Tíminn - 02.12.1973, Page 20

Tíminn - 02.12.1973, Page 20
20 TÍMINN Sunnudagur 2. desember 1973. Sunnudagur 2. desember 1973. TÍMINN Nokkrar kvennanna klæddust Islenzkum þjóbbúningi. Hér sést, er umbobsmaöurninn I Graz, Arthur Schmoli færir þeim rósir viö komuna til borgarinnar. Fyrir aftan þær stendur einn söngmannanna, Ragnar Þjóöóifsson. Karlakór Reykjavikur á hljómleikunum I Zagreb. Ragnar Ingólfsson: SÖNGFÖR KARLAKÓRS REYKJA- VÍKUR TIL MIÐ-EVRÓPU í HAUST ÉG hef oröið viö beiöni TIMANS um aö segja lesendum hans nokkuð frá söngför KARLAKÓRS REYKJAVtKUR til Miö-Evrópu I slðasta mánuði, en kórinn liélt hljómleika i Tékkóslóvakiu, Austurriki og Júgóslaviu. Þetta var niunda utanferö kórsins og að henni lokinni hefur karlakór Reykjavikur sungið um 145 hljómleika erlendis i um 20 þjóðlöndum fjögurra heimsálfa, fyrir talsvert á þriðja hundrað þúsund áheyrendur. Þá er ekki reiknað með^ hve margir hafa hlutstað á kórinn i útvarpi viðs vegar um heim, sem nemur vafa- laust milljónum áheyrenda. Margir verða ef til vill til þess að spyrja, hvers vegna kórinn þurfi endilega að láta ljós sitt skfna út um heimsbyggðina. Þvi er auðsvarað. Hver og einn, sem listsköpun stundar, þarf öðru hverju að fá hlutlaust mat frá nýjum áheyrendum og gagnrýn- endum um stöðu sina á lista- brautinni og hvergi er það betra en meðal ókunnugra þjóöa, sem hafa búið við rótgróna menningu um aldaraðir og i þessu tilviki hljómlistina. Þá hefur það einnig verið kær- komið erlendum áheyrendum okkar að heyra islenzk lög, sem heyrast yfirleitt aldrei utan Islands, nema við slik tækifæri sem þetta, ef kór eða einsöngvari hleypir heimdraganum og opnar útlendingum sýn inn i gullnámu islenzkrar tónmenningar, og þá ekki sizt þjóðlaganna i búningi siðari tima tónskálda. — Og hvernig var svo Karlakór Reykjavikur tekiðj og hvernig dóma fékk hann i þessari siðustu ferð sinni? — Við skulum rifja upp ferða- söguna og sjá með eigin augum hvernig söngför gengur fyrir sig. PRAG, borg hinna gullnu turna Það var ekki i fyrsta sinn, sem ferðalangarnir þurftu að vakna snemma, þegar hópurinn 71 að tölu,var mættur stundarfjórðungi fyrir sex um morguninn 29. september, sem var laugardagur, I afgreiðslu LOFTLEIÐA á Reykjavikurflugvelli. Kórmenn, 37 talsins, söngstjórinn, Páll Pampichler, einsöngvarinn, Guðmundur Jónsson, pianó- leikarinn, Guðrún A. Kristins- dóttir, 29 eiginkonur og tveir „túristar”, sem höfðu slegizt með 1 ferðina, en það var Hermann Hermannsson, hinn kunni knatt- spyrnumaður, reyndar tifaldur Islandsmeistari, og kona hans, en Hermann var gamall kórfélagi og hafði sungið með kórnum i fimmtán ár og farið með honum i fjórar söngferðir til útlanda. Hann vildi sem sagt ekki missa af þessari ferð. Haldið var til Keflavikurflug- vallar og þaðan með flugvél LOFTLEIÐA til Luxemburg, þar sem Tékkneska flugfélagið tók viö okkur eftir viðeigandi mynda- tökur á flugvellinum, en það hafði sent sérstaka yél eftir okkur sam- kvæmt þar um gerðum samningi. Veizlumatur og bjór um borð, eftir vild, flýtti ferðinni um a.m.k. helming, og klukku- stundarflug virtist sem hálftimi. Það tók