Tíminn - 02.12.1973, Síða 18

Tíminn - 02.12.1973, Síða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 2. desember 1973. Menn og málcfni Byggðastefna ríkisstjórnarinnar Fjöldi fiskiskipa i Grindavfkurhöfn f sumar. Pólitíska fjórfestingin t erindi, sem Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, flutti á ráðstefnu Framsóknar- manna um sveitarstjórnarmái, ræddi hann um byggðastefnuna og þau umskipti, sem orðið hafa i landinu á hinum fjölmörgu sviö- um með rikisstjórn Ólafs Jó- hannessonar, eftir 12 ára setu „viðreisnarstjórnar”. Hér fara á eftir kaflar úr erindi Halldórs: Eitt af þvi, sem talin voru rök fyrir nauðsyn breyttrar kjördæmaskipunar árið 1959 var það, að með henni væri lokið póli- tiskri fjárfestingu, sem átt hafði sér stað i landinu um áratuga skeið. Siðan var þetta orðað þannig, að með þvi að ftreyta kjördæmaskipuninni væri komið i veg fyrir pólitiskt vald Framsóknarflokksins, sem hafði staðið fyrir þessari pólitisku fjár- festingu. t>að,sem átt var við með pólitiskri fjárfestingu, var það, að vegir höfðu verið lagðir um land- ið. Sima hafði verið dreift um landið. Kafmagni hafði verið dreift um landið og hafnir höfðu verið byggðar, sjúkrahús o.fl. Ef við litum til baka, þá tel ég, að Framsóknarflokkurinn megi vel við una, að limabilið frá 1919-1958 skyldi við hann kennt. Hað var þá eitt merkasta timabil i sögu þess- arar þjóðar. A þessu timabili hafði, auk þess sem ég hef þegar drepið á, gerzt, að þjóðin hafði fengið fullkomnað sjáll'stæði sitt og sýnt það i verki,að hún var fær um að lifa sem sjálfstæð þjóð i þessu landi. En jafnhliða þvi, hafði þjóðin haft það hugfasl, að' hún varð að byggja landið allt. Svo fámenn þjóð sem islenzka þjóðin var og er, verður hún að byggja allt sitt land, ef hún á að halda pólitisku sjálfstæði sinu. Þetta hafði Framsóknarflokkn- um verið ljósara en öðrum flokk- um. Og til þess að þetta mætti gerast, urðu stjórnvöld að hafa áhrif á það að halda þar byggð, þar sem byggð var i hæltu og gæta þess, að sem mest jafnvægi væri á byggðaskipan i landinu. Vanræksla „viðreisnar" Timabil viðreisnar, sem hófst að þessu loknu, var að sjálfsögðu i andstöðu við þetta. Það var ekki ástæða til, að þeir, sem töldu þurfa að breyta kjördæmaskipun- inni á svo róttækan hátl sem gert var 1959, myndu telja það höfuð- verkefni sitt að gæta jafnvægis i byggð landsins eða halda uppi al- mennri fjárfestingu úti um lands byggðina, sem þeir áður höfðu kallað „pólitiska fjárfestingu”. Enda hafði það gerzt á árunum 1960-70, að fjárfesting i landinu hafði verið minni en áður hafði verið, miðað við þá möguleika, sem þjóðin hafði til fjárfestinga. Togaraflotinn hafði gengið saman og frystihúsin, sem voru byggð á 4. og 5. tug aldarinnar, höl'ðu einnig að mörgu leyti ekki verið við haldið, svo sem skyldi og nauðsyn bar til. Það var öllum ljóst, að framundan var það, að Bandarikjamenn mundu gera miklar og róttækar kröfur til hreinlætis á sviði fiskiðnaðarins og til þess að mæta þeim kröfum, sem voru búnar að vera háværar nokkuð lengi, þurfti að gera stór- átak i fiskiðnaðinum. Það vissu llka allir, að Bandarikjamarkað- urinn var sá bezti fiskmarkaður, sem tslendingar höfðu, og nauð- syn bar þvi til að auka hann held- ur en að draga úr honum og mæta þvi kröfum þeirra um aðgerðir þar um. Hins vegar hafði viðreisnar- stjórnin ekki sinnt þessu verkefni, og það var ógert, þegar stjórnar- skiptin urðu. Sama var að segja ,um endurnýjun á