Tíminn - 02.12.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 02.12.1973, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 2. desember 1973. ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt _________________40_ — Þær lögöu af stað, en skyndi- lega nam Lena staðar. — Skepnurnar Ji^lius, skepnurnar, mðr sýndist ég sjá tvö folöld, er það ekki rétt. Júiius hristi höfuðið — Við gerðum allt sem i okkar valdi stóð en við náðum aðeins einum af hvolpunum hennar Centu. — Allir hinir,....stúlkurnar — Þær björguðust allar. Lena lél þau feiða sig niður trjágöngin þangað sem Lars Sibrant beið með vagninn sinn. Hann hafði ekki komizt nær húsinu.án’þess að þvinga hestana til þess, og hann vildi það ekki, hann kærði sig ekki um að koma til Sct. Jans Minde, með hesta, sem voru örvita af hræöslu. Þeir Július vöfðu Lenu og Bellu inn i alls kyns teppi, sem kona Sibrants hafði sent hann með. Um leið og vagninn rann af stað niður trjágöngin og út á þjóðveginn, hallaði Lena höfðu slnu að Bellu. Það var liðið yfir Lenu i fyrsta og einasta skipti á ævinni. Bella varð að bita á vör sér til þess að skella ekki upp úr. Annar hluti Sjötti kafli I Manúela hafði sett stólinn upp á borðið. Oliulampinn fyrir framan myndina af heilagri guðsmóður sem hékk I horninu, kastaði daufri birtu um hvitkalkaða veggina, rautt múrsteinsgólfið, klunnalega trdrúmið og vögguna. Manúela var tiu ára, en hún svaf enn i vöggu. Hún var að visu stór, en hún varð að hnipra sig saman eins og litill kettlingur til þess að komast lyrir. Henni þótti vænt um vögguna sina. Hún var vön að vagga sér i svefn á hverju kvöldi. Hanúela var þó ekki að hugsa um þetta á þessari stundu. Hún hugsaði ekki unt»annað en kræklinga. Hana dauðlangaði i kræklinga. Móðir hennar hafði keypt kræklinga af fisksalanum i morgun og karfan hékk uppi undir þakbjálkanum. Ef Encarnacion, móðir hennar hengdi ekki allt matarkyns upp undir loftið, eyðilögðu maurarnir það.Maurarog veggjalús var um allt húsið. Manúela vissi að hún mátti alls ekki bora holu inn i vegginn af þvi að þá komu þessi kvikindi skriðandi út, en það var bara svo gaman að gera þetta. Kræklingar voru uppáhalds- matur Manúelu. Henni var vel ljóst, aöhún yrði barin, þegar móðir hennar kæmist að þvi, a&hún hafði stolið þeim en það gerði eiginlega ekkert til Hún var svo vön þvi að vera barin, að henni var farið að standa á sama um það. Manúela, klifraði varlega upp á stólinn, og teygði höndina niður I krukkuna. Bara nokkur stykki, ég tek bara nokkra, sagði hún við sjálfa sig. En kræklingar voru nú einu sinni það bezta sem til var, svo hún tók þá einn af öðrum, opnaði skelina og borðaði þá. Hún lét skelina detta niður á borðið og tók einn i viðbót. Bara einn i viðbót, hugsaði hún með sér. — Manúela, Manúela. Manúela þekkti röddina, sem barst frá húsagarðinum, það var Antonia, vinkona Manúela borðaði einn krækling til viðbótar, þurrkaði sér um munninn með handarbakinu og stökk niður af stólnum. — Ég er að koma. Hún setti stólinn á sinn stað, og sópaði tómum skeljunum niður i svuntuna sina, nokkrar duttu niður á gólf, hún nennti ekki að taka þær upp og hljóp út i staðinn. Dyrnar lokuðust á eftir henni. Hún lét kræklinga- skeljarnar detta niður i húsa- garðinn og hljóp til Antóniu, sem stóð og beið eftir henni undir einu af akasiutrjánum I húsa- garðinum. — Þau eru að byrja, sagði Antónia, flyttu þér nú. — Heldur þú að þau hleypi okkur inn I kvöld? — Já, ef við flýtum okkur, þú veizt jafn vel og ég að