ekki nema þrjár klukkustundir aö komast i gegnum „passaskoöun”, sem þótti þó langur timi i steikjandi hita, en að lokum tóku viö ágæt hótel — annað fljótandi á Moldá, skemmtileg tilbreyting og hitt á föstu landi. Þar var kominn á undan okkur einn einsöngvara okkar, Sigurður Björnsson, óperusöngvari, sem á nú heima i Graz i Austurriki og ráðinn aðal- tenór við óperuna þar. Það var fyrirtækið PRAGO- KONCERT, sem annaðist um móttökur og hljómleikana, sem haldnir voru kvöldið eftir i stærsta og bezta hljómleikahúsi Prag, Listamannahöllinni. Eftir skemmtilega skoðunarferð um borg hinna gullnu turna, eins og Prag hefur fengið að viðurnefni, i boði borgarstjórnarinnar, fóru hljómleikarnir fram, en fyrir hádegi hafði kórinn notið þriggja klukkustunda æfingar i hljóm- leikasalnum. Nokkur eftirvænting rikti meðal okkar, þvi ekki aðeins er Prag þekkt fyrir fagrar byggingar, heldur rikir þar mikil og rótgróin tónlistarmenning, og þar starfar t.d. sennilega eini at- vinnukarlakórinn utan Sovét- rikjanna.- Það var að visu ekki fullur salur áheyrenda, enda stór og varla hægt að ætlast til þess, en hljómburðurinn afburðagóður og strax eftir fyrsta lagið, sem var rimnalag i útsetningu Jóns Leifs, mátti skynja hvers konar hlust- endur við höfðum. Frá upphafi til enda jókst stemningin og auka- lögin urðu mörg^og i lokin mátti heyra hróp, sem við töldum vera óskir um meira, eða þá viður- kenningarorð. Og ekki þurfti að biða eftir stað- festingu á þeim, þvi að eftir hljómleikana birtust ótal Erich Eibl, ræöismaöur tslands i Salzburg, bauö öllum hópnum i skoöunarferö um borgiria og til hádegisverðar á eftir. Hér er mynd af hópnum, ásamt fjölskyldu ræöismannsins, tekin,þar sem snætt var. 21. Ein af inörgum og stóruin auglýsingum um kórinn Þessi var i Graz. Ollum ræöismönnum og velgeröarmönnum sinum á þessari ferö færöi kórinn útskorna gestabók frá lslandi. Ilér sjást ræöismannshjónin i Salzburg, Eibl og kona hans, skoöa bók sina. doktorar og prófessorar með tónlist sem aðalstarf og lofuðu og prisuðu hljómleikana. Forstjóri PRAGOKONCERT tilkynnti með nokkru yfirlæti, að hann hefði þá ánægju að gera kunnugt, að KARLAKOR REYKJAVIKUR væri boðið að taka þátt i Vor-hljómlistar- hátiðarhöldum Prag 1976. Var hægt að komast lengra? Aðeins atvinnumönnum er boðið að taka þátt i þessari stórkostlegu tónlistarhátið og þvi var ánægja okkar margföld. Þetta voru góð tiðindi og góð byrjun og vonandi fremur farar- heill en fall. Vinarborg I Prag hafði komið til móts við okkur Thomas Saiz, forstjóri júgóslavnesku ferðaskrifstof- unnar, sem annaðist um okkur i Júgóslaviu, en hann hafði jafn- framt leigt okkur tvo langferða- bila, sem við höfðum afnot af i nær þrjár vikur, eöa allt frá flug- vellinum i Vinarborg og þar til við yfirgáfum Júgóslaviu. Af þeim höfðum við mikil þægindi. Við flugum frá Prag til Vinar, sem tók auðvitað stuttan tima, og á flugvellinum biðu okkar lang- ferðabilarnir undir stjórn tveggja afbragðsmanna frá Ljúbliana i Júgóslaviu og fengu þeir fljótlega gælunöfnin Lúlli og Frikki eða eftir skirnarnöfnum sinum. Á Vinar-flugvelli tók á móti