Tíminn - 02.12.1973, Page 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 2. desember 1973.
Söngfugl tekur til sinna róða
Þjóðleikhúsið:
Brúðuheimili
eftir
Henrik Ibsen_________________________
Leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir
Leiktjöld: Sigurjón Jóhannsson
Einarsson
•
Enda þótt Brúöuheimili Ibsens
hafi vakið á sfnum tima heimsat-
hygli og almenna hneykslun
flestra dyggðum prýddra eða
sligaðra betri borgara um viða
veröld, er það áreiðanlega ekki
fyrir frumleika sakir i leik-
byggingu og persónusköpun,
efnisvali og úrvinnslu. Skyldleiki
persónanna við náfrændur sina
og frænkur úr rómantiskum leik-
bókmenntum F'rakka er ekki að-
eins auðfundinn, heldur er efnis-
þráðurinn einnig nauðalikur. Hér
eru gamalkunnugar manngerðir
endurbornar á norðlægari
breiddargráðu. Eiginmanninum
er lýst þröngsýnum leiðinda-
skarfi, eiginkonunni sem
hrekklausri og barnslegri sál og
heimilisvininum sem tryggða-
trölli og einstöku valmenni. 1
Brúðuheimili snýst rás atburða
Hka að verulegu leyti um sama ás
og i flestum gömlu leikritunum
frönsku frá rómantiska tima-
bilinu. Við fylgjumst náið með
samvizkukvölum Nóru vegna
misferlis i fjármálum, sem ekki
má minnast á og reynt er að
halda leyndu i lengstu lög. Siðan
tekur heldur betur að siga á
Þýðing: Sveinn
ógæfuhlið fyrir aöalpersónunni,
einkum þó þegar Krogstad hefur
upp hótandi raust sina og sendir
eiginmanni hennar bréf, sem
ljóstrar upp öllu mikla leyndar-
málinu. Þetta sama varmenni
hafði auk þess leyft sér þá óhæfu
að heimsækja Nóru og truíla leik
hennarog barnanna og varpa þar
meö dimmum skugga á bjprta
hamingjuheimilið hennar. Hér er
hvergi brugöið út af gamalgróinni
hefð né bryddað upp á nýjum
viöfangsefnum.
Þau undur gerast þó fyrir leiks-
lok, að slikum lifsanda er blásiö i
þessar sviplausu leikbrúður, að
þær vakna til nýs og frjórra lifs.
Þrátt fyrir að Bernhard Shaw
vilji þakka þetta aðallega loka-
umræðum hjónanna, sem var að
hans dómi nýjung, er mestu máli
skipti, er ég hins vegar þeirrar
skoðunar, að réttara og nákvæm-
ara sé að þakka þetta fremur
yfirlýsingu aðalpersónunnar eða
jafnvel lifsstefnuyfirlýsingu. Þor-
valdur maldar að visu i móinn af
veikum mætti, en lengstum hlust-
ar hann orðvana á konu sina.Nóra
ris öndverð gegn hefðbundnu
siðgæðismati samtiðarmanna
sinna. Hún fer frá manni sinum
og börnum til þess aö koma sjálfri
sér til þroska sem einstaklingur.
Auösætt er, að hún hyggst gera
það ein og óstudd, eða meö öðrum
orðum án þess aö leita halds og
trausts hjá einhverjum félaga-
samtökum eða söfnuði. Hún segir
orörétt.að hún ætli ,,að vera ein
að verki.”
Ibsen var sannfærður um, að
kona hefði sannari og næmari
eðlisávisun en karl og þess vegna
ætti hún hægara með að risa upp
gegn boðum og bönnum borgara-
legs þjóðfélags, steypa af stalli
gamaldags goðum vanaþankans
og ganga djörf og ótrauð á snið
viö úreltar siðareglur og striða
tlðum gegn mannlegu eðli og
venjulegri rökvisi.
Nóra vill eiga sál sina sjálf,
vera frjáls og engum háð né
undirgefin. Hún gæti hæglega
tekið undir eftirfarandi orð frú
Bratsbergs úr Ungmennasam-
bandinu: „Þið klædduð mig sem
dúkku. Þið lékuð við mig eins og
barn. Og ég sem þráði svo að axla
•ungar byrðar, ég var alvörugefin
og dórst að öllu þvi, sem gustur
stendur af og hefur mann upp og
hækkar.”
Nú væri ef til vill rétt að vitna i
ummæli Ibsens sjálfs:
,,Það eru til tvenns konar andleg
lögmál, tvenns konar samvizka,
þ.e.a.s. samvizka karls annars
vegar og konu hins vegar. Þau
skilja ekki hvort annað, en kona
er dæmd i raunveruleikanum
eftir lögum karlmanna, ekki eins
og kona heldur eins og karl.”
Nóra verður Þorvaldi fráhverf
og afhuga, vegna þess að ,,það
undursamlega” gerðist ekki og
lifsförunautur hennar var ekki
maður til að axla byrðar hennar
og takaá sig ábyrgð og óþægindi,
þegar mest á reið. Hann býður
ekki almenningsáliti byrginn. af
þvi að hann er þræll lágkúrulegra
lifssjónarmiða og sjálfselsku.