togaraflotan- um. A siðasta ári viðreisnarinnar hafði undirbúningur að endur- nýjun togaraflotans byrjað og þá fyrst og fremst miðað við það, að taka stærstu og þéttbýlustu stöðvarnar, eins og Reykjavik, Akureyri og Hafnarfjörð, og endurnýja togaraflota þar, en láta landsbyggðina yfirleitt eiga sig um slikar aðgerðir. Þannig var ástandið, þegar núverandi rikisstjórn kom til valda 1971. Byggðastefnan En þetta var ekki eina sviðið, þar sem verkefni voru mjög að- kallandi. Heldur hafði verið um langt árabil i opinberum fram- kvæmdum mjög haldiö að sér höndum. Það'þarf ekki orðum að þvi að eyða, að i félagslegri upp- byggingu er ekki hægt að halda kyrrstöðu án þess að ganga aftur á bak. Timinn sjálfur krefst þess, að þar sé um aðgerðir að ræða, svo sem i skólabyggingum, heilsuræktarstöðvum og sam- göngumálum, en allt þetta hafði verið i hinum mesta öldudal hjá viðreisnarstjórninni. Verkefnin, sem núverandi rikisstjórn fékk i fang.er hún kom til valda, voru þvi æpandi, hvert sem var litið, en eitt af þvi, sem hún taldi sér höfuðverkefni, var að halda byggðinni um land allt, þ.e. að halcía sem mestu jafnvægi i byggðum landsins, halda uppi raunhæfri byggðastefnu. Að þvi mun ég nú vikja, hvernig núver- andi rikisstjórn hefur snúizt við þeim verkefnum. Fiskiskipaf lotinn Atvinnumálin er undirstaöa þess, að fólk geti haldiö byggö á þeim stöðum, þar sem það vill dvelja. Það var þvi eitt af fyrstu verkefnum þessarar rikisstjórn- ar að snúa sér að þvi að byggja upp atvinnutæki handa landsfólk- inu og hafa það hugfast að dreifa þessum atvinnutækjum sem mest. um landið allt. Þess vegna hefur á þessum rúmum tveimur árum, sem núverandi rikisstjórn hefur setið að völdum, verið keyptir til landsins hartnær 50 togarar. Er hér um að ræða stórfelldasta átakið, sem nokkru sinni hefur verið gert i uppbyggingu á sviði sjávarútvegs og það sem er ein- kennandi fyrir þessa uppbygg- ingu er, að dreifing togaraflotans er bundin við hafnirnar iandið um kring. Þess vegna hafa á yfir- standandi ári borizt fregnir hvarvetna að af landinu um það, að atvinna væri nóg og mikil og það væri frekar að vantaði fólk til að vinna úr þeim verkefnum, sem fyrir lægju, heldur en að það væri vinnuskortur. Frystihúsin 1 öðru lagi hefur rikisstjórnin snúið sér að þvi að byggja upp fiskiðnaðinn i landinu. Hún hefur gert það með þeim hætti, að á þessu ári mun verða unnið fyrir á annan milljarð við uppbyggingu i frystih. landsins. Hér er um að ræða stórfelldasta átakið, er gert hefur verið á þvi sviði,og þetta er gert samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun, sem Framkvæmdastofn- un rikisins hefur unnið að. Afram verður haldið á næstu árum með þessa uppbyggingu, og gert er ráð fyrir að á 4-5 árum takist að gera ^ flest frystihús landsins þannig úr garði, að þau standist þær kröfur, sem til þeirra verða gerðar um hreinlæti og hollustuhætti. Jafnhliða þvi, sem verið er að byggja upp þennan fiskiðnað, er einnig verið að byggja upp um- hverfið og bæta umhverfið kring- um frystihúsin til þess að hreinlætis gæti einnig utan dyra sem innan. Vinnslustöðvar landbúnaðarins Þriðja átakið, sem rikisstjórnin hefur gert, er uppbygging á sviði vinnslustöðva landbúnaðarins. Það var sama sagan að segja um það eins og önnur atvinnutæki i þessulandi, að á árum viðreisnar stjórnarinnar hafði algjörlega verið vanrækt að bvggja upp vinnslustöðvar landbúnaðarins. Svo var komið, að ekkert slátur- hús á Islandi var