Tíminn - 25.01.1974, Page 3

Tíminn - 25.01.1974, Page 3
Föstudagur 25. janúar 1974. TÍMINN 3 Sauðárkrókur: Endurnýjun véla- og tækjakosts samlagsins G.J.-Ási, Vatnsdal. Tveir menn úr Vatnsdal fóru nýlega til heiða i sauðfjárleit. Þeir fundu enga kind, en aftur á móti fundu þeir eina hryssu með folaldi út f hólma á Friðmundarvatni, sem er milli Auðkúluheiðar og Grimstungu- heiðar. Vatnið varisilagtog hafði hryssan farið út i hólmann vegna þess að hann er lyngi vaxinn, en jarðlaust má heita i heiðunum. Sæmileg tið hefur verið norðan- lands, en haglitið og flestir tekið hross sin á gjöf. Nú er áætlað að tankvæða nær- sveitir Blönduóss, og verða mjólkurtankarnir sennilega teknir i notkun næsta sumar. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir: G. Legrenzi, G. Pergolesi, Durante, Mozart, Aulis Sallienen, Pál ísólfsson, Gabriel Fauré og A. Dvorák Valjakka kom fram á tónleikum hjá Sinfoniuhljómsveit íslands á fimmtudaginn, ásamt finnska söngvaranum Kim Borg. GÖ-Sauðárkróki-24/l — Nú standa yfir miklar framkvæmdir hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Verið er að endurnýja véla- og tækjakost samlagsins. Eru vélarnar fluttar inn frá Sviþjóð, og fjórir sænskir vélamenn vinna nú að uppsetningu vélanna með aðstoð frá verkstæðum kaup- félagsins, vélaverkstæði og raf- magnsverkstæði. Einnig er unnið að endurbótum á húsi mjólkur- samlagsins og verið að bæta aðstöðu starfsfólksins. Annast trésmiðaverkstæði K.S. þær viðgerðir. Mjólkurstöðin var byggð 1950 og flutti samlagið inn i stöðina 1951. Þá var mjólkurmagnið, sem samlagið tók á móti 2.064,710 litrar, en siðastliðið ár var mjólkurmagnið, sem samlagið tók á móti, 9.035,224 litrar. Árið 1951 störfuðu 11 manns i Mjólkurstöðinni, en nú 19 manns. Aætlað er, að framkvæmdunum ljúki um mánaðamótin april- marz. Eins og ofangreindar tölur sýna, hefur mikil framleiðslu- aukning orðið á mjólkurfram- leiðslusvæðinu á þessu timabili. Eru enda mikil þrengsli orðin i Mjólkurstöðinni, og munu for- ráðamenn Kaupfélags Skag- firðinga hyggja á endurbyggingu, áður en langt um liður. Mjólkursamlagsstjóri er Jóhann Sólberg Þorsteinsson. Ingólfur Arnarson, fánum prýddur viö bryggju f Reykjavík f gær. Vonandi reynist hann betur en sumir hinna fyrri Spánartogara. (Timamynd Róbert). Tónleika r og Arna LAUGARDAGINN 26. janúar verða haldnir tónleikar á vegum Tónlistarfélagsins i Reykjavik, kl. 3 i Austurbæjarbiói. Þar koma fram söngkonan Taru Valjakka og Árni Kristjánsson, pianó- r Taru Valjakka Kristjánssonar Fundu enga kind en eina hryssu leikari. Taru Valjakka er finnsk óperusöngkona, sem stundaði nám hjá frú Lahja Linko árið 1964 og var þá ráðin að finnsku óper- unni. Hún kenndi söng við Sibeliusarakademiuna árin 1966- 68 og hlaut önnur verðlaun i al- þjóðlegri söngkeppni i Brasiliu árið 1967. Framhaldsnám stundaði hún m.a. hjá Erik Werba og Gerald Moore. Hún hefur sungið á fjölmörgum tónlistar- hátiðum og i útvarp og sjónvarp viða um lönd. Fjársöfnun fyrir holdsveika SÍÐASTI sunnudagur i janúar er alþjóðlegur hjálpar- og bæna- dagur fyrir holdsveika og ber nú upp á 27. jan. Franski sendi- herrann á islandi er forgöngu- maður fyrir almennri fjársöfnun hér á landi til styrktar holds- veikum, með aðstoð Rauða kross islands og Hjálparstofnun kirkj- unnar. Féð, sem safnast, rennur til hjálparstofnunar I Paris, Ordre de la Charité, sem mannvinurinn Raoul Follereau veitir forstöðu. Rúmlega 15 milljónir manna eru enn holdsveikir i heiminum og aðeins 3 milljónir njóta læknis- hjálpar. Holdsveikin er einkum útbreidd i fátækum löndum og má segja að fátækt og holdsveiki haldist i hendur. Siðasta holdsveikitilfellið á íslandi kom upp 1957 og enn eru tveir holdsveikisjúklingar á Kópavogshæli, en fyrir löngu læknaðir. Um siðustu aldamót voru um 200 sjúklingar hér á landi. Stærsta skref til að útrýma sjúkdómnum var, þegar danskir Oddfellowar létu reisa Laugar- nesspitala. Ástand i fátækum löndum i Afriku og Asiu er eins og var hér, heilbrigðir menn hafa neikvæða afstöðu gegn holdsveikum og þeir sem sýkjast leyna þvi i lengstu lög til að forðast útskúfun. Þvi lengur