Vincenta og Blasco vilja ekki hafa húsið fullt af krökkum. Þeir, sem koma fyrst(fá að koma inn, siðan læsa þau hurðinni. Verðum við of seinar, getum við verið vissar um að komast ekki inn og verðum að láta okkur nægja að gægjast gegnum skráargatið. Þaðerekki sérlega skemmtilegt, eða finnst þer það? — Nei, játaði Manúela, þá sjáum við ekki neitt. Telpurnar hlupu út á þrönga bugðótta götuna. Hún var svo þröng, að fullvaxinn maður gat teygt sig á milli húsa. Stúlkurnar hlupu niður götuna og beygðu fyrir hornið, þar sem fátæklegt gasljósker háði vonlausa baráttu við glampandi tungsljósið. Þær hlupu niður aðra jafn þrönga götu og staðnæmdust fyrir framan breitt rimlahlið. — Við náðum þvi stundi Antonia.... Stúlkurnar tvær læddust inn, og komu sér fyrir undir appelsinutré I öörum enda húsagarðsins. Húsagarðurinn var umluktur hvitum kalkmúr eins og flestir húsagarðar i Sevilla. 1 öðrum enda hans var fjalagólf , sem var Vincentu og Blasco til hagræðis við kennsluna. Manuela vissi að Vincenta og Blasco höfðu eitt sinn verið þekktir dansarar, en nú voru þau orðin gömul og leymd — já og fá tæk, þar sem þau dönsuðu ekki opinberlega lengur. En þau gátu kennt öðrum og dansskóli þeirra var sá bezti i Sevilla. Manuelu dreymdi um að geta lært hjá þeim einhvern tima, en hún vissi ekki hvernig það ætti að geta orðið, það kostaði peninga, það þurfti að borga Vincentu og Blasco og einnig þurfti aö borga fyrir þá búninga, sem voru nauð- synlegir Manúela átti enga peninga og hún vissi að móðir hennar gæti aldrei kostað dans- tlma fyrir hana. En hvað um það, þetta var óskadraumur hennar! Hún varð þó að láta sér nægja að horfaá kennsluna ásamt öðr- um börnum úr nágrenninu. Skyndilega kom maður út um einar dyrnar. Hann var með gitar undir handleggnum. Hann settist á stól, skaut hattinum aftur á hnakka og tók að stemma gitar- inn. A eftir honum birtust tvær ungar stúlkur i siðum viðum pifu- pilsum, bólerojökkum yfir hvit- um blússunum og með svart slör yfir stórum hárkömbunum. Mað- urinn sló nokkra hljóma á git- arinn, spánska taktfasta hljóma, stúlkurnar lyftu handleggjunum, kastanjetturnar smullu og þær snéru sér i hringi, án þess að maður sæi fætur þeirra hreyfast. Það var einungis efri hluti likamans, sem hryefðist og sveigðist iallar áttir. Vincenta og Blasco fylgdut allvel ineð hverri hreyfingu þeirra og hrósuðu stúlkunum eða skömmuðu þær, allt eftir þvi hvað við átti. Meira bar þó á skömmunum, þau fórnuðu hönd- um I örvæntingu og báðu til guðs, að þetta yrði aldrei kallaður sigildur spánskur dans. — Aldrei, aldrei, hrópaði Vincenta reif kastanjetturnar úr höndunum á annarri stúlkunni og tók sjálf að dansa. Vincenta var þung og feit, spönsk maddama 35 ára gömul. Hún var gömul, óafturkallanlega gömul — en hún gat dansað. Hælarnir smullu á fjalargólfinu, hún kerrti hnakkann og lét smella i kastanjettunum út i laufþykknið. Hún var dásamleg og afkáraleg i senn. Meira að segja Manúela gat séð, að hún dansaði eins og maður átti að gera. Það eina, sem háði henni, var að hún var of gömul og feit. En þó svo hún væri gömul og feit, hélthún taktinum og bjó yfir viss- um yndisþokka, enn hafði hún þessar mjúku hreyfingar full- komlega á valdi sinu. Skyndilega hætti Vincenta að dansa hún stundi af áreynslunni. Hún gat ekki lengur komið fram opinber- lega, en hún gat kennt öðrum og sýnt þeim hvernig átti að dansa. Bæði Blasco og undirleikarinn gáfu frá sér aðdáunaróp. Stúlkurnar hófu dansinn á nýjan leik. Það var sem þær hefðu smitast af eldmóði Vinc- entu gömlu. Blasco klappaði saman höndunum og gitar- leikarinn spilaði af meiri til- finningu en áður. -- Si, si, si, hrópaði Blasco.... Manúela stóð enn upp við appel sinutreð, og hún vaggaði sér i takt við hljómfallið. 