa
ekki. Er hægt að treysta þvi, að
barnshafandi kona sé i þvi tilfinn-
ingajafnvægi, að henni sé treyst-
andi til slikrar ákvörðunar?
— Þetta er ákaflega veigamikiö
atriði, og að minu áliti er það ein-
mitt þetta, sem riður baggamun-
inn um þaö, að konan eigi ekki að
hafa ein ákvörðunarvaldið um
það, hvort fóstureyðingu skuli
gera eða ekki. Það er óhrekjanleg
staöreynd, aö á fyrstu mánuðum
meögöngutimans er konan „langt
niöri”, eins og það er kallað, jafn-
vel i geðlægð. Þetta á að sönnu
ekki viö um allar konur, en vel-
flestar þó.
Það er min skoðun — byggð á
langri reynslu — aö einmitt á
þessu skeiði meðgöngutimans sé
konan alls ekki fær um að taka
ákvörðun um jafnviðurhluta-
mikla aðgerð sem fóstureyðingu,
en afstaða hennar til þess lifs,
sem hún ber undir belti, breytist,
eftir þvi sem á meðgöngutimann
liöur. Hún verður þvi ánægðari
Þór Halldórxson. Ljósm.: Róbert.
með ástand sitt, sem nær dregur
fæðingu.
— Þú ert nákunnugur gömlu
fóstureyðingarlögunum. Hvað
fannst þér helzt mega að þeim
finna?
— Það var ákaflega óheppilegt,
að félagslegar ástæður einar
skyldu ekki vera metnar gildar
sem ástæöa fyrir fóstureyðingu.
Þaö þýðir ekki að loka augunum
fyrir þvi, að margar konur áttu
við svo hörmulegar ytri aðstæður
að búa, að þær voru i raun alls
ófærar um að ganga meö börn og
ala þau upp, þótt ekki væri hægt
að benda á neina ákveðna sjúk-
dóma i þvi sambandi.
Þá fannst mér afgreiðsla þeirr-
ar nefndar, sem hafði það verk að
taka lokaákvörðunina, oft harla
leyndardómsfull, þó ekki væri
nema það, að oftast voru okkur
læknunum ekki gefnar upp neinar
ástæður eða taidar fram rök-
semdir, þegar beiönum okkar um
fóstureyðingu var synjað. Von-
andi stendur það nú til bóta við
endurskoðun þessara mála.
— Við höfum minnzt hér nokkuð
á félagslegar ástæður. Þú myndir
kannski vilja skýra það hugtak
dálitið nánar?
— Heilsubrestur, likamlegur
eða andlegur, telstekki til félags-
legra astæðna.
Af félagslegum ástæðum má
fyrst og fremst nefna ómegð,
þröngan efnahag, húsnæðisvand-
ræði. enn fremur ef móðir er ein-
stæð, eða gift óreglusömum
manni, sem vinnur stopult fyrir
sinni fjölskyldu, enn fremur ef
móðir er ógift, en hefur lent i þvi
að eignast mörg börn, sitt með
hverjum manninum. Ef móðirin
sjálf er drykkfelld, telst það sjúk-
dómur, fremur en félagslegt
vandamál. — Annars er það sann-
ast að segja, að félagslegar
ástæður eru svo margvislegar, að
erfitt er að telja þær allar upp i
fljótu bragði.
— Hugsum okkur konu, sem á
mörg börn, hefur næg fjárráð til
þess að kaupa sér heimilisaðstoð
— myndi hún fá leyfi til þess að
láta eyða þunga sinum?
— Það get ég ómögulega hugs-
að mér. Ég skil orðin um „hinar
félagslegu ástæður” þannig, aö
það þurfi að vera verulega þröng-
ar kringumstæður til þess að þær
einar réttlæti það að bera fram
kröfu um fóstureyðingu.
— Hvað getur þú imyndað þér,
að þú fáir margar beiðnir um
fóstureyðingar árlega?
— Þessu er dálitið erfitt að
svara, enda er fjöldi slikra beiðna
gifurlega mismunandi frá ári til
árs. Þó held ég að mér sé óhætt að
segja, að þær fari aldrei yfir tug-
inn á ári.
— Er algengt, að konur séu
niðurbrotnar andlega, þegar þær
koma til þess að biðja um fóstur-
eyðingu?
— Já, þær eru næstum alltaf
mjög áhyggjufullar, og það stafar
ekki sizt af þvi andlega lægðar-
timabili, sem ég var að minnast á
hér að framan. Og satt að segja
held ég, að engin tilvonandi móðir
geri það að gamni sinu að fara til
læknis og biðja um vottorð til þess
að mega láta eyða fóstri sinu.
