Tíminn - 02.12.1973, Qupperneq 12

Tíminn - 02.12.1973, Qupperneq 12
TÍMINN Sunnudagur 2. desember 1973. a \ þessari mynd má greinilega sjá hvernig umhorfs er viö húsiö. Þarna er is og vatn yfir öllu og hversu mikiö magn þaö er má gleggst sjá á bflnum, sem óvart var skilinn eftir á lóöinni I haust. Þegar þetta bráönar allt verður ekki komist aöhúsinu nema siglandi. (Tlmam Gunnar) Heimili þeirra fer d kaf í næstu leysingum — Ég kviði þeim degi, þegar leysingar koma og allt fer hér á flot utanhúss og innan. Ég get ekki annað séð en að allt okkar innbú og húsið verði ónýtt, ef ekkert verður aðhafzt i þessu máli, annað en að sér- fræðingar standi hér á veginum og klóri sér i höfðinu. Þetta voru orö Gunnars Guö- mundssonar, sem býr i húsinu Fagranesi viö Suðurlandsveg, eftir aö árfarvegi Hólmsár var breytt vegna byggingar hrað- breutarinnar austur. Gunnar býr þarna ásamt konu sinni, Jensínu ólafsdóttur, og má með sanni segja, að aðstaða þeirra þarna sé langt þvi frá að vera glæsileg. Þaö fengum viö bæði aö sjá og finna, er við kom- um þar i heimsókn nú i vikunni. Frá aðalveginum sáum við, aö ó- gjörningur var að komast að hús- inu nema vera i klofháum vað- stigvélum, þvi að þar hafði áin brotið sér leið I gegnum klakann, sem var allt annað en traustur að sjá. Litið betra var að komast að húsinu hinum megin frá. Þar var yfir rétt mannheldan is að fara. 1 miðju þessu klaka- og vatnsflæmi stóð svo húsið eins og eyja upp úr hafinu og þegár er farið að renna inn i það að austanverðu. Gunnar sagði, að þau hjónin hefðu keypt þetta hús árið 1968 og þá hefði vegurinn verið fyrir ofan húsið og áin runnið allt aðra leið. — En þegar þeir hófu fram- kvæmdir við nýja veginn, sem nú er hér fyrir neðan húsið, breyttu þeir farvegi Hólmsár og réðu svo ekkert við hana, eftir að þeir veittu Suðurá einnig i hana, en hún rann áður i Gvendarbrunna. Var hún sögð of menguð til þess, að hún mætti renna þangað, en það virðist hafa verið allt i lagi, þó við fengjum hana á okkur, sagöi Gunnar. Við fáum okkar drykkjarvatn beint úr Hólmsá, sem var nú sæmilega menguð fyrir, og ekki bætir þar úr, að rotþróin okkar er hér undir nýja árfarveginum. Þetta verðum við hér efra að gera okkur að góðu, en á sama tima er borað eftir vatni með miklum tilkostnaði fyrir kindurn- ar, sem hér er i fjárhúsunum upp i heiðinni. Það hefur aldrei komið vatns- dropi inn á þessa lóð fyrr en nú, enda flæddi hún hér áður fyrr yfir Hólmsárengjarnar. En nú I frost- unum bóglnar hún upp og nú er þetta eins og þiö sjáið. Lóðin er öll á kafi og sjálfsagt ónýt. Það er byrjað að flæða inn i geymsluna hér að austanverðu, og þar eru tvær dælur, sem ég notaði, þegar stórskemmdar eða ónýtar af völdum vatnsins. Svo má búast við, að þegar leysi-flæði vatnið hér inn i ibúð- ina, og það má ætla að verði mik- ið magn, ef maður miðar við það, sem á undan er gengið. Þegar að þvi kemur, sjáum við ekkert ann- aö ráð en að flýja — spurningin er bara hvert. Það hafa verið hér menn að mæla og skoða og benda i allar áttir, en það hefur ekkert komið út úr þvi. Þá hafa komið hér menn frá tryggingunum og einnig frá borgarlækni til að taka sýnis- horn af drykkjarvatninu okkar. Ég býst ekki við þvi að fólkið þarna niðri i borginni láti bjóða sé svona. En við hér efra verðum að gera okkur þetta að góðu og ýmis- legt annað þar að auki. Við verðum að drekka mengaða vatnið beint úr Hólmsánni og við urðum að