Tíminn - 15.03.1974, Qupperneq 16

Tíminn - 15.03.1974, Qupperneq 16
16 TÍMINN Föstudagur )5. marz 1974. hörkutól. Hann hafði einu sinni gert við símastreng, sem franskir sjómenn höfðu fengið í nótina og höggvið úr með öxi. Hann hafði enga samúð með þessum Yves. — Þú þekkir Breiðaf jörðinn vel? spurði hann. — Ég gjörþekki hann. Ég hef þekkt hann allt frá fæðingu. Menn eru alltaf að lofa Faxaflóann — að minnsta kosti er það gert í Reykjavík — en hvað er hann í samanburði við Breiðafjörð? Hann er svo sem breiðari, það veit ég vel, en á honum er ekki ein einasta eyja, sem talandi er um, Sjáðu bara Flatey * og eyjarnar umhverfis, og svo Fulmar og Riddarann og Borgarstjórann. Og svo eru það mávarnir — hvar eru fuglar eins og mávarnir hérna? Meira að segja sjórinn er öðruvísi — blárri og tærari — og fiskarnir! Hvar eru veiðar svipaðar og hérna? — Nú, það eru nú Elliðaárnar, sagði Eiríkur og tók upp hanskann fyrir Reykjavík. Þær eiga ekki sinn lika. — Nei, til allrar hamingju! sagði Svala, og það var farið að síga í hana. Og við höf um heldur ekki heitar laugar, þar sem þær þvo þvott og gera staðinn hryllilegan. Og svo er laxinn í Elliðaánum alls ekki lax, heldur urriði! — Hann gengur nú samt upp á hverju ári. — Ég vildi nú heldur hætta á það að verða að mæta óheppni við og við í tilraunum mínum til að skapa eitthvað verulega gott í stað þess að hafa sífellda heppni i einhverju miðlungs góðu. Áin okkar getur svo sem stritt manni — kannski tólfta hvert ár eða svo — en hvernig er ekki líka laxinn í ánni okkar? Ég veiddi sjálf einn í fyrra, sem var þrettán kilógrömm! — Hvernig náðuð þér honum? — Á stöng, alveg eins og Englendingarnir. Að sjálfsögðu leggur faðir minn net í ána, og það sama gerir Ólafur Guðmundsson, í sínum hluta árinnar, en stundum leyfa þeir mér að veiða þar á stöng. En nú verðum við að koma okkur, því að það er orðið f ramorðið. Eiríkur reis á fætur og elti hana. — Og nú skal ég segja yður frá svolitlu, sem við höfum í ánni. Það hafið þér þó ekki í Elliðaánum, sagði Svala á leiðinni til baka. — Hvað er það? — Fossbúi. Eirikur var búinn að vera það lengi f jarri (slandi, að hjátrú og hindurvitni voru honum að mestu gleymd. Nú mundi hann eftir fossbúanum, sálar- lausri veru, sem lét til sín heyra í nið f Ijótsins eftir f lúðunum, og íslendingar heyrðu áður fyrr, er þeir fóru yfir árnar í eyðidölum. Enn má heyra í fossbúanum, þegar maður leggur eyrun við og kemst f sálarlegt samband við auðnarlegar eldgigaraðirnar ogþunglyndislegt garg fuglanna. — Jæja, svo að þið hafið fossbúa? Og hafið þér nokkurn timann séð hann? — Ég veit það ekki, svaraði hún. Uppi við efstu laxafossana hef ég stundum ímyndað mér, að ég hafi séð einhverja veru bak við fossana. En ég er viss um, aðég hef heyrt til hans. Ef maður hlustar á vatnið á kyrrum degi, þegar ekki bærist hár á höfði, heyrir maður söng, sem mér er alveg ómögulegt að útskýra. Maður má aldrei leggjast til svefns niðri við ána. — Hvers vegna ekki? — Af því að fossbúinn getur komið og kysst mann og stolið sál manns. — Hvað myndi þá koma fyrir? — Nú, þá yrði maður að vera um aldur og ævi hjá foss- búanum og veita honum hlutdeild í sálarlífi sínu. Auðvitað er þetta þjóðsaga, og stundum hlæ ég að henni. I Kaupmannahöfn trúði ég til dæmis alls ekki á foss- búann, en hérna heima á Islandi geri ég það. Það var ekki