Tíminn - 07.02.1974, Side 7
Fimmtudagur 7. febrúar 1974.
TÍMINN
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Áskriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
Meðalvegurinn
í viðtali, sem sjónvarpið átti við Guttorm
Hansen, forseta norska Stórþingsins, lýsti
hann m.a. þeirri skoðun sinni, að mikilsvert
væri fyrir þjóð að geta haft sem mesta sam-
stöðu um utanrikismál sin. Þá ályktun mætti
m.a. vel draga af þeim mikla klofningi, sem
orðið hefði i Noregi um afstöðuna til Efnahags-
bandalags Evrópu. Guttorm Hansen lét einnig
i ljós þá skoðun, að erlend herseta hlyti alltaf
að vera mjög vandasamt og viðkvæmt mál.
Þessi ummæli Guttorms Hansen eru ekki sizt
athyglisverð vegna þess, að hann er i hópi
þeirra Norðmanna, sem telja eftirlitsstöð hér
mikilsverða vegna Norðmanna.
Afstaðan til hersetunnar hefur alltaf verið
viðkvæmt deilumál hér, og menn hafa skipzt
um hana, án tillits til flokka. Eðlilegt er, að
þessi deila sé mjög á dagskrá nú, þar sem allir
flokkar eru sammála um, að timabært sé orðið
að endurskoða varnarsamninginn, en sitt sýn-
ist hverjum um tilganginn. Skrif Morgunblaðs-
ins benda t.d. til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn
vilji heldur auka hersetuna en draga úr henni,
en skrif Þjóðviljans benda til þess, að Alþýðu-
bandalagið vilji ekki veita Atlantshafsbanda-
laginu neins konar þjónustu, sem máli skiptir.
Þannig er langt milli þeirra sjónarmiða, sem
eru yzt til hvorrar handarinnar.
Nauðsynleg þjóðarsamstaða fæst aldrei með
þvi, að fylgt sé forskrift annars hvors þess
aðila, sem yzt stendur til annarrar hliðarinnar.
Hér gildir það, eins og i svo mörgum viðkvæm-
um stórmálum, að finna verður meðalveg, sem
getur fullnægt sjónarmiðum meginþorra al-
mennings og tryggir jafnframt hagsmuni
landsins. Þetta er tilgangurinn með tillögum
utanrikisráðherra. Með þeim er stefnt að þvi,
að landinu sé tryggð nægileg vernd, án lang-
varandi hersetu.
Þetta er tvimælalaust eini vegurinn til að
tryggja viðtæka þjóðareiningu um lausn þessa
vandasama og viðkvæma máls. Fleiri og fleiri
gera sér lika ljóst, að hér verður að fara
meðalveginn, eins og gert var á Alþingi árið
1000.
Risaveldin
1 sjónvarpsviðtalinu við Guttorm Hansen
lýsti hann þeirri skoðun sinni, að bætt sambúð
risaveldanna, þ.e. Bandarikjanna og Sovét-
rikjanna, væri mikilvægasti atburðurinn i al-
þjóðamálum á siðari árum. Þessi bætta sam-
búð var áréttuð, sama kvöldið og Guttorm Han-
sen lét þessi orð falla, en þá var skýrt frá þvi i
Washington, að Nixon forseti myndi fara i
heimsókn til Sovétrikjanna siðar á þessu ári.
Skýrast kemur þetta þó i ljós i sameiginlegri
viðleitni risaveldanna til að leysa deiluna fyrir
botni Miðjarðarhafsins.
Fyrir Islendinga er sérstök ástæða til að
fagna bættri sambúð risaveldanna, þvi að hún
dregur úr hættunni á Norður-Atlantshafi. Hún
er aukin trygging þess, að hvort þeirra um sig
mundi ekki aðhafast neitt það, sem geti talizt
ganga á hlut hins. Hún getur orðið upphaf að
samkomulagi þeirra um vigbúnaðinn þar.
Þ.Þ.
• t: ---t
ERLENT YFIRLIT
Camara faer friðar
verðlaun fólksins
AAiklar deilur í Noregi um nóbelsverðlaunin
Helder Camara
NÆSTKOMANDI sunnudag
gerist sögulegur atburður i
Osló, þegar brasiliska
biskupnum, Helder Camara,
verða afhent friðarverðlaun
fólksins. Undanfarnar vikur
hefur farið fram almenn fjár-
söfnun til verðlaunanna i
Noregi, Finnlandi, Sviþjóð,
Danmörku, Vestur-Þýzka-
landi, Hollandi, Belgiu og
Italiu. 1 Noregi hafa þegar
safnazt um hálf milljón
norskra króna, og i Vestur-
Þýzkalandi 200 þúsund marka.
