Tíminn - 16.02.1974, Page 7
Laugardagur 16. febrúar 1974.
TÍMINN
7
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Ilelgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Áskriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
V___________________ J
Búnaðarþing
Búnaðarþing hóf störf sin að þessu sinni
siðastliðinn mánudag. Það mun að vanda ræða
ýmis þau mál, sem nú eru efst á baugi hjá
bændum, eins og t.d. endurskoðun á lögum um
ræktunar- og húsagerðarsamþykktir i sveitum,
m.a. með það fyrir augum að styrkja rekstrar-
grundvöll ræktunarsambandanna. Fyrir
Alþingi liggja nú allmörg mál, sem Búnaðar-
þing hefur fjallað um, og bera þau þess
glöggan vott, að það er mikilsvert, að sér-
fróður aðili hefur athugað þau og endurbætt
áður en Alþingi hefur fengið þau til meðferðar.
Það léttir verulega störf Alþingis. Þetta er
aðeins eitt dæmi um þýðingarmikið hlutverk
Búnaðarþings. Fyrir bændastéttina hefur
Búnaðarþing þó vafalitið haft mest áhrif á
þann hátt, að það hefur haft frumkvæði að fjöl-
mörgum nýjungum á ýmsum sviðum land-
búnaðarmála. Þvi er óhætt að fullyrða, að það
gegnir þýðingarmiklu hlutverki fyrir bænda-
stéttina.
Meðal þeirra mála, sem Búnaðarþing hefur
fjallað um og nú liggja fyrir Alþingi, ber
framar öðrum að nefna frumvarp til nýrra
jarðalaga.Markmið þess er að koma i veg fyrir
brask með jarðir og landeignir utan skipu-
lagðra þéttbýlissvæða og tryggja nýtingu
þessa lands i samræmi við hagsmuni sveitar-
félaga og þeirra manna, sem landbúnað
stunda. Þá er stefnt að þvi, að tekið verði rétt-
mætt tillit til þeirra, sem æskja útivistar á um-
ræddum svæðum. I ræðu þeirri, sem formaður
Búnaðarfélags Islands, Ásgeir Bjarnason al-
þingismaður flutti, þegar hann setti Búnaðar-
þing, vék hann m.a. að þvi, að það hefði lengi
verið talið einn helzti styrkur bændastéttarinn-
ar i réttindabaráttunni að hafa eignarrétt á
landi. Framvinda þessara mála i seinni tið,
hafi ekki verið bændastéttinni nógu hagstæð,
einkum er varðar hlunnindajarðir. Það er ósk
min og von, sagði formaður Búnaðarfélags
íslands, að jarðalagafrumvarpið, þegar að
lögum verður, bæti aðstöðu bænda og sveitar-
félaga i þessum efnum og tryggi þjóðinni hag-
kvæma búvöruframleiðslu i framtiðinni.
í setningarræðu sinni brá formaður
Búnaðarfélags upp skemmtilegum myndum af
þvi, sem hægt er að gera i ræktunarmálum.
Hann nefndi Gunnarsholt og Hallormsstað. í
Gunnarsholti blasir nú búsældin við hvert sem
litið er. Ræktun, sauðfé, nautgripir og hross
eru þar sem áður voru gróðurlausir sandar.
Þá er ekki siður ánægjulegt að sjá hvað Skóg-
rækt rikisins hefur áorkað á Hallormsstað. Það
er glöggt vitni þess, hvað hægt er að gera þar
sem skilyrði eru fyrir hendi.
Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra
ávarpaði Búnaðarþ. við þingsetninguna. Hann
minnti m.a. á, að tekjur bænda hefðu farið
verulega batnandi siðustu árin, miðað við
aðrar stéttir, og væri nú minna tekjubil milli
þeirra og annarra en áður hefði verið. Bændur
hafa ótvirætt hagnazt á breyttum og bættum
stjórnarháttum i málum þeirra.Þá er þaðekki
siður mikilvægt, sem landbúnaðarráðherra gat
um i ræðu sinni að minna er nú hnjóðað i land-
búnaðinn, þvi að ný viðhorf hafa sýnt gildi
hans enn ljósara en áður. Þó mun framtiðin
leiða mikilvægi landbúnaðarins enn betur i
ljós. Þ Þ.
