Tíminn - 15.03.1974, Blaðsíða 20
20
TÍMINN
Föstudagur 15. marz 1974.
m
HÖRÐUR GUÐMUNDSSON.
Biskupstu ngnamenn
halda um bikarinn
— eftir góðan sigur yfir Víkingi í íslandsmótinu í blaki
UMF BISKUPSTUNGNA
tryggöi sér dýrmætan sigur á
miövikudagskvöldiö, þcgar
Biskupstungnamenn sigruöu
Vikinga. 3:1, i islandsmótinu i
blaki. Leikurinn, sem fór fram
i Vogaskólanum. var ójafn til
að byrja með og unnu
B isku ps tungna m en n tvær
fyrstu hrinurnar örugglega,
15:15, og 15:8. i þessum lotum
gekk allt á afturfótunum bjá
Vikingum, og muuaöi þar
mest um, aö bezti leikmaöur
liösins, Már H. Túlinius, gat
ekki leikið með, þar sem liann
fékk ekki fri frá vinnu. Hann
kom aftur á móti til leiks i
þriöju hrinunni, og viö komu
hans breyttist leikur Vikings-
liðsins, sem sigraði hrinuna,
15:6.
Fjórða hrinan var spenn-
andi. 1 byrjun náðu Biskups-
tungnamenn að komast i 6:0.
Vikingar minnkuðu muninn i
7:6, en þá fór að ganga illa hjá
þeim, Biskupstungnamenn
komust i 11:6, og hrinunni lauk
siðan með 15:10 fyrir þá.
Biskupstungnamenn eru nú
nær öruggir með að hljóta ís-
landsmeistaratitilinn i ár, þeir
hafa ekki tapað leik og eiga
fremur létta mótherja eftir,
UMSE og tMA, liðin, sem
skipa neðstu sætin i mótin ís-
landsmótinu i blaki lykur i
Laugardalshöllinni á sunnu-
dagskvöldið.
GUÐMUNDUR PALSSON...sést hér scnda knöttinn fram-
hjá Vikingunum Bjarna Þorkclssyni og Páli Óiafssyni.
Iiann skoraði mörg lagleg stig í leiknum meö „smarsi”.
Fyrir aftan hann sést Pálmi Pálmason (handknattleiks-
maöur úr Fram), en til hliðar eru þeir Valdimar Jónsson
(5) og Ásgcir Eliasson (knattspyrnumaöur úr Frain).
(Timamynd Róbert)
Golfklúbbur
Suðurnesja
10 ára....
— Framtiöaráætlunin hjá
okkur er að koma upp góöum
18 holu keppnisvelli, sagði
Hörður Guömundsson, for-
maður Golfklúbbs Suöur-
nesja, sem er 10 ára um þess-
ar mundir. Nú er fyrst á dag-
skrá hjá okkur að uudirbúa og
fá það landsvæði, sem þarf til
að gera góðan völl. Nú er völl-
urinn 9 holur, og um 2.700 m á
lengd, fyrir utan 3 holur á
æfingasvæöi.
Upphaflega var leikið á
landi Stóra-Hólms og Hrúður-
ness, sem tekin var á leigu, og
var fyrsti völlurinn 6 holur og
um 1600 m á lengd. Fljdtlega
var þó keypt land, og var
stofnað hlutafélag til lands-
kaupanna, Hrúðurnes h.f.
Arið 1966 var hús keypt af
sölunefndinni og byggt á
vellinum — það er rúmlega
100 fermetrar. í húsinu er
ágætur salur, snyrtiherbergi,
eldhús og aðstaða fyrir
félagsmenn.
Mikil vinna hefur verið lögð
I golfvöllinn, og hafa félags-
menn ekki látið sig vanta ,
þegar eitthvað hefur þurft að
gera. 1 sambandi við þær
framkvæmdir, sem unnar
hafa verið, hefur Keflavikur-
bær verið klúbbnum hjálpleg-
ur, og einnig hefur
Njarðvikurhreppur veitt
klúbbnum styrk árlega. Fjöldi
fyrirtækja hefur tekið þátt i
firmakeppni klúbbsins, og er
sú aðstoð ómetanleg, sagði
Hörður að lokum.
Þess má að lokum geta. að
félagar klúbbsins minnast af-
mælisins með hófi i Stapa
annað kvöld og eru félagar
hans og velunnarar hvattir til
að mæta
Ólympíu-
tvíþraut
íslandsmeistaramótið í lyftingum
í Laugardalshöllinni á morgun
Islandsmeistaramótið i ólympiutviþraut i lyftingum fer fram í
Laugardalshöllinni i morgun. Búastmá við spennandi keppni i öll-
um flokkum, þar sem margir hafa nú hug á aö tryggja sér rétt til
aö keppa á Norðuriandamótinu I lyftingum.
Keppnin i léttari flokkunum, léttvigt og niður úr, hefst kl. 13.00
en þeir sem eru þyngri og keppa í þyngri fl. og millivigt, byrja að
keppa upp úr kl. 15.00. Keppendur eiga aö vera komnir klukkutima
ogfimmtán minútum fyrir áðurnefndan tima, en þá fer fram
vigtun.
FH-INGAR LEIKA
GEGN ÁRMANNI
Tveir leikir fara fram i kvöid i
1. deild karla i handknattleik.
tslandsmeistarar FH lcika
gegn Ármanni, og ilaukar
mæta Vikingi i iþróttahúsinu i
Hafnarfirði. Fyrri leikurinn i
kvöld hefst kl. 20.15.
A morgun fer fram einn
leikur, þá leika Þórsarar og
Valur i iþróttaskemmunni á
Akureyri kl. 17.30.
Framstúlkurnar
þurfa eitt stig
— til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn í handknattleik
x5>
Framstúlkurnar unnu öruggan
sigur yfir Ármanni i 1. deildar
keppninni f handknattleik á
miðvikudagskvöldið, 18:13. Fram
þarf nú aðeins eitt stig tii að
hljóta islandsmcistaratitilinn, og
má búast viö þvi, aö þær hljóti
hann á sunnudaginn, en þá leika
þær á móti Vikingi. Sylvia llall-
steinsdóttir átti góðan ieik gegn
Armanni, hún skoraöi 8 mörk og
var aðalmanneskjan á bak við
spil Fram-liðsins.
KR vann Viking 12:10 á
miðvikudaginn, eftir að Vikingur
hafði haft yfir, 7:6 i leikhléi.
Staðan er nú þessi i 1. deildar
keppninni:
Fram 10 10 0 0 150-92 20
Valur 10 8 0 2 141:107 16
FH 11 5 2 4 141:128 12
Árm. 11 5 2 4 126:127 12
KR 10 4 1 5 114:117 9
Vik. 10 1 1 8 91:121 3
Þór 9 0 0 9 77:136 0
JÓHANNA HALLDÓRSDÓTT-
IR...skorar gegn ARMANNl.
(Timamynd Róbert)