Tíminn - 16.02.1974, Page 2

Tíminn - 16.02.1974, Page 2
2 TÍMINN Laugardagur lfi. febrúar 1974. Laugardagur 16.febrúar 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Ef þú ert í viðskiptalifinu, mun kvöldið fá þér næg umhugsunarefni, annars eiga Vatnsberarn- ir yfirleitt að taka til athugunar í dag allar þær hugmyndir, sem gætu komið að gagni varðandi stöðu þeirra og velgengni, Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Fréttirnar, sem þér berast i dag, eru mikilvæg- ari en þu gerir þér grein fyrir til að byrja með, og þú skalt endurskoða afstöðu þina. Þú kynnist að likindum nyju og skemmtilegu fólki, sem verður þér til mikillar ánægju. Hrúturinn (21. marz—19. april) Þessir dagar hafa veriðafskaplega heppilegir tii að hefja undirbúning langferðalaga, jafnvei fara i slik ferðalög, og sért þú ekki þegar búinn að gera ráðstafanir skaltu nota daginn til þess. Anægjulegt kvöld. Nautið (20. april—20. mai) Það er eins og einhver eða einhverjir, sem búa fjarri þér, muni minnast þin sérstaklega i dag, eða hafa ánægjulegt samband við þig, og hvort sem það er i sambandi við það eða ekki, verður kvöldið allavega sérlega ánægjuiegt hjá þér. Tviburarnir (21. maí—20. júní) Það er afskaplega mikilvægt að huga vandlega að fjármálunum i dag. Þú skalt ekkert vera feiminn við að gera þér grein fyrir þvi, að þú verður að gera átak, og það ekkert litið, ef ekki á illa að fara og það bráðlega. Krabbinn (21. júni—22. júli) Þú ættir ekki að tortryggja einhvern vin þinn eða kunningja, sem vill þér afskaplega vel. Þú átt i einhverri smáflækju, sem þú skalt greiða úr og varast að láta á nokkurn hátt flækja þér inn i deilumál annarra. Ljónið (23. júli—23. ágúst) Láttu ekki stjórnsemina ná yfirhöndirini i dag. Þú skalt ekki gera neitt það, sem aðrir geta tekið sem afskiptasemi, það verður bara lagt út á verri veg. Hitt skaltu gera, að umgangast þina nánustu meira en þú hefur gert upp á siðkastið. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Það litur út fyrir, að einhver mál hafi farið aflaga hjá þér innan fjölskyldunnar upp á siðkastið, og þetta er mjög heppilegur dagur til þess að laga þau. Þó er ekki að vita, nema kvöldið bjóði upp á einhverja erfiðleika. Vogin (23. sept.—22. okt.) Þú ættir að treysta vinum þinum og skyldmenn- um meira en þú hefur gert að undanförnu. Það er ýmislegt, sem þú getur gert til þess að hafa þau sambönd i góðu lagi, og þú skalt ekki láta neitt tækifæri i þá átt ganga þér úr greipum i dag. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þú ættir að sýna samstarfsmönnum þinum meira traust en þú hefur gert að undanförnu, og þó aðallega tillitssemi. Það bætir ekki aðeins andrúmsloftið á vinnustaðnum heldur verður það til að styrkja afstöðu þina til muna. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þetta er afskaplega einkennilegur dagur fyrir margra hluta sakir. Fyrri hluti hans verður hinn skemmtilegasti, en svo er rétt eins og þú verðir fyrir einhverju óhappi, sem klúðrar seinni hluta dagsins gjörsamlega. Steingeitin (22. des.—19. jan.) Þetta er enginn sérstakur dagur, en þó er aldrei að vita, nema þú getir gert þér hann nokkuð góð- an, ef þú tekur þig til f andlitinu og hressir upp á skapið og gamlan kunningsskap. En farðu var- lega i fjármálunum i dag. Bókhaldsaðstoð með tékkafærslum BÚNAÐARBANKINN REYKJAVÍK jffi, H, mL M, ffl!! Im ffl í: Iffi m Athugasemd við þingræðu Stefán Jónsson, varaþing- maður og kennari, flutti smá kennslustund inn i sali Aiþingis fimmtudaginn 31. janúar s.l. Brá hann þar á það ráð, sem oft hefur dugað kennurum til vinsælda, að krydda mál sitt sögum. Nú er það svo, að þjálfaður sögumaður velur að jafnaði söguefni sitt með hliðsjón af þroska og smekk áheyrenda og verður þvi að gera ráð fyrir að Stefáni hafi þótt sögu- efnið við hæfi á stað og stundu. Ekki verður freistað að meta, hversu Stefáni hafi hér dugað dómgreindin, en þeir, sem utan þingdyra standa og hafa heyrt óminn af máli Stefáns i fjöl- miðlum, eru furðu lostnir yfir þeim rógi, sem þingmaðurinn þótti sæma að bera á stofnun þá, sem hann starfar fyrir — Lauga- skóla i S.