Tíminn - 02.12.1973, Page 39
Sunnudagur 2. desember 1973.
sem dregur úr vinnuafls-fram-
boöi og dregur úr dáöum æsku-
fólks.
9. Of stór veiðifloti. Stærri veiði-
floti en þörf er á til að fullnýta
fiskimiöin — sem við höfum nú
þegar fengið markað vald
yfir — þökk sé sigrunum i land-
helgismálinu.
Of stór veiðifloti
Þetta siðasta vil ég rökstyðja
aðeins litillega.
Þaö er sannfæring min, að
miðað viö nútima tækni þurfi ekki
nema um 70 þúsund veiöilestir til
aö fullnýta, þ.e. nýta án rányrkju
öll þau fiskimið, sem viö höfum
nú markaðan rétt yfir.
Við erum nú hins vegar að
eignast um 110 þúsund lesta veiöi-
flota, sem er alltof stór, miðað viö
hina miklu sóknargetu og miðað
viðhagkvæma nýtingu fiskimiöa.
Þessi of stóri floti er sóun á fjár-
magni og vinnuafli, auk þess sem
hann kallar svo á stærra viölegu-
pláss i höfnum heldur en floti af
réttri stærð mundi gera — og
verður þá sú uppbygging enn til
ótlmabærrar vinnuafls- og fjár-
magnssóunar.
Lausn á tvennum vanda
samtimis
En nú skal vikið aftur að þeim
tveim staðreyndum, að það verö-
ur að stöðva verðbólguna að
mestu — og þaö verður llka að
bæta kjör hinna tekjuiægstu.
Þettan vanda verður aö leysa. Og
ráð eru jafnan til.
1 þessu sambandi kemur mér
eitt ráð I hug, sem ég varpa hér
fram I fyrsta sinni, sem hugsan-
legri lausn og sem íhugunarefni
fyrir þá, sem til þess eru launaðir
að ráða fram úr vandamálum
þjóðarinnar.
Vissar auðlindir eigum við allir
tslendingar sameiginlega. Þær
eru i óskiptri sameignhvers þess,
sem I landinu fæðist eða gerist
þegn þess. Meðal þessara auð-
linda er til dæmis heita vatnið,
orka fallvatnanna — og auðæfi
hafsins umhverfis landið.
Ég legg til, að að á þessar auð-
lindir verði lagður auðlindaskatt-
ur, myndaður auðlindasjóð-
ur — og auðlindasjóðurinn siðan
notaður sem jöfnunarsjóður og
þjóðhagslegur hjálparsjóður og
hagstjórnartæki, notaður til þess
sem þarfað nota hann til hverju
sinni, til hagsmuna fyrir þjóðar-
heildina, og þá ekki sizt þá
þegna, sem af einhverjum ástæð-
um lenda i veikri stöðu i lifsbar-
áttunni. Ég rökstyö þetta þannig:
Islenzkur þegn, hvar sem hann
er staddur á landinu, á sina hlut-
deild t.d. i heita vatninu, rafork
unni og fiskinum. Það er ekki
sanngjarnt að þegninn, sem
staddur er noröur á Langanesi,
þar sem ekkert heitt vatn er,
þurfi að greiða margfalt hærra
verö fyrir að hita hús sitt með
oliu, heldur en bróðir hans, sem á
heima á Sauöárkróki eða i
Reykjavik og fær nú að nota heita
vatnið hans ókeypis.
Það er heldur ekki sanngjarnt
né hagkvæmt aö heimta lán, sem
þjóðin öll ábyrgist sameiginlega
til aö kaupa 20—40 þúsund veiði-
lestum stærri fiskiflota en þarf til
aö fullnýta fiskimiðin. Slikt er
sóun og ranglæti. Við eigum allir
Islendingar sama rétt til auðlinda
hafdjúpanna, og viö viljum öll
njóta hagnaðarins, og þess vegna
er það hagsmunamál okkar allra,
að þær séu hagkvæmlega nýttar.
Þess vegna skattleggjum við
hverja veiðilest mátulega mikið
til þess að flotinn verði mátulega
stór. Hér er ég að tala um fram-
tiðarstefnumörkun. Skattpening
þann, sem þannig kemur inn, not-
um við i alþjóöarþágu, t.d. á eftir-
greindan htt:
1. Til að greiða upp tekjur þeirra
lægst launuöu. Greiða þær upp
þannig, að sú greiðsla herði ekki á
dýrtiðarhjólinu, heldur hið gagn-
stæða.
2. Við notum skattinn til þess að
hlaupa undir bagga með sjávar-
útveginum, þegar veiðibrestur
verður, en með sjálfri skatt-
lagningunni komum við i veg
fyrir, að stundar — velgengni i
sjávarútvegi geti truflað allt
efnahagslifið, eins og oft hefur
gerzt, þegar sérlega vel gengur i
þeirri grein. Skammtima vel-
gengni i sjávarútvegi má ekki
hindra eðlilegan langtimavöxt,
t.d. þjóðhagslegra iðngreina.
Nýjar
111 V
om
", SW&H;
tyjpi-,
ég
plötu
EMERSON, LAKE AND PALMER — BRAIN
SALAD SURGERY.