Þótt verðlaunin verði afhent á
sunnudaginn, verður söfnun-
inni haldið áfram til febrúar-
loka. Samkvæmt ósk Helder
Camara verður verðlaunun-
um skipt i ávisanir, sem hann
mun framvisa til ýmissa
góðgerðarfélaga og hjálpar-
stofnana i Brasiliu. Rikis-
stjórn Brasiliu hefur, eftir
miklar vangaveltur, veitt
Camara leyfi til að fara úr
landi, og mun hann koma til
Oslóar snemma á sunnudags-
morgun. Þaðan heldur hann á
mánudaginn til Sviss, þar sem
hann mun taka þátt i fræðslu-
ráðstefnu, sem verður haldin
um málefni þróunarlandanna.
Verðlaunin verða afhent,
áður en söfnuninni lýkur, af
tveimur ástæðum. önnur er
sú, að Camara á 65 ára af-
mæli i dág, og þötti rétt að
verðlaunaafhendingi'n færi
fram sen næst afmælisdegin-
um. Hin er sú, að afhendingin
þykir likleg til að vékja
athygli á söfnuninni og ýta
undir hana.
Eins og kunnugt er, hefur
Helder Camara öðlazt frægð
fyrir andspyrnu sina gegn
einræðisstjórn hersins i
Brasiliu og baráttu fyrir bætt-
um kjörum og auknum
réttindum alþýðu þar.
Stjórnarvöldin hafa reynt eftir
megni að einangra hann sem
mest og ófrægja, en ekki
treyst sér til að fangelsa hann
vegna stöðu hans innan
kirkjunnar og þess álits, sem
hann nýtur utan Brasiliu.
Afhending verðlaunanna
mun fara fram á hinn hátið -
legasta hátt. Brynulf Bull,
borgarstjóri Oslóar, mun setja
athöfnina, en meðal ræðu-
manna verður Bergfrid Fjose,
sem var kirkju- og mennta-
málaráðherra i stjórn
Korvalds, og á nú sæti á þingi
fyrir Kristilega flokkinn. Þá
mun Oslóarbiskupinn Kare
Stöylen flytja ávarp.
ÞAÐ ER tilefni umræddrar
verðlaunaveitingar að
nefndinni, sem úthlutar
friðarverðlaunum Nóbels,
bárust margar áskoranir um
að veita Camara friðar-
verðlaunin fyrir 1973, en
meirihluti nefndarinnar féllst
ekki á það heldur skipti þeim á
milli helztu sáttamanna i
Vietnamdeilunni þ.e. þeirra
Kissingers og Le Duc Tho.
Kissinger hefur látið sendi-
herra Bandarikjanna taka við
sinum hluta verðlaunanna og
mun láta hann renna til
hjálparstarfsemi, en Le Duc
Tho segist ætla að draga það
að taka á móti sinum hluta,
unz friður sé kominn á i Viet-
nam.
Þessi úthlutun friðar-
verðlaunanna vakti meiri
deilur i Noregi en dæmi eru
um áður. i skoðanakönnun.
sem fram fór nokkru eftir út-
hlutunina, lýstu aðeins 11%
sig fylgjandi henni. Minni-
hlutinn i uthlutunarnefndinni
þeir Einar Hovdhaugen, sem
er stórþingsmaður fyrir Mið-
flokkinn, og Helge Rognlien,
sem er formaður Vinstri
flokksins, sögðu sig báðir úr
nefndinni i mótmælaskyni. I
framhaldi af þessu kom til
sögunnar hugmyndin um
friðarverðlaun fólksins, sem
Camara hlyti. Hún hlaut strax
góðar undirtektir meðal al-
mennfngs, og var þvi sett á
laggirnar nefnd málsmetandi
manna til þess að beita sér
fyrir henni. Sérstök áherzla
var lögð á það, að hún hefði
ekki á sér neinn pólitiskan
blæ.
