Tíminn - 15.03.1974, Qupperneq 4
4
TÍMINN
Föstudagur 15. marz 1974.
Bæn föðursins
— Ég óska ekki annars en aö
dóttir min fyrirgefi mér, áður
en ég dey, segir Ricardo Scicol-
one, en hann er gamall og sjúk-
ur maður, faðir Sophiu Loren.
Ricardo stökk frá fjölskyldu
★
sinni og skildi hana eftir um-
hirðulausa, þegar Sophia var
lltil telpa. Þegar hún óx upp,
vildi hún ekkert við föður sinn
tala, þótt hann gerði ýmislegt til
þess að ná sambandi við hana.
Hún hefur aldrei viljað hitta
hann, en nú er hann sem sagt
orðinn gamall og farlama mað-
ur, og. óskar ekki annars en að
dóttir hans fyrirgefi honum, áð-
ur en hann lendir i gröfinni.
★
Franska riddaraliðið vann eitt
sinn stórsigur i sjóorustu. Þetta
átti sér stað með þeim hætti, að
riddaraliðsmenn fóru á harða-
stökki á hestum sinum yfir isi-
lagt Zuyder Zee og réðu niður-
lögum hollensks flota, sem lá
þarna frosinn fastur i isinn.
Þetta merkilega atvik i hersögu
þjóðanna átti sér stað á átjándu
öld.
★
Hann hitti Titti á ný
Karl Gústaf Sviakonungur fór
til Innsbruck með vinkonu sinni
Sylviu hinni þýzku, og þar
skemmtu þau sér á skiðum um
tima. Þegar skiðaferðinnni lauk
fór konungurinn til London, en
Sylvia varð reyndar eftir i Inns-
bruck. Ekki var konungurinn
lengi einsamall i London. Þar
hitti hann gömlu vinkonuna
sina, hana Titti Wachtmeister,
sem er þar fræg ljósmynda-
fyrirsæta. Þau eyddu saman
hverri stund, sem iaus var og
þau þurftu ekki að sinna öðrum
mikilvægari hlutum. Þau
brugðu sér i leikhús og fóru á
veitingastaði. Stundum voru
Konstantin fyrrum Grikkjakon-
ungur og Anna Maria i fylgd
með þeim, og i eitt skiptið var
þessi mynd tekin. — Við erum
mjög góðir vinir, sagði Titti,
þegar hún var spurð um sam-
band hennar og konungsins. —
Karl Gústaf hringir alltaf til
min, þegar hann kemur til
London.
Ljón sem
kvikmyndaleikari
Flestir yrðu skelfdir ef þeir sæju
ljón leika lausum hala, þvi að
oftast er grunnt á rándýrseðl-
inu, jafnvel þó að ljón séu kölluð
tamin, eða hafa vanizt umgangi
við menn. En ljónið hérna á
myndinni var talið meinlaust
eins og góður heimilisköttur,
svo vel tókst að temja það. Það
★
var i eign kvikmyndafélags i
Hollywood og „lék* i fjölda
mörgum kvikmyndum og aldrei
kom fyrir að það reyndi að gera
nokkrum manni mein, enda
fæddist það og ólst upp i dýra-
garði og var vanið og þjálfað af
úrvals dýratemjurum. Það er
nú ekki lengur á lifi, en hér er
gömul mynd af þvi, þegar það
var á hápunkti „leikaraferils”
sins.
★
Lítil stúlka en
stór veiði!
Patsy Barclay heitir 14 ára
stúlka i Newcastle i Astraliu.
Hún er heldur betur ánægð með
sig þessa dagana. Hún fór með
sinu fólki á sjó til veiða og fékk á
öngulinn 90 kilóa þungan hákarl
og eftir þriggja tima þrotlausa
baráttu gat hún ráðið niðurlög-
um skepnunnar, sem siðan var
dregin til lands. Það þykir alveg
sérstakt að þetta skyldi takast
hjá Patsy, að veiða þennan
stóra hákarl alveg ein og án
hjálpar, en það gerði hún að þvi
að sagt er i fréttinni. Hákariinn
var, eins og áður segir, 90 kiló,
en stúlkan sjálf ekki nema 39
kiló, þvi að hún er litil og grönn,
— mismunurinn á veiðinni og
veiðikonunni er þvi 51 kiló!
Patsy hélt daginn hátiðlegan
með þvi að fá fri úr skólanum og
láta innrita sig á námskeið fyrir
sjóstangaveiðimenn.
Q
— Hér kastar maður ekki upp á það — maður segir
annaðhvort JÁ eða NEI!
— Ekki þennan, þetta er hattur-
inn minn.
— Og hér kemur svo vögguvisa
Brahms!
DENNI
DÆMALAUSI
Allar flengingar
ma: ima!
eru slæmar.