— Tekst ykkur ekki stundum að
telja i þær kjark og fá þær til þess
að hætta við allt saman?
— Jú, sem betur fer kemur það
alloft fyrir. Þegar svo konan hef-
ur snúið frá þvi áformi sinu, sendi
ég hana til sérfræðinga i kven-
sjúkdómum, og þeir halda áfram
þvi starfi, sem ég hafði byrjað á,
það er að segja að byggja upp
andlegt og likamlegt þrek kon-
unnar.
Og það vil ég taka skýrt fram
og leggja á það áherzlu, að ég hef
aldrei i eitt einasta skipti orðið
þess var, að kona hafi siðar meir
séð eftir þvi að ganga með barn
sitt og ala það, i stað þess að vikja
sér undan þeim vanda.
m
— Þór Halldórsson yfirlæknir,
hvernig lizt þér á þetta nýja
frumvarp til laga um fóstur-
eyðingar, ófrjósemisaðgerðir og
fleira?
— Ég er ekki sérfræðingur i
þeim greinum, sem hér um ræðir,
en þó hef ég sem læknir hlotið að
kynna mér þessi mál og mynda
mér um þau skoðun.
Það sem mér sýnist liggja
skýrast i augum uppi, er það, að
með þessum nýju tillögum er
konunni veittur mestur réttur —
og hann i rauninni allur, þegar á
reynir.
Ég skal viðurkenna, að ég er
fremur ihaldssamur i þessum
efnum og vil hafa meiri hömlur á
fóstureyðingum en þetta frum-
varp gerir ráð fyrir.
— Hvað telur þú að eigi að vera
grundvallarsjónarmið manna i
viðhorfi þeirra með eða á móti
fóstureyðingum?
— Ef við ihugum þessi mál,
komumst við ekki hjá þeirri hugs-
un, að sjálft fóstrið, strax og það
er getið i móðurkviði, sé sérstak-
ur einstaklingur, og að ekki sé
hægt að einskorða tilverurétt þess
sem einstaklings við einhvern
ákveðinn dag eða skeið með-
göngutimans. Með þetta i huga
getur maður sagt sem svo að
það séuaðallega 3aðilar, sem eru
viðriðnir spurninguna um fóstur-
eyðingu: t fyrsta lagi þessi verð-
andi einstaklingur, i öðru lagi
móðirin og i þriðja lagi læknirinn,
sem er kvaddur til þess að fram-
kvæma aðgerðina. Það, sem hér
er um að ræða, er þannig fyrst og
fremst hinn óliki réttur hvers
þessara þriggja aðila. Hvað varð-
ar hagsmuni hins verðandi ein-
staklings, þá er það spurningin
um lif eða dauða, og þar sem
lækni, ber alltaf að starfa sam-
kvæmt þvi sjónarmiði að hlúa að
lifi, hlýtur þetta að verða harla
þungt á metunum, hvað honum
við kemur.
Hvað móðurina snertir, þá
finnst mér varla hægt að meta
hennar áhyggjur og erfiðleika —
sem oft eru næsta timabundnir —
til jafns við eyðingu á lifi. Auðvit-
að má ekki gera of litið úr félags-
legum og sálrænum erfiðleikum
einstæðrar móður, en mér fyrir
mitt leyti finnst betra að leggja
höfuðáherzlu á félagslega þjón-
IR foður,
fóðrið sem bændur treysta
• kúafóður MR • beitarblanda
• búkollu-kúafóðurblanda • maísmjöl
• búbótar-kúafóðurblanda • byggmjöl
• svínafóður • valsaö bygg
• sauðfjárblanda • sojamjöl
fóSur
grasfm
giröingirefni
MJOLKURFELAG
REYKJAVÍKUR
Simi: 11125
bygginga
fvöruns^^
W|PAC
Þokuluktir
úr ríðfríu stáli
með
Quarz-Halogen
Ijósi
ARMULA 7 - SIMI 84450
Bókasafnarar —
Bókasöfn
Skáldsagan „Sonur minn Sinnfjötli” eftir
Guðmund Danielsson er nýkomin út á
norsku. Auk hinnar almennu útgáfu voru
gefin út 125 eintök, prentuð á sérstakan
pappir, árituð og tölusett af höfundi.
Nokkur eintök af þessari útgáfu verða til
sölu hjá: Bókaverzlun Lárusar Blöndal,
Skólavörðustig og Vesturveri, simar:
15650 Og 19822.