Tíminn - 02.12.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 02.12.1973, Blaðsíða 27
Sunnudagur 2. desember 1973 TÍMINN 27 n B® SOKHAK RAFOEYMK þjónusta - saia - hleðsla - viðgerðir Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seijum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta 5«.*™®» SSmeoI SÖNNAK AFREIÐSLA Laugavegi 168 Simi 33-1-55 J Umsóknarfrestur um ársdvöl erlendis á vegum nemendaskipta þjóð- kirkjunnar 1974-75 rennur út 30. desember n.k. — Mörg lönd koma til greina. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Biskupsstofunni, Klapparstig 27, Reykja- vik, simi 12445. Æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. Einbeittur á svipinn. Á þessari mynd sést Björgvin skora I landsleik. Þaö er ekkert sældarlif aö vera Ilnumaöur I handknattleik. Harkan er miskunnarlaus og varnarmenn- irnir eru ekkert að hlifa mönnum eins og Björgvin. annað að gera en fara heim og horfa á sjónvarp og undir- búa sig fyrir landsleikinn. Leikurinn gegn heimsmeist- urunum frá Rúmeniu 1971 er mér minnisstæður, en þá gerðum við jafntefli 14:14 i Laugardalshöllinni. Þá er sið- asti landsleikurinn gegn Frökkum mér einnig minni- stæður. Sérstaklega sú spenna, sem var i kringum hann — þá var erfitt að vera i landsliðspeysunni. — Hvaða landsleikir eru það, sem þú vilt helzt gleyma? — Þeir eru nokkuð margir. T.d. leikurinn gegn Finnum i undankeppni OL á Spáni, en þá gerðum við jafntefli 10:10 og útlitið var þá ekki gott. En við höfðum það af og komust á OL i MOnchen. Þar lék ég landsleik, sem ég vil helzt ekki muna eftir. Leikurinn gegn Tékkum þar var algjör mar- tröð. Við vorum með þrjú mörk yfir, þegar tiu min. voru til leiksloka — sigurinn blasti við okkur. Þá leystist leikur- inn upp i slagsmál og Tékkar fóru að leika maður á mann — dómararnir réðu ekki við neitt. Þegar nokkrar sek voru til leiksloka og staðan var 19:18 fyrir okkur, misstum við knöttinn i góðu færi og Tékkarnir náðu skyndiupp- hlaupi og jöfnuðu 19:19. Þar með var draumurinn búinn — við vorum aðeins einu marki frá úrslitakeppninni. Tékk- arnir komust i úrslit, en þar töpuðu þeir fyrir Júgóslövum 21:16 og hlutu silfrið á OL. SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.