talið hæft til að flytja út kjöt,og það var ekki hægt að flytja kjöt úr úr landinu, þó að markaðir væru góðir, vegna þess að hinir erlendu kaupendur neit- uðu að kaupa úr þeim sláturhús- um, sem slátrað var i hér á landi. Löggjöf var sett um þetta efni og háværai kröfur gerðar til slátur- leyfishafa um aðbúnað i sam- bandi við þær aðgerðir. En fjármagnið til að framkvæina þetta var ekki til staðar, þess vegna voru það aðeins þeir, sem voru fjárhagslega sterkir, sem gátu farið i framkvæmdir, og þó tæplega það, þvi að siðan núver- andi rikisstjórn komst til valda, hefur hún orðið að lána eða út- vega þessum aðilum fjármagn til þess að greiða eða styðja þá við uppbyggingu á vinnslustöðvum, sem þeir voru þó farnir að hefja verkið við, áður en viðreisnar- stjórnin fór frá völdum. Þannig var yfirleitt búið að atvinnu- rekstrinum. Iðnaðurinn Sama má segja um iðnaðinn i landinu. Það var ekkert gert sér- stakt fyrir iðnaðinn i landinu fyrr en á kreppuárunum hinum siðari, er atvinnuleysi var svo mikið, að flótti varð á landsfólkinu til annarra landa. Þá var farið að reyna að hefjast handa um ein- hverjar aðgerðir i iðnaði. Allt var það skipulagslaust og það fjár- magn. sem útvegað var til þeirra aðgerða, var það dýrasta fjár- magn, sem hægt er að fá, þvi að yfirleitt var um að ræða lán tekin i þýzkum mörkum. Enda þótt mér sé ljóst, að betur má,ef duga skal, i sambandi við aðgerðir i þágu iðnaðarins hér á landi, þá hefur þó stórt átak verið gert i þvi að reyna að efla iðnað- inn. A yfirstandandi ári var gert stórátak til að efla atvinnuvegina, með þvi að aukið var verulega fjármagn til þeirra fjárfestinga- lánasjóða. sem lána til uppbygg- ingar atvinnuveganna. T.d. var tvöfölduð fjármagnsútvegun til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, sem eigið fé. Næstum þvi það sama má segja um Fiskveiða- sjóðinn og við Iðnlánasjóðinn var þetta margfaldað, þvi að Iðnlána- sjóður hafði áður fengið um 15 millj. kr. framlag frá rikissjóði, en fær nú á þessu ári um 100 millj. kr. Jöfnun aðstöðu skólanemenda Eitt af þvi, sem unnið hefur verið að nú á siðustu árum i sam- bandi við framkvæmd byggða- stefnunnar er, að fjárfesting til að jafna aðstöðu unga fólksins til náms, hefur verið aukin úr 15 millj. i 75 millj. kr. á þessum þrem fjárlögum, sem núverandi rikisstjórn hefur undirbúið. Nú er það ljóst, að til þess að ná þvi marki að gera þessa aðstöðu sem jafnasta, mun þessi fjárveiting ekki nægja,og er stefnt að þvi að reyna að ná henni á næsta ári. Hér um mikið mál að ræða, þvi að auðvitað þarf það að vera svo, að það sé sama hvar nemandinn er búsettur á landinu, að þá hafi hann sömu möguleika til mennta, þ.e.a.s. kostnaðarlega, þvi að hann getur aldrei haft það i okkar fámenna landi þannig, að hann geti gengið heiman frá sér i fram- haldsskóla, eins og hann getur gert hér i þéttbýliskjarnanum. Hitt er svo annað mál, að það á að vinna að þvi með oddi og egg að reyna að lengja veru nemend- anna úti um landsbyggðina með þvi að gera framhaldsdeildir við gagnfræðaskólana og héraðsskól- ana, sem fyrir eru, með þvi að bæta þar einum eða tveimur vetr- um við, þvi að það er mikill mun- ur, hvort að nemandinn þarf að fara heiman að frá sér, þegar hann er 16 eða 18 ára. Þessu ber hina mestu nauðsyn til að koma i framkvæmd og eitt af þvi, sem núverandi rikisstjórn vinnur ötul- lega að, er einmitt þessi þáttur framkvæmda”. — TK.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.