sætta okkur við, að strætisvagnaferðirnar voru að mestu teknar af okkur, og ýmis- legt þar fram eftir götunum. En þegar kemur að þvi að borga til þess opinbera, þá erum við loks á sama báti og aðrir borgarbúar! — klp — t. Þaö er allt annaö en þægilegt aö komast frá nýja Suöurlandsveginum og inn um hliöiö I Fagranesi eftir aö árfarvegi Hólmsár var breitt. Ritverk skáldsins á Þröm og Gunnars M. Magnúss Nýiega er komin út á vegum Skuggsjár ný bók eftir Gunnar M. Magnúss, er hann nefnir: Ósagöir hlutir um skáldiöá Þröm, Gunnar M. Magnúss hefur áöur ritað bók um þennan þekkta skrifara og fræðaþul, sem varö Ilalldóri Lax- ncss að miklu skáldskaparefni. t þessari nýju bók eru birtir kaflar úr dagbókum og ýmsum ritum Magnúsar og m.a. birt nokkur bréf hans. Eitt þessara bréfa er til Hann- esar Hafsteins, sem var sýslu- maður i tsafjarðarsýslum, og hljóðar það á þessa leið: „4. desember 1897. „Göfugi sýslumaður. Þótt ég sé yður mjög litið þekktur, leyfi ég mér nú að tala við yður i bréfi þessu sem þann mann, er ég væri nokkuð orðinn kynntur, og þar sem ég þekki yð- ur vel i anda, hika ég ekki heldur viö að segja yöur hugsun og löng- un mína.,Viljiö þér nú ekki, ef þér getið, gjöra svo vel og útvega mér þénustu við ritstörf, eða þá við innanbúðarstörf (afgreiðslu). Helzt vildi ég óska, að ég yrði svo heppinn, að þér gætuð látið mig hafa starf við skrifannir hjá sjálf- um yður. Ég hef frá æsku verið mikið hneigður fyrir ritstörf og starfa nokkuð mikið i þá átt, en til þess hafa kringumstæður minar verið svo, að ég hef orðið að vera sem erfiðismaður, sem ég er þó ekki maður til, þvi ég er heilsuveikur og get ekki unnið þunga vinnu. Ég hef verið sveitakennari 3 vetur fyrirfarandi; i fyrravetur var ég á Mýrum og þar sáuð þér mig. Ég er 23ja ára gamall, og hef mikla löngun til að komast eitt- hvað áfram til þeirra starfa, sem ég hef áður vikið á. Það væri ósegjanlega mikill velgjörningur af yður, ef þér gæt- uð útvegað mér þénustu við rit- störf. Ég vil geta þess, að ég kann ekki að rita útlenzkt mál. Mikið þætti mér vænt um, ef þér vilduð gjöra svo vel og rita mér sem fyrst.að þér ættuð hægt með, og að þér létuð mig þá vita, hvort ég mætti vona nokkurs styrktar, þar sem þér eruð. Þér munuð ekki geta svarað með manni þeim, er flytur yður þetta bréf? Að lyktum bið ég yður fyrir- gefa þetta tilgrip mitt. Með alúð og virðingu.” Magnús tók að sér ritstarf fyrir ýmsa og fer hér á eftir bónorðs- bréf, sem hann skrifaði fyrir lausamann á Suðureyri: „Heiðraða ungfrú. Hjartanlega heil og sæl. Eigi er óliklegt, að þig furði að fá bréf frá mér i þessa átt. En ég hef ásett mér að skrifa þér þannig, en engri annarri. Ég ann þér i anda — elska þig. Fyrir þvi vil ég mega spyrja þig: Viltu eiga undir þvi að gefa mér hönd þina og hjarta og vera min elskuleg unnusta og siðan eiginkona? Ég ætla ekki að lofa þér neinum glæsikostum, en vil láta reynsl- una skera úr, hvernig ég mundi reynast þér. Ég vona þú svarir mér — skrifir mér sem fyrst og gleðjir mig með góðu svari. Að svo mæltu kveð ég þig með alúð og virðingu. (nafnið) Magnús lýsir sjálfum sér á þessa leið: „Ég þekki einn mann, sem er þannig: Hann er tæpir 70 þuml- ungar á hæð, en heldur mjór eftir hæðinni og fremur mittismjór, skrefhár með ávalt bak, axlahár, hálslangur í meðallagi, höfuðlit ill, munnfriður, með nef I stærra Framhald á bls. 37

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.