Tíminn - 16.02.1974, Qupperneq 13

Tíminn - 16.02.1974, Qupperneq 13
Laugardagur 16. febrúar 1974. TÍMINN 13 Verið að hagræða geymi á þilfari, svo að krani gæti lyft honum upp á bryggju. — Ljósmynd: Stefán Pedersen. Fyrirferðarmesta stykkið, sem lyft hefur verið yfir borðstokk á Króknum Árekstur á loðnu- miðunum —hs—Rvik. Það mun einkum hafa verið gáleysi, sem olli árekstri loðnuskipanna Sigfúss Bergmanns og Baldurs KE . en þeir rákust saman, þegar báðir voru að reyna við sömu torfuna. Tildrög árekstursins var sá, að hvorugur skipstjóranna mun hafa séð skip hins, og báðir verið með skottið úti, þ.e tilbúnir til að kasta. Baldur var hálfnaður með kastið, þegar skipstjóri hans áá Sigfús Bergmann og kallaði i tal- stöðina. Sigfús reyndi að forðast árekstur, en tókst ekki, og gekk stefni Baldurs talsvert inn i siðu hans, ofan sjávarmáls. Mun Sigfús Bergmann talsvert skemmdur og veiðir liklega ekki meiri ioðnu á þessari vertið. RAFLAGNIR samvirki framleiðsiusamviimufélag RAFVXRKJA framleiðslusam BARMAHLIÐ 4 sími 15-4-60 BARMAHLlÐ 4 sími 15-4-60 annast ALLAR ra-flagnir OG viðgerðir I r. ANNAST allar RAfLAgMIR og VIÐGBRÐIR 0. P.IN ÞEKKTUSTU \ AAERKI ISVflffVB/c) norðurlanda B4TTEFBER TUDOR 7op RAF- GEYAAAR 6 og 12 volfa Sönnak og Tudor Rafgeymar jafnan fyrirliggjandi ARMULA 7 - SIMI 84450 GÓ—Sauðárkróki. — Fyrir skömmu kom Helgafell hingað með stærsta stykki, sem nokkurn tima hefur verið skipað hér upp. Voru það mjólkurgeymar handa mjólkursamlaginu, 10,4 metrar á hæð og fjórir metrar á breidd, en Skagfirðingar eru nú mjög að vélvæða mjólkuriðnaðinn. Krani var fenginn frá Akranesi til þess að ná geymunum af skipsfjöl og koma þeim upp á bryggjuna, en naumast var, að hann hefði afl til þess, svo þungir og fyrirferðarmiklir voru þeir. Tókst það ekki fyrr en sett hafði verið undir geymana og þeir færðir út að borðstokknum. Geymarnir biða enn á hafnar- garðinum, en verða seinna færðir að mjólkursamlaginu, þar sem þeir verða reistir. Iceland Review: 1974 verður reynsluór, veglegt þjóðhótíðarblað Upplag verður stærra, tölublöð færri en vandaðri SP-Reykjavík, — útgefendur og ritstjórar tímaritsins Iceland Review, þeir Heimir Hannesson og Haraldur J. Hamar, hafa nú ákveðið að halda áfram útgáfu ritsins á þessu ári, þjóðhátiðar- árinu. Það verður eins konar reynsluár, hvað áframhaldandi útgáfu snertir, en vegna erfiðra aðstæðna höfðu þeir Heimir og Haraldur vart séð annað ráð en að hætta útgáfu ritsins siðast liðið haust, sem um leið var 10. útgáfuár þess. Sagði Heimir, er viðhöfðum tal af honum, i gær, að hins vegar væri óhjákvæmilegt, að tölublöð ritsins 1974 yrðu færri en verið hefur á undanförnum árum (þau hafa að jafnaði verið fjögur á ári) Aftur á móti yrði upplag stærra af hverju tölublaði til þess að gera útgáfuna hagkvæmari, og yrði ritið e.t.v. einnig stærra og vandaðra. — Burtséð frá öðru, heföi okkur þótt miður skemmtilegt að þurfa að hætta útgáfu Iceland Review einmitt nú á þjóðhátiðarárinu, sagði Heimir. Það sem liggur að baki ákvörðunar okkar, er hinn mikli skilningur og vinsemd, sem hinir ýmsu aðilar hafa sýnt útgáfunni og geysilegur áhugi þeirra á Bændur Við seljum dráttar- vélan búvélar og allar tegundir vörubila BÍLASALAN Bræöraborgarstig 22 Simi 26797. áframhaldi hennar. Er okkur þetta mikið