Tíminn - 15.03.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. marz 1974.
TÍMINN
5
Stefnubreyting Sjálfstæðis
flokksins í varnarmálum
Úr ræðu Hannesar Jónssonar blaðafulltrúa á fundi stúdentaráðs
SVO SEM kunnugt er af fyrri
fréttum efndi Stúdentaráð Há-
skóla Islands til umræðufundar
um herstöðvarmálið að Hótel
Sögu s.l. sunnudag. Framsögu-
menn voru Einar Agústsson,
utanrikisráðherra, Geir Hall-
grimsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, og Magnús Kjartans-
son, iðnaðarráðherra. Hefur Tim-
inn þegar birt ræðu Einars
Agústssonar, en alls tóku 14
manns þátt i umræöunum, auk
frummælenda.
A meðal ræðumanna i frjálsu
umræðunum var Hannes Jóns-
son, blaðafulltrúi rikisstjórnar-
innar. Hóf hann mál sitt með þvi
að spyrja Geir Hallgrimsson,
hvenær Sjálfstæöisflokkurinn
hefði samþykkt að breyta stefnu
sinni i öryggis- og varnarmálum?
Sér vitanlega lægi engin lands-
fundarsamþykkt fyrir i þessa
veru. Nú hefði Geir Hallgrimsson
hins vegar i ræðu sinni á fundin-
um birt sjö stefnupunkta i
öryggis- og varnarmálum, sem
fela i raun og veru i sér, að hann
vilji varanlega hersetu á Islandi,
einnig á friðartimum. Sér vitan-
lega væri þetta i ósamræmi við
landsfundarsamþykkt Sjálf-
stæðisflokksins i málinu og i fullu
ósamræmi við yfirlýsingar fyrr-
verandi formanna Sjálfstæðis-
flokksins, Ólafs Thors og Bjarna
Benediktssonar, sem jafnan
hefðu lagt á það áherzlu, að á Is-
landi skyldi ekki vera her á frið-
artimum. ,,Þess vegna langar
mig að spyrja,” sagði Hannes,
„hvort fundarmönnum ber á lita
á þessa sjö punkta Geirs Hall-
grimssonar sem hans einka-
sjónarmið, eða ber að lita á þá
sem breytta stefnu Sjálfstæöis-
flokksins i öryggis- og varnar-
málum? Sé hinu siðara haldið
fram, þá væri fróðlegt að vita,
hvenær og hvaða stofnun Sjálf-
stæðisflokksins hefði samþykkt
slika stefnubreytingu?”
Innrásin i
Tékkóslóvakíu
landfræðilegrar legu Islands,
hugsjónalegrar samstöðu okkar
með vestrænum lýðræðisrikjum
og efnahagslegra samskipta okk-
ar við Atlantshafsrikin. Samhliða
framkvæmd þessarar stefnu væri
gert ráð fyrir áframhaldandi
vinsamlegum samskiptum og
viðskiptum við önnur riki.
Megum ekki frjósa i við-
horfum liðins tíma
Þessu næst benti H.J. á mikil-
vægi þess, að við íslendingar lét-
um ekki frysta okkur i gömlum
viðhorfum kaldastriðsins við
mótun og framkvæmd utanrikis-
stefnu okkar. Við mættum vera
minnugir þess, að innan Atlants-
hafsbandalagsins væru aðeins
fimmtán riki, en innan Varsjár-
bandalagsins aðeins átta eða niu
A-Evrópuriki, Þriðji hópurinn —
hlutláusu rikin — væri langtum
stærri. T.d. hefði fjórða ráðstefna
hlutlausra rikja verið haldin i Al-
geirsborg dagana 5.-9. september
1973. Þá ráðstefnu hefðu sótt 75
riki. Benti Hannes á, að þessar
þjóðir hefðu stutt okkar hagsmuni
á alþjóðavettvangi i sambandi við
landhelgismálið og að við ættum
að gefa þeim langtum meiri
gaum en við hefðum gert fram að
þessu, enda væru okkar höfuð-
andstæðingar i okkar stærsta
hagsmunamáli, landhelgismál-
inu, innan NATO, þótt vonir stæðu
til þess að Atlantshafsrikin væru
nú farin að sjá að sér og mundu
vonandi fylgja þeirri stefnu á
alþjóðavettvangi, að strandriki
hefði rétt til 200 milna efnahags-
lögsögu og 12 milna landhelgi.
1 framhaldi af þessu benti
Hannes á, að við mættum ekki
gleyma þvi, að alþjóðamálin
væru i stöðugri þróun. Rússar,
Bretar og Bandarikjamenn hefðu
verið bandamenrv gegn Þjóðverj-
um og Japönum i siðustu heims-
styrjöld og stofnskrá Sameinuðu
þjóðanna bæri þess greinilega
merki. Nú væru Japanir og Þjóð-
verjar á hinn bóginn orðnir með
bestu bandamönnum
Bandarikjamanna. Þróun
alþjóðamála fæli i sér stöðuga
framvindu, eins.og þetta og bætt
sambúð Bandarikjanna og Sovét-
rikjanna og Bandarikjanna og
Kina sýndi, svo og öryggisráð-
stefnan i Genf, afvopnunarráð-
stefnan i Vinarborg og breytt við-
horf sósiölsku stórveldanna hvors
til annars. Allt þetta þyrftum við
að hafa i huga i sambandi við
framkvæmd utanrikis- og varn-
armálastefnu okkar, svo og það
að nú væri friðvænlegra i heimin-
um en oftast áður. Gæfist þvi sér-
UM ÞESSar mundir dvelst hér á
landi D.J. Foskett, yfirbóka-
vörður kennaraháskólans í
Málverkasýningu
Sigurðar
••
Orlygssonar
á Akureyri lýkur
um helgina
Sýningu Sigurðar örlygssonar,
listmálara á Akureyri, lýkur nú
um helgina. Sýningin, sem haldin
er i Myndsmiðjunni, Gránu-
félagsgötu 9, hefur verið vel tekið
nyrðra og þykir mönnum fengur
að þvi að fá unga málara til að
koma norður til að sýna.
