Tíminn - 15.03.1974, Síða 12

Tíminn - 15.03.1974, Síða 12
12 TÍMINN Föstudagur 15. marz 1974. Gísli Vagnsson, Mýrum: LÖGGJAFINN OG ÆÐARFUGLINN Allt frá þvi að Skallagrimur Kveldúlfsson lei lólk sitt vaka yfir eggveri á Alftanesi, hafa ýmsir bændur haft drjúgar tekjur af æðarvarpi, og svo er enn. Þó hefðu þessi hlunnindi getað verið meiri og almennari, ef löggjafar- valdið hefði sinnt óskum varpeig- enda fremur en raun hefur á orðið. Þó hafa forfeður vorir sýnt nokkurn skilning á þessu máli, þvi f lögbók vorri Grágás segir eftirfarandi: ..Þernur (kriur), æður og endur skal enginn maður veiða nær annars landi en 2 hundruð faðma tólfræð sé til eggvers annars manns, og eigi skal meður þá fugla veiða svo mjög i sinu landi, þó fyrr sé eggveri hins, að skin- sömum mönnum 6 þeim er næstir búa, þyki þess ván, að eggver spillist af þvi. En ef hann veiðir annan veg, en nú er mælt, tvigildi hann fyrir fugla, þá er hann veiddi, þeim er eggver á, en kon- ungi hálfa mörk”. (Landsleigu- bálkur 57kap.). Þrátt fyrir þessi lagaákvæði Grágásar, og siðar Jonsbókar, gerðist það um 1230, aö Viðeyjar- bóndi lætur Ásgeir prest Guð- mundsson i Gufunesi hafa itök i Viðey fyrir að veiða ekki æðarfugl á Gufunesi. Var presti boðið, að hann skyldi hafa, hvort er hann vildi heldur, gullhring þann-er kom til 12 hundruð eða Lundey, og kaus hann eyna. (tslenzkt Forn - bréfasafn 1 bls. 497). A þessu má sjá, að þá hefur verið stundað æðarvarp i Viðey og mikil áherzla lögð á friðun æðarvarpsins. Við þessi friðunarákvæði lög- bókanna sat svo til ársins 1787. Þá eru sett ný lagaákvæði i verzlunartilskipuninni um friðun æðarfugls. Er þar bannað að skjóta æðarfugl eða drepa hann með hundum eða netum að við- lagðri 3 marka sekt (lkr) fyrir hvern fugl i sinu eigin landi, er enginn nábúanna beið tjón við það. Þrátt fyrir þessi nýju laga- ákvæði sýndi það sig, að æðarfugl var veiddur i stórum stil og þrátt fyrir það, að ýmsir mætir menn, svo sem Isleifur Einarsson, settur stiftamtmaður. Magnús Stephensen og Bjarni amtmaður Thorarensen, legðu til, á árunum 1816—1839, að hert væri á friðunarlögunum til verndar æðarfugli. Þessum ágætu mönn um varð þó litið ágengt. Rentu kamerinu þótteftir atvikum ekki þörf á sérstökum lögum um friðun æðarvarpsins, en þar á móti taldi þaö viðeigandi, að hin- um almennu veiöiákvæðum, sem og friðunarakvæðum æðarfugls- ins, sem bæði va;ru óljós og á sundrungu, væri safnaö saman i eina heild og breylt og bætt eftir þörfum. (Lovsamning for tsland 13. B. bls 279) A þessum árum var mikið drepið af æðarfugli, og töldu þessir fuglamorðingjar sig hafa heimild til þess sam- kvæmtJónsbókarlögum og ákvæðum verzlunartit skipunar- innar frá 1787, er áður er getið. Það voru þvi samdar margar bænaskrár og sendar Rentukammerinu, og svo tii Al- þingis, eftir að það kom til. Af bænaskrám þessum sést, að á 30 bæjum, þar sem aldrei var drep- inn æöarfugl áður, voru vorið 1844 drepnir 1500 æðarfuglar og spitalahiutur goldinn af, segir framsögumaður málsins á þing- inu. en sögusögn kunnugra manna kvaðst hann hafa fyrir þvi.að á téðum bæjum hafi siðast liðið vor (1845) verið veiddir helmingi fleiri fuglar eða 3000 og að sögn hafi komið útsendari úr Þingeyjarsýslu til að kenma Eyfirðingum aöferðir við drápið. (Alþingist. 