Meirihluti nefndarinnar, sem
veitti þeim Kissinger og Le
Duc Tho verðlaunin, skipuðu
Aase Lionæs, sem iengi hefur
átt sæti á þingi fyrir Verka-
mannaflokkinn, John Sanness,
framkvæmdastjóri Norsk
Utenrikspolitisk Institut, og
Bent Ingvaldsen, fyrrverandi
forseti Stórþingsins og einn af
leiðtogum norska Ihalds-
flokksins. Þessir
þremenningar hafa sætt
harðri gagnrýni. Þótt út-
hlutunarnefndin eigi að starfa
leynilega, hefur það eigi að
siður kvisazt út, að
Hovdhaugen og Rognlien
lögðu upphaflega til, að
Camara fengi verðlaunin, en
Ingvaldsen vildi veita þau
Nixon forseta. Sanness bar
fram tillöguna um þá
Kissinger og Tho. Aase Lionæs
féllst á þá tillögu, og kaus
Ingvaldsen þá heldur að veita
þeim verðlaunin en Camara.
SAMKVÆMT reglum um
friðarverðlaun Nóbels, kýs
norska Stórþingið fimm
manna nefnd, sem úthlutar
verðlaununum. Úrskurður
nefndarinnar er endanlegur.
Siðan fyrsta úthlutunin fór
fram lúOl.hefur það ekki gerzt
fyrr en nú, að nefndin hafi
klofnað opinberlega um út-
hlutunina. Hins vegar hefur
nefndin oft verið ósammála,
og niðurstaðan þá orðið sú. að
ekki væri um neinn hæfan
verðlaunahafa að ræða.
Úthlutin hefur þá fallið niður.
Þetta hefur gerzt ekki
sjaldnar en 18sinnum. Stund-
um hafa deilur i nefndinni
verið leystar á þann veg, að
skipta verðlaununum á milli
tveggja manna. Alls hefur
verðlaununum verið úthlutað
54 sinnum, og hafa 69 menn
hlotið þau.
Brottför þeirra Hovdhaugen
og Rognlien úr nelndinni
getur valdið alvarlegri deilu á
Stórþinginu. Sumir vilja láta
kjósa að nýju i stað þeirra, en
samkvæmt venju eiga vara-
menn að taka við, en þeir eru
nú Sjur Lindebrække, sem er
fyrrverandi stórþingsmaður
fyrir Ihaldsflokkinn, og Egil
Aarvik. sem er þingmaður
fyrir Kristilega flokkinn. Þá
vilja enn aðrir, að nefndin
verði öll kosin að nýju, en
meirihlutinn neitar að segja
af sér. Kjörtimabil Sanness og
Ingvaldsen rennur út á næsta
ári en kjörtimabil Lionæs er
til 1977.
Þær hugmyndir hafa m.a.
komið til sögu, að rangt sé. að
allir nefndarmennirnir séu
norskir, þótt norska þingið
kjósi þá. Það kom m.a. til
greina, að neíndin væri skipuð
mönnum úr öllum heimshlut-
um. T.d. væri aðeins einn
nefndarmanna frá Noregi.
sem yrði eins konar fulltrúi
Vestur-Evrópu og Banda-
rikjanna. einn frá Austur-
Evrópu. einn frá Afriku. einn
frá Asiu og einn frá Suður-
Ameriku. Það þvkir ekki lik-
legt, að þessi hugmynd fái
verulegt fylgi i Stórþinginu.
Hins vegar ala menn tais-
verðar áhyggjur i brjósti i
sambandi við úthlutunina, þvi
að haldist áfram verulpgar
deilur um hana, getur hún
hætt að þjóna tilgangi sinum
og fólk hætt yfirleitt að taka
hana alvarlega. Það hefur t.d.
verið gagnrýnt. að verðlaunin
hafi aldrei verið veitt
manni frá sósialisku landi. Ef
til vill hafa þau Sanness og
Lionæs haft þessa gagnryni i
huga, þegar þau skiptu
verðlaununum á milli þeirra
Kissingers og Tho.
Enn er ekki ráðið, hvort
almennar umræður verða um
þessi mál i Sto'rþinginu. en
þær gætu orðið mjög heitar.
Margir þingmenn vilja þvi
komast hjá þeim. Sumir óttast
jafnvei. að miklar deilur um
þessi efni i Stórþinginu. gætu
leitt til þess, að Nóbelsstofn-
unin svipti Stórþingið réttin-
um til að kjósa úthlutnar-
nefndina. Heldur þykir það þó
ótrúlegt.
Eftir það, sem nú hefur
gerzt. verður það áreiðanlega
ekki auðvelt verk að úthluta
friðarverðlaununum á þessu
ári.
Þ.Þ.