Tíminn - 15.03.1974, Qupperneq 7

Tíminn - 15.03.1974, Qupperneq 7
Föstudagur 15. marz 1974. TÍMINN 7 850 BILANIR i BANDA RfSKUM KJARNORKU' VERUM Á RÖSKU ÁRI Enn eitt hneykslismáliö er nú komið upp vestur i Bandarikjun- um, að þessu sinni i kjarnorku- málanefnd þeirra þar vestra. Opinber rannsóknarnefnd, sem skipuð var til að kanna máleíni kjarnorkumálanefndarinnar, segir, að möguleikarnir á stór- felldum bilunum i kjarnorkuver- um séu mun meiri, en menn höfðu gert sér i hugarlund. Á aðeins rúmu ári áttu sér stað 850 bilanir i 30 kjarnorkuverum. Formælandi rannsóknar- nefndarinnar (AEC Tast force re- port: Study of the Reactor Licensing Process) segir, að margar af þessum bilunum hafi verið svo alvarlegar, að þær hafi truflað eðlilegt eftirlit með öðrum kjarnorkuverum. I álitsgerð rannsóknarnefndar- innar segir, að 40% bilananna megi rekja til mistaka við hönnun kjarnorkuveranna, sem leitt hafi til alvarlegra verksmiðjugalla. — Það má fara nærri um, hvernig ástandið verður orðið á næsta áratug með sama áfram- haldi, en þá verða kjarnorkuverin að sjálfsögðu mun fleiri en þau Sykur gegn olíu Rikisstjórn Indverja hefur nú uppi ráðagerðir i þá veru að nota sykur sem vopn i baráttu sinni fyrir bættum efnahag landa sinna. Sykurframleiðsla Indverja er allveruleg, og er áætlað, að i ár muni þeir flytja út milli 300.000 og 500.000 tonn af þessu góðgæti, sem við Is- lendingar eigum vist heims- met i að hakka i okkur. (Munið eftir hausatölunni margnefndu). Indverjar hyggjast reyna að flytja út 4,5 milljónir tonna af sykri fram til októ- bermánaðar, en litlar vonir standa til að það takist. Þessar áætlanir Indverja um útflutningsaukningu eru til komnar vegna stóraukins oliuverðs, en undanfarið hef- ur verð á oliu fjórfaldast. Má á þessu sjá, að það er ekki hvað sizt á hinum vanþróuðu löndum, sem oliukreppan bitnar. A siðastliðnu ári nam sykur- uppskeran á Indlandi 3,9 milljónum tonna, en af þeim fóru 250.000 tonn i útflutning. Fjármálaráðherra Ind- lands óttast, að vegna hækk- andi olluverðs neyðist Ind- verjar til að stórauka út- flutning á ýmsum vöruteg- undum, sem þeir mega illa við að missa, svo sem sem- enti, flutningaáhöldum, stáli, járni og úrvals hris- grjónum, sem ætla mætti að Indverjar hefðu fulla þörf fyrir i öllu sinu hungurvol- æði. Á siðasta ári fluttu Ind- verjar u.þ.b. 100.000 tonn af hrásykri til Bretlands og Bandarikjanna, en þau 150.000 tonn, sem þar bættust við sykurútflutninginn fóru til Malasiu, Bangla Desh, Ir- ans, Indónesiu og fursta- dæmanna við Persaflóa. PHL eru nú, sagði formælandi rann- sóknarnefndarinnar. Og hann bætti þvi við, að sum kjarnorku- verin væru vart svo mikið sem at- hugunarhæf. — Tæknileg vandamál, bætti formælandinn við, eru ekki vön að vekja ugg i brjósti fólks, en þegar þau skjóta upp kollinum i kjarn- orkuverum, er engin ástæða til kæruleysis. Fram til þessa hefur verið talið, að áhættan við framleiðslu kjarn- orkuvopna væri óveruleg, eða u.