1845, bls. 298) Árangurinn af þessum bæna- skrám varö opiö bréf 21. april 1847, um fulla friðun æðarfugls á tslandi. Hljóðar 1. gr. þess þannig: „Enginn má nokkur- staðar á tsland drepa æðarfugl á sjó eða iandi, á sinm jörð eða annara, meö skotum eða hundum eða netjum, eða nokkrum öðrum hætti”. Siðan hefur litil breyting orðið á friðunarlögum annað en sektaákvæði hækkuð og bann lagt við æðaregggjasölu eða förgun á nokkurn hátt að viðlögðum sekt um. Þessi lagaákvæði urðu til þess að draga til muna úr æöarfugla- drápi og sölu á eggjum. Þó urðu margir til að brjóta lögin, bæði með fulgadrápi og eggjasölu, en nú mun að mestu eða öllu hætt að drepa fuglinn af ráðnum hug. Kem ég nánar að þvi siðar. En æðarfuglinn á sér fleiri óvini en manninn. Ails konar vargfugl- ar hafa herjað á hann og gera enn. Framtakssamir menn sáu, að við svo búið mátti ekki standa. Þá var það, að nokkrir bændur við Breiðafjörö og i Strandasýslu stofnuðu með sér félag til eyðingar flugvargi, er herjaði mjög á æðarfuglinn, og var öllum æðarvarpseigendum, og öðrum sem áhuga höfðu á málinu, gefinn kostur á að gerast meðlimir i félaginu. Félagið hlaut nafnið: Æðarræktarfélag Breiðfirðinga og við Strandaflóa, en var i dag- legu tali nefnt „Vargafélagið”. Voru nú kosnir fulltrúar til að setja félaginu lög og ákveða gjald fyrir hvern drepinn vargfugl. Fyrsti fulltrúafundurinn var haldinn á Akureyjum á Breiða- firði 27.-29. september 1884. Verðlaun fyrir drepinn vargfugl voru þessi: Fyrir fullorðinn örn kr. 20- fyrir arnarunga kr. 5.- fyrir svartbak Kr 1- fyrir hrafn kjóa máv og fálka Kr. 0.50 Stóú svo i tvö ár. Næsta ár voru verðlaun greidd alls kr. 2273,50 fyrir alls 2760 vargfugla. Æðarræktarfélag Breiðfirðinga og við Strandaflóa starfaði til ársins 1893, eða meðan formanni þess Péturs Eggerz naut við, en hann mun hafa látizt á þvi ári. Ekki er mér kunnugt um dún- tekju á félagssvæðinu á þeim ár- um sem félagið starfaöi, en á árunum 1858—1872, að báðum ár- um meðtöldum,eðaá 15árum,er dúntekjan alls i Barðarstrandar sýslu 11,915 pd. eða 398 1/2 kg. á ári aö meðaltali. 1 Strandasýslu er dúntekjan alls á sama tima 10201 pd eða 340 kr. á ári að meöaltali. 1914, er dúntekjan orðin i Barðastrandasýslu alls 566 kg. Sama ár er dúntekjan i Strandasýslu alls 338 kg. Aukningin er ekki stór, en þess ber að gæta, að á árunum 1881 og það framyfir aldamót, og jafnvel lengur voru mörg hörð ár og isa- lög mikil að Ströndum, og 1882 lagði Breiðafjörð svo að farið var á hestum ofan af nesjum út i Flatey. Hins er einnig að gæta, að 1914 var mjög hart vor og hrak- viörasamt. Þá var dúntekja af öllu landinu 656 kg. minni en árið áður. Árið 1889 stofnuðu Sléttungar (Melrakkasléttu) með sér æðar- ræktarfélag, en það starfaði að- eins fá ár. Ekki verður séö af fundargerðum félagsins hversu margir vargfuglar hafa verið drepnir á þeim árum, sem félagið starfaði. Ég tel þó engan vafa á, að veruleg nothafi orðið að báðum þessum félögum. Hiröing og um- gengni i varplöndum batnaöi til stórra muna og eggjataka minnkaði frá þvi sem áður var. Samkvæmt verzlunarskýrslum, var seldur dúnn úr Þingeyjar- sýslum á árunum 1858—1872, aö báðum órum meötöldum, alls 9350 pd eða 312 kg. að meöaltali á ári. Árið 1914 er það hvorki meira né minna en 726 kg„ sem er talið fram af dún i sýslunni. Sam- kvæmt tölum frá Hagstofu Is- lands, teknum úr búnaðarskýrsl- um 1913, er dúntekjan af öllu landinu þaðár4577 kg. Þaö er það mesta, sem hann hefur orðið. Vorið 1914 er eitt það kaldasta og hrakviðrasamasta ,sem komið hefur ó þessari öld, meðalhitinn fyrir april—mai aðeins 0 gráöa, enda er dúntekjan þaö vor aöeins 3921 kg. af ölu landinu. 