Bruce Russel, The Guardian:
Auðkýfingur, sem
fer huldu höfði
Tekst ákæruvaldinu að klófesta Howard Hughes?
ÞEGAR hvað mest leynd
hvildi yfir ferli Howards
Hughes, skömmu eftir að hon-
um var smyglað um miðja
nótt úr höfuðstöðvum sinum i
Las Vegas, kom fram maður,
sem sagðist hafa séð hann ær-
ið tröllslegan ásýndum, með
hár i mittisstað og átta þuml-
unga langar negiur á fingrum
og tám.
Nokkrir menn hafa séð
Hughes siðan og lýsing þeirra
bregður upp sennilegri mynd,
en ekki eins æsilegri. Lýsing
þeirra ber heim við litið
breytta mynd af þessum
magra og kurteisa auðjöfri,
sem hvarf af almannafæri
fyrir tveimur áratugum.
Meginmunurinn felst i skeggi
með van Dyke-sniði, heyrnar-
tæki og hærum i tinnusvörtu
hárinu.
Hið fasta handtak Texasbú-
ans er samt við sig. Þeir
menn, sem fluttir hafa verið
til felustaðar Hughes til þess
að ræða við hann, segja hann
hafa jafn traust tök og áður á
viðskiptaveldi sinu, jafnt
spilavitum, flugfélögum,
geimiðnfyrirtækjum, námu-
greftri sem fasteignaviðskipt-
um.
EINRÆÐISHÆTTIR
Hughes og laumuspil i við-
skiptum hefir löngum valdið
þvi, að fyrirtæki hans hafa
þótt grunsamleg og orðið að
sæta lögsóknum. Hann hefir
að jafnaði stjórnað fjármála-
veldi sinu gegnum sima úr
fjarlægð, en sjaldan hefir
hann átt jafn greinilega i vök
að verjast og nú.
Samrikisréttur hefir gefið út
skipun um að Hughes mæti
fyrir rétti i Las Vegas til þess
að svara til saka um samsæri
og hlutabréfasvik. Hann gæti
átt yfir höfði sér tuttugu ára
fangelsisdóm, ef hann reynd-
ist sannur að sök. Hughes
dvelst greinilega á Bahama-
eyjum og embættismenn
dómsmálaráðuneytisins
viðurkenna, að erfitt muni
reynast að fá hann framseld-
an.
Hughes kann að hafa þarna
lagakrók á móti bragði, en
ekki hefir ávallt farið vel á
með honum og yfirvöldunum á
Bahamaeyjum. Hann fór i
skyndingu frá eyjunum i
febrúar 1972, þar sem fjórum
af aðstoðarmönnum hans
hafði verið visað úr landi af
þvi að þeir höfðu ekki full-
nægjandi skilriki sem innflytj-
endur.
HUGHES hefir ávallt neitað
að mæta fyrir rétti, en hefir
eigi að siður tekizt að halda
fyrirtækjum sinum á réttum
kili.
Frægasta barátta hans gegn
þvi að mæta i réttarsal var
háð árið 1969. Fyrirtækið
Trans World Airlines, sem
hann hafði áður haft á valdi
sinu, vann þá gegn honum
mál, þar sem það krafðist 145
milljón dollara greiðslu fyrir
meint misferli.
Hughes neitaði statt og stöð-
ugt að mæta fyrir rétti, varði
málið, flækti og áfrýjaði unz
það kom fyrir hæstarétt, þar
sem hann fékk snúið vörn i
sókn og sér dæmdar bætur.
En i þvi máli, sem nú
stendur yfir, er hann i fyrsta
sinn sakaður um beinan glæp.
Málið snýst um uppkaup flug-
félagsins Air West árið 1966,
en það var þá á heljarþröm.
Hughes er sagður hafa boðið
46 þúsund dollara hlutabréf i
fyrirtækinu til sölu á tveimur
dögum. Hann og fjórir að-
stóðarmenn hans eru ákærðir
fyrir að hafa lækkað verð
hiutabréfanna af ráðnum hug.
HUGHES stafar tvenns
konar hætta af kæru þessari.
Neiti hann að mæta fyrir rétti
er unnt að gefa út úrskurð,
sem geri hann sekan mann
áður en málið kemur fyrir
dóm.