fagnaðarefni. Opin- berir aðilar, t.d. flugfélögin og út- flutningsaðilar, hafa sýnt þessu máli mikinn skilning, og höfum við borið undir þá þær hug- myndir, sem við höfum um til- högun ritsinSá þessu reynsluári. Allmargir aðilar eiga þó enn eftir að tjá sig endanlega um þær, sagði Heimir ennfremur. Fyrsta tölublað Iceland Review 1974, sem koma mun út einhvern tima á útmánuðum, verður helg- að þjóðhátiðinni. Sagði Heimir, að það gæti orðið upp undir 100 lit- prentaðar siður, auk fréttablaðs, sem fylgt hefur hverju tölublaði á undanförnum árum. Ekkert liggur á þessu stigi fyrir um framhaldið á útgáfunni að loknu þessu ári. — Enda þótt allir aðilar hefðu ekki tjáð sig endan- leg um þessa ákvörðun okkar, gátum við hreinlega ekki beðið lengur með hana, vegna þess geysilega tima, sem þarf til undirbúnings hvers tölublaðs. Hvernig til tekst, verðum við svo að meta siðar á þessu ári sagði Heimir. Þá sagði hann, að þeir hefðu ástæðu til að halda, að opin- berir aðilar og útflutningsaðilar myndu auka kaup sin á ritinu. Iðnnemar vilja aðild að lánasjóðnum MANUDAGINN 11. febrúar sl. hélt Skólafélag Iðnskólans i Reykjavik félagsfund, þar sem m.a. var til umræðu barátta iðn- nema fyrir aðild nemenda i fram- haldsdeildum skólans að Lána- sjóði islenzkra námsmanna. Á fundinn komu fulltrúar Iðn- nemasambands Islands, og fjöll- uðu þeir um lánasjóðinn og frum- varp til laga um námslán og námsstyrki, sem nú liggur fyrir Alþingi. Einnig fjölluðu þeir um þær breytingar, sem nú eiga sér stað á iðnnámi i þá átt að leggja niður meistarakerfið, þ.e. nám á vinnustað, og færa námið inn i iðnskólana. 1 LOK FUNDARINS VAR SAMÞYKKT EFTIRFAR- andi alyktun: "Félagsfundur i Skólafélagi Iðnskólans i Reykjavik, haldinn 11. febrúar 1974, krefst þess, að iðnnemar i verknámsdeildum I.R. fái nú þegar á yfirstandandi Alþingi, aðild að Lánasjóði is- lenzkra námsmanna. Fundurinn bendir á þær breyting- ar á iðnnámi, sem nú eiga sér stað i þá átt að leggja niður „meistarakerfið” og taka upp iðnnám i skólum, og telur aðild áðurnefndra nema að L.t.N. for- sendu fyrir að sú breyting geti orðið að veruleika i raun.” Auglýsið í Tímanum Auglýsing um nauðungaruppboð á minkabúrum i vörzlu Arctic»mink h.f. Ósi, Skilmannahreppi, Borgarfjarðar- sýslu. Samkvæmt heimild i 54. grein laga nr. 59 1969 og eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik verða 104 minkabúr sem eru i vörzlu Arctic-mink að Cýsi, i Skilmannahreppi, seld á nauðungaruppboði til lúkningar kröfum um aðflutningsgjöld tolla og sölu- skatts auk vaxta og alls kostnaðar. Uppboðið fer fram að Ósi mánudaginn 25. febrúar 1974 kl. 15. Borgarnesi 14. febrúar 1974. Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu Ásgeir Pétursson. Auglýsing eftir framboðs- listum í lögum félagsins er ákveðið, að kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og varamanna skuli fara fram með allsherj- aratkvæðagreiðslu og viðhöfð listakosn- ing. Samkvæmt þvi auglýsist hér með eftir framboðslistum og skulu þeir hafa borizt kjörstjórninni i skrifstofu félagsins eigi siðar en þriðjudaginn 19. þ.m. kl. 17 og er þá framboðsfrestur útrunninn. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli minnst 20 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórnin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.