A sýningu Sigurðar eru 22 verk,
öll máluð á þessu og síðasta ári,
og eru myndirnar flestar til
sölu. JG.
stakt tækifæri til þess nú að vinna
að brottför hersins frá Keflavik i
samræmi við tillögur Framsókn-
arflokksins, sem utanrikisráð-
herra hefði lýst á fundinum.
Kvaðst Hannes trúa þvi, að hin
breiða miðja i islenzku þjóðfélagi,
meginþorri þjóðarinnar, mundi
geta fallist á lausn öryggis- og
varnarmálanna einmitt á grund-
velli þeirrar stefnu.
Léleg frammistaða
Geirs
Það vakti sérstaka athygli á
fundinum, að þegar Geir Hall-
grimsson reyndi að svara fyrir-
I.ondon (London University
Institute of Education), og mun
hann halda fyrirlcstra hér og
kenna á námskeiðum i bóka-
safnsfræðum við Iláskóla tslands
næsta mánuð. D.J. Foskett kem-
ur hingað að ósk kennara i bóka-
safnsfræðum við H.t. og i ráði er,
að hann leiðbcini þeim um fram-
tiðarskipulagningu þessarar
námsgreinar við H.t.
D.J. Foskett er viðkunnur
spurnum Hannesar Jónssonar fór
hann aiiur undan i flæmingi og
gat ekki bent á neina samþykkt
Sjálfstæðisflokksins um stefnu-
breytingu. Reyndi hann þó að
klóra yfir frumhlaup sitt með þvi
að vitna i meira og minna óljósar
skýringar Bjarna Benediktssonar
á hugtakinu friðartimar, sem
túlka má á tvo vegu.
fræðimaður á sinu sviði, hann
hefur m.a. verið fenginn til að
kenna bókasafnsfræði i Brasiliu
og skipuleggja bókasafnskerfi i
Vestur-Afriku.
D.J. Foskett hefur ritað marg-
ar bækur, einkum þó um flokkun
og upplýsingamiðlun, en
kunnastur er hann þó e.t.v. fyrir
að semja sérstök flokkunarkerfi
fyrir sérbókasöfn og visinda-
stofnanir.
Sumarbústaður
við Meðalfellsvatn, með veiðiréttindum,
er til sölu.
Vandaður bústaður.
Þeir sem hafa áhuga leggi nafn og sima-
númer inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 20.
þ.m. merkt „Sumarbústaður 1969”
Fyrirlestrar og námskeið
í bókasafnsfræðum
Þessu næst vék Hannes að þeim
þætti i ræðu Greins Hallgrims-
sonar, þar sem hann fjallaði um
Tékkóslóvakiu. Hafði G.H. spurt i
ræðu sinni: ,,Er nokkur hér inni,
sem trúir þvi að Tékkar ráði
nokkru um það, hvort sovézkur
her er i Tékkóslóvakiu eða fer
þaðan”?
I þessu sambandi kvaðst Hann-
es vilja skýra frá þvi, að hann
hefði dvalið i Moskvu á árunum
1966 til 1969 og fýlgzt mjög vel
með sovézkum fjölmiðlum i ágúst
1968.1 þeim hafði það komið mjög
skýrt fram, að sovétmenn hefðu
réttlætt innrásina i Tékkósló-
vakiu með þeirri meginröksemd,
að miðstjórn sovézka Kommún-
istaflokksins hefði borizt undir-
skriftarskjöl frá vinum þeirra i
Tékkóslóvakiu, þar sem skorað
hefði verið á þá að senda sovézka
herinn inn i Tékkóslóvakiu þeim
til hjálpar.
Stefna Framsóknar far-
sælust
Þessu næst vék Hannes að þeim
þætti i ræðu Geirs Hallgrimsson-
ar, þar sem hann hafði talað um
að i varnarmálunum væru aðeins
tvær stefnur. önnur væri sú, sem
vildi varið land, hin óvarið land.
Hannes benti á, að þetta væri
rangt. 1 þessari framsetningu for-
manns Sjálfstæðisflokksins væri
eingöngu getið um öfgarnar til
beggja handa. Fleira en svart og
hvitt væri á litaborðinu. Þriðja
stefnan væri stefna Framsóknar-
flokksins i málinu, sem Einar
Agústsson, utanrikisráðherra,
hefði lýst fyrr á fundinum. Sam-
kvæmt þeirri stefnu væri gert ráð
fyrir þvi, að við yrðum að
óbreyttu ástandi áfram i NATO,
herinn færi frá Keflavik i áföng-
um en flugvélar Bandarikja-
manna fengju lendingarleyfi,
lendingaraðstöðu og þjónustu á
Keflavikurflugvelli.
Þessi stefna tæki fullt tillit til
DOMUR:
☆ Stuttir og siðir
kjólar
☆ Stutt og sið pils
☆ Kápur með
loðkraga
☆ Rússskinns-
jakkar með
og án kraga
☆ Flauelsbuxur
með háum
streng
☆ Blússur úr
indverskri
bómull
HERRAR:
☆ Föt með og
án vestis
☆ Flauels-
smókingar
☆ Leðurjakkar
4 gerðir
☆ Cotton-buxur
☆ Stöku sumar-
jakkarnir eru
komnir
☆ Skyrtur - Ný
sending
☆ Einlitar
peysur
...........«......
Sendum gegn póstkröfu hvert sem ér
Bankqstræti 9 - Sími 11811