nokkurn mann að sjá í f jörunni eða við lendinguna, en samt sem áður var svo bjart, að fjar- lægustu eyjar og fjöil sáust greinilega. Þau urðu samferða upp götuna heim að húsi Stefáns Gunnarssonar, þar sem Eiríkur bauð ungu stúlkunni góða nótt. Síðan hélt hann til Gistiheimilisins og hitti Jónas í fyrirtaks góðu skapi. Jónas hafði komið með genever- flösku inn í þetta bindindishús og sat þar og reykti, meðan hann drakk genever í heitu, og hann var svo hamingjusamur, að hann gleymdi að spyrja Eirík, hvar hann hefði verið. Eiríkur snæddi kvöldverð. Hann þoldi ekki genever og vildi ekki drekka með félaga sínum. En þeir töluðu f ram og aftur um hlutina, þangað til Jónas varð skáldlegur og tók að hafa yf ir kvæðið, sem lesa mátti jafnt aftur á bak sem áfram. Þá fór Eiríkur að hátta. Hann var ekkert hrifinn af skáldskap. Hann var i hópi þeirra íslendinga, sem voru gæddir raunsæi, og þeir líta niður á þá skáld- legu — og ráðskast venjulega með þá. X. ísjakinn Næsti mánuður fór í það að koma húsinu í lag og HiliíHB 1 I Föstudagur 15. marz 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forystugr. dagbl.), 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Sfðdegissagan: „Föstu- hald rabbians” eftir Harry Kamelman Séra Rögn- valdur Finnbogason les (6). 15.00 Miðdegistónleikar: 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Óli og Maggi með gull- leitarmönnum” Höfund- urinn Armann Kr. Einarsson les (4). 17.30„Framburðarkennsla i dönsku 17.40 Umfcrðarskólinn „Ungir vegfarendur” Margrét Sæmundsdóttir fóstra flytur stuttan fræðsluþátt. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Fréttaspegill 19.40 Þingsjá Ævar Kjartansson sér um þáttinn. 20.05 Aukatónreikar Sinfóniu- hljómsveitar tsiands i Háskólabiói kvöldið áður. Stjórnandi: Richard Kapp frá Bandarikjunum Einsöngvarar: Nancy Decring og Robert Mosley, einnig bandarisk a. Kúbanskur forleikur eftir George Gerschwin. b. „Nótt i hitabeltinu” eftir Gott- schalk. c. „Plógur brýtur land”, leikhústónlist eftir Virgil Thomson. d. „Porgy og Bess”, svita eftir George Gershwin. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana 21.30 Útvarpssagan: „Gisla saga Súrssonar” Silja Aðal- steinsdóttir les (5). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (29) 22.25 Ummyndanir Sex goðsögur i búningi rómverska skáldsins óvids með tónlist eftir Benjamin Britten. 1 fjórða þætti les Erlingur Gislason söguna um Bakkus i þýðingu Kristj- ans Arnasonar. Kristján Þ. Stephensen leikur á óbó. 22.50 Draumvisur Sveinn Arnason og Sveinn Magnússon kýnna lög úr ýmsum áttum. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 15. mars 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Að lleiðargarði. Banda- riskur kúrekamyndaflokk- ur. Blika á lofti. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Landshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um innlend mál- efni. Umsjónarmaður Guð- jón Einarsson. 22.05 Litiö skákmót i sjón- varpssal. F'jórða skák. Tringov, hvitt. Guðmundur Sigurjónsson, svart. Skák- ■ skýringar Guðmundur Arn- laugsson. 22.40 Rósamálning i Þela- mörk. Norsk mynd um sér- kennilegar, málaðar skreytingar á stofuþiljum gamalla bændabýla i Þela- mörk. Þýðandi og þulur Ell- ert Sigurbjörnsson. (Nord- vision — Norska sjónvarp- ið) 23.05 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.