Þegar öllu er á botninn hvolft,er
Brúöuheimilið fremur óvenjulegt,
þjóðfélagslegt fyrirbæri heldur
en merkur stórviöburður 1 bók-
menntum. Þrátt fyrir harðorð
mótmæli Ibsens var Brúðu-
heimilið umfram allt heróp, sem
vakti konur til vaxandi sjálfsvit-
undar og nauðsynlegs endurmats
á lifshlutverki sinu. Kven-
réttindakonur hafa þó sennilega
tekið athæfi Nóru bókstaflegar en
til var ætlazt I upphafi. Ibsen
notar Nóru aðeins sem tákn-
mynd. Hann álitur, að hver ein-
staklingur, karl eða kona, eigi
bæði siðferðilegan og sálfræði-
legan rétt til að vera sjálfs sins
herra. Enginn skal lúta annars
vilja. Þótt hér hafi verið sitthvað
fundið að Brúðuheimili Ibsens, þá
hefði það aldrei verið á færi
meðalskálds að hrista það fram
úr erminni. Rétt er að taka það
fram, að þótt ég sé mikill og ein-
lægur aðdáandi Henriks Ibsens,
þá er ég ekki svo blindur, aðégsjái
ekki lika galla hans og kosti. Að
þessu sinni hefði ég til að mynda,
fremur kosið að sjá
Þjóöniðinginn, sem fjallar m.a.
um jafnnútimalegt efni og
mengun og reyndar ekki aðeins
raunverulega mengun,heldur lika
um mengað hugarfar al-
mennings.
Rúrik naraldsson forðast
jafntofsem van i lýsingu sinni á
Ranklækni. Leikarinn hefur lag
á þvi að láta áhorfendur skynja
það á ýkjulausan og ósvikinn
hátt, hversu þessi ólánsmaður
er markaður lifsþreytu og feigð.
Þóra Friðriksdóttir er lika
heil og sönn sem frú Linda, enda
fatast henni hvergi tökin. Enda
þótt Erlingur Gislason missi
taumhald á tilfinningum sinum
á stöku stað, ljómar samt leikur
hans yfirleitt af næmum skilningi
og rikri innlifun.
Persónusköpun Baldvins
Halldórssonar er hefluð i krók og
kring. Hann lýsir sálarlifi
Krogstads, vonbrigðum og
beiskju með geð- og raddblæ ,
sem er fullkomlega samhljóma
svipbrigðum hans og fasi.
Hlutverk Nóru kallar á óvenju-
lega túlkunarhæfileika og
stilöryggi, fágæta persónutöfra
og reisn. Enda þótt Guðrún As-
mundsdóttir sé að ýmsu leyti
mikilhæf og vaxandi leikkona, þá
tekst henni ekki að ljá Nóru fyrr-
greinda eiginleika i jafnrikum
mæli og listræn nauðsyn krefur.
Guðrún á samt margar þokkaleg-
ar leikstundir og lætur yfirleitt
ekki geðshræringarnar hlaupa
með sig I gönur nema i örfá skipti
eins og t.d. i orðasenunni, sem
hún á i við Þorvald, eftir að
hann hefur lesið bréfiö frá
Krogstad. I einu orði sagt er allt
I bezta gengi hjá Guðrúnu
Asmundsdóttur, þótt hana
skorti fullkominn glæsibrag.
Þótt Briet Héðinsdóttir fari
troðnar slóðir, einkennist leik-
stjórn hennar þrátt fyrir það af
vandvirkni, smekkvfsi og stil-
öryggi. Það sama verður þvi
miður ekki sagt um leiktjöld
Sigurjóns Jóhannssonar. Satt
bezt að segja bera þau fyrr-
greindum eiginleikum ófagurt og
fátæklegt vitni. Hvers vegna var
Lárusi Ingólfssyni ekki falið þetta
verk? Hann er þó i sérflokki á
þessu sviði.
Alitur leikstjórinn eða leik-
tjaldamálarinn áhorfendur slika
einfeldninga, að þeir geti ekki
imyndað sér prisund Nóru nema
þeim sé sýndur stundum „söng-
fuglinn” i raunverulegu rimla-
búri?
Sveinn Einarsson, þjóðleik-
hússtjóri, islenzkari Brúöu-
heimilið.
Undirritaður sá aðra sýning-
una þ. 24. nóv.
Halldór Þorsteinsson.
®eommoda
Sófasettið, sem endist helmingi lengur.
Formfagurt og sérlega þægilegt. Nýtízkulegt
í hönnun: tveir púðar í baki; allir slitfletir
viðsnúanlegir.
gHúsfroyjustóll
Hægindastóllinn vinsæli frá Módelhúsgögnum.
Hlýlegur stóll, sem sæmir sér vel hvar sem er.
^JHolsingi
Frábært sófasett fyrir vandláta. íslenzk eða
erlend áklæði eftir eigin vali. 2,3, eða 4 sæta sófi.
Velja má um stál eða tréfætur.
Húsbóndastólinn má kaupa sérstaklega.
«asó.S SKBIFM
SKEIFMIS.
MIKUIíRmji
<pomino
vinc^la pr IrnmiS 5
Sófasettið vinsæla er komið aftur. Eldri
pantanir óskast endurnýjaðar. Takmarkaðar
birgðir.
HUSGAGNAVERZLUN
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR
Skeifan 15 Sími 82898