sem dregst að veita hjálp, þvi erfiðara er að lækna- sjúk- dóminn. Árlegur meðalakostn- aður á hvern sjúkling er aðeins um 3 dollarar, eða um 270 islenzkar. Landsmenn eru hvattir til að taka söfnuninni vel, minnugir þess að með 300 króna framlagi greiða þeir meðalakostnað eins sjúklings i heilt ár. Landsbankinn veitir framlögum móttöku i öllum afgreiðslum sinum og i Giró- reikning nr. 455. Einnig má senda framlög til Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða krossins, svo og taka prestar við fram- lögum næsta sunnudag. Allar kvittanir og giróseðlar skulu bera með sér áletrunina „Gjöf til holdsveikra”. Söfnunin stendur yfir alla næstu viku. gbk. Taru Vaijakka Franski sendiherrann á tslandi, Jacques de Latour Dejean á fundi með fréttamönnum. Timamynd: Róbert. Arni Kristjánsson Stálu keðiunum af bílnum Klp—Reykjavík. — t fyrri viku voru tveir menn á leið milli Akur- eyrar og Húsavikur á bifreiðum sinum. Þegar komið var i Fnjóskadal var veðrið það vont, að ekki var komizt lengra á bilun- um og skildu mennirnir þá báða þarna eftir. Þegar veðrið skánaði fóruþeir til að ná i þá, en þá höfðu bilarnir staðið þarna i nokkurn tima. Þegar að var komið kom i ljós, að búið var að stela útvarpstæki og segulbandstæki úr öðrum bilnum, og af hinum hafði verið skrúfuð af útvarpsstöngin og keðjunum stolið undan bilnum. Fyrirgreiðsla vegagerðarinnar við Sverri Runólfsson Vegargerðaráform Sverris Runólfssonar komu til um- ræðu á Aiþingi sl. þriðjudag, er Björn Jónsson samgöngu- ráðherra svaraði fyrirspurn frá Bjarna Guðnasyni um þau efni. Taldi Bjarni, að em- bættisvaldið i kerfinu kæmi i veg fyrir að Sverrir fengi að sýna, hvað hann gæti og að kannað yrði notagildi vega- gerðaraðferðar Sverris. Björn Jónsson sagði, að sú fyrirgreiðsla, sem Sverrir Runólfssou hefði fengið hjá Vegagerðinni væri alls ekki verri en aðrir aðilar hefðu fengið. Hún væri þvert á móti mun betri. Vegagerðin hefur úthlutað Sverri vagarkafla uppi á Kjalarnesi, eins og kunnugt er. Þar má liann reyna aðferð sina, og mun Vegagerö rikisins hafa boði/.t til að greiða út- lagðan kostnaö við verkið, og ennfremur að lána Sverri þau tæki, sem stofnunin hefur um- ráð yfir. Hér er óneitanlega vel boðið. Verklýsingu vantar En þar sem Vegagerðin ætlar að greiða útlagðan kostnað við verkið, er ekki óeðlilegt, að hún óski eftir kostnaðaráætlun, byggðri á verklýsingu, svo að unnt sé að gera scr i hugarlund fyrir- fram, hve mikiö verkið muni kosta. Þessa verklýsingu hefur Sverrir ekki getað látið i té. Verður að teljast ótrúlegt, að hann geti ekki fengið ein- hvern til að rita hana niður eftir sér, þar sem hann hefur talað mjög fjálglega um að hann þekki hvcrt handtak við slikt verk, og fullyrt um kostn- að og fl. i þvi sambandi. Björn Jónsson sagði, að þrátt fyrir alla fyrirgreiðslu Vegagerðarinnar víð Sverri Runólfsson, hefði ekki bólað á þvi, að hann ætlaði að hefjast handa. Það eina, sem Sverrir hefði lagt fram, væri einhvers konar vegagerðarvél, sem hann kcypti i Kanada og mun hafa kostað svipað og gömul dráttarvél. Gæti komið bændum illa Þjóðviljinn skýrði frá þvi i fréttum i gær, að þegar farið sé að bera á afgreiðsludrætti á vörum frá Bretlandi. Eins og kunnugt er, rikir nú mjög alvarlegt ástand i Bretlandi vegna orkuskorts, og hefur verið tekin upp 3ja daga vin nuvika. Blaðið hafði m.a. samband við Dráttarvélar hf. Liggja fyrir hjá félaginu hátt á annað hundrað pantanir á dráttar- vélum og er von á tugum pantana i viðbót fyrir sumarið. Er fyrirsjáanlegt, að ekki verður hægt að af- greiða allar þessar pantarnir á þeim tima, er ráðgert var, og ef þetta ófremdarástand i Bretlandi heldur áfram, gæti orðið erfiöleikum bundiö að fá þessar vélar yfirleitt til lands- ins. Þá er mikil hætta á, að erfitt muni reynast að fá vara- hluti i brezkar dráttarvélar á þessu ári. Fyrirtækið á að visu stóran varahlutalager, en haldist 3ja daga vinnuvika fram eftir árinu, er hætt við afgreiöslutregðu frá . verk- smiðjunum, og mun þá vara- hlutalager t'ljótt ganga til þurrðar. lfins vegar mun ekki enn Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.