þ.b. 1 á móti 1.000.000 . Nú þyk- ir sýnt, að hún sé mun meiri. Hverjar afleiðingarnar yrðu, ef eitthvað l'æri úrskeiðis, er erfitt að segja um, en varla yrðu þær yfirmáta gleöilegar, nema kannski fyrir þá, sem telja mann- kyninu bezt borgiö dauðu. GRÆNLEND- INGAR FÁ SÍMA DANIR fengu fyrir skömmu lán hjá Evrópska f járfestingarbankanum að upphæð sem svarar um 520 milljónum ísl. kr. til þess að greiða kostnað við að koma á simasambandi milli þorpanna á vestur- strönd Grænlands. Þegar framkvæmdum lýkur, verður komið á símasam- band allt frá Jakobshöfn í norðri suðurtil Nanortalik, og hægt verður að hringja frá þorpunum á vestur- ströndinni til Danmerkur, en til þessa hefur aðeins verið hægt að hringja innanbæjar,og ekki hafa aðrir bæir en Góðvon, sem er stærsti bær á Grænlandi, haft síma og telexsamband við Danmörku. Tækja búnaðinn kaupa Danir af Japönum, sem einnig leggja á ráðin um hina tæknilegu hlið málsins. Framkvæmdir eru raunar þegar hafnar, og i fyrra var komið á sambandi frá Friðriks- von yfir Góðvon til Sykurtopps- ins. A þessu ári er áætlað að lengja simanetið frá Sykur- toppnum til Holsteinsborgar og Syðri-Straumfjarðar. Næsta ár kemur röðin að Egedesminni og Diskóflóa og e.t.v. Umanak. ERÍTREA — póli tísk púðurtunna Ef til vill hafa menn ekki tekið eftir þvi i öllum gauragangnum, sem undanfarið hefur gengið yfir riki hins aldna keisara Haile Se- lassie, að auk fjölda ættbálka, eru tvær að ýmsu leyti ólikar þjóðir, sem byggja keisaradæmi öldungs þessa. Þar má nefnilega auk Eþiópiumanna, sem telja 21.000.000 manna finna tvær mill- jónir Eritreumanna. t landi þeirra, sem er nyrzti hluti rikisins er borgin Asmara, en i henni búa nær 180.000 manns, og er hún þvi næst stærsta borg rikisins. Það var einmitt i þessari borg, sem uppreisnin hófst nú á dögun- um. En sú uppreisn var ekki sú fyrsta, sem gerðhefur verið i Eri- treu á undanförnum árum. Það var árið 1962, sem Eritrea sameinaðist Eþiópiu með ein- róma samþykki hinna 68 fulltrúa á þingi Eritreu. Eritreumenn eru æfagömul þjóð. Fyrir 2000 árum var landinu stjórnað frá borginni Axus, og voru Eritreumenn þá i nánum tengslum við Araba, og einnig við Grikki. Seldu þeir bæði gull og reykelsi og svo fila, sem notaðir voru i hernaði. Eftir þvi sem sól hins Aust-rómverska heimsveldis hneig, minnkuðu samskipti Eri- treumanna við umheiminn, og svo fór að lokum, að þeir máttu gleymdir kallast. Það var svo ekki fyrr en Vasco da Gama fór sina frægu India- reisu á fimmtándu öld, að Eritrea losnaði úr einangruninni. Allt frá lokum miðalda hafa Eritreumenn átt i striði. Meðan land þeirra var hluti hins eþiópska furstadæmis Tigrai, áttu þeir I striði við innrásarheri frá Sómaliu. Egyptalandi, Tyrk- landi, Súdan og íoks ítalíu. Frá þvi 1890 og fram til 1936 var Eritrea Itölsk nýlenda. Þar á eftir var landið svo hluti hinnar itölsku Austur-Afriku. Það stóð þó ekki lengi, þvi árið 1941 hröktu Bretar ítali burt úr þessum heimshluta og varð draumur Mussolinis um endurreisn Rómarveldis upp frá þvi almennt aðhlátursefni. Um leið og Eritrea hafði verið frelsuð úr klónum á itölsku fasist- unum, byrjuðu stórveldin að rif- ast um framtið hennar. Það var úr, að Sameinuðu þjóð- unum var falin lausn vandans. Undir þeirra handarjaðri ákváðu Eritreumenn að sameinast Eþiópiu og mun það einkum hafa verið af. efnahagsástæðum. Það er nefnilega harla margt ólikt með Eþiópiumönnum og Eritreu- mönnum þó saga þeirra hafi oft viljað renna saman i einn farveg á undanförnum öldum. Það er t.d. eitt, að nær allir Eþiópiumenn játa kristni, en það gera aðeins 30% Eretreiumanna. Hinir játa Islam. Þar á ofan mæla þjóðirnar á ólikar tungur. Fram til ársins 1967 fór allt friðsamlega fram i Eritreu. En það ár flúðu 12.000 Eritreumenn til Súdan, eftir að heimili þeirra höfðu orðið fyrir sprengiárásum keisarans aldna i Addis Abeba. Fleiri hundruð manns ku hafa farist i þessum loftárásum, en aldrei hfur fengist neinn botn i það, til hvers þær voru gerðar. Upp