1916 er hann aftur kominn i 4355 kg. Úr þvi fer að smá draga úr dúntekju landsmanna og 1929 er siðasta árið sem hann nær 4000 kg.|940 er hann kominn niður i 3241 kg. og enn heldur æðararpið að dragast saman. 1960, er siðasta árið sem dúnninn nær 2000 kg, og þrem árum siðar er hann ekki nema 1648 kg. Hér á Mýrum var dúntekjan 25 kg. vorið 1936. Arið 1964 er hann 110 kg, en siðan hefur hann minnkað ár frá ári og er nú ekki nema helmingur við það sem áður var, eða laus 50 kg. og er mér kunnugt um að svo er ástandið viðar á landinu og jafn- vel enn verra. Orsakir til þessa munu vera margþættar, svo sem fólksfæð á heimilum og þá lakari umhirða en þörf er á. Sifellt fleiri varp- jarðir, sem fara i eyði. Svo er það minkurinn og þó fyrst og fremst stóraukning svartbaks og hrafns. Fjöldi svartbaksins er orðinn það mikill, að jafnvel fugla- fræðingarnir viðurkenna að hann sé orðinn plága á öllu norðurhveii jarðar. Svo veita þessir sér- fræðingar vöngum yfir þvi hvað hægt sé að gera til að fækka þess um vargi, en ekkert er gert og alltaf fjölgar honum. Þó gerist það, að nokkrir áhugasamir menn um ’æðarvarpsrækt sáu, að við svo búið var ei hægt að una. Þeir komu sér þvi saman um að stofna landssamtök æðvarvarps eigenda. Stofnfundurinn var haldinn 29. nóv. 1969, i Bændahöll- inni i Reykjavik og sátu fundinn um 40 fulltrúar viðsvegar að af landinu. Nokkru áður var stofnað æðar- verndarfélag Vestfjarða með 16 þátttakendum. Svæði þess náði þó ekki nema yfir V-tsafjarðarsýslu og til Patreksfjarðar. Voru þeir allir skráðir i landssamtökunum, sem hlaut nafnið: Æðarræktar- félag tslands. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst: Verndun æðarfuglsins og að fjölga honum ef unnt væri. Annað: Bætt með- ferð á dún og að fá gæðamat á hann. Þriðja :Leiðbeiningar þjónusta. Formaður félagsins var kosinn Gisli Kristjánsson rit- stjóri. öllum fundarmönnum kom saman um, að fyrsta skilyrði til að fjölga æðarfuglinum væri að fækka varginum, og þá fyrst og fremst svartbaknum. Varpeigendur telja fækkun vargsins vel framkvæmanlega, enda búnir að fá nokkra reynslu af þvi með svefnlyfi. Sveinn Einarsson veiðistjóri var einnig búinn að reyna það með mjög góðum árangri. Þess er þó rétt að geta, að varpeigendur höföu ekki heimild Alþingis fyrir notkun þessara lyfja og var þeim þvi fljótlega bannað að nota það nema i mjög smáum stil. Hver varpeigandi gat fengið eina 100 skammta af fenemalum svefnlyfi hjá Lyfjaverzlun rikisins, með þvi að leggja fram vottorð frá sýslumanni eða bæjarfógeta, um að umsækjandi hefði yfir að ráða friðlýstu varplandi. Lyfið mátti svo ekki nota nema frá 15. mai til 15. júli og þá aðeins i egg.Þessir fáu skammtar komu að sáralitl- um notum, það er helst að hægt er að ná nokkrum hröfnum á þá, en svartbaknum fjölgar hlutfalls- lega meira með hverju ári sem liður og hirða æðarungana jafn- óðum og þeir koma i sjóinn. Stjórn Æðarræktarfélagsins leitaði þá til fjárveitingarnefndar Alþingis og nokkurra þingmanna og fór þess á leit að Alþingi veitti litilsháttar fjárhæð til fækkunar varginum, og að sveini Einarss. veiðistjóra yrði falin framkvæmd verksins, en hann er tvimælalaust færasti maðurinn til að sjá um þetta verk svo það beri góðan árangur. Hann hefur góöa reynslu af að nota svefnlyf, og svo hefur hann notað svokallað felli- net með ágætum árangri, en til framkvæmdanna vantar fé. Málaleitun stjórnar Æ.F.l. bar engan árangur. Þá var leitað til Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.