okkur vara-ræðismaður tslands, Erwin A.J. Gasser, en hann hafði haft veg og vanda af undirbúningi að komu okkar til Austurrikis og þá einkum Vinar - Við bjuggum hér á tveimur hótelum við sæmilegasta atlæti, en um kvöldið voru hljómleik- arnir i menningarmiðstöð Vinar- borgar, Palais Palffy, Beet- hovensal. Aðstæður þarna voru fremur við hæfi minni hljóm- sveitar en karlakórs. Hljóm- burður var ekki góður og allra sizt, þar sem þéttskipað var áheyrendum. Eigi að siður tókust hljómleikarnir vel og undirtektir viðstaddra sem bezt verður á kosið. Við fengum að visu ekki umsagnir blaða um konsertinn fyrr en nokkrum dögum siðar, en eftir þeim höfðum við beðið i of- væni, þvi hver veit,hvernig gagn- rýnendur Vinar taka islenzkum karlakór. Að visu hafði Karlakór Reykjavikur sungið þarna 36 árum áður við mjög góðan orð- stir, en hvað nú? Jú, ekki stóð á „kritikkinni”. Eindóma lof og pris og það frá þekktum dokt- orum, sem rétt áður höfðu tekið heimsþekkta listamenn i gegn og haft allt á hornum sér. Daginn eftir fór fram upptaka á söng kórsins frá austurriska rikisútvarpinu (ORF), sem tókst vel og var útvarpað skömmu siðar. Salzburg, borg Mozarts Á þriðjudeginum hafði borgar- stjórn Vinar boðið okkur til há degisverðar og skoðunarferðar um hina fögru borg og um kvöldið höfðum við notið lystisemda hennar. Sumir i óperunni, aðrir á hljómleikum og margir á hinum fjölmörgu skemmtistöðum, sem eiga hvergi sina lika iheiminum. Það var ánægður hópur, sem hélt til Salzburg á miðviku- deginum 3. október, i hinum ágætu langferðabilum i fegursta veðri. Ekki spillti það ánægjunni, er komið var á áfangastað, er ræðismaður Islands i Salzburg, Erich Eibl, tók á móti hópnum ásamt fjölskyldu sinni, og færði karlmönnum kampavin, en honum konfekt.sem frægt er i Salzburg, enda borgin fæðingar- staður meistarans. Ræðismaðurinn lét ekki þar við sitja, heldur bauð hópnum i skoðunarferð daginn eftir um hina frægu og geysilega fögru borg og þvi næst til eftirmiðdags- verðar á hinum sögufræga stað, Maria Plain, sem stendur á fag- urri hæð i úthverfi Salzburg. Okkur rennur vafalaust seint úr minni móttaka ræðismanns-fjöl- skyldunnar, sem var i senn alúð- leg og rausnarleg, og þau hjón, ásamt þremur börnum.unnu hug og hjörtu okkar ferðalang- anna fyrir hjartanlegar móttökur og ekki sizt fyrir það, hve elsku- leg þau voru og bókstaflega fallegt fólk. Þá hafði Eibl, ræðismaður, ekki legið á liði sinu i sambandi við undirbúning hljómleikanna. Hann hafði fengið sjálfa BLASIUSKIRCHE fyrir kon- sertinn, sem var troðfull áheyr- endum og undirtektir fádæma góðar. Blaðadómar voru eftir þvi, á einn veg. Kór og einsöngvarar, ásamt undirleikara og söng- stjóra, voru i sérflokki og unun á að hlýða. Þessir dómar juku á ánægjuna og nú var haldið til. Graz næsta morgun, eldsnemma, þvi að fyrir höndum var löng ferð og strangur Framhald á bls. 23 Dr. Heinz Pammer, borgarráösforseti IGraz, þiggur gestabók úr hendi formanns kórsins, Ragnars Ingólfssonar. Milli þeirra stendur Erwin A.J. Gasser, vararæöistnaður tslands i Vinarborg.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.