Fyrirtæki Hughes, Summa
Corporation, neitar að hann sé
sekur. ,,Hughes tók aldrei
sjálfur neinn þátt i þeim við-
skiptum eða samningum, sem
ákæran snýst um”, segir i til-
kynningu fyrirtækisins.
Embættismenn þeir, sem
fara með rekstur spilavita i
Nevada, hafa látið i veðri
vaka, að þeir kunni að neyðast
til að taka til endurskoðunar
leyfi Hughes til reksturs sjö
spilavita, sem hann á i fylk-
inu, ef hann verður .dæmdur
sekur. Spilaviti þessi spanna
nálega einn fimmta slikrar
starfsemi i fylkinu. Hughes á
fleiri spilaviti, meira land og
veitir meiri atvinnu en nokkur
annar maður i Nevada.
Haft er eftir embættismanni
samrikisins, að leyfi Hughes
til að reka sjónvarpsstöðina
KLAS i Las Vegas kunni að
verða endurskoðað eins og
rekstrarleyfi spilavitanna.
TIMARITIÐ Fortune telur
eignir Hughes nema 1200
milljónum dollara. Aörir aðil-
ar telja þær rúmlega tvöfalt
meiri, eða nema 2500 milljón-
um dollara.
Eignir Hughes i hlutafélög-
um hafa tekið gifurlegum
breytingum frá einum tima til
annars. Hann hefir ýmist
eignast eða losað sig við kvik-
myndaver og tröllaukin flug-
félög.
Hughes hóf viðskiptaferil
sinn sem eigandi hins arð-
sama fyrirtækis Hughes Tool
Company, sem hafði einka-
leyfi á oliuborum, en það
fyrirtæki hafði hann tekið i arf
eftir föður sinn. Þetta fyrir-
tæki seldi hann fyrir rúmu ári.
Fifldirfska er einn af eigin-
leikum Hughes og hann reyndi
sjálfur flugvélar, sem hann
smiðaði á árunum 1940 til 1950.
Hann varð að nauðlenda nýrri
flugvél árið 1946 og þá munaði
minnstu að hann færist. Nú að
undanförnu hefir hann snúið
sér að gervihnöttum, námu-
greftri á hafsbotni og boðist til
að lána Lockheed Corporation
1000 milljónir dollara, en það
fyrirtæki er á heljarþröm.
Námugröftur á djúpsævi er
ævintýralegasta uppátæki
Hughes. Skipið Glomar Ex-
plorer er senn tilbúið að sigla
til hafsvæða við Suður-
Ameriku. Það er búið dælum
til þess að soga upp sýnishorn
af góðmálmum frá hafsbotni.
MARGIR af þeim erfiðleik-
um, sem Hughes á nú við að
striða, eiga rætur að rekja til
félagsslita, sem urðu i við-
skiptaveldi hans árið 1970. Þá
rak hann Robert Maheu,
framkvæmdastjóra viðskipta
sinna i Nevada. Svo er að sjá
sem hann hafi leitað til
Bahamaeyja af ótta við
afleiðingar þessa tiltækis.
Ræmdur rithöfundur, Clif-
ford Irving að nafni, notfærði
sér hina miklu leynd, sem
hvildi yfir ferli Hughes, og
setti saman bók, sem átti að
vera ævisaga hans. Hughes
kom þá fram i svip og hélt
blaðamannafund i sima, þar
sem hann neitaöi sannleiks-
gil^i ævisögunnar, sem Irving
hafði sett saman. Þessi afneit-
un leiddi til þess, að Irving
hlaut fangelsisdóm.
Hughes viðhafði á
blaðamannafundinum ýmis
ummæli um Maheu. Hann
brást hinn versti við, kvað
■ummælin ærumeiðandi og
krafðist 173 milljón dollara
skaðabóta. Hughes svaraði
með gagnkæru, þar sem hann
sakar Maheu um misferli
meðan hann var
framkvæmdastjóri viðskipt-
anna i Nevada.
Hughes sagði einnig á
blaðamannafundinum: ,,Er
ég þá sæll og ánægður? Nei þvi
fer fjarri”. Hann kvað
ástæðuna þá, að hann gæti
ekki farið frjáls ferða sinna
fyrir lögsóknum og bætti við:
,,Ég vil ekki eyða ævinni i
réttarsal, þar sem ég verð
fyrir áreitni og ofsóknum
óánægðs starfsmanns, sem ég
hefi rekið”.