-Þingeyjarsýslu —nem- endur skólans og fyrrverandi starfslið. Má raunar segja, að ummælin séu sjálfdæmd dauð og ómerk i eyrum allra þeirra, sem til þekkja, og áéu höfundi sinum einum til vansæmdar. Þess vegna þurfi þar ekki fleiri orð um. En stundum hafa menn lygina fyrir sannleika, ef þeir ekki vita betur, og þvi þykir okkur nauðsyn, að orðum Stefáns sé mótmælt. A þessu ári er háif öld liðin, siðan hafin var bygging Lauga- skóla. Frá upphafi hefur skólinn notið starfskrafta margra ágætra manna, ýmissa þeirra um langt árabil. Eftir þriggja mánaða bú- setu i Þingeyjarsýslu og jafn langan starfstima við Lauga- skóla, reynir Stefán Jónsson að ata stofnunina auri með tilefnis- lausum og tilhæfulausum áburði á hendur starfsmönnum skólans, og velur sali Alþingis til iðjunnar. Með þessum fáu orðum viljum við sem gamlir nemendur Héraðsskólans á Laugum, lýsa megnustu vanþóknun okkar, og vonandi allra eldri sem yngri nemenda og starfsfólks skólans, á þeim ábyrgðarlausu vinnu- brögðum og þeirri takmarka- lausu rætni, sem i orðum þing- mannsins felst. „Komi þessi skitur aldrei til landsins framar”, sagði Björn i Lundi og henti hrossaskitsköggli i sjóinn, þegar óþarfur héraðsbúi að hans dómi, lagði frá Akur- eyrarbryggju. Nú hefur Stefán ýtt á flot. Kemur hann aftur? Gamlir Laugameim Akurevri Varðberg á Akureyri boðar tii ALAAENNS FUNDAR í Sjólfstæðishúsinu á Akureyri sunnudaginn 17. febrúar Fundarefni: VARNIR ÍSLANDS OG VESTRÆN SAMVINNA Varðberg Eftirtaldir menn flytja óvörp og erindi og svara fy rirspu rnum: Bárður Halldórsson menntaskóla kennari Bjarni Einarsson bæjarstjóri Björn Bjarnason fréttastjóri Markús Örn Antonsson ritstjóri HUSGAGNAVIKA 1974 i LOK APRÍLMANAÐAR, dag- ana 18.-28. munu Húsganga- meistarafclag Reykjavikur og Meistarafélag húsgagnabólstrara efna til húsgagnasýningar i sýningarhöllinni i Laugardal. Húsgagn-avika er nafnið, sem sýning þessi hefur hlotið, og erþetta þriðja sýningin, sem ofangreind félög gangast fyrir. Þetta eru þó ekki einu tiðindi, heldur munu Félag húsgagna- og innahússarkitekta, Húsgagna- meistarafélag Reykjavikur og Meistarafélag húsgagnabólstrara efna til samkeppni um nýjar hús- gagnagerðir. Tilgangurinn með þessari sam- keppni er að hvetja til nýsköpun- ar hugmynda að húsgögnum og styrkja þannig islenzkan hús- gagnaiðnað til að mæta aukinni samkeppni, jafnt á heimamark- aði, sem hugsanlegum út- flutningsmarkaði. Áherzla verður lögð á húsgögn sem henta fjöldaframleiðslu og eru af háum tæknilegum og fagurfræðilegum staðli, en um leið samkeppnishæf hvað verð- samanburð snertir. Æskilegt er að tillit sé tekið til pökkunar og geymslu húsgagnanna. Þátttaka i samkeppni þessari er heimil öllum islenzkum rikis- borgurum og er þannig ekki bundin við félagsmenn Félags húsgagna- og innanhússarki- tekta, Húsgagnameistarafélag Reykjavikur eða Meistarafélag húsgagnabólstrara. Tillögur sem sendar eru sam- keppninni, verða að veranýjar, þ.e. þær verða að vera áður óþekktar og mega ekki hafa verið birtar, hvorki á íslandi né annars staðar. Þær verða ennfremur að vera eign þess, sem þær sendir og enginn annar má hafa neinn rétt á þeim. Þátttakendur taka sjálfir ábyrgð á þvi að þessu sé fram- fyigt- Til viðurkenningar verður var- ið þrjú hundruð þúsund krónum, og samkeppnisgögn fást afhent á skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna. Ætlazt er til, að skilafrestur verði tii 1.-5. april. .1 S Vú tvr.- S y-x i. -v ;■ \ • v Félagsráðgjafi |j Fræösluskrifstofa Reykjavikur óskar eftir aö ráða félagsráðgjafa til starfa i 0 Sálfræðideild skóla. ,yí Laun samkv. kjarasamningi Reykjavikurborgar. jyj Starfsreynsla eða sérþjálfun æskileg. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Sálfræði- hýíi deildar skóla, simi 21430. .v Umsóknum sé skilað til Fræðsluskrifstofu Reykjavik- -frj ur, Tjarnargötu 12 fyrir 20. marz n.k. i>*/ ''M'i’ .v* Þrjátíu til fjörutíu fermetra ÞURRT geymslupláss fyrir gömul blöð óskast til leigu. Upplýsingar í síma 26-500. 1 14444 2 muíim 25535 BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTUN

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.