GENESIS — SELLING ENGLAND BY THE
POUND.
ALICE COOPER — MUSCLE LOVE.
ATOMIC ROOSETER — IV.
SANTANA — WELCOME.
BAND — MOON DOG MATINEE.
OSIBISA — HAPPY CHILDREN.
DAVE MASON — IT’S LIKE YOU NEVER
LEFT.
JOHN LENNON — MIND GAMES.
RINGO STARR — RINGO.
PROGUL HARUM — BEST OF.
FLEEDWOOD MAC — MYSTERY TO ME
GREGG ALLMANI — Laid Back.
JACKSON BROWN — FOR EVERY MAN
MOTHERS — OVER VITE SENSATION
DONNY OSMOND — A TIME FOR US
BEACH BOYS — IN CONCERT.
DE FRANCO FAMILY — HEART BEAT IS A
LOVE BEAT.
COWBOY — WHY QUIT.
SPOOKY TOOTH — WITNESS.
AMERICA — HAT TRICK.
RORY GALLAGHER — TATTOO.
DAVID BOWIE — PINUPS.
LOU REED — BERLIN.
LOGGINSAND MESSINA — FULLSAIL.
LOUDON WANWRIGHT — ATTEMTPED
MUSTACHE.
3. Viö notum auðlindasjóðinn til
að hlaupa undir bagga, ef stór
óhöpp ber að höndum, eins og t.d.
Vestmannaeyjagosið.
4. Viö notum hann til hjálpar
bændum, ef þeir verða fyrir gras-
bresti eða annarri óáran.
5. Við notum hann til að styðja við
bakiö á þjóöhagslega hagnýtunvv
iðnaði sem af breytilegum
ástæðum kann a lenda i
timabundnum erfiðleikum — og
til uppbyggingar nýrra iðngreina.
6. Og viö notum hann sem mikil-
vir.t hagstjórnartæki — en þau
skortir nú mjög.
Margir munu hugsa sem svo,
aö illgerlegt yrði að setja reglur
um notkun sliks auðlindissjóðs.
Hann yrði misnotaöur. Auðvitað
yrði hann misnotaður eitthvað.
Eru ekki flestir góðir hlutir mis-
notaðir — og koma að gagni
samt.
1 veiðiflotanum á sér nú stað
yfirþyrmandi sóun fjármagns og
vinnuafls., sem laga mætti með
auðlindaskattinum. Sem
skýringadæmi tek ég rækju-
bátana i Isafjarðardjúpi, þar sem
70 bátar og 140 menn veiða nú þá
rækju, sem helmingi færri bátar
og menn gætu auðveldlega
annazt.
Auðlindaskatturinn gæti lika
komið að nokkru i stað of hárra
tekjuskatta, sem nú eru farnir að
SKIPAUTGCRe RIKISINS
M/s Hekla
fer frá líeykjavík fimmtu-
daginn (i. þ.m. austur um
land i hringferð.
Vörumóttaka
mánudag og þriðjudag til
Austfjarðahafna, Þórshafn-
ar, Raufarhafnar, Húsa-
vikur og Akureyrar.
meina.
ýrva'-
ilikt
Cr>
BRIAN FERRY — THESE FOOLISH
THINGS.
TRAFFIC — ON THE ROAD.
ELTON JOHN — GOODBY YELLOW BRICK
ROAD.
WHO — QADRO PHENIA.
DAVID CASSIDY — DREAMS ARE NO-
THING MORE THEN WISHES.
PARTRIDGE FAMILY.
FAMILY — It’S ONLY A MOVIE.
CARPENTERS — THE SINGLES.
NEIL DIMOND — JONATHAN LIVING-
STONE SEAGULL.
BLACK OAK ARKANSAS — HIGH ON THE
HOCK.
J. GEILS BAND — LADIES INVITED.
SWEET — SWEET.
GREATFUL DEAD — WAKE OF THE
FLOOD.
MIKE OLDFIELD — TUBELARS BELLS.
HljómrieilrJ
verka andþjóðhagslega, eins og
ég áður nefndi.
Ég er viss um, að ekki yrði
erfiðara að setja viðhlýtandi regl-
ur um hagnýtingu svona
jöfnunarsjóös heldur en hvers
annars opinbers fjár, sem dregið
er saman og deilt út aftur af mis-
munandi sanngirni og hag-
kvæmni.
En þeir, sem ekki fallast á hug-
mynd mina um auðlindaskattinn,
sem sjálfsagt verða margir, geri
svo vel að koma með aðra betri,
sem sameinar þá brýnu þjóðar-
nauðsyn að stöðva verðbólguna
og bæta kjör hinna verst settu i
þjóðfélaginu.
t
Laugavegi 89:
Afgreiðslumenn
Viljum ráða afgreiðslumenn. — Ensku-
kunnátta nauðsynleg.
iiLossir—
Skipholti 35 • Símar:
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa
I
I
I
Dagblaðið Timinn
Aðalstræti 7
Reykjavik
Má leggja
ófrimerkt
i póst.
I
I
I