úr þessu stofnuðu þjóð- ernissinnar i Eritreu með sér her. Frelsisher Eritreu. Her þessi taldi I upphafi 2000 manns, en er nú mun fjölmennari. Það getur þvi svo farið, aö frelsisher Eritreu eigi eftir að reynast Haile Selassie öllu skeinuhættari, en uppreisnar- menn I Eþiópiu sjálfri. PHL KYNNING Á MENNINGU SAAAA i NORRÆNA húsinu cr nú sifeilt unnið að undirbúningi kynningar þeirrar á Lappameningu, sem á að standa yfir 19. til 26. apríl n.k. Hér er rétt að vikja nokkuð að orðinu ,,Lappi”. Það orð má kallast úrelt og nú nær aldrei notað annars staðar á Norður- löndum. Þess i stað kemur orðið same samer, sem verður á is- lenzku Sami, Samar.Þaðorð nota Samarnir um sig sjálfa, og i sam- bandi við kynningu þá, er að ofan getur, verður orðið Sami, og orð leidd af þvi, alls staðar notað. ,,Samavikunni” var hagað á likan hátt og færeysku vik- unni siðastliðið vor, þar verða sýningar, kvikmyndir, fyrir- lestrar, tónleikar o.s.frv. Stund- um er talað um, að menning Samanna sé að deyja út, en þess sjást mörg merki, að sú fullyrðing á sér ekki stað. Vissu- lega neyðast margir Samar til að hverfa frá hinum hefðbundna at- vinnuvegum, hreindýrahaldinu og fiskiveiðunum, og verða þá að gefa sig að öðrum störfum. En málið, lisfviðhorfið og hinar gömlu listgreinar þeirra lifa áfram og þróast, einnig meðal þeirra Sama, sem hafa flutzt til bæja og borga. Segja má, að nú sé eiginlega að koma fram á sjónarsviðið fyrsta kynslóð Sama, sem i er fólk, sem hlotið hefur háskólamenntun og getur sjálft gengið fram fyrir skjöldu og krafizt réttar til handa Sömum, málfarslega, menningar legs og stjórnarfarslegs. Samamenning sú, sem kynnt verður á Samavikunni, verður fyrst og fremst menning þeirra, eins og hún er nú. Nær 15 Samar taka þátt i kynningunni, og er ekki að efa, að þeir muni lifga svip Reykjavkur með hinum fallegu og skrautlegu búningum sinum. Af atriðum úr dagskránni má geta um listsýningu þar sem listamenn frá Noregi, Sviþjóð og Finnlandi taka þátt. Einnig verður heimilisiðnaðarsýning, bókasýning, þar sem veröa bækur um og eftir Sama frá samska bókasafninu i Karasjok, og enn- fremur verða til sýnis þjóðfræði- munir úr Tromso-safni. Meðal fyrirlesara má nefna fil. dr. Israel Ruong frá Uppsalaháskóla en hann er sérfræðingur um tungu og bókmenntir Sama, og listamanninn Iver Jaks frá Kautokeino, sem mun tala um myndlist og listiönað Sama. Enn- fremur koma fyrirlesarar frá Tromso-safninu og Norrænu Samastofnuninni i Kautokeino, sem er alveg nýtekin til starfa. 1 hópnum verða einnig margir færir listamenn. Meðal þeirra er söngvarinn Nils-Aslak Valkepaa frá Karesuanto i Finnlandi. Hann mun ásamt einum þekktasta jasstónlistarmanni Finnlands halda tvenna tónleika á Sama- vikunni. Samavikan i Norræna húsinu er skipulögð i samráði við nokkrar af eigin menningarstofnunum Samanna, svo sem lýðhásóla þeirra i Jokkmokk og Norrænu Samastofnunina. Alf Isak Keskitalo. deildarstjóri við Samastofnunina, kom nýlega til Norræna hússins til aö ræða at- riði dagskrárinnar. <3 SAMVIRKI Barmahlíð 4 ASími 15-4-J60 Alf Isak Keskitaio, deildarstjóri við Norrænu Samastofnunina er hingað kominn til þess að undirbúa „Samavikuna” Hér er hann ásamt Maj-Britt Imnader, forstöðukonu Norræna hússins, I bókasafni hússins. Alf Isak skartar þarnar skrautbúningi Sama, sem eru menn mjög listfeng.ir. Framleiðslu samvinnufélag RAFVIRKJÁ annast allar almennar • raf lagnir og viðgerðir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.