Tíminn - 02.12.1973, Qupperneq 33

Tíminn - 02.12.1973, Qupperneq 33
f- vrmMtT Sunnudagur 2. desember 1973. TÍMINN 33 K U -Haddi, af hverju hentirðu'' Lastu ekkL sælgætisbréfinu á ) skiltið? grasið þarna? áeynduN. Nú veir^/^ þátturinn^ [ nú að V ég, hvað er leiðinlegur: U Nú skulum við byr ja öll i einu og enda öll i einu. —7----------------- Hvað með miðjuna? V V Alltaf er einhver) vandræðagripur/ 3-1*7 B07 1 Banna brennur utanhúss., V Fint. Það ætti (að minnka skógar eldana. 3-13 Féð var rekið heim á þá bæina, sem hæst lágu, hænsn, svin og hundar flutt upp á loftin, og sömuleiðis allir innanstokksmunir, sem ekki þoldu að vökna. Engum gat dulizt, að mikil hætta var á ferð- um, þvi að nú var flóðið komið upp að þorpinu og vatnið farið að ganga inn i kjallarana. Fyrst af öllu urðu rotturnar hús- villtar. Þær þutu fram úr holum sinum, og hundarnir i þorpinu drápu þarna á einum klukkutima fleiri rottur en þeir annars mundu hafa gert á mörgum ár- um. Kristján átti heima á þeim bænum, sem stóð einna lægst i þorpinu. Þangað kom flóðið fyrst. En manni er ekki um að flýja húsið sitt, og foreldrar Kristjáns fluttu þess vegna allt sitt dót upp i loftið. Börnin höfðu lika hjálpað til, og eiginlega hafði þeim fundizt gaman af þessu. Loks kom móðir þeirra upp á loftið með allt, sem hún átti af mat- vælum. Nú datt engum i hug, að þetta flóð mundi verða mikið eða standa legni. En svo hátt gekk það, að allir þorpsbúar urðu að hnipra sig saman á loftunum hjá sér. Hver dagurinn leið eftir annan og hjá Kristjáni hefði allt matarkyns verið búið, ef ekki hefði viljað svo vel til, að hænsnin voru á loftinu lika. Eggin þeirra urðu drjúgt búsílag. öll fjölskyldan sat við loftsgatið og starði út. Og það var skrýtin sjón. Allt lauslegt timb- ur i portinu hafði farið af stað og flaut burt. Á þriðja degi var allt matarkyns búið og hænsnin hætt að verpa. En þá kom litill róðrar- bátur á reki. Hvernig áttu þau að fara að þvi að ná i hann? Enginn kunni að synda nema Kristján, og hann gat ekki synt langt. Þau horfðu lengi á bátinn, og hann færðist stöð- ugt nær. Loksins rakst hann á trjátopp og breytti þá um stefnu og kom enn nær. Þá treysti Kristján sér til að ná i bátinn. Hann henti sér i vatnið og gat bisað bátn- um að húsinu. Sem betur fór voru árar i bátnum og innan skamms var öll fjölskyldan komin i hann og á leið til lands, þangað sem hærra var. Þar vorur þau i nokkra daga, þangað til vatnið fjaraði aftur og þau gátu farið heim til sin.En það var ömurleg sjón að sjá, þar sem vatnið hafði farið yfir. Þó var húsið þeirra óskemmt, þvi að það var mjög sterkt og vandað. Það liðu mörg ár, áður en menjarnar eftir þetta flóð hurfu. En svona er að eiga heima á þessum slóðum, og vesalings fólkið getur átt á hættu að nýtt flóð komi,hvenær sem vera skal.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.