1568 Lárctt 1) Stræti. — 6) Verkfæri. — 8) Góð. — 10) Slæ. — 12) Keyr. — 13) öðlast. — 14) Bok. — 16) Sjö. — 17) Kalli. — 19) Hestur. Lóðrétt 2) Annriki. — 3) Nes. — 4) Hár. —5) Ansar. —7) Litlir — 9) Hlass. — 11) Vafi. — 15) Hrein. — 16) Óasi. — 18) Viðurnefni. — Ráðning á gátu No. 1567 Lárétt 1) Hangi. — 6) Kær. — 8) Kek. — 10) Ata. — 12) Af. — 13) A1 — 14) MIG. — 16) AIi. — 17) Ælt. — 19) Æskan. — - Lóðrétt 2) Akk. — 3) Næ. — 4) Grá. — 5) Frami. —7) Galin. — 9) Efi. — 11) Tál. — 15) Gæs. — 16) Ata. — 18) LK. — I fii iK I ilil. I SUNNUDAGUR 2. desember 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og' bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinuin dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) 11.00 Messa I samkomuhúsinu Stapa i Ytri-Njarðvik.Prest- ur: Séra Björn Jónsson. Organleikari: Geir Þór- arinsson. Kirkjukór Njarð- vikursafnaðar syngur. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Um hraunkælingu. Dr Þorbjörn Sigurgeirsson pró- fessor flytur hádegiserindi. 14.00 Á listabrautinni Jón B. Gunnlaugsson stjórnar þætti með ungu listafólki. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá vestur-þýzka útvarpinu. 16.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson útvarps- stjóri sér um kynningu á nýjum bókum. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 17.00 Útvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt” eftir Stefán Jónsson. Gisli Hall- dórsson leikari les (16). 17.30 Sunnudagslögin. Til- kynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Leikhúsið og viðHelga Hjörvar og Hilde Helgason sjá um þáttinn 19.20 Barið að dyrum.Þórunn Sigurðardóttir heimsækir Sigurð Rúnar, Asgerði, Óla og köttinn Nikulás. 19.50 Kórsöngur í útvarpssal 20.25 Egils saga frá sautjándu öld Stefán Karlsson hand- ritafræðingur tekur saman dagskrárþátt og flytur á- samt Andrési Valberg, Guðna Kolbeinssyni og Hirti Pálssyni. 21.05 Einleikssónata fyrir fiölu eftir Hallgriin Helga- son. Dr. Howard Leyton- Brown leikur. 21.15 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson skýrir hana með tóndæmum (6). 21.45 Um átrúnað Anna Sigurðardóttir talar um Skaði og Sigyn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög Gerður Pálsdóttir dans- kennari velur. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 3. desember 7.0(3 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsm.bl.), 9.00 og 10.00. Morgunleikfimi: kl. 7.20: Valdimar örnolfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari (a.v.d.v.) Morgunbæn kl. 7.55: Séra Halldór Gröndal flytur (a.v.d.v.) Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Asthildur Egilson heldur áfram að lesa söguna „Bróðir minn frá Afriku” eftir Gun Jacobsen (4). Morgunleikfimikl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Búnaðarþáttur kl 10.25: Björn Bjarnarson ráðunautur talar um fram- ræslu. Morgunpopp kl. 10.40: Three Dog Night leika ogsyngja. Tónlistarsagakl. 11.30: Atli Heimir Sveinsson kynnir (endurt.) Tónleikár kl. 11.30: Pro Arte pianó- kvartettinn leikur Pianó- kvartett i Es-dúr eftir liszt. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Saga Eldeyjar-Hjalta” eftir Guð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.